Fréttablaðið - 03.12.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 03.12.2008, Blaðsíða 34
18 3. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is RITHÖFUNDURINN JOSEPH CONRAD FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1857. „Smjaðrarar líkjast vinum – eins og úlfar líkjast hundum.“ Joseph Conrad var pólskur að uppruna. Hann gerðist sjómaður á bresku skipi tvítugur og varð síðar breskur þegn. Hann hætti sjómennsku 36 ára og gerð- ist rithöfundur. Innstu myrkur, Meistari Jim og Nostromo eru meðal bóka hans. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, Hörður Jónasson húsasmíðameistari, Mánabraut 6, Kópavogi, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi aðfara- nótt mánudagsins 1. desember. Útförin auglýst síðar. Sigrún Eliseusdóttir Ellert Ingi Harðarson Oddný Jóna Þorsteinsdóttir Jónas Freyr Harðarson Anna Soffía Reynisdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Viktor Hjaltason fyrrverandi bifreiðastjóri, Garðstöðum 31, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 4. desember kl. 13.00. Elín Pálmadóttir Elvira Viktorsdóttir Guðmundur St. Sigmundsson Kristín Viktorsdóttir Sveinbjörn Guðjónsson Lýður Pálmi Viktorsson Sigríður Jóna Eggertsdóttir Elín Berglind Viktorsdóttir Unnar Smári Ingimundarson Rúnar Viktorsson Kristín Guðjónsdóttir Marteinn E. Viktorsson Sigríður M. Gestsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Huld Þorvaldsdóttir frá Svalvogum í Dýrafirði, sem andaðist á Hrafnistu 22. nóvember, verður jarðsungin frá Digraneskirkju fimmtudaginn 4. desember kl. 15.00. Elís R. Helgason Inga G. Guðmannsdóttir Unnur R. Helgadóttir Sigurborg Þóra Helgadóttir Sigtryggur Ingi Jóhannsson Marta B. Helgadóttir Jón Magnússon og ömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Kristín Hannesdóttir Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, lést mánudaginn 1. desember á hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum. Útför auglýst síðar. Gréta Lárusdóttir Indríður Lárusdóttir Ingunn Lárusdóttir Sigfríður Lárusdóttir Páll Steinarsson Svanur Lárusson Sigurborg Óskarsdóttir. Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigrún Guðný Guðmundsdóttir frá Bala, Stafnesi, Stapavöllum 19, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sunnudag- inn 30. nóvember sl. Útför hennar fer fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði laugardaginn 6. desember nk. kl. 14.00. Guðmundur H. Ákason Guðrún Gunnarsdóttir Jón Gunnarsson Guðrún Gunnarsdóttir Kristþór Gunnarsson Ásrún Rúdólfsdóttir Guðmundur G. Gunnarsson Þórhalla M. Sigurðardóttir Þjóðbjörg Gunnarsdóttir Reinhard Svavarsson barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, Guðlaug Einarsdóttir Víghólastíg 14, Kópavogi, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 28. nóvember, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 10. desember kl. 15.00. Sveinbjörn Björnsson Björn Már Sveinbjörnsson Einar Örn Sveinbjörnsson Guðrún Karlsdóttir Hólmfríður Frostadóttir Ísak Helgi Einarsson Þorvaldur Bragason Guðrún Jóhannsdóttir Birna Þorvaldsdóttir Bragi Þorvaldsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Helgi Þorsteinsson fyrrum skólastjóri og bæjarritari á Dalvík, Skálagerði 4, Akureyri verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 5. desember kl. 13.30. Þórunn Bergsdóttir Yrsa Hörn Helgadóttir Gunnar Gíslason Ylfa Mist Helgadóttir Haraldur Ringsted Guðrún Jónína Friðriksdóttir Steinar Smári Júlíusson Steingrímur Friðriksson J. Freydís Þorvaldsdóttir Guðný Friðriksdóttir Einar Viðar Finnsson Hrefna Þórunnardóttir og barnabörn Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og bróðir, Einar Sigurðsson viðskiptafræðingur, Norðurbrún 1, lést fimmtudaginn 27. