Fréttablaðið - 02.12.2008, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 02.12.2008, Blaðsíða 35
ÞRIÐJUDAGUR 2. desember 2008 19 „Ég er skírður eftir báðum öfum mínum, en Adólfs-nafnið kemur vestan af Ísafirði frá föðurafa mínum og pabbi er svo Steinólf- ur, en bæði nöfnin hafa forfeður mínir borið um langan veg,“ segir tréskurðarlistamaðurinn snjalli, Jón Adólf Steinólfsson, um nafnið sem honum var gefið. „Nafngjöf er alltaf ábyrgðarhluti því sem börn erum við ákaflega vægðarlaus og í eðli mannsins að fá útrás fyrir eigin vanlíðan með því að níðast á öðrum. Ég fékk því strax í sex ára bekk að kenna á þessu nafni og þótti mikil kvöl að bera það,“ segir Jón Adólf sem fæddur er í sumarbyrjun 1959. „Árin á eftir var Adolf Hitler flestum ofarlega í huga, enda tiltölulega stutt frá stríðslok- um og sjálfgefið að uppnefna mig Adolf Hitler. Það særði mig mjög, því ég hafði viðkvæma lund og trú- lega mundi það flokkast sem einelti í dag,“ segir Jón Adólf sem um tán- ingsaldurinn hóf að kalla sig Jónda, sem fljótlega lagði stríðnina að velli. „Svo lærir maður að meta þetta allt, því mótlæti jafnt sem með- byr gerir mann að þeim einstaklingi sem maður á endanum verður. Því er ég stoltur af nafninu í dag.“ NAFNIÐ MITT: JÓN ADÓLF STEINÓLFSSON Nafngjöf er alltaf ábyrgðarhluti STOLTUR Jón Adólf Steinólfsson segist stoltur af nafni sínu í dag, þrátt fyrir erfiðar byrðar nafnsins í æsku. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Séra Sveinn Valgeirsson, hinn nýi prestur í Eyrar- bakkaprestakalli er kom- inn til starfa. Hann verður formlega settur í embætti Eyrarbakkakirkju sunnu- daginn 7. desember. Hann flutti jólahugvekju í Eyr- arbakkakirkju á aðventu- kvöldi í gær en sambæri- legt aðventukvöld verður haldið í Stokkseyrarkirkju í kvöld klukkan 20.00. Aðventukvöld í Stokkseyrarkirkju STOKKSEYRARKIRKJA Séra Sveinn Valgeirsson flytur jólahug- vekju í kvöld. Okkar ástkæra sambýliskona, móðir, amma og langamma, Málhildur Sigurbjörnsdóttir til heimilis að Heiðarbrún áður Holtsgötu 14a, lést 29 nóvember. Arthur Karl Eyjólfsson Sigmundur Karlsson Linda B. Sigurðardóttir Unnur Sigurbjörg Karlsdóttir Karl Sesar Karlsson Þorbera Fjölnisdóttir Þóra Lind Karlsdóttir Salómon V. Reynisson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, Guðlaug Einarsdóttir Víghólastíg 14, Kópavogi, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 28. nóvember, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 10. desember kl. 15.00. Sveinbjörn Björnsson Björn Már Sveinbjörnsson Einar Örn Sveinbjörnsson Guðrún Karlsdóttir Hólmfríður Frostadóttir Ísak Helgi Einarsson Þorvaldur Bragason Guðrún Jóhannsdóttir Birna Þorvaldsdóttir Bragi Þorvaldsson Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir og amma, Jóna Ólafsdóttir Heiðarvegi 31, Vestmannaeyjum, lést laugardaginn 29. nóvember. Útför hennar fer fram frá Landakirkju laugardaginn 6. desember kl. 10.30. Már Jónsson Dröfn Ólöf Másdóttir Gunnlaugur Grettisson Markús Orri Másson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Helga Eiríksdóttir, lést á Dvalarheimilinu Grund laugardaginn 29. nóv. sl. Útförin verður auglýst síðar. Ágúst Magnússon Sigríður Eiríksdóttir Lilja Magnúsdóttir Jóhann Víglundsson Jenný Magnúsdóttir og barnabörn. Ástkær bróðir okkar, mágur, og frændi, Grímur Ársælsson, Suðurbraut 16, Hafnarfirði, lést á gjörgæsludeild Landspítalans 29. nóvember sl. Jarðsett verður í kyrrþey að ósk hins látna. Maggý Ársælsdóttir Erla Ársælsdóttir Ragnar Gíslason og frændsystkin. Ástkær eiginmaður minn, Guðmundur Kr. Jóhannsson, Háagerði 2, Akureyri, lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri fimmtudaginn 27. nóvember. Útför auglýst síðar. Ingibjörg Dan Kristjánsdóttir og aðstandendur. Elskulegur eiginmaður minn, okkar kæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnar Hjaltested Sæviðarsundi 11, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 5. desember kl. 15.00. Gyða Þorsteinsdóttir. Halla Hjaltested Guðjón Þór Guðjónsson Lóa S. Hjaltested Sigurður Sigurgeirsson Erlingur Hjaltested Birna K. Sigurðardóttir Helga Hjaltested Elvar J. Ingason og afabörnin. Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, Jakobínu Guðmundsdóttur (Bíbí) Vatnsstíg 15, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans Fossvogi, Hringbraut og Landakoti fyrir frábæra umönnun. Örn Scheving Bragi Reynisson Eulogia Medico Guðrún Hanna Scheving Gísli Hermannsson Sigmar A. Scheving Hjördís Jóhannsdóttir Brynja A. Scheving Karl Jóhann Guðsteinsson Egill A. Scheving Laufey Þórðardóttir og barnabörn. Elskaður sonur okkar, bróðir og barnabarn, Þórir Árni Jónsson, Lautasmára 12, Kópavogi, lést 24. nóvember sl. Jarðarför hans fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 5. desember kl. 15.00. Kolbrún Þórisdóttir Jón B. Guðlaugsson Axel Helgi Jónsson Herdís Brá Jónsdóttir Þórhildur Helgadóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, Gunnar Matthíasson Grenimel 25, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 30. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Theodóra Ólafsdóttir Ingibjörg Þóra Gunnarsdóttir Dóra Björk Guðjónsdóttir Elín Kristín Gunnarsdóttir Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, Kristmann Jónsson Hofslundi 4, Garðabæ, lést 29 nóvember. Sigurlaug Gísladóttir Stefán S. Kristmannsson Sigurjón Kristmannsson Sigrún H. Kristmannsdóttir Gísli Ólafsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.