Fréttablaðið - 02.12.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.12.2008, Blaðsíða 4
4 2. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR Í leiðara Jóns Kaldals í Fréttablaðinu í fyrradag var sagt að engin ástæða sé til að efast um að Davíð Oddsson hafi verið heimildarmaður Styrmis Gunn- arssonar við ritun greinar um Davíð í bókinni Forsætisráðherrar Íslands. Að sögn Styrmis er þessi tilgáta röng. Hann segist aldrei hafa talað við Davíð Oddsson um þessa grein, hvorki á meðan hún var í smíðum né eftir að bókin kom út. ATHUGASEMD STJÓRNMÁL Aðildarviðræður að Evrópusambandinu (ESB) verða meðal umræðuefna á aukaflokk- ráðsfundi Vinstri grænna (VG) næstkomandi sunnudag. Heimildir Fréttablaðsins herma að áhersla verði lögð á að setja stefnuna á aðildarviðræður á fundinum. Ögmundur Jónasson, þingflokks- formaður flokksins, er hlynntur því að fara í aðildarviðræður við sam- bandið, og vill þjóðaratkvæða- greiðslu um aðild að loknum við- ræðunum. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoð- unar að öll deilumál sem uppi eru, og öll mikilvæg mál sem varða þjóðarhag og framtíðarstefnumót- un eigi að útkljást í kosningu,“ segir Ögmundur. „Ég er bara að árétta þá skoðun að ég telji að aðild að Evr- ópusambandinu, af eða á, eigi að meðhöndla með þeim hætti.“ Hann segist fráleitt hafa skipt um skoðun á ágæti ESB. „Ég er þeirrar skoðunar að ókostirnir vegi þyngra en kostirnir, er ekki að segja að ég sé fylgjandi aðild,“ segir Ögmundur. Hann minnir á að hann og aðrir hafi barist fyrir þjóðaratkvæða- greiðslu um samninginn um Evr- ópska efnahagssvæðið, en á það hafi stjórnvöld ekki fallist. Hann segist engum treysta betur en Vinstri grænum til að leiða aðildar- viðræður við ESB. Boðað hefur verið til aukaflokks- ráðsfundar VG næstkomandi sunnudag. Á dagskrá verður kynnt áætlun flokksins um endurreisn þjóðarbúsins. Ögmundur staðfestir að aðildarviðræður að ESB, og hug- myndir um þjóðaratkvæðagreiðslu, verði meðal umræðuefna á fundin- um. Fundurinn getur breytt stefnu flokksins, en atkvæðisrétt á fund- inum eiga flokksráðsfulltrúar, sveitarstjórnarmenn, alþingis- menn, varaþingmenn og fleiri. brjann@frettabladid.is VG opnar á aðildar- viðræður við ESB Þingflokksformaður VG vill aðildarviðræður við ESB og þjóðaratkvæðagreiðslu að viðræðum loknum. Rætt á flokksráðsfundi VG á sunnudag. Ekki vænlegt til árangurs að vera á móti en fara í aðildarviðræður segir stjórnmálafræðingur. Frá sjónarhóli þeirra sem vilja aðild að Evr- ópusambandinu er þetta útspil Ögmundar máttlaus tilraun, segir Gunnar Helgi Kristinsson, próf- essor í stjórnmála- fræði við Háskóla Íslands. Hann segir erfitt að segja fyrir hvaða áhrif þessi yfirlýsing hafi fyrr en flokkur- inn hafi tekið á málinu á sunnudag. Tilgangurinn með því að leggja til aðildarviðræður og þjóðaratkvæða- greiðslu er væntanlega sá að þjappa flokksmönnum betur saman, segir Gunnar Helgi. Meirihluti flokks- manna virðist hlynntur aðild, en aðrir séu henni algerlega andsnúnir. Það er ekki sérlega líklegt til árangurs að sækja um aðild að sambandinu, en vera opinberlega á móti aðild, segir Gunnar Helgi. Það sé ekki aðferð sem líkleg sé til að fá jákvæðan tón í viðræður, enda sam- bandið ólíklegt til að leggja mikinn kraft í viðræður ef umsækjandinn sé í raun bara að kanna hvað sé í boði. REYNA AÐ ÞJAPPA FLOKKNUM SAMAN GUNNAR HELGI KRISTINSSON ANDSNÚINN AÐILD Ögmundur Jónasson segist enn telja ókostina við aðild vega þyngra en kostina. Hann treysti hins vegar engum betur en Vinstri grænum til að leiða aðild- arviðræður við ESB. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VINNUMARKAÐUR Kjararáð svaraði í gær nýlegu erindi ríkisstjórnar- innar um launalækkun helstu emb- ættismanna ríkisins og sendi Geir H. Haarde forsætisráðherra skriflegt svar. Búist er við að ráðherrann kynni efni bréfsins á ríkisstjórnarfundi í dag og það verði svo gert opinbert í framhaldi af því. Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra tilkynntu á fréttamannafundi fyrir tíu dögum að ríkisstjórnin myndi fara fram á það að kjararáð lækkaði laun um 5-15 prósent. Áður hafði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagt að kjararáð ætti að lækka laun í samræmi við kjaraþróunina. Ráðið getur ekki lækkað laun hans. - ghs Kjararáð um launalækkun: Kynnt ríkis- stjórninni í dag VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Ósló París Róm Stokkhólmur 14° 6° 4° 4° 5° 6° 5° 0° 6° 7° 20° 6° 9° 16° 1° 7° 14° 6° -4 -6 -6 -3 -7 -2 -4 1 -2 -2 -10 4 3 1 5 5 11 8 9 7 -3 -8 -9 -31 1 -1 1 10Á MORGUN 8-15 m/s S- og SV-til annars mun hægari 5 6 FIMMTUDAGUR 5-10 m/s HVAR ER HLÝJA LOFTIÐ? Í dag er hann að snúa sér í suðrið með strekkings- vindi suðvestan- og vestanlands. Í fl jótu bragði mætti ætla að sunnanáttin bæri með sér hlýindi inn á landið. Kalda loftið er hins vegar þungt og þarf kraft til að koma því af landinu. Sunnanáttinni virðist illa ætla að takast það þannig að áfram verður víða frost. