Fréttablaðið - 03.12.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.12.2008, Blaðsíða 16
16 3. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 UMRÆÐAN Þórir Guðmundsson skrifar um baráttu gegn klasavopnum Í dag verður rekið smiðshöggið á áratuga-langa baráttu Rauða krossins og annarra mannúðarsamtaka við að gera útlæg vopn sem særa og drepa löngu eftir að átökum linnir. Þá skrifa fulltrúar ríkja heims undir samkomulag um að banna framleiðslu, geymslu og notkun klasavopna. Eyðileggingarmáttur klasavopna er mikill. Ef einhver tæki upp á því að varpa klasasprengju á miðbæinn í Reykjavík, þá myndu 600 litlar sprengjur falla á svæðið milli Tjarnarinnar og Reykjavíkurhafnar. Flestar myndu springa strax en allt að 100 liggja og bíða þess að forvitnar hendur tækju þær upp, jafnvel áratugum síðar. Fyrsta borgin sem varð fyrir klasasprengju var Grimsby, árið 1943. Síðast var klasasprengjum varpað á Líbanon árið 2006. Sprengjudeild Landhelg- isgæslunnar var þar að störfum við að leita uppi virkar sprengjur. Nú eru svæði í 20 löndum menguð af milljónum ósprunginna lítilla sprengna – og þá eru jarð- sprengjur ekki teknar með í reikninginn. Samkvæmt samningnum sem verður undirritaður í Ósló er lagt bann við notkun þessara vopna og herjum gefin átta ár til að eyðileggja þau. Stríðsaðilum þykja klasavopn ákjósanleg á vígvellinum. En eftir átökin liggja þessar litlu sprengjur, forvitnilegar að lögun og lit, og bíða þess að springa, jafnvel í marga áratugi. Helstu fórnarlömb þessara stríðstóla eru börn. Jarðsprengjur voru bannaðar 1997. Árið 2003 var alþjóðasamningur undirritaður um úrgang á vígvöllum. Nú, 3. desember 2008, samþykkja þjóðir heims bann við klasavopnum. Íslendingar hafa borið gæfu til að taka þátt í mikilvægum alþjóðasamningum á sviði mannúðar- réttar. Það skiptir miklu máli. Sex mánuðum eftir að 30 ríki hafa fullgilt sáttmálann um bann við klasa- vopnum gengur hann í gildi. Fulltrúi Íslands skrifar undir samninginn strax í upphafi. Ef Alþingi fullgildir hann án tafar þá hafa Íslendingar lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að vernda saklaust fólk, einkum börn, á vígvöllum framtíðarinnar. Höfundur er sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða kross Íslands. Stórt skref um Osló ÞÓRIR GUÐMUNDSSON Þetta var klassískur Davíð. Stefna hans hafði beðið algjört og varanlegt skipbrot. Með hann við stýrið lá þjóðarskútan brotin í spón upp við klett og íslenska þjóðin ekki bara rúin inn að skinni heldur fordæmd og fyrirlitin í öllum þeim löndum sem hún hefur þráð viðurkenningu hjá allt frá því að hún fór fyrst að tifa óstyrkum fótum. Það stóð sem sé ekki til að borga. Það átti ekki að virða skuldbindingar. Viðkvæðið skyldi vera: Við bara getum þetta ekki og þetta er ekki sanngjarnt því mennirnir sem stofnuðu til skuldanna eru óreiðumenn. Þessi lína gekk ekki – að sjálfsögðu ekki! Davíð var kannski að brillera hér eftir Vínarsagna- kerfinu en það var bara óvart verið að spila eftir Blue Club. Planið var að styggja helstu vina- og nágrannaþjóðir í þeirri von að þær myndu senn yppa öxlum: Æ, þessir Íslendingar. Það þýðir ekkert að eiga við þá – þeir eru svo klókir, og líka svo skemmtilegir og snjallir – og ríkið skuldar svo lítið í raun fyrir utan óreiðumennina, við sleppum þeim í þetta sinn með áminningu og tökum bara sjálf skellinn … Sem sagt: Lína Davíðs. Og henni var framfylgt af ríkisstjórninni – og stjórnaandstöðu og forseta. Og það var klassískur Davíð sem blasti við okkur á viðskiptaþingi þegar hann þurfti að standa fyrir máli sínu eftir skellinn. Þarna voru allir fjölmiðlar – troðfullur salur – hvað er til ráða? Hann skammar Baug. Hann snýr fókusnum. Orrustan um Ísland geisar enn. Hann lætur málið enn snúast um Baug eða sig: Með hvorum heldurðu? Samt held ég að leitun sé á þeim Íslendingi sem ekki tekur undir með Merði Valgarðs- syni í Njálu þegar hann segir um bardaga tveggja manna: „Þar eigast þeir einir við sem eg hirði aldrei hverjir drepast.