Fréttablaðið - 03.12.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.12.2008, Blaðsíða 12
 3. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR MENNTAMÁL Mikill meirihluti Íslendinga notar enskt stýrisum- hverfi í tölvum sínum þrátt fyrir að íslensk þýðing sé fáanleg án endurgjalds. Samkvæmt bráða- birgðaniðurstöðum rannsóknar sem Capacent Gallup gerði fyrir Microsoft á Íslandi nota um 16 pró- sent notenda Windows-stýrikerfis- ins íslenska útgáfu þess í vinnu eða skóla. Þeir sem nota íslenska útgáfu stýrikerfisins í heimilis- tölvum sínum eru örlítið fleiri, eða 22 prósent. Til að bregðast við þessu var átakinu Okkar mál – íslenska hleypt af stokkunum í gær. Átakið er samstarfsverkefni Microsoft á Íslandi, menntamálaráðuneytisins og Íslenskrar málstöðvar og miðar að því að auka notkun íslensku við tölvunotkun, sérstaklega í skólum. Í fyrradag hófst einnig sam- keppni þar sem skólar, fyrirtæki og stofnanir keppa í að ná sem hæstu hlutfalli íslenskra þýðinga í tölvum sínum. Keppnin stendur til 17. júní næstkomandi. Í tilkynningu frá aðstandendum átaksins segir að grunnskólar í Hafnarfirði hafi verið í farar- broddi hér á landi við notkun íslenskra þýðinga í tölvum skól- anna. Þá segir að í nýlegu loka- verkefni Huldu Hreiðarsdóttur, íslenskunema við Háskóla Íslands, hafi meðal annars komið fram að notkun íslensku þýðinganna hafi aukið sjálfsöryggi nemenda og skilning þeirra á tölvunotkun. Rannsókn Huldu sýni að hafnfirskir nemendur virðist einnig nota íslensk orð um tölvunotkun í meira mæli en nemendur skóla sem nota enska útgáfu. - ovd Átakinu Okkar mál – íslenska ætlað að auka notkun íslensku við tölvunotkun: Flestir í ensku stýrisumhverfi FRÁ LÆKJARSKÓLA Bergur Ebbi Bene- diktsson, söngvari Sprengjuhallarinnar, hóf átakið Okkar mál – íslenska form- lega í Lækjarskóla í Hafnarfirði í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SPÁÐU Í HVAÐ ÞÚ SPARAR! Ný r Or ku lyk ill NÝ JU NG 5 kr. afsláttur þegar þú notar Orkulykilinn í fyrsta sinn! Alltaf 2 kr. afsláttur af dæluverði Bensínorkunnar sem kannanir sýna að er lægra en hjá öðrum! www.orkan.is EFNAHAGSMÁL Frjálsi fjárfestingar- bankinn býður viðskiptavinum sínum að greiða að lágmarki 5.500 krónur af hverri milljón af upphaf- legu láni mánaðarlega, ef þeir gangast undir skilmálabreytingu þess efnis að þeir miði við gengi Frjálsa á krónunni í stað Seðla- bankans. „Það er verið að veifa gulrót framan í okkur; lægri greiðsla í 10 mánuði gangist menn undir skil- málabreytinguna,“ segir Bragi Baldursson sem tók 26 milljóna króna lán hjá bankanum í febrúar. Lánið stendur nú í ríflega 53 millj- ónum og afborganir hafa hækkað úr rúmlega 220 þúsund á mánuði í tæp 460 þúsund. „Með þessu er verið að gera breytingu á þeim samningi sem ég gerði upphaflega. Þeir hafa ekki skýrt nægilega út hvernig þeirra gengi mun þróast. Eina gengið sem við höfum í dag er gengi Seðla- bankans og það er fullkomlega óljóst hver þróunin verður.