Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FIMMTUDAGUR 4. desember 2008 — 332. tölublað — 8. árgangur AÐALBJÖRG ERLENDSDÓTTIR Klæðir sig í kolsvart en skreytir sig með litum • tíska • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Fatastíll Aðalbjargar Erlendsdótt-ur, textíl- og fatahönnuðar sem hannar undir merkinu Budda design, er að eigin sögn kolsvart-ur. „Ég á nú ekki mikið af fötum og get lofað því að þau eru öll svört. En ég kaupi þá frekar vönduð föt. Það er alveg sama hvað ég reyni að kaupa annað, það endar alltaf í svörtu,“ segir Aðalbjörg glaðvær og bætir við að hún reyni þá frek-ar að lífga upp á með litum í fylgi- hlutum og skartgripum. Aðalbjörgheldur mikið og nefnir að sjalið passi sérstak-lega vel við svartan klæðnað. „Ég hef verið með sjalið á tveimur sölusýningum undanfarið og það selst eins og heitar lummur. Þetta hentar vel í kreppunni þar sem hægt er að sveipa sjalinu utan um gamla kjólinn og breyta þannig um stíl,“ segir Aðalbjörg brosandi og bætir við að þannig megi skapa nýja flík auk þess sem nota megisjalið á ýmsan máta H kjólaefni, myndverk og gardínur. „Ég hef einna mest verið í að útbúa gardínufleka upp á síðkastið úr ýmiss konar efnum. Ég vinn úr bómull, hör og silki með ákveðinni pressutækni og þetta er rosalega smart,“ útskýrir Aðalbjörg. Hún lærði fatahönnun árið 1992 og leiddist meira út í textílinn upp frá því. „Núna er ég að flytj itil Si ú Kryddar klæði með litum Bjartir litir og dimm nótt mætast í silkislæðum Aðalbjargar Erlendsdóttur, textíl- og fatahönnuðar, og er það að vissu leyti lýsandi fyrir fatastíl hennar sem er kolsvartur en Aðalbjörg skreytir sig með litum. Aðalbjörg Erlendsdóttir er sums staðar betur þekkt undir nafninu Budda Design. Hún vinnur mikið með bjarta og fallega liti þegar hún gerir silkislæðurnar sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR STEIKARPOTTUR og aðrir góðir pottar eru eitthvað sem þeir sem eru að fara að halda sín fyrstu jól sjálfir þurfa að eignast fyrir hátíðarnar. Ekki er gott að lenda í pottavandræðum þegar verið er að elda jólamatinn. TónleikaríViðeyjarstofu íkvöld Dúettinn PIKKNIKK  LeiðsögnaðImaginePeaceTowerTilboðáléttumveitingumíViðeyjarstofuSigltfráSkarfabakkakl20:00Miðaverð2.000kr       ATH:PantaþarffyrirframSími555 3565 veljum íslensktFIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008 Veigar Páll til Nancy? Franska úrvalsdeildarfé- lagið Nancy vill kaupa Veigar Pál Gunnarsson frá Stabæk. ÍÞRÓTTIR 52 VEÐRIÐ Í DAG VELJUM ÍSLENSKT Hangikjöt og aðrar kræsingar um jólin Sérblaðið Veljum íslenskt FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Tíu ára afmæli Eflingar Stéttarfélagið Efling var stofnað í desember árið 1998 og tók til starfa um áramótin 1999. TÍMAMÓT 34 Hlíðasmári 1 - Kópavogi - S. 554 6969 Frábær Jólatilboð Opið til 21 Snemma á föstudags- morgni www.postur.is Á morgun er síðasti öruggi skiladagur fyrir jólapakka utan Evrópu STJÓRNMÁL Davíð Oddsson seðla- bankastjóri ætlar að sitja í nokkur ár í viðbót sem seðlabankastjóri og hætta svo á eigin forsendum með sama hætti og þegar hann hætti sem forsætisráðherra. Ef hann verður neyddur til þess að segja af sér ætlar hann aftur í pólitík. „Ég er bara 60 ára og fullkom- lega heilbrigður svo að ég hef hugsað mér að sitja í nokkur ár í viðbót og draga mig svo í hlé af fúsum og frjálsum vilja eins og ég gerði sem forsætisráðherra,“ segir Davíð í viðtali við Fokus, fylgiblað danska blaðsins Fyens Stift- stid ende, sem á sunnudag var helg- að þróuninni á Íslandi. „Ef ég verð neyddur til að segja af mér lítur málið allt öðruvísi út. Þá ætla ég að snúa aftur í pólitík,“ segir hann. Bent A. Koch, fyrrver- andi aðalritstjóri Fyens Stiftsti- dende, sem tók viðtalið, bætir við: „Enginn þarf að vera í vafa um að Davíð er tilbúinn í baráttu.“ Viðtalið við Davíð birtist undir fyrirsögninni „Blóraböggull fólks- ins: Ég varaði við en enginn vildi hlusta“. Í undirfyrirsögn segir: „Maðurinn, sem Íslendingarnir telja að beri alla sökina, hættir ekki af fúsum og frjálsum vilja.