Fréttablaðið - 03.12.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.12.2008, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 3. DESEMBER 2008 MIÐVIKUDAGUR F R É T T A S K Ý R I N G Leitið tilboða, það er þess virði að versla við okkur. Snúðu þér til okkar Hér eru dæmi um verð SUÐURHRAUNI 1 210 GARÐABÆ SÍMI 595 0300 FAX 595 0310 ISAFOLD@ISAFOLD.IS WWW.ISAFOLD.IS A4 Bréfsefni 1000 stk. í 4 lit kr. 28.500 án vsk. Nafnspjöld 250 stk. í 4 lit kr. 11.500 án vsk. Umslög M65 1000 stk. í 4 lit kr. 39.000 án vsk. Bæklingur 10x21 cm. 6 síður 1000 stk. í 4 lit kr. 43.800 án vsk. Ísafoldarprentsmiðja 131 ár í prenti Stærri verkefni Tímarita- og bæklingaprentun (heatset) Ísafoldarprentsmiðja 131 ár í prenti Stærri verkefni Tímarita- og bæklingaprentun (heatset) A4 Einblöðungur 1000 stk. í 4 lit beggja vegna kr. 33.000 án vsk. Tímarita- og bæklingaprentun (heatset) ÍS LE N SK A /S IA .I S /N AT 4 40 74 1 0/ 08 Munnlegt samkomulag „Grundvallarregla hlutafélaga- laganna er að hluthafar beri ekki ábyrgð á skuldbindingum félags- ins. Ef félag verður gjaldþrota, þá geta kröfuhafar eingöngu leit- að fullnustu í eigum félagsins. En í algjörum undantekningar- tilvikum, þá getur ábyrgð náð til hluthafa,“ segir Áslaug Björg- vinsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hún flutti erindi um hluthafa- ábyrgð í háskólanum í gær. Þar fór hún meðal annars yfir tilvik og dóma þar sem hluthafar voru taldir bera ríkari ábyrgð en sem nemur meginreglu hlutafélaga- laganna. Þetta á við í einka- málarétti, gagnvart kröfuhöf- um við gjaldþrot hlutafélaga. Í þessu felst að sá sem á kröfu á hlutafélag getur átt á hættu að fá ekki kröfu greidda, verði félag gjaldþrota. UNDANTEKNINGAR Áslaug benti á að undantekningar væru frá reglunni um takmark- aða hluthafaábyrgð. Þær væru fólgnar í sjálfskuldaábyrgð, Þá kynni stjórnanda eða hluthafa láðst að hafa gert viðsemjanda grein fyrir því að samið væri fyrir hönd félags. Ábyrgð gæti hvílt á eigendum vegna löggern- inga sem urðu til áður en það var skráð. Þá geti endurgreiðslu- skylda lent á hluthafa, hafi hann þegið fé sem honum sé ekki heim- ilt samkvæmt hlutafélagalögum. Þá eigi undantekningin einnig við um riftun ólögmætra ráðstafana fjármuna skömmu fyrir gjald- þrot og mögulegar bótagreiðslur. SKAÐABÓTARÉTTUR „Árið 1994 var lögfest regla um skaðabótaábyrgð hluthafa, þar sem kveðið er á um að hluthafi geti borið skaðabótaábyrgð. Ólíkt því sem við á um stjórnanda fé- lags, er kveðið á um stórfellt gá- leysi eða ásetning. Því er þessi regla augljóslega undantekning frá meginreglunni,“ segir Áslaug. Hún bætir því við að í þessu til- liti séu gerðar frekari kröfur um sök, þar sem almennt hafi hlut- hafar ekki áhrif á rekstur félags annars staðar en á hluthafafund- um. „Þeir hafa þannig ekki bein- an ráðstöfunarrétt yfir félaginu, heldur eru sérstakir stjórnendur valdir til að fara með málefni fé- lagsins sem lögaðila. Þeir bera í rauninni ábyrgð á rekstri félags- ins frá degi til dags.“ Áslaug segir að kæmi til þess að einhver vildi sækja skaða- bætur vegna athafna félags, samninga eða ráðstafana, þá séu stjórn og framkvæmda- stjórn ábyrg. „En síðan höfum við í dómaframkvæmd og líka í löggjöf nágrannalanda okkar, undantekningartilvik, þar sem hluthafi eða einhver annar sem hefur haft ráðandi áhrif, sá sem í raun hefur stjórnað félaginu, hefur verið í þeirri stöðu að geta gefið stjórnendum almenn fyrirmæli og þeir hafa farið að þeim.