Fréttablaðið - 03.12.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.12.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MIÐVIKUDAGUR 3. desember 2008 — 331. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG ÍRIS BLÓMLAUG JACK Kvíðir engu á Toyota Yaris Verso Luna • á ferðinni • nám • jólin koma Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég keypti bílinn í mars í fyrraHann heill ði Eins og Guð hefði togað upp toppinn á bílnum Íris Blómlaug Jack virðist endalaust geta talið upp kosti bílsins síns sem er af gerðinni Toyota Yaris V Luna, árgerð 2002. Hún kann vel við hann í snjó og hálku og kvíðir ekki Íris Blómlaug, Fannar Hrafn og Pétur William við fjölskyldubílinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR PIPARKÖKUR getur verið sniðugt að kaupa fyrir þá sem hafa nóg að gera. Svo er hægt að fá tilbúinn litaðan glassúr í túbum sem fljótlegt og auðvelt er að sprauta beint á kökurnar. Jólagjöf fyrir þá sem „eiga allt“ Gefðu hlýju og samveru um jólin! Allir kunna að meta það að hafa tækifæri á að komast í gott frí í sólina eða annað. Gjafabréf Heimsferða er jólagjöf, sem er í senn hagnýt, skemmtileg og sveigjanleg og felur í sér hlýju og samveru með sínum nánustu. Lágmarksupphæðin er 3.000 kr. en annars ræður þú upphæðinni.Nánar á www heimsf di á www.jolamjolk.is Spennandi leikur hefst 1. desember. Fylgstu með Opið til 18.30 FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR Orrustan um Ísland „Ráðamenn, hvort heldur þeir eru á þingi eða í stofnunum samfélagsins, hafa glatað umboði sínu til verka“, skrifar Guðmundur Andri Thorsson. Í DAG 16 FÓLK „Það var alltaf ætlunin að markaðssetja þessar íbúðir að einhverju leyti fyrir útlendinga. Þeir eru vissulega áhugasamari núna en áður enda gengið óvenju- hagstætt fyrir vel stætt fólk sem vill gera góð fasteigna- kaup á Íslandi,“ segir athafna- maðurinn Karl Steingrímsson. Hann auglýsir nú lúxusíbúðir sínar við Tryggvagötu til sölu á Google. com. Sjö af 24 íbúðum í húsinu eru þegar fráteknar, þar af ein 350 fermetra þakíbúð. Fasteignasalinn Hannes Steindórsson telur að verð íbúðanna sé ekki undir 80 milljónum króna. Þakíbúðin kosti yfir 150 milljónir. Tvö og hálft ár er síðan bygging lúxusíbúðanna hófst. Þær eru allar búnar tækjum og tólum frá þekktum framleið- endum og hægt er að stjórna hita og lýsingu með sérstöku stjórn- borði. - fgg / sjá síðu 30 Karl Steingrímsson í Pelsinum: Útlendingar festa kaup á lúxusíbúðum BUBBI MORTHENS Færeyingar eru stóri bróðir Heldur tónleika í Færeyjum eftir áramót FÓLK 22 Jafnrétti og sjálfstætt líf Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands eru veitt í dag á alþjóðadegi fatlaðra. TÍMAMÓT 18 HANDBOLTI Efnilegasti handboltamaður landsins, hinn 18 ára gamli Aron Pálmarsson, kom heim frá Þýskalandi í gær með fjögurra ára samningstilboð frá stærsta félagi heims, Kiel, sem Alfreð Gíslason þjálfar. „Það er gríðarlegur heiður að félagið vilji fá mig í sínar raðir og ég er mjög stoltur af því. Ég sé það vart gerast að ég sleppi þessu tækifæri,“ sagði Aron við Fréttablaðið í gær. Hann spilaði sína fyrstu alvöru landsleiki um helgina gegn Þjóðverjum og er óhætt að segja að hann hafi slegið rækilega í gegn með magnaðri frammistöðu. „Eftir fyrri leikinn hringdi Alfreð í pabba og sagð- ist vilja fá mig strax til félagsins,“ sagði Aron en upprunalega hugmyndin var að lána Aron til annars félags til að byrja með en Alfreð virðist hafa sann- færst eftir fyrri leikinn um að