Fréttablaðið - 03.12.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.12.2008, Blaðsíða 6
MARKAÐURINN 3. DESEMBER 2008 MIÐVIKUDAGUR6 S K O Ð U N Sögurnar... tölurnar... fólkið... ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 – prentmiðlar RIT STJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson RITSTJÓRN: Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Magnús Sveinn Helgason, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 – prentmiðlar PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. bjorn.ingi@markadurinn.is l ingimar@markadurinn.is l jonab@markadurinn.is l msh@mark- adurinn.is l olikr@markadurinn.is l sindri@markadurinn.is Hrun bankanna hefur í grund- vallaratriðum breytt valdahlut- föllum í íslensku viðskiptalífi. Ríkið á nú alla stóru bankana. Mörg fyrirtæki landsins skulda þessum ríkisbönkum meira en þau hafa burði til þess að borga. Ein stærsta ákvörðunin sem stjórnvöld standa frammi fyrir nú er hvaða leið þau ætla að velja til þess að taka á vanda skuld- ugra fyrirtækja. Hér þurfa stjórnvöld að hafa tvö markmið að leiðarljósi. Ann- ars vegar er mikilvægt að þau leitist við að skapa skilyrði fyrir hámarks verðmætasköpun í hag- kerfinu í framtíð. Hins vegar þurfa þau að leitast við að lág- marka spillingu. Það sem gerir þetta mál erfitt er að þessi tvö markmið stangast á að einhverju leyti. Í ÓSPILLTUM HEIMI Gefum okkur fyrst til einföld- unar að engin hætta sé á nokk- urs konar spillingu. Þá á stefna stjórnvalda að vera að endur- meta greiðslugetu hvers fyrir- tækis fyrir sig og skrifa niður skuldir þeirra í samræmi við nýtt greiðslumat. Í þessu tilfelli á ríkið ekki að breyta skuldum í hlutafé. Stjórnvöld eru illa til þess fallin að eiga og reka fyrir- tæki. Með því að breyta skuldum í hlutafé veikja þau hvata núver- andi eigenda fyrirtækja til þess að hámarka verðmætasköpun í framtíðinni. Núverandi eigend- ur hafa hámarkshvata ef þeim er gert að greiða ákveðna upphæð (hina niðurfærðu skuld) en þeir fá að halda öllum ágóðanum af því að standa sig betur en vænt- ingar standa til. Í SPILLTUM HEIMI Í heiminum sem við lifum í er því miður barnaleg óskhyggja að gera ráð fyrir því að spill- ing sé ekki vandamál. Núver- andi aðstæður eru þar að auki kjöraðstæður fyrir spillingu þar sem sérstaklega erfitt er að átta sig á sannvirði eigna. Spilling- in sem ég ræði um er ekki mútu- þægni opinberra starfsmanna – sem blessunarlega er óveru- legt vandamál á Íslandi – heldur óeðlilegir viðskiptahættir stjórn- enda og ráðandi hluthafa fyrir- tækja (innherja) sem hlunnfara lánardrottna og smærri hluthafa. Innherjar geta hlunnfarið lánar- drottna og smærri hluthafa með því að; 1) greiða sér of há laun og fríðindi, 2) láta félagið sem þeir stjórna kaupa eignir á yfirverði af öðrum félögum í sinni eigu eða eigu tengdra aðila, 3) láta félag- ið sem þeir stjórna selja eignir á undirverði til annarra félaga í sinni eigu eða eigu tengdra aðila. Á Íslandi hefur spilling af þessu tagi fengið að viðgangast nánast óáreitt á undanförnum árum. Ef verulegar breytingar eru ekki gerðar á því lagaumhverfi sem ríkir á Íslandi hvað þetta varð- ar þá mun þessi