Fréttablaðið - 03.12.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 03.12.2008, Blaðsíða 48
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Kolbeins Óttarssonar Proppé Í dag er miðvikudagurinn 3. desember, 338. dagur ársins. 10.52 13.17 15.43 11.02 13.02 15.03 Við lifum á merkilegum tímum. Landsmenn flykkjast út á götur og mótmæla og það þykir lítið ef aðeins nokkur hundruð manns mæta á mótmæli. Gamlir mótmælahundar vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið; hvort þeir eiga að fagna auknum liðsauka við mótmæli eða finnast sem verið sé að kássast upp á þeirra júffertu. OG allt er leyfilegt. Menn mæta með heimatilbúin kröfuspjöld; ein- hverjir vilja Davíð burt, aðrir kosningar sem fyrst, ríkisstjórnin er skömmuð, útrásarvíkingarnir fá sín skilaboð, Alþingi líka og þjóðin öll er hvött til dáða. Hópur- inn er fjölbreyttur og hefur ekki endilega niðurnjörvaðar lausnir á málunum. Spurning fréttamanns sjónvarps til dúðaðs mótmælanda um helgina um hvort hægt væri að mótmæla hefði maður ekki lausnir var því nokkuð sérkennileg. Mót- mæli eru ekki síður útrás en til- laga að lausn, birtingarmynd óánægju frekar en aðgerðaáætlun í tölusettum liðum. ÞEGAR pelsklædda, miðaldra konan, með leðurhanskana og gull- eyrnalokka undan loðhúfunni, klappaði og hrópaði af ánægju yfir því að ungur maður, með gallabux- urnar á hælunum og klút fyrir and- litinu, hafði klifrað upp á svalir Alþingishússins með skilti sem sýndi að Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn hefði keypt þingið; þegar þetta gerðist áttaði ég mig á því að eitt- hvað merkilegt væri að gerast í mótmælunum. Í miðju ilmvatns- skýinu rann upp fyrir mér ljós um að hér væri ekki á ferð hefðbundin mótmæli vinstrisinna sem hin ríkj- andi öfl hafa alltaf getað yppt öxlum yfir. ÞEIM mun merkilegra er að sjá hve góðan árangur mótmælin bera þessa dagana. Blaðamenn landsins standa í biðröð eftir að fá að ræða við Davíð Oddsson, án árangurs. Kona, sem titlar sig norn, fremur seið og innan stundar stendur hún á spjalli við alla seðlabankastjór- ana þrjá. Lögreglan sinnir kröfum mótmælenda; einn er leystur úr haldi og eftir vinsamlegt spjall hverfur sérsveitin á brott undir lófataki þeirra sem henni var beint gegn. ERU hér að myndast sprungur í hina ævafornu valdskiptingu í „okkur“ og „ykkur“? Erum við og þið að renna saman í okkur? Í lýð- inn? Erum við að sjá alvöru lýð- ræði á Íslandi? Að lýðurinn, fólkið, ráði? Það væri óskandi. Að völd og ábyrgð færu saman. Að ekki þurfi til hrun heils efnahagskerfis til fólkið tjái hug sinn annars staðar og oftar en í kjörklefanum. Í ilmvatnsskýi Tveggja manna herbergi á kr. 5.000 nóttin Uppbúið rúm í svefnpokaplássi kr. 2.000 nóttin Gesthús Dúna Gesthús Dúna - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavík Pantanir: 588-2100 / duna@islandia.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.