“ Í viðtalinu er Davíð spurður að því hvernig það sé að vera sá maður sem mest sé gagnrýndur á Íslandi. „Það er auðvitað ekki skemmtilegt að vera skammaður. En ég hef reynt það áður og ég hef hreina samvisku,“ svarar Davíð og kveðst skilja vel að fólk finni fyrir reiði gagnvart stjórnmálamönnum og kerfinu öllu. Hann segist skilja að „ég sem hef tekið þátt í að stjórna í svo mörg ár og sit nú í Seðlabankanum, sé gerður að skot- skífu, táknmynd allra þeirra sem fólk telur að hafi svikið það.“ Davíð segist hafa varað við þró- uninni allan tímann en enginn hafi viljað hlusta á viðvaranir. Hann segir að fjölmiðlar á Íslandi séu ekki sjálfstæðir og frjálsir. Enginn geti neitað því að hann hafi verið mjög gagnrýninn í garð nýju fjár- festanna. Þeir hafi fengið stöðugt meiri völd og meðal annars viljað ráða yfir fjölmiðlunum. Geir H. Haarde forsætisráð- herra vildi ekki tjá sig um orð Dav- íðs í Fyens Stiftstidende þar sem hann var ekki búinn að sjá blaðið. Í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var 22. nóvember sögð- ust 4,7 prósent myndu styðja Davíð í sérframboði. 7,8 prósent sögðust myndu styðja Sjálfstæðisflokkinn ef hann væri leiddur af Davíð. „Stjórnvöld verða að endurvinna trúna á peningamálastefnuna. Það gerum við með því að endurvinna traust á Seðlabankanum og eftir- litsstofnunum,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi efna- hagsráðgjafi forsætisráðherra. „Það er um leið algerlega ljóst að þeir sem nú stýra í Seðlabankan- um njóta ekki trausts hjá þjóðinni. Þaðan af síður erlendis. Til breyt- inga þarf að finna rétta tímann.“ - ghs, -ss, -ikh / sjá síðu 18. Davíð ætlar í pólitík verði honum ýtt út Davíð Oddsson seðlabankastjóri ætlar að sitja í Seðlabankanum í nokkur ár í viðbót og hætta svo á eigin forsendum. Ef hann neyðist til að segja af sér ætlar hann að snúa aftur í pólitík. Þetta segir hann við danskt dagblað. Vekur athygli Vegleg umfjöllun um Arnald Ind- riðason í nýjasta hefti Time. FÓLK 48 Bestu og verstu Sérfræðingar velja bestu og verstu plötuumslögin í jólaútgáfunni. TÓNLIST 42 FÓLK Sala á Durex-smokkum hefur dregist saman hér á landi um 25 prósent á þeim tveimur mánuðum síðan bankakreppan dembdist yfir land og þjóð. Þessi þróun engan veginn í samræmi við tölur í öðrum löndum en samkvæmt erlendum fréttaveitum hefur smokkasala aukist í kjölfar fjármálakrepp- unnar. Vilja sumir meina að pör kjósi frekar að skemmta sér innan veggja hjónaherbergisins en utan þess. Ásgeir Sveinsson, deildarstjóri hjá Halldóri Jónssyni ehf., sem flytur inn Durex-smokkana, segir ástæðuna að einhverju leyti þá að verð á smokkum hafi hækkað. Tólf Durex-smokkar í pakka kosta tæplega tvö þúsund krónur úti í búð. - fgg / sjá síðu 58 Breyttar venjur í kreppunni: Smokkasala dregst saman HANDBOLTI Silfurdrengurinn Logi Geirsson er eftirsóttur þessa dagana en spænsku stórliðin Barcelona og Portland San Antonio vilja bæði fá hann í sínar raðir fyrir næsta leiktíma- bil. „Þetta gæti verið mjög spennandi dæmi en ég er samn- ingsbundinn Lemgo og því ekki í mínum höndum hvort ég fer til Spánar,“ segir Logi sem á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við þýska félagið Lemgo. Logi virðist ekki vera í framtíðaráætlunum Markus Baur, þjálfara Lemgo, og því ekki ólíklegt að félagið selji hann til Spánar fyrir rétt verð. - hbg / sjá síðu 52 Logi Geirsson eftirsóttur: Barcelona á eftir Loga LOGI GEIRSSON -1 1 -2 -4 -2 BJART SYÐRA Í dag verður NA-strekkingur norðvestan til og suðaustanlands annars hægari. Dálítil él á norðurhelmingi landsins en bjart syðra. Snjókoma við SA- ströndina síðdegis. VEÐUR 4 BJÖRNINN Á ÍSNUM Ungir ísknattleiksmenn Bjarnarins leituðu lags í gær og léku íshokkí á ísilagðri Tjörninni. Borgarbúar kipptu sér ekkert upp við það að sjá Björninn á ísnum en þó er ekki þar með sagt að landinn sé orðinn vanur ísbjörnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ef ég verð neyddur til að segja af mér lítur málið allt öðruvísi út. Þá ætla ég að snúa aftur í pólitík. DAVÍÐ ODDSSON SEÐLABANKASTJÓRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.