spilling án efa halda áfram. Í þessu ljósi þurfa stjórnvöld að taka alvarlega hætt- una á því að innherjar rýri verð- mæti þeirra fyrirtækja sem rík- isbankarnir eru lánardrottnar í með óeðlilegum viðskiptaháttum. Tjón ríkisins og þar með skatt- borgara af þessum sökum gæti í versta falli hlaupið á hundruðum milljarða króna. Hættan á spillingu af þessu tagi gerir val stjórnvalda hvað varð- ar vanda skuldugra fyrirtækja mun vandasamara en í óspilltum heimi. Ef stjórnvöld geta ekki reitt sig á lög og reglur til þess að halda aftur af slíkri spillingu þurfa þau að tryggja rétt sinn með því að taka þátt í stjórn fé- laganna. Þetta geta þau gert með því að breyta hluta af skuldum fyrirtækjanna í hlutafé. Breyting skulda í hlutafé hefur þann ókost að það veikir hvata innherjanna til þess að hámarka verðmætasköpun. Vandi stjórn- valda felst í því að hámarks hag- kvæmni samrýmist ekki lág- marks spillingu. Þau þurfa að vega og meta þessi tvö mark- mið og reyna að rata skynsaman meðalveg. ER STJÓRNVÖLDUM TREYSTANDI? Annað vandamál sem taka verð- ur alvarlega er hættan á því að stjórnvöld semji af sér. Inn- herjarnir hafa gríðarlega hvata til þess að færa fram rök fyrir því að þeir geti sem minnst borg- að. Ef stjórnvöld hefðu herskara af velþjálfuðu bankafólki sem bæri einungis hag skattborg- ara fyrir brjósti væri þetta ekki vandamál. En því miður er sú ekki raunin. Bankaráð ríkisbank- anna voru skipuð mest megnis á pólitískum forsendum og margir starfsmenn bankanna eygja lík- lega framtíðarstarf hjá fyrirtæki í eigu innherjanna. Hættan á því að stjórnvöld semji af sér við skuldaniðurfærslu fyrirtækja er annað atriði sem mælir með því að stjórnvöld fái hlutafé (eða val- rétt á frekari skuldbreytingu í hlutafé) í skiptum fyrir skulda- niðurfærsluna. SKYNSAMLEG STEFNA Nú er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að stjórnvöld taki til rækilegrar endurskoðunar lög og reglur um viðskipti tengdra aðila. Þegar íslensk löggjöf er borin saman við löggjöf ann- arra landa kemur í ljós að ís- lensk löggjöf er mun hagstæðari fyrir þá sem vilja stunda óeðli- lega viðskiptahætti en löggjöf í mörgum af þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. (1) Róttækar breytingar á þessu eru bráðnauðsynlegar. Ríkið á – hvað sem öðru líður – að endurmeta greiðslugetu hvers fyrirtækis fyrir sig og skrifa niður skuldir þeirra í samræmi við nýtt greiðslumat en ekki meira en það. Hér verða stjórn- völd að tryggja eins vel og unnt er að þeir sem taka ákvarðan- ir um þessar skuldaniðurfærsl- ur láti ekki undan þrýstingi inn- herjanna og færi skuldirnar of langt niður. Til þess að lágmarka hættuna á spillingu og til þess að lágmarka hættuna á því að innherjum takist að fá ríkið til þess að semja af sér er líklega skynsamlegt að ríkið eignist hlutafé í skiptum fyrir skuldaniðurfellinguna. Erfitt er að átta sig á því hvar hinn gullni meðalvegur er hvað þetta varð- ar. Þeim mun meira hlutafé sem ríkið tekur sér í skiptum fyrir skuldaniðurfellinguna, þeim mun veikari verða hvatar innherjanna til þess að hámarka verðmæta- sköpun í framtíðinni. Það er jafnframt skynsamlegt að ríkið setji lög sem