Fréttablaðið - 02.12.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 02.12.2008, Blaðsíða 26
 2. DESEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR6 ● fréttablaðið ● norðurland Spilin fást hjá okkur Full búð af skemmtilegum leikföngum Dótakassinn: Akureyri Ísafjörður Hafnarfjörður - Firðinum Reykjavík - Skólavörðustígur Jólatilboð: 1.999.- Jólatilboð: 999.- Jólatilboð: 1.790.- Fisher Price teppi m/grindSkemmtilegur bílaleikur m/stýri Verkfærakassi Sýningar standa nú yfir á ævintýrum Emils í Kattholti hjá Leikfélagi Húsavíkur. Örfá sæti eru laus á sýningarnar í desember. „Það hefur verið uppselt á næst- um allar sýningar hingað til,“ segir Halla Rún Tryggvadóttir, formaður Leikfélags Húsavíkur, sem setur upp barnaleikritið Emil í Kattholti. Yfir hundrað manns hafa sótt hverja sýningu og eru Húsvíkingar og nærsveitarmenn ánægðir með framtakið. „Það er einmitt svo gaman að vera á ferðinni í bænum og heyra hvað allir eru glaðir og ánægð- ir með þetta. Sérstaklega á þess- um síðustu og verstu, Emil er aðal- maðurinn á Húsavík núna.“ Halla hefur gegnt starfi for- manns leikfélagsins í eitt ár og segir starfið innan félagsins öfl- ugt. Félagið er áhugamannafélag og leikararnir allir heimamenn. „Leikfélagið hefur verið mjög öflugt í yfir 100 ár. Við höfum yfir- leitt sett upp eina stóra sýningu á ári, á síðasta leikári settum við reyndar bæði upp Íslandsklukk- una og aðra dagskrá aukalega. Við vorum sammála um að setja upp barnasýningu í þetta skiptið en leikfélagið hefur ekki verið nógu duglegt við það.“ Sigrún Valbergsdóttir leikstýr- ir sýningunni. Hún hefur unnið áður með leikfélaginu á Húsavík, við uppsetningu Gauragangs árið 1995 og Þreks og tára árið 1998. Eins og gefur að skilja kemst ekki öll sagan fyrir á fjölunum í gamla samkomuhúsinu á Húsavík en völdum atriðum eru gerð skil. „Við fáum til dæmis að sjá þegar Emil festir hausinn í súpu- skálinni og Ída er dregin upp í fánastöngina, Emil reynir líka að draga tönnina úr Línu vinnukonu svo þetta eru aðalsenurnar,“ segir Halla. Með helstu hlutverkin fara Patrekur Gunnlaugsson sem leik- ur Emil, Ragnheiður Diljá Kára- dóttir sem leikur Ídu, Sigurður Illugason leikur Anton, Þorbjörg Björnsdóttir leikur Ölmu og Anna Ragnarsdóttir leikur týtuberja- Maju. Jóna Dagmar Hólmfríðar- dóttir leikur Línu vinnukonu en með hlutverks Alfreðs fer Hjálm- ar Bogi Hafliðason. Næstu sýningar eru föstudag- inn 5. desember klukkan 20, laug- ardaginn 6. desember klukkan 16, sunnudaginn 7. desember klukk- an 14, föstudaginn 12. desem- ber klukkan 20, laugardaginn 13. desember klukkan 16 og sunnu- daginn 14. desember klukkan 14. - rat Uppátæki Emils á Húsavík Emil hefur ráð undir rifi hverju og hér reynir hann að hjálpa Línu vinnukonu við að losna við skemmda tönn. Alfreð og Ída fylgjast vel með. MYND/LEIKFÉLAG HÚSAVÍKUR Emil er leikinn af Patreki Gunnlaugssyni og hérna er strákskrattinn í smíðaskemm- unni að tálga enn einn spýtukarlinn. Ragnheiður Diljá Káradóttir fer með hlutverk Ídu og syngur lagið Kisa mín listavel.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.