Fréttablaðið - 03.12.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.12.2008, Blaðsíða 1
Ásgeir Jónsson Fjármagnsflótti, flot og bankaleynd Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 3. desember 2008 – 50. tölublað – 4. árgangur Hluthafaábyrgð Skuggastjórnendur ábyrgist skuldbindingar 4 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Ódýr olía | Verð á hráolíu fór í rúma 47 dali á tunnu í gærmorg- un og hafði ekki verið lægri í rúm þrjú ár. Verðið fór hæst í rúma 147 dali í júlí. Fulltrú- ar OPEC-ríkjanna funduðu um málið um helgina en söltuðu það í hálfan mánuð. Segja nei | Stjórn írska flugfé- lagsins Aer Lingus vísaði tilboði lággjaldaflugfélagsins Ryanair í félagið útaf borðinu í fyrradag. Tilboðið er helmingi lægra en það sem Ryanair lagði fram fyrir tveimur árum. Tortímandi í neyð | Vöðva- tröllið Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, sem fyrir allmörgum árum sló í gegn sem Tortímandinn, hefur lýst yfir efnahagslegu neyðarástandi í Kaliforníu. Kassinn er tómur og vel það. Verði ekkert að gert verður ríkið auralaust í febrúar. Mikil lækkun | Helstu hluta- bréfavísitölur hafa fallið hratt víða um heim í vikunni. Dow Jones-vísitalan féll um tæp átta prósent á mánudag. Það jafn- gildir 680 stigum, sem er fjórða mesta fallið frá upphafi. Norskt hrun | Fasteignamark- aðurinn í Noregi hrundi í haust en sala á fasteignum hefur dreg- ist saman um 60 prósent frá í fyrra. Mestur er skellurinn í höf- uðborginni, Ósló, en þar hefur salan verið 45 prósentum minni nú en í fyrra. Jón Steinsson Óhagkvæmni eða spilling 6 Vistvæna prentsmiðjan! 5 Yfirvofandi innlendur fjármagnsflótti, bæði í bráð og lengd, er mun alvarlegri en viðbúinn flótti erlendra krónubréfafjárfesta. Þetta kemur fram í grein sem Ásgeir Jónsson, forstöðumað- ur greiningar deildar Kaupþings, skrifar í Markað- inn í dag. Fjármagnsflóttann segir Ásgeir ekki aðeins rek- inn áfram af ótta við myntina sjálfa, heldur af hræðslu við að geyma verðmæti inni í íslensku fjár- málakerfi þar sem þau frjósi, glatist eða verði að pólitísku bitbeini. Umræðan um bankaleynd tengist svo beint um- ræðunni um traust á stofnunum landsins. „Banka- leynd kemur því í veg fyrir að hægt sé að kúga fólk sem lendir upp á kant við stjórnvöld, stjórnmála- flokka, ríkisstofnanir stórfyrirtæki eða jafnvel fyrr- verandi maka með því að leka upplýsingum í fjöl- miðla eða hvískra þeim með öðrum hætti inn í opin- bera vitneskju. Bankaleyndin er því hluti af vernd þegnanna í lýðræðislegu samfélagi,“ segir Ásgeir, en áréttar um leið að sú þagnarskylda eigi samt ekki að koma í veg fyrir rannsókn á bönkunum né á að lög- brot séu upplýst. „Hún tryggir aðeins að slíkt sé gert í lögformlegu ferli. Það er gríðarlega mikilvægt að haldið sé í leikreglur lýðræðis, laga og reglu við að færa þessi mál upp á yfirborðið. Réttlæti sem feng- ið er með því að brjóta allar þessar reglur er því ekki aðeins sýndarréttlæti heldur mun verða til stór- skaða fyrir landið þar sem íslenskt fjármálakerfi mun ekki bera þess bætur.“ - óká / sjá síðu 5 Bankaleynd er hluti af lýðræðinu Vandræði krónunnar tengjast trausti á stofnunum landsins, ekki myntinni einni. „Nýi Glitnir greiddi ekki inn í Sjóð 9 heldur keypti eignir, alls fyrir um 13 milljarða króna.