“ Ábyrgð eða sekt Jón Ásgeir og viðskiptafélagar voru óreiðumenn, fjárglæframenn, fjárhættuspilarar og gott ef ekki götustrákar. Það bara breytir engu um óhæfi Davíðs Oddssonar í embætti seðlabankastjóra. Hann er ekki rauði riddarinn að berjast við svarta riddarann. Að minnsta kosti ekki fyrir mig. Valdastéttin í landinu virðist hreinlega ekki geta komið því inn í hausinn á sér hversu kúguppgefin íslenska þjóðin er á henni. Kannski er það vegna þess að valdastéttin hefur aldrei þurft að sækja umboð sitt til þjóðar – bara flokks og klíku. Íslenskir embættismenn og stjórnmálamenn hafa því aldrei skilið – ekki einu sinni núna – að sitt er hvað sekt og ábyrgð. Ráðherra á að axla ábyrgð þegar þannig hefur verið haldið á málum í málaflokki sem undir hann heyrir að embættið nýtur ekki lengur trausts. Þess vegna segir til dæmis innanríkisráðherra Indlands nú af sér í kjölfar ódæðanna í Mumbai, þó að engum detti í hug að hann eigi þar persónulega hlut að máli. Þegar landið verður fyrir stórkostlega fjárhagslegu skakkafalli í hvert sinn sem seðlabankastjóri tekur til máls á vitanlega að sjá til þess að viðkomandi taki ekki oftar til máls – sem seðlabankastjóri. Stofni hann svo endilega stjórnmálaflokk með Styrmi og Ólafi Ragnari og hinum Evrópuandstæðingunum. Þegar ekki tekst betur til en svo við setningu gjaldeyrislaga en að útlendingum er beinlínis bannað að fjárfesta í landinu (þeim sem eru nægilega klikk til þess) – og er sögð valda því handvömm – svo aðeins séu rifjuð upp allra nýjasta snilldin úr íslenska stjórnkerfinu – þá er það eina sem heyrist þaðan bara eitt „úps“. Þá fyrst … Þjóðin þráir að orrustunni linni um Ísland og allir riddararnir hverfi – fari eitthvað lengst í burt. Allir. Íslendingar eiga nóg af hæfu fólki. Þau sem tóku til máls í Háskóla- bíói voru kannski ekki „þjóðin“ í strangasta lýðræðisskilningi en voru þau samt verðugri fulltrúar þess sem hugsað er í landinu en þingmennirnir sem sátu þarna gneypir? Eða ríkisstjórnin sem svaraði luntalega sjálfsögðum spurningum – fyrir utan Þorgerði Katrínu og Össur sem helst virtust ráða við að mæta slíkum fundi. Ráðamenn, hvort heldur þeir eru á þingi eða í stofnunum samfélags- ins, hafa glatað umboði sínu til verka. Það gerðu þeir daginn sem íslenska þjóðin missti fjárráðin í hendur Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Öllu varðar að Íslendingar fái loks raunverulegt alþingi með raunverulegum fulltrúum sínum sem gefi síðan raunverulega starfhæfri ríkisstjórn raunveru- legt umboð til raunverulegra umbóta. Þá fyrst er kannski hægt að ræða fórnirnar sem þjóðin á að færa til að bæta fyrir afbrotin og afglöpin sem hún framdi ekki. Þá fyrst er hægt að hefja endur- reisnina. Orrustan um Ísland GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í DAG | Ástandið Lítil athygli Björn Bjarnason dómsmálaráðherra ók fram hjá stjórnarráðshúsinu á full- veldisdaginn, í þann mund sem Eva Hauksdóttir efndi til „Vargastefnu“ gegn ríkisstjórninni. „Fámennur hópur veifaði svörtum flöggum og einu rauðu og svörtu. Norðanvind- urinn lék um fánana og var það eina lífsmarkið með þessu furðuverki“, skrifar Björn á heimasíðu sína og skilur ekki hvernig fréttamaður gat komist að þeirri niðurstöðu, að uppátækið hefði vakið „talsverða athygli“. Segir það hins vegar ekki sína sögu um athyglina sem uppátækið vakti, að dómsmálaráðherra gerði því skil á heimasíðu sinni, enda síst þekktur fyrir sparðatín- ing á þeim vettvangi. Kreppuráð Björn Bjarnason er ekki eini bloggar- inn sem er óánægður með fram- göngu mótmælenda við stjórnarráð- ið og Seðlabankann á mánudag. Gísli Freyr Valdórsson spyr á heimasíðu sinni hvað eigi að hleypa „mótmæla- skrílnum“ langt áður en nokkuð verður aðhafst. „Réttast væri að þetta lið fengi sér almennilega vinnu og legði þannig til eitthvað í samfélaginu“, stingur Gísli upp á. Hafi