Fréttablaðið - 03.12.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 03.12.2008, Blaðsíða 38
22 3. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is „Færeyingar eru stóri bróðir okkar, það er bara þannig,“ segir Bubbi Morthens sem heldur tón- leika í Norræna húsinu í Færeyj- um 31. janúar. „Svona hegðar sér enginn nema stóri bróðir,“ segir hann um lánið sem Færeyingar veittu okkur Íslendingum. „Ég er gríðarglaður með stuðning Færeyja og kann þeim bestu þakkir fyrir.“ Bubbi hefur af og til spilað í Færeyjum og líkar það vel. „Ég spilaði í Færeyjum þegar þeir voru í kreppunni. Ég fór með Thor Vilhjálmssyni, Einari Má og Tolla bróður. Það er gríðarlega gaman að fara til Færeyja og það er alltaf uppselt þegar ég hef spilað,“ segir hann. „Ég fæ greitt í gjaldeyri og ætla að reyna að stofna banka- reikning í Færeyjum og hafa pen- ingana mína þar,“ bætir hann við og hlær. Áður en Bubbi fer til Færeyja heldur hann sína árlegu Þorláks- messutónleika. Í þetta sinn verða þeir haldnir í Háskólabíói en í fyrra voru þeir á Nasa. „Ég vil gefa fólki tækifæri á að koma á þessa tónleika og sitja og hlusta,“ segir Bubbi. - fb Færeyingar eru stóri bróðir BUBBI Bubbi Morthens heldur tónleika í Færeyjum í lok janúar. Honum finnst gríðar- lega gaman að spila þar. > VIÐ ERUM BESTIR Í HEIMI Liam Gallagher, söngvari hinnar ensku Oasis, segir hljóm- sveitina enn þá vera þá stærstu í heiminum, þrátt fyrir gott gengi landa þeirra Coldplay í Bandaríkjunum. Chris Martin og félagar hafa náð toppsætinu margoft vestan- hafs, nú síðast með plötunni Viva La Vida … Á sama tíma náði nýjasta plata Oasis, Dig Out Your Soul, einungis fimmta sætinu. „Við erum mikilvæg- asta hljómsveitin. Við erum kannski ekki stærsta hljómsveitin í Banda- ríkjunum en hver vill vera það?“ sagði Liam. „Mér er nákvæmlega sama um Coldplay. Við erum svalasta hljómsveitin og sú besta.“ Flugfreyjukórinn treður upp í Fríkirkjunni í kvöld. Dömurnar skarta nýjum búningum við þetta tæki- færi. „Nú eru þær komnar í nýja bún- inga. Voða krulludæmi framan á eins og Rúni Júll var með þegar hann var upp á sitt besta,“ segir Magnús Kjartansson tónlistar- maður. „Svo er ég þarna grimmúð- legur á myndinni. Með svarta hanska eins og ég sé með gervi- hönd.“ Flugfreyjukórinn mun troða upp á aðventukvöldi Flugfreyju- félags Íslands í kvöld í Fríkirkj- unni. Magnús lofar sem stjórnandi vönduðu jólaprógrammi þessa sérstæða og flotta kórs sem nú er að verða fimm ára. „Kórinn er orðinn skratti góður þótt ég segi sjálfur frá. Alveg frábærar stelp- ur,“ segir Magnús en í Flugfreyju- kórnum eru rúmlega tuttugu með- limir. Kórinn hefur vakið nokkra athygli að undanförnu en hann hefur troðið upp með Stuðmönn- um bæði á Gróttuhátíðinni í haust sem og á stórtónleikum í Laugar- dalshöll nýverið. „Já, slegið í gegn. Honum Jakobi Frímanni fannst í það minnsta mikið til koma. Veit ekki hvort það er vegna þess að hann er með einhvern „búninga- fetis“ – ég held þó ekki. Hann var voðalega hrifinn.