banna bönk- um að eiga verulega eignarhluti í rekstrarfyrirtækjum. Slík lög gilda í Bandaríkjunum og víðar. Tilgangur þeirra er að tryggja að bankar flækist ekki inn í fyrir- tækjasamsteypur og fari að taka hagsmuni samsteypunnar fram yfir eigin hag. Í öllu falli er skyn- samlegt að eignarhlutur ríkisins í fyrirtækjunum sem fá skulda- niðurfellingu séu færðir út úr bönkunum. MIKLIR HAGSMUNIR Í HÚFI Hagsmunir íslenskra skattgreið- enda eru gríðarlegir hvað þessi mál varða. Eignir nýju ríkisbank- anna eru um 3.000 ma.kr. Fyrir hvert prósent af þessum eignum sem ríkið gefur eftir eða rýrna í verði vegna undanskota verð- ur afkoma bankanna lakari um 30 ma.kr og þar af leiðandi skatt- ar í framtíðinni hærri sem því nemur. Ábyrgð á stjórn bankanna liggur hjá ríkisstjórninni. Þegar ákvarðanir verða teknar um skuldbreytingu fyrirtækja geta ráðherrar ekki vísað ábyrgð á þeim á stjórnir og stjórnend- ur bankanna. Þeir aðilar starfa í umboði ríkisstjórnarinnar og þar liggur hin endanlega ábyrgð. Ráðherrar eiga ekki að geta svar- að öllum spurningum um aðgerð- ir bankanna með innihaldslausum frösum eins og „þessar ákvarð- anir voru teknar af stjórnend- um bankanna á viðskiptalegum forsendum“. Hér eru það miklir hagsmunir í húfi að almenningur á kröfu á að geta velt við hverj- um steini og fengið ýtarlegan rökstuðning á þeim ákvörðunum sem teknar verða. Atburðir síðustu vikna hafa opnað augu okkar fyrir því að eitthvað mikið var að því við- skiptaumhverfi sem hefur verið við lýði á Íslandi á undanförnum árum. Nú mun vonandi ganga í garð tímabil mikillar uppstokk- unar og endurbóta. Það er gríð- arlega mikilvægt fyrir framtíð Íslands að stjórnvöld gæti hags- muna íslenskra skattgreiðenda af mikilli festu. Til þess þarf stjórnmálamenn með verulegt bein í nefinu sem hafa sér til ráð- gjafar góðan hóp af fólki sem hefur skilning á fjármálaleik- fiminni sem innherjarnir munu leggja til. (1) Djankov, S., R. La Porta, F. Lopez- de-Silanes og A. Shleifer (2008): „The Law and Economics of Self-Dealing,“ Journal of Financial Economics, 88, 430-465. Óhagkvæmni eða spilling Jón Steinsson lektor í hagfræði við Columbia-háskóla í New York. O R Ð Í B E L G MÓTMÆLI VIÐ ALÞINGI Barnaleg óskhyggja er að gera ráð fyrir að spilling sé ekki vandamál í heiminum sem við lifum í, að mati greinarhöfundar. Mikilvægara sé en áður að teknar verði til endurskoðunar reglur um viðskipti tengdra aðila. MARKAÐURINN/DANÍEL Forystumenn ríkisstjórnarinnar kynntu í gær tillögur vinnuhóps ráð- herra, þingmanna og framkvæmdastjóra flokkanna sem starfað hefur að undanförnu og var ætlað að mæta vanda fyrirtækjanna í landinu í ljósi þeirra þrenginga sem þjóðin gengur nú í gegnum. Eru tillögurn- ar í tólf liðum og með þeim er að nokkru leyti brugðist við ákalli um bráðaráðstafanir til að afstýra gjaldþroti fjölmargra fyrirtækja með tilheyrandi aukningu á atvinnuleysi. Að því leytinu til má segja að tillögurnar tólf séu spor í rétta átt. Þannig er skynsamlegt að gera bankaráðum nýju ríkisbankanna að setja sér skýrar viðmiðunarreglur um fyrirgreiðslu við fyrirtæki til að vernda störf og stuðla að „áframhaldandi starfsemi lífvænlegra