það farið fram hjá Gísla hefur átt sér stað efnahagslegt hrun hér á landi, sem birtist meðal annars í stigvaxandi atvinnuleysi, og því hægara sagt en gert að hlýða þessu hollráði. Spæld þjóð Í umfjöllun um mótmælin við Aust- urvöll á laugardag sagði fréttakona Sjónvarpsins frá manni sem kastaði eggjum í alþingishúsið. Tók frétta- konan skýrt fram að um hefði verið að ræða „tólf meðalstór egg“. Hvað segir það okkur? Hér er sjálfsagt kominn haldgóður mælikvarði á ólguna í samfélaginu; fólk er orðið svo reitt að það er farið að kasta meðalstórum eggjum í stað lítilla, en bræðin þó ekki komin á það stig að það sé farið að kasta stórum eggjum. Ef til vill gæti lögreglan notað þetta sem nýtt viðbúnaðarstig. Lítið egg, meðalstórt og stórt. bergsteinn@frettabladid.isÍ krísufræðunum þykir mikilvægt að uppfylla nokkur grunn- skilyrði þegar hamfarir ríða yfir. Meðal þess sem skiptir hvað mestu máli er annars vegar heiðarleg og hröð upplýsingagjöf og hins vegar að virkja fólk til góðra verka með því að láta ganga út skýr skilaboð um hvernig hægt er að leggja hönd á plóg við ófyrirséðar erfiðar aðstæður. Að baki þessum tveimur atriðum er einföld og auðskiljanleg hug- myndafræði. Óvissa eykur á glundroða og þegar fólk upplifir sig að auki sem algjörlega áhrifa- og verklausa farþega í ferð sem enginn veit hvert liggur, er það ávísun á djúpa vanmáttartilfinningu. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um að hvort tveggja, glund- roði og vanmáttur, flækist mjög fyrir því að koma á nauðsynlegu jafnvægi, svo hægt sé að láta sem flest hjól fara að snúast á nýjan leik. Nokkur batamerki má greina á vinnu stjórnvalda við að uppfylla þessi tvö grunnatriði: að upplýsa og virkja. En því miður vantar enn töluvert upp á þá afgerandi forystu og leiðsögn sem er nauðsynleg. Á góðum dögum, og reyndar líka þeim slæmu, er gjarnan rætt um sérstöðu íslensku þjóðarsálarinnar. En þegar allt kemur til alls er þó munurinn á okkur og öðrum þjóðum sáralítill. Grunnþarfirnar eru víðast þær sömu: Að hafa í sig og á og þak yfir höfuðið. Þegar þessum þáttum er ógnað verða vandræði. Eitt er þó það einkenni, sem er kannski ekki alveg séríslenskt, en einkennir þó okkur í meira mæli en flestar aðrar þjóðir. Þetta er svokallað langlundargeð og lýsir sér í því að fólk er tilbúið að láta ýmislegt yfir sig ganga áður en það bregst við. Það má líka kalla þetta æðruleysi, sem hefur örugglega greypst inn erfðamengi þjóð- arinnar í miskunnarlausu nábýli við náttúruöflin, áður en hitaveita og samgöngur tuttugustu aldarinnar komu til sögunnar. Það var væntanlega æðruleysið sem réð ferðinni við upphaf hrunsins og olli því að fólk streymdi ekki strax út á götur og hóf hatrammar mótmælaaðgerðir, eins og ungur spænskur skiptinemi við Háskóla Íslands, sagði í viðtali við einhvern fjölmiðilinn að hefði gerst í hans heimalandi, þar sem hitastig blóðsins er hærra. Langlundargeðið er auðvitað einn af styrkleikum okkar sem hóps; að halda jafnvægi við óvæntar aðstæður er dýrmætur eiginleiki. Gallinn við þetta lundarfar er á hinn bóginn að því hefur fylgt full- mikil þolinmæði gagnvart axarsköftum þeirra sem fara með völdin. Fyrir vikið hefur myndast ákveðin hefð fyrir því að menn axla ekki ábyrgð á mistökum sínum. Og það mun ekki breytast fyrr en þjóðin sjálf breytir afstöðu sinni og hættir að leyfa þeim sem eiga að bera ábyrgð, að víkja sér undan henni. Það eru ýmis merki um að slík grundvallarbreyting sé að verða. Grasrótin í samfélaginu hefur tekið hraustlega við sér eins og hefur sést vel á geysiöflugum vikulegum borgarafundum og kraftmiklum mótmælum. Og ekki er síður ánægjulegt að sjálfboðaliðar streyma nú til starfa hjá ýmsum góðgerðastofnunum til að láta gott af sér leiða. Stjórnvöld þurfa að gera miklu meira til að virkja þennan kraft og vilja. Mikill en ónýttur kraftur: Grasrótin tekur við sér JÓN KALDAL SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.