Fréttablaðið - 03.12.2008, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 03.12.2008, Blaðsíða 41
MIÐVIKUDAGUR 3. desember 2008 25 Hljómsveitin Sigur Rós á næstbestu plötu ársins samkvæmt heima- síðu bandaríska tónlistartímaritsins Pastemagazine. Mugison á jafnframt 25. bestu plötu ársins á listanum, Mugiboogie. „Hápunktar plötunnar eru þegar rólegheitin eru sem mest, sérstak- lega í upphafi lagsins Festival,“ sagði í dómnum um Með suð í eyrum við spilum endalaust með Sigur Rós. Mugison fær einnig afar jákvæða dóma. „Svar Íslands við Tom Waits tekur risastórt skref fram á við með Mugiboogie, sem er kraftmesta platan á hans ferli. Á plötunni er flakkað á milli tónlistarstíla og rödd Mugison er yndislegasta ótamda röddin í nútímatónlist.“ Hljómsveitin She & Him er í efsta sæti listans með plötuna Volume One. „Þetta er flott. Þeir hafa fylgst vel með mér í gegnum tíðina,“ segir Mugison um Pastemagaz- ine. „Ég kíkti á þá um daginn þegar ég var að túra um Bandaríkin. Ætli það sé ekki þess vegna sem ég er á listanum,“ segir hann og hlær. - fb MUGISON Plata Mugisons er í 25. sæti yfir bestu plötur ársins að mati bandaríska tímaritsins Pastemagazine. FYRRUM KRAKK- FÍKILL Samuel L. Jackson segist hafa verið háður krakki á níunda áratugnum, en unnið bug á fíkninni áður en hann lék í Jungle Fever árið 1991. Ungstirnið Shia LaBeouf hefur hreppt aðalhlutverkið í lagatryll- ingnum The Associate sem er byggð á samnefndri bók Johns Grisham. Í myndinni leikur LaBeouf nemanda sem er við það að útskrifast úr lagadeild Yale- háskóla þegar hann hefur störf hjá virtu lagafyrirtæki. Þar eru honum látnar í té leyndar upplýsingar varðandi stóra málshöfðun. Bókin The Associate, sem kemur út í janúar á næsta ári, er fyrsta skáldsaga Grishams í þrjú ár, eða síðan The Broker kom út. Á meðal annarra bóka Grishams sem hafa verið kvikmyndaðar eru A Time to Kill og The Client. Labeouf í lagatrylli SHIA LABEOUF Ungstirnið fer með aðal- hlutverkið í nýrri mynd sem er byggð á bók Johns Grisham, The Associate. Íslendingar áberandi Samuel L. Jackson segir að eiturlyfjafíkn sín á níunda áratugnum hafi hjálpað sér að verða eftirsóttur leikari í Hollywood. Leikarinn greindi frá því í viðtali við Times í Bretlandi að barátta sín við krakkfíkn hafi gert hann sannfærandi í hlutverki sínu sem krakk- og kókaínfíkill- inn Gator í myndinni Jungle Fever sem kom út 1991. Jackson, sem er 59 ára, segist hafa verið búinn að vinna bug á fíkninni þegar tökur myndarinnar hófust, en segist hafa verið svo sannfærandi í leik sínum að leikstjórinn hafi viljað hitta hann sérstaklega til að ganga úr skugga um að hann væri ekki á eiturlyfjum. Segir fíkni- efnin hafa hjálpað Forvarnaauglýsing Vínbúðarinnar sem snýst um að fólk hagi sér ekki eins og svín er tilnefnd sem besta auglýsingin í flokknum Public Health & Safety, eða heilsuverndar- flokknum, hjá evrópsku auglýsinga- samtökunum. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á Berns- hótelinu í Stokkhólmi á fimmtudags- kvöldið. Saga Film gerði auglýsinguna fyrir auglýsingastof- una ENNEMM en Jón Gnarr er höfundur hennar. Jón var að vonum kampakátur þegar Fréttablaðið bar honum tíð- indin. Ekki minnkaði kátínan þegar honum varð ljóst að verðlaunahá- tíðin væri í Svíþjóð, hálfgerðu heimalandi sínu. „Á maður ekki bara að klæða sig upp sem Georg Bjarnfreðarson og þakka fyrir sig í hans líki?“ segir Jón en hætti síðan snarlega við þá hugmynd enda myndu uppátæki Georgs vafalítið verða til þess að eyðileggja endan- lega samband Íslands við nágranna- ríkin. Jón hefur annars tröllatrú á aug- lýsingunni og segir hana vera þess eðlis að hún geti unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga. „Ann- ars er nú kominn tími til að vinna eitthvað, það er voðalega leiðinlegt að vera alltaf bara tilnefndur. Það er svona svipað og að lenda alltaf í öðru sæti,“ segir Jón sem bjóst fast- lega við því að fara til Svíþjóðar ef mönnum yrði það ljóst að auglýsing- in myndi vinna til einhverra verð- launa. „Já, maður tekur bara með sér heimasmurt nesti, sviðakjamma, ora-baunir og harðfisk.“ - fgg Svín Jóns Gnarr tilnefnd TILNEFNDUR Auglýsing Jóns Gnarr fyrir Vínbúðina hefur verið tilnefnd til evrópsku auglýsingaverðlaunanna sem afhent verða á fimmtudaginn. 2 fyrir 1 á morgun, 4.desember kl. 20:00 MasterCard korthafar fá tvo miða á verði eins á sérstaka MasterCard forsýningu fimmtudaginn 4.desember kl. 20:00 í Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri, Greiði þeir með kortinu Meira á www.borgun.is/bio SPRENGHLÆGILEG GAMANMYND SEM KEMUR ÞÉR Í JÓLASKAP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.