fyrirtækja“, eins og það er orðað. Mikil umræða hefur einmitt verið um það hverjir fái lengingu lána, niðurfærslu skulda, breytingar lána í eigið fé og sameiningar fyrirtækja og mjög kallað eftir gegnsæi að þessu leyti þar sem oft er um gífurlega hagsmuni að ræða. Í því ljósi er jafnframt skynsamlegt að stofna sérstök eignaumsýslufélög, eða eignarhaldsfélög, sem hafi umsjón með og fari með eignarhluti bankanna í þeim fyrirtækjum, þar sem ákveðið hefur verið að breyta skuldum í eigið fé. Þá er jákvætt skref að stofna til end- urreisnarsjóðs með þátttöku lífeyris- sjóða, banka og innlendra og erlendra fjárfesta og skynsamlegt að rýmka heimildir lífeyrissjóða til þátttöku í slíku starfi, því ekki mun af veita. Sérstakt fagnaðarefni er að ríkis- stjórnin skuli lýsa yfir vilja til að greiða fyrir uppgjöri við erlenda kröfuhafa með því að bjóða þeim hlutafé í nýju bönkunum. Það er í fyrsta lagi nauðsyn- leg aðgerð til að koma í veg fyrir mála- ferli og skaðabótakröfur og í öðru lagi skynsamleg leið til að liðka fyrir endur- fjármögnun erlendis, auka samkeppni og tryggja að nýju þróttmikla fjármála- starfsemi í efnahagsumhverfi sem mun óhjákvæmlega litast mjög af ægivaldi ríkisins á mörgum sviðum. Fleiri atriði mætti nefna. Athygli vekur að fyrirtækjum verði gert kleift að gera ársreikninga sína upp í er- lendri mynt afturvirkt frá 1. janúar 2008. Vekur það spurningar um hvort synjun á beiðni Kaupþings þar að lút- andi á sínum tíma hafi verið málefna- leg af hálfu stjórnvalda og hvaða af- leiðingar hún hafi haft á það sem síðar varð. Gott er að ákvæðum hlutafélagalaga, skattalaga og fleiri laga verði breytt í því skyni að auðvelda stjórnendum fyrirtækja að komast í gegnum tímabundna erfiðleika og nauðsynlegt að fara nú þegar yfir nýsettar reglur um gjaldeyrishömlur og viðurkenna þau mistök sem gerð voru og takmarka neikvæð hliðaráhrif eins og kostur er. Hvort sporin tólf duga til að bjarga íslensku atvinnulífi er auðvelt að draga í efa. Víst er á hinn bóginn að breytingarnar eru allar til bóta. Undirstöðurnar þarf þó að treysta, eigi að felast einhver skynsemi í því að reisa húsið á nýjan leik. Dæmisagan kenndi okkur að fátt er til farsældar að reisa á sandi. Til framtíðar þarf öflugri og stöðugri gjaldmiðil í hlutverk undirstöðunnar, eigi viðspyrnan að lukkast og endurreisnin að hefjast. Hvort evran eða dollar verður okkar klett- ur, getur tíminn einn leitt í ljós. En víst er að krónan nær aldrei aftur slíkum styrkleika hafi hann þá einhvern tíma verið til staðar. Tillögur ríkisstjórnarinnar til aðstoðar fyrirtækjum. Tólf spor í rétta átt Björn Ingi Hrafnsson Sérstakt fagnaðar- efni er að ríkisstjórn- in skuli lýsa yfir vilja til að greiða fyrir uppgjöri við erlenda kröfuhafa með því að bjóða þeim hlutafé í nýju bönkunum. Það er í fyrsta lagi nauðsynleg aðgerð til að koma í veg fyrir málaferli og skaða- bótakröfur og í öðru lagi skynsamleg leið til að liðka fyrir end- urfjármögnun erlend- is, auka samkeppni og tryggja að nýju þróttmikla fjármála- starfsemi. ÍS LE N SK A /S IA .I S /N AT 4 40 74 1 0/ 08 Munnlegt samkomulag

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.