“ Eiríkur Óli Árnason, forstöðu- maður hjá Frjálsa, segir alla banka vera með sitt eigið gengi. Viðmið- unargengi Frjálsa verði gengi Seðlabankans, en það geti breyst. „Seðlabankinn gefur bara út gengi einu sinni á sólarhring og við vorum að lenda í vandræðum þegar fólk vildi greiða upp lán sín, þá gat það þurft að bíða í sólarhring. Nú er hægt að greiða lánið upp strax. Það er betra að vinna þetta svona og þetta er í samræmi við aðra banka.“ Aðspurður hvort það sé mikið vandamál nú að geta ekki greitt lánin nógu skjótt upp, segir hann svo ekki vera í dag. Það hafi þó verið það. Hann segir að líki mönn- um ekki gengi bankans geti þeir keypt gjaldeyri annars staðar. „Auðvitað er enginn með allt öðru- vísi gengi en aðrir, þá væru menn ekki í viðskiptum.“ Bragi bendir hins vegar á að engin trygging sé fyrir því hvar kröfurnar muni enda. „Þeir geta til dæmis selt kröfurnar til erlendra kröfuhafa. Það er engin trygging fyrir því hvert gengið verður, kröfuhafi ræður því. Maður tekur í fyrsta lagi áhættu með því að taka erlent lán og nú er bankinn að fara fram á að maður taki enn meiri áhættu með því að láta það upp í hendurnar á þeim hvernig þeir vilja hafa gengið.“ „Það er hægt að framselja þess- ar kröfur líkt og aðrar. Það á við um okkur og aðra banka,“ segir Eiríkur. kolbeinn@frettabladid.is Frjálsi gagnrýndur fyrir gengisbreytingu Frjálsi fjárfestingarbankinn er gagnrýndur fyrir skilmálabreytingu um að bank- inn ákveði sjálfur gengi en ekki Seðlabankinn. Í samræmi við það sem aðrir gera, segir bankinn. Áhætta, segir viðskiptavinur og óttast sölu krafnanna. EIRÍKUR ÓLI ÁRNASON BRAGI BALDURSSON STJÓRNMÁL Sú ákvörðun yfirstjórn- ar Ríkisútvarpsins að afleggja svæðisbundnar útsendingar frá Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði frá og með áramótum fer fyrir brjóstið á þingmönnum lands- byggðarinnar. Telja þeir svæðissendingarnar mikilvægar íbúum á hlustunar- svæðunum og efast jafnvel um fjárhagslegar forsendur ákvörðun- ar innar. Svæðisstöðvarnar senda út hálf- tíma dagskrá fjóra til fimm daga vikunnar. Að auki eru unnar fréttir og annað dagskrárefni fyrir stöðv- ar Ríkisútvarpsins. Þeirri starf- semi verður haldið áfram. Karl V. Matthíasson, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvestur- kjördæmi, segir ákvörðunina dap- urlega. „Svæðisstöðvarnar hafa gegnt góðu og mikilvægu hlutverki og skapað nánd og samstöðu. Þetta er mjög dapurlegt og alltaf skal nú byrjað á að ráðast á landsbyggðina þegar skera á niður.“ Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðaustur- kjördæmi, segir það slæm tíðindi ef svæðissendingunum verður hætt. „En ég trúi varla að þetta verði end- anleg niðurstaða. Þetta er nauðsyn- leg þjónusta á landsbyggðinni.“ Arnbjörg segist hafa staðið í þeirri trú að auglýsingatekjur, að minnsta kosti sumra svæðisstöðva, stæðu undir stórum hluta kostnað- ar þeirra. Alls óvíst sé að þær tekj- ur skili sér til Ríkisútvarpsins ef svæðisútsendingunum verði hætt. - bþs Stjórnarþingmenn af landsbyggðinni undrandi á forgangsröðun Ríkisútvarpsins: Harma stöðvun svæðisútsendinga KARL V. MATTHÍAS SON ARNBJÖRG SVEINSDÓTTIR NÝBYGGINGAR Viðskiptavinur Frjálsa fjárfestingarbankans er ósáttur við kröfu um skilmála- breytingu vilji hann frysta lán vegna húsnæðis síns.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.