Fréttablaðið - 02.12.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 02.12.2008, Blaðsíða 48
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Karenar D. Kjartansdóttur Í dag er þriðjudagurinn 2. desember, 337. dagur ársins. 10.49 13.17 15.45 10.58 13.02 15.05 Ég eignaðist son minn um svip-að leyti og Björgólfur eignað- ist Landsbankann. Þeir eiga það sameiginlegt, guttinn og bankinn, að hafa ekki tamið sér mikla hóg- værð. Fyrsta sunnudag í aðventu bökuðum við mæðginin til dæmis smákökur. Hann söng hástöfum við baksturinn, sagðist vera besti bakari í heimi og hlakkaði ægilega til að segja öðrum frá meistara- töktum sínum. ÞETTA er ekki ósvipað því hvern- ig Landsbankinn lýsir sjálfum sér; í söguágripi á heimasíðu bankans segir um árin eftir einkavæðingu að hagnaður væri „í annarri vídd en í liðlega aldarlangri sögu hins eiginlega Landsbanka“ og hafi gert „fyrrum fátæka hjálendu að undri heimsblaðanna“. Þetta yfir- drifna en einlæga sjálfshól er í fullu samræmi við tilfinninga- þroska heilbrigðs barns á sjötta ári. SONUR minn er góðærisbarn. Hann hefur upplifað flutninga úr kjallara upp á efri hæð, launa- hækkanir foreldra og að gamla fjölskyldubílnum væri skipt út fyrir spánnýjan. Í afmælum hefur verið boðið upp á veitingar merkt- ar bankanum hans og hann er hæstánægður með hvað bankinn var duglegur að styrkja KR. ÉG fór hins vegar að velta fyrir mér mögulegum óæskilegum áhrifum góðærisins á ungviðið þegar Egill Helgason lýsti því á blogginu hvernig sonur hans, sem er á svipuðu reki og strákurinn minn, lét sér ekki lynda að fá salat í kvöldmat heldur tók kreditkort foreldranna traustataki og pantaði sér pitsu án leyfis. Hefur græðgin ef til vill heltekið öll börn á einka- væðingaraldri? ÉG komst ekki að einhlítri niður- stöðu. En nú er í vændum á mínu heimili stórmerkileg félagsfræði- leg samanburðarrannsókn, sem örlögin hafa þröngvað upp á okkur. Eftir rúman mánuð eignast dreng- urinn nefnilega systur. Ólíkt bróð- ur sínum fæðist hún ekki í upphafi gerviuppgangs heldur í byrjun kreppu þar sem efnisleg gæði verða skorin við nögl; bíllinn fær að eldast óáreittur í heimkeyrsl- unni, pitsan verður bökuð heima og það verður ekki einu sinni til kreditkort til að stelast í. SJÁUM til hvort það verði ein- hver munur á börnunum. Ég lofa að halda nákvæma dagbók og læt vita um leið og ég sé ótvíræðar vísbendingar um orsakasamhengi. Fylgist með eftir sex ár. Góðærisbörn og kreppubörn Tveggja manna herbergi á kr. 5.000 nóttin Uppbúið rúm í svefnpokaplássi kr. 2.000 nóttin Gesthús Dúna Gesthús Dúna - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavík Pantanir: 588-2100 / duna@islandia.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.