Fréttablaðið - 03.12.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 03.12.2008, Blaðsíða 24
„Fólki finnst gaman að sjá sjálft sig á hvíta tjaldinu svo það eru alltaf hróp og gleði á myndasýningun- um,“ segir Karl Ingi Sveinsson, for- maður Vesturlandsdeildar jeppa- klúbbsins 4X4. Hann undirbýr nú endurfundi þátttakenda í árlegri jeppaferð klúbbsins með skjólstæð- inga frá Svæðismiðlun um málefni fatlaðra á Vesturlandi. Í síðustu ferð sem farin var um Borgarfjörð segir Karl Ingi 54 skjólstæðinga og aðstoðarmenn þeirra hafa verið í för í um 20 bílum. „Margir félagsmanna okkar eru búnir að fara í þessar ferðir svo árum skiptir og geta ekki hugsað sér að missa af þeim viðburði,“ segir Karl Ingi og lýsir ferðunum aðeins nánar. „Lagt er upp bæði frá Akranesi og Borgarnesi og síðan eru hóparn- ir sameinaðir. Í bílunum eru tal- stöðvar sem mikið eru notaðar til að lýsa staðháttum og fara með gamanmál og vísur. Við höfum meðal annars farið á Þingvelli, í Húsafell, á Nesjavelli og vítt og breitt um Borgarfjörð svo eitthvað sé nefnt. Dagurinn endar svo með því að hamborgarar eru grillaðir við mikinn fögnuð. Félagar okkar úr Björgunarfélagi Akraness hafa oft aðstoðað við grillið.“ Í ferðunum eru óspart teknar ljósmyndir og myndskeið sem eru svo sett saman í myndband. Það er einmitt sýning á þeim myndum sem á döfinni er. Þar verður einnig boðið upp á kökur og skonsur sem gefnar eru af Einarsbúð á Akranesi og súkkulaðidrykk í tilefni jólanna. „Við jeppakarlarnir mætum ekki þeim skjólstæðingi um þessar mundir að hann spyrji ekki um næstu myndasýningu,“ segir Karl Ingi að lokum. gun@frettabladid.is Gleði og hróp meðan á myndasýningu stendur Sumarferð fatlaðra á Vesturlandi sem jeppaklúbburinn 4X4 stendur árlega fyrir verður rifjuð upp á myndasýningu næsta mánudag svo sem hefð er fyrir. Þá verður glatt á hjalla í Jónsbúð á Akranesi. Þessi er tekin við grillið í Húsafellsskógi áður en lagt var af stað heim á leið. Karl Ingi hlakkar til að hitta þátttakendur sumar- ferðarinnar um Vesturland á myndasýningunni í Jónsbúð. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA SUNDFÖT ættu alltaf að vera í töskunni þegar farið er í ferðalag. Hér á landi eru margar góðar sundlaugar og aldrei að vita hvenær sunddótið getur komið að góðum notum. TónleikaríViðeyjarstofu Fimmtudaginn4.desember   Dúettinn PIKKNIKK   LeiðsögnaðImaginePeaceTower TilboðáléttumveitingumíViðeyjarstofu SigltfráSkarfabakkakl20:00        ATH:Pantaþarffyrirfram Sími5553565 www.elding.iswww.veislurettir.is Alla mmtudaga Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.