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 5. desember kl. 13.00. Katrín Einarsdóttir Jónas Kristjánsson Dóra Gróa Þórðar Katrínardóttir Heiðar Þorri Halldórsson Berglind Hrund Jónasdóttir Auður María Jónasdóttir Kristján Jónasson Örn Frosti Katrínarson Geirlaug Sigurðardóttir Magnús Sigurðarsson Júlíana Sigurðardóttir Kristján Björnsson Gunnar Sigurðsson Sigríður Einarsdóttir Fyrstu nærmyndir af Júpíter bárust jörðinni þenn- an dag árið 1973. Þær myndir komu frá geimfarinu Pioneer 10, sem var fyrst til að fljúga fram hjá Júpíter. Í kjölfar Pioneer 10 fylgdi systurfarið Pioneer 11. Hætt var að fylgjast með Pioneer 10 árið 1997 en síðast heyrðust merki frá því í jan- úar 2003. Pioneer-flaugarnar tóku fyrstu nær- myndirnar af reikistjörnunni og stærstu fylgitunglunum. Geimflaugarnar kom- ust að því að segulsviðið í nánd við Júpíter var mun sterkara en menn áttu von á. Í ljós kom að segulsviðið er fjórtán sinnum sterkara en segulsvið jarðar. Ferðalag geimfaranna var enn fremur notað til að mæla nákvæmlega massa Júp- íters og tunglanna, sem og stærð reikistjörnunnar. Sex árum síðar, eða árið 1979, flugu Voyager 1 og 2 framhjá Júpíter og byltu þekkingu okkar á reikistjörnunni og Galíleótunglunum. Flaugarnar uppgötvuðu að Júpíter hafði hringakerfi og stað- festu að Stóri rauði bletturinn var há- þrýstisvæði. Samanburður á mynd- um Voyagers og Pioneer sýndi að litur Stóra rauða blettsins var að breytast. Hingað til hefur aðeins eitt geim- far komist á braut um Júpíter. Hinn 7. desember 1995 komst Galíleógeim- farið á braut um reikistjörnuna eftir ríflega sex ára ferðalag um geiminn. Galíleófarið sveimaði um Júpíter í rúm sjö ár og flaug nokkrum sinnum framhjá Galíleó- tunglunum, sem og Amalþeu. Leiðangurinn gekk ekki alveg þrautalaust fyrir sig því loftnet geim- farsins opnaðist ekki að fullu og takmarkaði tals- vert upplýsingaflæðið til jarðar. Engu síður hlaust góður árangur af leiðangrinum og mest af því sem við vitum um Júpíter var aflað í þeim leiðangri. ÞETTA GERÐIST: 3. DESEMBER 1973 Fyrstu nærmyndir af Júpíter berast MERKISATBURÐIR 1818 Illinois verður 21. ríki Bandaríkjanna. 1825 Tasmanía verður sjálfstæð nýlenda Breta. 1857 Á Kollsvík við Patreksfjörð farast þrír þegar hvirfilvind- ur skellur á bæjarhúsum og brýtur þau niður. 1944 Borgarastyrjöld brýst út í Grikklandi milli kommún- ista og konungssinna. 1970 Verslunarmiðstöðin Glæsibær tekin í notkun í Reykjavík. 1971 Indland ræðst inn í Pak- istan og stríð brýst út. Hundruð manna farast. 1976 Morðtilræði við tónlistar- manninn Bob Marley. Hann hlýtur tvo skotsár en heldur tónleika tveim dögum seinna. Forseti Íslands mun afhenda hvatningarverðlaun Öryrkja- bandalagsins í dag við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi. Þau eru veitt í þremur flokkum, til fyrirtækis, stofnunar og einstaklings sem þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðra í samfélaginu. Undirbúningsnefnd hefur tilnefnt þrjá í hverjum flokki. Alþjóðadagur fatlaðra er í dag og kjörorð hans er Virðing og réttlæti fyrir alla. Þetta árið er því fagnað að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra var fullgiltur í maí á þessu ári. Það var mikið framfaraskref, að sögn Báru Snæ- feld, upplýsingafulltrúa Öryrkjabandalags Íslands, enda fjöl- mörg lönd aðilar að þeim sáttmála. Hún segir sérstaka nefnd vera að yfirfara íslensk lög til að athuga hvort þau falli að sátt- málanum. „Fyrirmynd að hvatningarverðlaunum er frá Írlandi og voru fyrst veitt hér á landi í fyrra,“ segir Bára spurð hvort verðlaunin séu íslenskt fyrirbæri. „Þá fékk Móðir náttúra þau í hópi fyrirtækja, Starfsendurhæfing Norðurlands í flokki stofnana og Freyja Haraldsdóttir sem einstaklingur fyrir að bæta ímynd fatlaðra í samfélaginu og knýja á um að þeir fengju fé sem þeir gætu ráðstafað sjálfir til dæmis í nám eða stoðtæki. Svo bíðum við spennt eftir því hverju dómnefndin komst að núna.“ Tilnefningarnar til hvatningarverðlaunannna eru fjölbreytt- ar og snerta meðal annars umfjöllun fjölmiðla um fatlaða, uppbyggingu á námi og óheft aðgengi. „Í raun geta fatlaðir gert allt ef þeir eru ekki bundnir af því sem samfélagið hefur búið til og miðar allt við fullfríska,“ bendir Bára á. „Þar þarf oft bara rétta hugsun í upphafi.“ gun@frettabladid.is HVATNINGARVERÐLAUN ÖBÍ: AFHENT Í DAG Á ALÞJÓÐADEGI FATLAÐRA Virðing og réttlæti fyrir alla BÁRA SNÆFELD, UPPLÝS- INGAFULLTRÚI ÖBÍ Við bíðum spennt eftir því hverju dómnefndin komst að núna. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.