“ Áslaug nefnir að slík- ir aðilar hafi til að mynda farið með ráðandi hlut, og í krafti þess getað skipað meirihluta stjórn- armanna. Slíka aðila megi nefna „skuggastjórnendur“. TL RÚLLUR Áslaug rakti í fyrirlestri sínum hæstaréttardóm um félagið TL rúllur. Félagið varð gjaldþrota og voru gerðar kröfur í búið. Málið fór fyrir dómstóla. Niðurstaða dómsins varð sú að aðilar sem hvorki voru eigendur né móður- félag í skilningi hlutafélagalaga voru dæmdir ábyrgir gagnvart kröfuhöfum, þar sem sýnt þótti að þeir hefðu tekið ákvarðanir sem máli skiptu. Eigendur og fulltrúar í stjórn TL rúlla voru hinir sömu og móð- urfélags þess. Sömu aðilar áttu jafnframt og stýrðu Húsasmiðj- unni. „Þetta átti við ólögmætar til- færslur á fjármunum, til aðila sem ekki var hluthafi í þessu gjaldþrota félagi.“ Umræddur aðili í þessu dæmi var Húsa- smiðjan. Í því dæmi hafi verið um það að ræða að aðili varð gjaldþrota, átti ekki fyrir skuld- um, en upp komst að fjármun- ir hefðu verið færðir á milli með ólögmætum hætti. HVERNIG? En hvernig getur hluthafi bakað sér ábyrgð umfram almenna hluthafaábyrgð? „Ráðandi hlut- hafi getur til að mynda, á hlut- hafafundi, beitt sér fyrir því að tekin væri ákvörðun um að út- hluta meiri arði en lög leyfa. Hann getur líka látið greiða at- kvæði um sölu á eignum sem augljóslega eru seldar á undir- verði,“ segir Áslaug. Hún bætir því við að lánardrottinn geti einnig lent í þessari stöðu. „Ég vísa aftur í málið um TL rúllur. Mér sýnist ekki útilokað að við þær aðstæður að lánafyrirtæki var með samningi með slík yfir- ráð að það réði í rauninni lögum og lofum í félaginu. Af því má draga þá ályktun að stjórnend- ur félags gætu í öllu farið að fyr- irmælum til dæmis banka. Þá sé ekki útilokað að líta megi á bank- ann sem skuggastjórnanda.“ MÓÐURFÉLAG SEM EKKI VAR MÓÐURFÉLAG „Við höfum þarna lögfesta reglu um skaðabótaábyrgð hluthafa. Svo höfum við dóm, þar sem aðili sem ekki var hluthafi, var talinn vera móðurfélag og var gert að greiða skaðabætur,“ segir Áslaug. ÞARF AÐ BREYTA REGLUM? Áslaug segist ekki hafa tekið af- stöðu til þess hvort skýra þurfi þetta betur með reglum eða lögum. Þegar hafi komið fram í dómaframkvæmd að ábyrgð hlut- hafa geti orðið umfram hlutafjár- eign. Aðspurð minnist hún þess ekki að dómar hafi fallið gagn- vart þrotabúum almennings- hlutafélaga eða skráðra félaga. SKÁLKASKJÓL? Áslaug nefnir dæmi um að hluta- félag hafi verið stofnað, en stjórn- endur þess og eigendur í raun- inni aldrei farið að þeim reglum sem um það giltu. „Þá fóru menn ekki að neinu leyti eftir lögum sem giltu um hlutafélög. Aðal- fundir voru ekki haldnir, stjórn- armenn ekki kosnir, ársreikning- ar ekki gerðir, tilkynnt um hækk- un á hlutafé en ekki greitt og fleira í þessum dúr. Félagið er hlutafélag að forminu til, en allar reglur voru þverbrotnar,“ segir Áslaug. Hún vísar í dóm um að hluta- félag hafi verið rekið með þess- um hætti. „Það var bara skálka- skjól hans eigin einkafyrirtæk- is. Þess vegna átti hann ekki rétt á takmarkaðri ábyrgð. Hann full- nægði ekki skilyrðum laganna til þess að geta talist vera hlutafé- lag,“ segir Áslaug og bendir jafn- framt á að í því tilviki hafi ekki verið um skaðabótamál að ræða. Hluthafar geta borið ábyrgð umfram hlutafé Ekki er útilokað að hluthafar geti borið ríkari ábyrgð við gjaldþrot fyrir- tækis en sem nemur hlutnum. Þrátt fyrir það er meginreglan sú að ábyrgð- inni ljúki þar. Ráðandi eigendur og lánardrottnar geta talist „skuggastjórn- endur“ samkvæmt dómaframkvæmd og borið ábyrgð samkvæmt því. FARIÐ YFIR HLUTHAFAÁBYRGÐINA Áslaug Björgvinsdóttir, dósent í lögum, bendir á dæmi þess að hluthafar beri ábyrgð umfram hlutafjáreign sína í félögum. MARKAÐURINN/PJETUR MARKAÐURINN á www.visir alla daga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.