Fréttablaðið - 02.12.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.12.2008, Blaðsíða 6
6 2. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR Fagnaðir þú upphafi aðvent- unnar í gær? JÁ 55,4% NEI 44,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú að eyða minna í jóla- gjafir í ár en í fyrra? Segðu þína skoðun á visir.is. STJÓRNMÁL Fjárlaganefnd Alþing- is hefur setið aðgerðalítil að und- anförnu þar sem fjárlagagerðin er enn í höndum ráðherra. Þó hefur nefndin hlýtt á óskir full- trúa félaga og hagsmunasamtaka um fjárframlög á nýju ári auk þess að grennslast fyrir um stöðu mála innan einstakra ráðuneyta. Endurskoðun þjóðhagsáætlun- ar − og þar með tekjuáætlunar − er ekki lokið en hún fer fram í fjármálaráðuneytinu. Þar á bæ er einnig unnið úr svörum fagráðu- neyta við tillögum um tíu pró- senta niðurskurð útgjalda. Við- brögðin voru misjöfn; allt frá því að félagsmálaráðuneytið sagði nei upp í að utanríkisráðuneytið sagðist ætla að skera niður um tuttugu prósent. Niðurskurður miðast við fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram í októberbyrj- un. Það gerði ráð fyrir 507 millj- arða króna gjöldum en tekjum upp á 450 milljarða. Ljóst er að tekjurnar lækka umtalsvert en óljóst hve mikið. Að sama skapi er ljóst að halli rík- issjóðs verður meiri en áður hefur sést. Magnús Stefánsson, Framsóknarflokki, hallast að því að hann verði um 150 milljarðar en Jón Bjarnason, VG, spáir að hann verði um 200 milljarðar. Gunnar Svavarsson, Samfylking- unni, vill engu spá. Fjárlagagerðin er unnin eftir forskrift Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins (AGS) en með samkomulaginu við sjóðinn skuldbundu stjórn- völd sig til að haga ríkisfjármál- unum eftir vilja hans. Gunnar Svavarsson segir stefnt að annarri umræðu fjárlaga um miðja næstu viku og samþykkt þeirra fyrir jól. bjorn@frettabladid.is Fjárlögin eftir forskrift AGS Fjárlagagerðin fer enn fram á vettvangi ráðuneytanna. Endurskoðun þjóðhagsáætlunar er ólokið. Stefnt er að annarri fjárlagaumræðu í þinginu í næstu viku. Halli fjárlaga gæti orðið allt að 200 milljarðar króna. Næsta ár verður enn erfiðara „Fjármálaráðuneytið hafði ekkert samráð við fjárlaganefndina um þennan tíu prósenta niðurskurð og það tel ég fráleit vinnubrögð,“ segir Magnús Stefánsson, fjárlaganefndarmað- ur Framsóknarflokks- ins. Hann segir að þó að fjárlagagerðin fyrir næsta ár verði erfið reyni fyrst verulega á menn við fjárlagagerðina 2010. Í samkomu- laginu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sé kveðið á um harkalegar aðhalds- aðgerðir í rekstri. Á sama tíma blasi við gríðarlegt tekjufall. „Það þarf að hugsa allt upp á nýtt ef þessi markmið eiga að nást.“ Skortir nauðsyn- leg gögn „Öll umgjörð fjárlaganna er í hönd- um eða háð skilyrðum, kröfum eða samþykktum Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins,“ segir Jón Bjarnason, fjárlaga- nefndarmaður VG. Ljóst sé að sjóðurinn hafi fullan rétt til afskipta af niður- skurði útgjalda og hvaða markmiðum beri að ná. Jón segir fjárlagavinnuna stranda á nauðsynlegum gögnum; þjóðhagsspá þurfi að liggja fyrir, fjáraukalagafrumvarp 2008 og nákvæmar upplýsingar um kjör og greiðsluskilmála þeirra lána sem ríkið hyggst taka. Án þessara upplýsinga sé ekki hægt að búa til fjárlög. JÓN BJARNASON Stjórnin leggi til sparnaðinn „Þegar endurskoðuð tekuáætlun og áætlun um vaxtagjöld liggja fyrir getum við séð stóru myndina í ljósi skilyrða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um sjóðstreymi. Þá fyrst getum við gert okkur grein fyrir hver útgjöldin geta orðið,“ segir Gunnar Svavarsson, Samfylk- ingunni, formaður fjárlaganefndar. Hann segir niðurskurðinn frá frumvarpinu frá í haust nema nokkrum tugum milljarða króna. „Ríkisstjórnin á að leggja til niðurskurð ef ákvarð- anir eru krítískar og hugsanlega stórpólitískar. Það er hennar en ekki fjárlaganefndar að leggja slíkt til.“ GUNNAR SVAVARSSON MAGNÚS STEFÁNSSON ALÞINGI Þingmenn fá væntanlega að ræða um fjárlögin í næstu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN VINNUMARKAÐUR „Við höfum ákveðið að draga þessa uppsögn til baka,“ segir Páll Magnússon útvarpsstjóri um uppsögn Báru Halldórsdóttur tæknimanns hjá Ríkisútvarpinu. Páll segir ekki rétt sem fram hafi komið í fjölmiðlum að Bára sé trúnaðarmaður tæknimanna hjá Ríkisútvarpinu, hún hafi verið það en aðrir hafi tekið við. Bára hefur unnið í 23 ár hjá Ríkisútvarpinu. Starfsmenn þess hafa látið í ljós óánægju og undrun með uppsagnir tækni- manna með langan starfsaldur að baki, líkt og Bára hafði og Jan Murtomaa sem hefur unnið hjá Ríkisútvarpinu í ellefu