“ Þetta segir í svari Eignastýring- ar Glitnis við fyrirspurn Mark- aðarins. Fram hefur komið, og ekki verið mótmælt, að yfir hundrað milljarðar króna hafi runnið frá bönkunum inn í peningamark- aðssjóðina. Markaðurinn spurði viðskipta- ráðherra sem sagði að ákvörð- un um kaup á skuldabréfum í sjóðunum hefðu verið teknar á viðskiptalegum forsendum af stjórnendum bankanna. Ef frá er talið svar Eignastýr- ingar Glitnis, eru svör bankanna við fyrirspurn Markaðarins svo gott sem samhljóða. Ekki eru gefnar upplýsingar um samsetn- ingu sjóðanna. Ekki er greint frá því hverjar voru viðskiptaleg- ar forsendur þess að greitt var inn í sjóðina, það er að bréf hafi verið keypt úr þeim. Svörin eru á þá lund að byggt hafi verið á mati frá óháðum endurskoðend- um. Stjórn viðkomandi banka, hvers um sig, í lok október, hafi tekið ákvörðunina. Glitnir upplýsir að engin skuldabréf á Glitni banka hafi verið í Sjóði 9. Nýi Landsbankinn segir að ná- kvæm skipting skuldabréfasafns sé ekki gefin upp. Þó sé aug- ljóst að þar hafi verið skuldabréf bankanna, þar sem bréf Kaup- þings hafi vegið þyngst. „Einnig voru þar skuldabréf fyrirtækja sem enn eru í rekstri og því ekki rétt að nefna þau opinber- lega þar sem það gæti haft skað- leg áhrif á gengi þeirra,“ segir í svari Landsbankans. Nýja Kaupþing segir að bréf hafi verið seld úr sjóðunum áður en þeir voru gerðir upp. Kaup á bréfum hafi verið að kröfu Fjár- málaeftirlitsins sem vildi láta greiða úr og slíta sjóðunum. - ikh Þrettán millj- arðar í Sjóð 9 Björn Ingi Hrafnsson skrifar Íslenskt stjórnkerfi ferðast á hraða snigilsins og fylgdi alls ekki eftir stækkun fjármálageirans í landinu á undanförnum árum. Ísland stóð á end- anum uppi eitt og yfirgefið þegar neyðin var sem stærst. Þetta kom fram í máli Sigurðar Einarsson- ar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, í er- indi sem bar yfirskriftina Morðgátan um Kaupþing, sem hann flutti á fundi viðskiptaráðsins í Stokk- hólmi í síðustu viku. Rakti Sigurður fjölmargar ástæður fyrir falli Kaupþings og íslensku bankanna og tók nokkra sök á sig í þeim efnum. Kvaðst hann vera þess full- viss að Ísland gengi fljótlega í Evrópusambandið til þess að endurreisa efnahaginn, rétt eins og Svíar og Finnar hafi gert í upphafi tíunda áratugar síð- ustu aldar. Það sé sorglegt að hrun fjármálakerfis- ins hafi þurft til. Seðlabankinn fékk sinn skammt í ræðu Sigurðar. Þar var vaxtastefna hans harðlega gagnrýnd, hún hefði haldið uppi fölsku gengi krónunnar og lokk- að til landsins spákaupmenn sem gerðu út á vaxta- munaviðskipti. Hann hefði ekki náð markmiðum sínum um verðbólgu og fjármálastöðugleika, en vildi engu síður bæta við sig verkefnum og taka yfir stjórn Fjármálaeftirlitsins. Furðaði hann sig á því og bætti við að með þjóðnýtingu Glitnis hefðu stjórnvöld og Seðlabankinn hleypt af stað skriðu sem ekki hefði tekist að stöðva. Hugmyndin hefði verið að styrkja stöðu Glitn- is svo hann fengi sama lánshæfismat og ríkið, en niðurstaðan hefði orðið þveröfug og bæði ríkið og bankarnir verið kolfelldir í lánshæfismati í kjöl- farið og erlendir fjárfestar gert allt til að losa sig við íslenskar eignir, án tillits til gæða þeirra. Ofan í kaupið hafi Alþingi sett neyðarlög þar sem gerður var greinarmunur á kröfuhöfum jafnvel á grundvelli þjóðernis sem hafi verið augljóst brot á Evrópureglum og formaður bankastjórnar Seðla- bankans komið fram í sjónvarpi og tilkynnt að ekki stæði til að borga nema brot af erlendum skuldum bankanna. Fyrir vikið hafi bresk stjórnvöld talið hættu á að eignir Landsbankans í Bretlandi yrðu fluttar til Íslands sem trygging fyrir íslenskum innstæðum án þess að breskir sparifjáreigendur fengju neitt. Sagði Sigurður að Kaupþing Singer og Friedland- er í London hefði verið breskur banki og hefði því átt að lúta þarlendum reglum. Hafi bresk yfirvöld talið hann gjaldþrota hefðu þau átt að þjóðnýta hann. Aðgerðir þeirra séu óafsakanlegar og þess vegna telji hann að dauðdaga Kaupþings hafi ekki borið að með eðlilegum hætti. Morðgátan um Kaupþing Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaup- þings, segir dauðdaga bankans ekki hafa borið eðlilega að.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.