“ Magnús upplýsir að Jón Rafns- son og Gunnlaugur Briem ætli að spila með kórnum auk Ólafi Finns- syni flugmanni sem ætlar að spila á hljómborð og orgelið. „Svo verð- ur þarna hugvekja sem Atli Thor- oddsen flugmaður mun flytja en faðir hans er sá frægi listflugmað- ur, Björn Thoroddsen.“ Aðventukvöld Flugfreyjufélags- ins hófust fyrir nokkrum árum en þá hafði verið höggvið stórt skarð í raðir flugfólks – það orðið fyrir skakkaföllum af ýmsum orsökum. „Þetta byrjaði sem kyrrðarstund en hefur þróast upp í þessi aðventukvöld þar sem flugfólk kemur saman. En allir eru vel- komnir. Allir þeir sem vilja heyra flotta jólatónlist,“ segir Magnús. jakob@frettabladid.is Flugfreyjur syngja jólalög FLUGFREYJUKÓRINN Í NÝJUM BÚNINGUM Hefur slegið í gegn að undanförnu með Stuðmönnum en nú eru það jólalögin. „Þetta var fyndið. Ég á sem sagt íbúð og bílskúr sem ég keypti og hafði hugs- að sem eftirlaunasjóð. Leigði þetta út hvort í sínu lagi,“ segir Ómar R. Valdi- marsson ræðismaður. Ómar komst óvænt á snoðir um að bílskúr hans við Hrísateig var notaður undir kannabisræktun. Leigjandi hans var búinn að koma þar fyrir plöntum og þar til gerðum lömpum. En áfram með söguna. „Já, ætlaði sem sagt að borga íbúðina niður með því að leigja hana. En svo kom á daginn að verðbólgan var á góðri leið með að éta upp eignarhlut- ann þannig að ég setti mig í samband við Hannes Steinþórsson, fasteignasala þeirra ríku og frægu – að eigin sögn.“ Þegar svo kom að því að sýna íbúðina og bílskúrinn reyndist ekkert mál að koma því við hvað íbúðina snerti. „En sá sem var með bílskúrinn tók dræm- lega í það, sagði að félagi sinn væri með búslóð sína í geymslu í skúrnum og hann hefði tekið með sér bíl- skúrsopnarann út á land.“ Ómari þótti þetta sér- kennilegt en ákvað að hringja í Neyðarvaktina til að fá skúrinn opnaðan. Þegar hann kom að bíl- skúrnum var þar ljós og skuggar á ferli innan dyra. Ómar bankaði upp á. „Þá var minn maður í óða önn að troða kannabis- plöntum í plastpoka. Sagði að sig hafi vantað pening en ég sagðist ætla að hringja í lögguna – núna. „Já,“ sagði hann þá greyið og beið þess sem verða vildi. Hann hafði leigt bílskúrinn í ein- hverja tvo mánuði þannig að þetta var nú ekki mikill gróður. Ég hugsa að hann fari í eitt- hvað uppbyggilegra úr þessu.“ - jbg Kannabisræktun í bílskúr Ómars ÓMAR R. VALDIMARS- SON Komst fyrir tilviljun að því að bílskúr hans hýsti kanna- bisræktun. SENDU SMS ESL DND Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! VINNINGAR ERU DARK NIGHT Á DVD ÁSAMT BÍÓMIÐA, TÖLVULEIKIR, AÐRAR DVD MYNDIR, PEPSI OG MARGT FLEIRA Vi nn in ga r v er ða af he nd ir hj á E LK O Lin du m – Sk óg ar lin d 2 . M eð þv í a ð t ak a þ át t e rt u k om in n í S M S k lú bb . 1 49 kr /sk ey tið . 9. HVERVINNUR! Með hverjum disk fylgir bíómiði á ævintýramyndina City of Ember! Dreifing S T Æ R S T A M Y N D Á R S I N S L O K S I N S Á D V D ! V E F V E R S L U N E L K O . i s

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.