ár. - ss Ríkisútvarpið: Uppsögn dregin til baka SPÁÐU Í HVAÐ ÞÚ SPARAR! Ný r Or ku lyk ill NÝ JU NG 5 kr. afsláttur þegar þú notar Orkulykilinn í fyrsta sinn! Alltaf 2 kr. afsláttur af dæluverði Bensínorkunnar sem kannanir sýna að er lægra en hjá öðrum! www.orkan.is KVEIKT Á KERTUM Íbúar í Mumbai kveiktu á kertum fyrir utan Taj Mahal hótelið í gær til minningar um fórnar- lömb árásanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÞÝSKALAND, AP Monika Halbe, 44 ára þýsk móðir, var í gær dæmd til fjögurra ára og þriggja mánaða fangavistar fyrir að hafa orðið tveimur börnum sínum að bana þegar þau voru nýfædd. Annað barnið var drepið árið 1988 en hitt árið 2003. Líkin setti Halbe til geymslu í frystikistu heimilisins, ásamt líki þriðja barnsins, sem hún drap einnig þegar það var nýfætt árið 1986. Hún var ekki sótt til saka fyrir þriðja morðið vegna fyrningar- ákvæða laga. Átján ára sonur konunnar fann líkin þrjú í frystikistunni í maí síðastliðnum. Halbe á tvö önnur uppkomin börn ásamt eigin- manni sínum. - gb Þýsk móðir dæmd í fangelsi: Geymdi þrjú barnslík í frysti MONIKA HALBE SKIPULAGSMÁL „Viðbúið er að verkefnið frestist en við erum frekar bjartsýn á að úr því verði,“ segir Hjálmar Helgi Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, um nýtt húsnæði skólans við Laugaveg. Áætlað var að hefja kennslu þar haustið 2011. Hann telur nú líklegra að það verði haustið 2012. Samson Properties, félag í eigu Björgólfs Guðmundssonar, ætlar að fjármagna byggingu hússins og eiga það. Áform félagsins um bygging- una eru, samkvæmt bréfi til skipulagsráðs, óbreytt. Lánsfjármögnun sé þó ekki tryggð „enda vandfund- ið það verkefni að svipaðri stærð, og rétt byrjað í deiliskipulagsferli, sem er með trygga lánsfjár- mögnun“ eins og segir í bréfinu. Leigusamningur við Listaháskólann, til þrjátíu ára, komi til með að auðvelda hana. Breytingartillaga, sem unnin var í samráði við skipulagsstjóra, liggur nú fyrir hjá skipulagsráði. Þar er komið til móts við óskir borgaryfirvalda um breytingar á teikningum byggingarinnar. Hjálmar er ánægður með breytingarnar, sem hann segir nokkrar. „Það var meðal annars dregið úr byggingamagni, húsið gert hæverskara gagnvart umhverfinu og aukið tillit tekið til eldri húsa á svæðinu. Málið er nú í höndum skipulagsráðs.“ - hhs Breytt tillaga að Listaháskólanum á Laugavegi liggur fyrir hjá skipulagsráði: Frestast líklega um eitt ár LAUGAVEGUR FRAMTÍÐAR Rektor Listaháskóla Íslands, Hjálm- ar Helgi Ragnarsson, segir flest benda til að bygging skólans við Laugaveg frestist. Ekki verði þó hætt við hana. MYND/SAMSONPROPERTIES KJÖRKASSINN DÓMSMÁL Tæplega tvítugur piltur hefur verið dæmdur til að greiða hundrað þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs fyrir að búa til sprengjur og fyrir veggjakrot. Pilturinn úðaði með málningu stafina SC á vegg Slippfélagsins í Reykjavík. Um síðustu áramót tók hann svo skotkökur í sundur og bjó til ellefu sprengjur. Lögregla fann sprengjurnar í herbergi piltsins. Nokkru síðar greip hann aftur til úðabrúsans og sprautaði stafina CPK á vegg í undirgöng- um við Miklubraut. Pilturinn átti ekki brotaferil að baki. - jss Tæplega tvítugur dæmdur: Sektaður fyrir sprengjugerð INDLAND, AP Indverjar krefjast þess að pakistönsk stjórnvöld grípi til harðra aðgerða gegn hryðju- verkasamtökum sem talin eru bera ábyrgð á árásunum í Mumbai í síð- ustu viku. Indversk stjórnvöld telja fullvíst að árásarmennirnir hafi verið á vegum pakistönsku hryðjuverka- samtakanna Lashkar-e-Taiba. Þau samtök hafa barist gegn yfirráðum Indverja í Kasmírhéraði og eru stundum sögð njóta til þess stuðn- ings frá leyniþjónustu Pakistans. Asif Ali Zardari, forseti Pakist- ans, heldur því hins vegar fram að árásarmennirnir hafi engin tengsl við stjórnvöld, hvorki pakistönsk né önnur. Hann varar við því að árásin verði notuð til að auka andúðina milli þjóða í þessum heimshluta. Spenna hefur aukist mjög milli hindúa og múslima á Indlandi í kjölfar árásarinnar, sem varð að minnsta kosti 172 manns að bana á samtals tíu stöðum í borg- inni. Í gær luku yfirvöld í Mumbai við að fjarlægja jarðneskar leifar hinna látnu úr hótelinu Taj Mahal. Umsjónarmenn íslamsks grafreits í Mumbai neituðu að taka við líkum níu árásarmannanna til greftrun- ar. „Fólk sem framdi þennan and- styggilega glæp getur ekki kallast múslimar,“ sagði Hanif Nalkhande, talsmaður samtaka sem reka graf- reitinn. „Íslam leyfir ekki svona villimannlega glæpi.“ - gb Deilur Indlands og Pakistans um árásirnar á Mumbai í síðustu viku: Pakistan krafið um aðgerðir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.