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur VIÐSKIPTI Írska lággjaldaflugfé- lagið Ryanair lagði í gær fram yfirtökutilboð í landa þess, flugfélagið Aer Lingus. Verði tilboðið að veruleika er þetta í annað sinn á tveimur árum sem Ryanair reynir við Aer Lingus en gerði allt sem í valdi þess stóð til að kaupa félagið síðla árs 2006. Tilboðið nú er um helmingi lægra en fyrir tveimur árum, eða upp á 748 milljónir evra. Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins kom í veg fyrir kaupin á sínum tíma enda útlit fyrir að samruni félaganna bryti í bága við samkeppnislög. - jab Ryanair reynir við Aer Lingus: Bjóða helmingi lægra verð MICHAEL O‘LEARY Hinn léttlyndi forstjóri Ryanair segir í samtali við Financial Times aðstæður nú allt aðrar en fyrir tveimur árum. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Sýknaður af peningafalsi Tvítugur maður hefur verið sýknaður af ákæru um peningafals. Manninum var gefið að sök að hafa verslað fyrir tvo fimm þúsund króna seðla sem hann hefði vitað að væru falsaðir. Ekki þótti sannað að það hefði verið umræddur maður sem verslaði fyrir hina fölsuðu seðla. DÓMSTÓLAR ÍRAN, AP Yfirmaður kjarnorku- málastofnunar Írans segir Írana fúsa til að veita arabískum grannþjóðum aðstoð við að smíða léttvatns-kjarnaofna til raforku- framleiðslu. Engin ríkisstjórn arabísks grannríkis Írans hafði í gær brugðist við tilboðinu en á liðnum árum hefur tortryggni einkennt afstöðu flestra þeirra í garð sjíaklerkastjórnarinnar í Teheran og kjarnorkuáformum hennar einkum og sér í lagi. - aa Kjarnorkumál Írans: Bjóða araba- ríkjum aðstoð STJÓRNMÁL Evrópsk tilskipun um innstæðutryggingar reyndist of veikburða, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráð- herra. Hún lýsti þeirri skoðun sinni að Ísland eigi að slást í hóp þeirra ríkja sem vilji endur- skoða tilskipun- ina á fundi Útflutningsráðs í gær. Ingibjörg fagnaði fyrirhuguðum neyðar- sjóði evrópskra innstæðueigenda. Ísland mun greiða í sjóðinn, og í fyllingu tímans kann hann að nýt- ast til að mæta þeim ábyrgðum á innstæðum sem Ísland hefur und- irgengist. Það voru ekki létt spor að stíga þegar nýjar reglur um gjaldeyris- viðskipti voru settar, sagði Ingi- björg. Reglurnar verði endurskoð- aðar eftir þrjá mánuði, enda muni Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ekki veita frekari lánafyrirgreiðslu nema þessum takmörkunum verði aflétt „svo fljótt sem verða má, það er þegar gengi hefur náð jafn- vægi á ný“, sagði Ingibjörg. Hún sagði að efnahagsaðgerðir sem Ísland hafi þurft að grípa til í samstarfi við Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn mun líklegri til að heppn- ast ef Íslendingar settu fram það skýra markmið að sækja um aðild að Evrópusambandinu. „Það myndi styrkja orðspor okkar á augabragði og gefa krón- unni þann tímabundna trúverðug- leika sem hún þarf til að styrkj- ast,“ sagði Ingibjörg. Hún sagði aðeins hægt að leggja mat á kosti og galla aðildar með aðildarviðræðum. „Að sjálfsögðu myndi þjóðin svo hafa síðasta orðið um aðildarsamning í lýðræð- islegum kosningum.“ - bj Utanríkisráðherra vill að Ísland sláist í hóp ríkja sem vilja endurskoða tilskipun um innistæðutryggingar : ESB-umsókn gefur krónu trúverðugleika Mikilvægt er að stilla saman strengi þeirra sem koma að markaðs- og ímyndarmálum Íslands erlendis, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á ráðstefnu Útflutningsráðs. Hún sagði að flestum bæri saman um að flýta þyrfti stofnun kynning- arstofu- eða kynningarmiðstöðvar Íslands. „Ég mun leggja til við forsætis- ráðherra að mér verði falið að gera tillögu um nýtt lagafrumvarp sem felur í sér stofnun hennar,“ sagði Ingibjörg. STOFNA KYNNINGARMIÐSTÖÐ INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR GEIR H. HAARDE GENGIÐ 01.12.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 250,6977 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 147,42 148,12 221,72 222,80 186,48 187,52 25,030 25,176 20,906 21,030 17,965 18,071 1,5719 1,5811 218,49 219,79 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.