Fréttablaðið - 02.12.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 02.12.2008, Blaðsíða 24
 2. DESEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● norðurland Sýningin Orð Guðs hefur stað- ið yfir í Listasafninu á Akureyri um hríð og lýkur 14. desember. Þar eiga sex listamenn verk sem vekja upp spurningar og fjalla um þætti kristinnar trúar. Þóra Þórisdóttir er sýningar- stjóri. „Sýningin hefur verið vel sótt og viðtökur hafa verið góðar,“ segir Þóra og telur málefnið Orð Guðs höfða til fólks á þessum tíma í lífi þjóðarinnar. Hún nefnir að hluti af verki Steingríms Eyfjörð mynd- listarmanns sé gagnvirkt samtal við áhorfendur, hann hafi hvatt þá til að draga upp sína eigin hug- mynd af Guði og þeir hafi verið duglegir við það. Einnig bjóði Arn- aldur Máni Finnsson guðfræðing- ur upp á aðstöðu til bænahalds og íhugunar á sýningunni. Þóra segir margt líkt með list- inni og trúnni. Hvort tveggja eigi að veita andlega næringu, ein- hvern nýjan sannleik um lífið og tilveruna og að listin hafi fræðslu- hlutverk svipað og kirkjan. „Ann- ars er erfitt að lýsa þessari sýn- ingu í heild því hún er svo full af tilvísunum,“ segir hún. „Titillinn er Orð Guðs en gagnrýni sýning- arinnar er að það vanti svolítið andann, bæði í trúnni og listinni. Samt er það gagnrýni að innan því þeir listamenn sem taka þátt í sýningunni elska listina og hafa áhuga á trúmálum. Þannig að þeir eru fyrst og fremst með sjálfs- gagnrýni. Þetta er einhver löng- un til að lífga þær táknmyndir kristninnar sem fela í sér kjarna trúarinnar.“ Sem dæmi um táknmyndir sýningarinnar nefnir Þóra verk Ólafar Nordal sem skoðar Krists- myndina í samhengi við sauðfjár- menningu Íslendinga, með tilliti til lambsins, hirðisins og ekki síst forustusauðsins og verk Etienne de France þar sem hin heilaga kvöldmáltíð speglar veruleika samtímans á gagnrýninn hátt. Leitin að gralnum á Kili er við- fangsefni Jeannette Castioni og sett í samhengi við spurningar um fjársjóð, leyndardóma og leit- ina að sannleikanum og sjálf er Þóra með táknmyndir sem hún lýsir nánar. „Ég er með tíðablóð í mínu verki. Það er vegna þess að bæði í Biblíu og listum hefur Orð- inu verið líkt við sæði karlmanns- ins sem þarf að falla í góðan jarð- veg. En Jesús fæddist af Maríu mey og þar er enginn karl. Svo tíðablóðið er táknmynd heilags anda.“ Í lokin nefnir Þóra að sýn- ingin í Listasafninu á Akureyri bendi fólki á að tjá sig við Guð í öllu skapandi starfi. „Það ein- skorðast ekki við kirkjur,“ segir hún. „Því maðurinn sjálfur er Guðshús.“ - gun Maðurinn er guðshús Bænin fær sinn sess á sýningunni Orð Guðs, þökk sé Arnaldi Mána Finnssyni guðfræðinema. Vín og blóð. Sýningarhluti Þóru Þórisdóttur sem skírskotar til þess að Jesús hafi verið eingetinn og því lítur hún á tíðablóðið sem táknmynd heilags anda. Steingrímur Eyfjörð er með teikniaðstöðu í sínu rými og hana hafa áhorfendur verið duglegir að nota. „Hér eru alls konar skemmtileg- ir afþreyingarmöguleikar, sem tengjast skíðasvæðunum okkar. Ég reikna bara með allt fari af stað um leið og svæðin opna, sem gerist bráðlega þar sem það hefur snjó- að vel undanfarið,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, framkvæmdastjóri markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi. Hann segir margt áhugavert í boði yfir jólin og nefn- ir sem dæmi starfsemina við Mý- vatn. „Um leið og Mývatn frýs fer þar margt spennandi af stað. Hægt er að fara í keilu á ísnum eða skella sér í gokart. Notaðar eru venjuleg- ar keilur og kúlur, sem menn reyna að fella með því að renna kúlunni eftir ísilagðri braut,“ útskýrir Ás- björn og þvertekur fyrir að hætta sé að ísinn gefi sig. „Nei, enda er hann nógu þykkur. Menn keyra á jeppum út á ísinn. Svo eru þarna sérstakar gokart-brautir og bílarn- ir útbúnir sterkum nagladekkjum. Það er alveg rosalega gaman að spæna á ísnum.“ Ásbjörn bætir við að kring- um svæðið sé búið að útbúa góðar skíðagönguleiðir líkt og á öllum helstu skíða- og útivistarsvæð- um á Norðurlandi. „Gönguleiðirn- ar í kringum skíðasvæðið á Húsa- vík eru til dæmis góðar og útsýnið af Reykjaheiði mjög flott. Svæðið í Kjarnaskógi á Akureyri er líka úti- vistarparadís fyrir alla fjölskyld- una, heillandi og endurnærandi. Að auki hafa sérstök svæði verið útbúin á skíðasvæðunum fyrir brettafólk, en brettaiðkun er sú íþrótt sem vex hvað hraðast hér fyrir norðan. Skíðafólk ætti líka að finna ýmislegt við sitt hæfi; Dalvík, Siglufjörður, Tindastóll við Sauðárkrók og Hlíðarfjall eru allt góðir möguleikar. Þá er víða boðið upp á vélsleðaferðir á Norð- urlandi, til dæmis er farið á Kald- bakssvæðið við Grenivík og er út- sýnið gríðarlega flott af Kaldbakn- um yfir Eyjafjörðinn. Þá er hægt að fara í snjósleðaferðir upp að Kröflu og að jarðhitasvæðinu við Leirhnjúk.“ Ásbjörn bendir áhugasömum á að hægt sé að afla sér frekari upp- lýsinga á netinu. „Það er bara um að gera að kynna sér starfsemina á www.visitakureyri.is og www. nordurland.is, þar sem hægt er að fá upplýsingar um opnunartíma og fleira.“ - rve Í keilu úti á miðju vatni Ýmsir afþreyingarmöguleikar eru í boði fyrir norðan yfir jólin. Hægt er að skella sér á skíði, bretti eða vélsleða svo fátt eitt sé nefnt. MYND/RAGNAR TH. SIGURÐSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.