Fréttablaðið - 02.12.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.12.2008, Blaðsíða 18
Jólasýning Handverks og hönn- unar opnar fimmtudaginn 4. desember í Aðalstræti 10. Sýn- ingin kallast „Allir fá þá eitthvað fallegt“ og þar munu 45 hand- verkslistamenn sýna vörur sínar. „Þetta er í níunda sinn sem jóla- sýning Handverks og hönnunar fer fram og alls sóttu um 70 manns um sýningarpláss,“ segir Fjóla Guðmundsdóttir, starfs- maður Handverks og hönnunar. „Hjá okkur fer allt í gegnum gæðanefnd sem velur úr umsækj- endum og er fjölbreytileikinn alltaf mikill. Áhersla er lögð á nytjalist en hér verður að finna textíl, leir, gler og ýmislegt fleira.“ Sýningin er ekki hefðbundin sölusýning en allar vörurnar er þó hægt að kaupa og gefur starfs- fólk upplýsingar um listamann- inn sjálfan og hvar hlutirnir fást keyptir. Fjóla segir gestagang á jólasýningu Handverks og hönn- unar alltaf mikinn. „Þessi sýning hefur alltaf verið ofsalega vinsæl gegnum árin og hjá mörgum orðinn hluti af aðventunni. Eftir að við fluttum í sama hús og verslunin Kraum þá er opnunartíminn einnig rýmri og opið lengur í desember.“ Sýningin stendur fram á Þor- láksmessu svo þeir sem eru í jóla- gjafahugleiðingum hafa tímann fyrir sér. Opnunin verður sem fyrr segir á fimmtudaginn kemur klukkan 17 og boðið upp á léttar veitingar. heida@frettabladid.is Handverk í jólapakkann Jólagjafainnkaupin eru fram undan og þeir sem vilja gefa handunnar gjafir gætu fundið eitthvað fallegt í pakkana af íslensku handverki. Handverk og hönnun opnar sýningu á fimmtudaginn. Jólatré eftir Láru Vilbergsdóttur.Guðný Hafsteinsdóttir sýnir jólabjöllur á jólasýningu Handverks og hönnunar. JÓLAVEFURINN kallast jólasíða Skóla- vefsins sem finna má á skolavefurinn.is. Á jólavefnum eru jólaleikir og þrautir, jólasögur, jólaföndur, jólalög og margt fleira jólatengt. Leðurtaska eftir Auði Þórisdóttur. Taskan færi vel í jólapakkann. Jólalegur kökudiskur eftir Ragnheiði Ing- unni Ágústsdóttur. Bjöllur úr íslensku birki eftir Láru Gunnarsdóttur. Á slóðinni www.th.is er hægt á aðgengilegan hátt að skoða úrvalið og gera góð kaup! Það er alveg óþarfi að láta sér verða kalt á höndunum Fjölbreytt úrval af leðurhönskum af öllum stærðum og gerðum! Næstu fyrirlestrar og námskeið 02. des. Heilbrigði og hamingja Benedikta Jónsdóttir heilsuráðgjafi 04. des. Hátíðakökur og eftirréttir Auður Konráðsdóttir desertadrottning 06. des. Hláturfundur Hláturkætiklúbbsins Ásta Valdimarsdóttir hláturjógakennari www.madurlifandi.is Borgartún 24, Hæðarsmári 6 Hafnarborg Hafnarfi rði Komdu og skoðaðu algerlega nýja hönnun Tækið sem enginn verður var við. be by ReSound™ er nýjasta tæknibyltingin í heyrnartækjum, hönnun þeirra byggir á algerlega nýrri hugsun. Þau eru hulin í eyrunum og eru svo létt og þægileg að notandinn gleymir því að hann er með þau og aðrir taka heldur ekki eftir þeim. Gestum verður boðið upp á að skrá sig í fría heyrnarmælingu og að sjálfsögðu er einnig heitt á könnunni og jólasmákökur. Opið hús miðvikudaginn 3. des. kl. 10-18 í Hlíðasmára 11 be by ReSound eru vart greinanleg í eyrunum Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur - heyrn.isHeyrnarþjónustan Tímapantanir 534 9600 Heyrnarþjónustan Alla mmtudaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.