Aron væri nógu góður til að spila með Kiel. „Alfreð sagði aldur vera afstæðan. Ef ég væri nógu góður þá væri ég nógu gamall og því þarf ég að sýna fram á að ég sé nógu góður,“ sagði Aron. Hann mun væntanlega fara aftur til Kiel fyrir jól og skrifa undir samninginn komi ekkert óvænt upp á. - hbg / sjá síðu 26 Aron Pálmarsson mun líklega ganga til liðs við stærsta handboltalið heims: Kiel bauð fjögurra ára samning Sverre til Berlín? Þýska úrvalsdeildarfélagið Füchse Berlin vill fá íslenska landsliðs- manninn Sverre Andreas Jak- obsson í sínar raðir. ÍÞRÓTTIR 26 1 -1 -3 -4 0 HVASST SUNNAN TIL Í dag verður allhvöss eða hvöss suðaustan átt sunnan og vestan til, annars hægari. Bjart með köflum norðaust- an til, hætt við éljum sunnan- og vestanlands, annars úrkomulítið. VEÐUR 4 SAMFÉLAGSMÁL Svo mikil ásókn er í sjálfboðaliðastörf fyrir jólaúthlut- un á matvælum sem fer fram fyrir þessi jól að þeir sem að henni standa reyna að hliðra til svo að sem flestir komist að. Þetta segir Bjarni Gíslason, fræðslu- og upp- lýsingafulltrúi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar sem stendur fyrir úthlutuninni auk Reykjavíkur- deildar Rauða kross Íslands og Mæðrastyrksnefndar Reykjavík- ur. „Um 250 sjálfboðaliða þarf vegna úthlutunarinnar sem stendur í fjóra daga,“ segir hann. „Í fyrra tókst að manna allar vaktir en nú þarf að takmarka vinnuhlutfall svo að sem flestir komist að.“ Auk þess hefur aðsókn í sjálf- boðaliðastörf hjá Rauða krossi Íslands aukist síðustu mánuði, að sögn Sólveigar Ólafsdóttur upp- lýsingafulltrúa Rauða krossins. Sérstaklega sækist fólk eftir störf- um við að svara í hjálparsímann en þangað geta þeir hringt sem eiga við félagslegan vanda að etja. Eins sækjast fleiri en áður eftir því að gerast heimsóknarvinir en þá heimsækir sjálfboðaliðinn fólk í sama tilgangi. „Einnig hafa fjölmörg fyrirtæki haft samband við okkur og athug- að hvað þau geti gert til að hjálpa til,“ segir Sólveig. „Það hefur oft verið erfiðara að safna peningum í góðæri en þegar á reynir,“ segir Jónas Þórir Þóris- son, framkvæmdastjóri Hjálpar- starfs kirkjunnar. „Þá þurfum við oftast að hafa fyrir því að fá aðstoð en nú hringja forsvarsmenn fyrir- tækja og aðrir til okkar og spyrja hvernig þeir geti lagt sín lóð á vogarskálina. Vinnuveitendur hafa meira að segja boðið okkur starfsmenn til að sinna sjálfboða- liðastarfi hjá okkur brot úr degi. Það er afar uppörvandi að verða vitni að því hvernig samstaða og mannúðin eykst þegar á reynir.“ Sólveig segir að Rauði krossinn sé að vinna að viðbragðsáætlun því viðbúið sé að þeim fjölgi sem á aðstoð þurfi að halda. „Rauði krossinn vill vera vettvangur fyrir þá sem vilja veita hana. Sjálfboða- liðastarf er ómetanlegt, einnig fyrir þann sem sinnir því.“ - jse Ásókn í sjálfboðaliðastörf Oft er auðveldara að safna peningum í þrengingum en góðæri, segir framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkj- unnar. Vinnuveitendur bjóða fram starfsmenn og hliðra þarf til svo að sem flestir sjálfboðaliðar komist að. KARL J. STEINGRÍMSSON Óhagkvæmni eða spilling Jón Steinsson fjallar um vanda skuldugra fyrirtækja. MARKAÐURINN 6 SJÓNSKERTIR NJÓTA AUGNAKONFEKTSINS Þær Lilja Sveinsdóttir, Kolbrún Sigurjónsdóttir, Ragnhildur Friðjónsdóttir og Ólöf Valdi- marsdóttir virtu fyrir sér listaverk Braga Ásgeirssonar á Kjarvalsstöðum í gær. Þó að sjónin sé skert er áhugi þeirra á myndlist alveg óskertur. Sjá síðu 14 FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.