Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 4
4 4. desember 2008 FIMMTUDAGUR Í frétt um lúxusíbúðir Karls J. Steingrímssonar í blaði gærdagsins var Hannes Steindórsson titlaður fasteignasali. Félag fasteignasala vill koma því á framfæri að Hannes er sölufulltrúi fasteigna. LEIÐRÉTTING GENGIÐ 03.12.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 250,0794 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 147,63 148,33 217,56 218,62 186,48 187,52 25,028 25,174 20,734 20,856 17,830 17,934 1,5876 1,5968 218,53 219,83 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Í blaðinu á þriðjudaginn var Ægir Þórðarson ranglega sagður faðir drengja sem fundu flöskuskeyti á Malarrifi. Ægir er afi þeirra. VINNUMARKAÐUR Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar telja að rétt sé að lækka laun forystusveit- arinnar. Gylfi Arnbjörnsson, for- seti Alþýðusambands Íslands, ASÍ, vill að laun sín lækki í samræmi við launaþróunina í landinu og hann deili þannig kjörum með félags- mönnum. Málið kom til umræðu á miðstjórnarfundi í gær og verður til áframhaldandi skoðunar innan verkalýðshreyfingarinnar. „Mér þykir líklegt að menn setji þetta í einhvern farveg,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. „Hjá okkur er sérstök launanefnd miðstjórnar sem fer með laun for- seta og framkvæmdastjóra. Það er ljóst að það hefur verið að myndast ákveðin lína í þessu. Mér finnst persónulega að það sé eðlilegt að þetta sé skoðað gagnvart forystunni og höfð svipuð nálgun og gerist í kringum okkur.“ Verkalýðshreyf- ingin hefur að und- anförnu gagnrýnt fyrirtæki fyrir að lækka laun starfsmanna. Gylfi bendir á að launalækkun sé leið sem fyrirtæki í nauðvörn geti gripið til í stað upp- sagna. Hann telur að ekki sé sjálf- gefið að launalækkunin snúi að starfsmönnum ASÍ þó að hún sé tekin upp gagnvart hans eigin kjör- um. Starfsmennirnir hafi verið að taka á sig mikið vinnuálag að und- anförnu. Gylfi hafði tæplega 900 þúsund krónur í mánaðarlaun sem fram- kvæmdastjóri ASÍ. Hann tók við sem forseti fyrir nokkrum vikum og hefur ekki verið samið um laun vegna þess. Hann segir að Grétar Þorsteinsson hafi verið með 700- 800 þúsund á mánuði sem forseti ASÍ. „Ég hef svo sem gert ráð fyrir að ég yrði á óbreyttum kjörum hérna,“ segir hann og telur eðlilegt að þeir sem hafa hærri launin taki á sig meiri skerðingu en hinir en lækkunin sé svipuð og annars stað- ar. Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambandsins, hefur þegar ákveðið að lækka í launum til samræmis við aðra. „Það getur verið tvíbent fyrir verkalýðs- félög að gefa út þá yfirlýsingu að það eigi að lækka laun í landinu. Á sama tíma erum við að skammast í fyrirtækjum sem við teljum lækka laun að óþörfu,“ segir hann og ótt- ast að í kjölfarið komi fram krafa um að opna alla kjarasamninga í landinu og lækka launin. Launamál formanns VR eru í skoðun hjá launanefnd stjórnar. ASÍ ætlar að láta gera faglega könnun á því hversu margir lands- menn hafa lent í launalækkun á undanförnum vikum og þá hversu mikilli. ghs@frettabladid.is Verkalýðsforingjar lækka í launum Launalækkun forystumanna er til skoðunar innan verkalýðshreyfingarinnar. Forseti ASÍ vill lækka í launum í samræmi við aðra. Formaður Rafiðnaðarsam- bandsins hefur þegar lækkað í launum. Laun formanns VR eru til skoðunar. VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur -1 1 1 1 -2 -1 -4 0 -2 0 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 -8 -4 -5 -6 0 -5 16° 7° 6° 2° 3° 7° 2° 5° 3° 3° 20° 8° 9° 20° 1° 9° 13° 5° Á MORGUN 5-8 m/s. Lítilsháttar él norðan til á landinu. LAUGARDAGUR 8-13 m/s 4 4 2 HLÝNAR Á LAUGARDAG Eins og staðan er nú má búast við þokkalegum hlýind- um á laugardaginn en síðan kólnar á ný á sunnudeginum. Fram að helgi verður almennt kalt, frost víðast hvar en þó gæti hitinn náð yfi r núllið með ströndum. Sé horft enn lengra má greina alvöru hlýindi um miðja næstu viku, eða hita á bilinu 5-10 stig víðast hvar. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur JAFNRÉTTISMÁL Áhrifaríkasta leiðin til að jafna launamun kynjanna er að breyta vinnuaðferðum við launamyndun og launaþróun innan fyrirtækja. Þetta er niðurstaða starfshóps um framkvæmd jafn- launastefnu á almennum vinnu- markaði sem Jóhanna Sigurðar- dóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, skipaði í október í fyrra. Bent er á þrjár leiðir til að vinna að launajafnrétti. Í fyrsta lagi notkun starfsmats, sem sé viður- kennd leið til að ákvarða sömu grunnlaun fyrir ólík störf sem metin eru sambærileg eða jafn verðmæt. Ofan á það megi byggja mat á einstaklingsbundinni hæfni, frammistöðu eða árangri, sem ræður einstaklingsbundnum við- bótarlaunum. Í öðru lagi launavottun sem byggist á því að óháður aðili stað- festi að launagreiðslur og mann- auðsstjórnun sé í samræmi við viðurkenndan jafnréttisstaðal. Í þriðja lagi notkun vegvísis um launasetningu, nokkurs konar handbók sem byggist á hugmynd- um mannauðsstjóra í nokkrum stærstu fyrirtækjum landsins. Þar eru kynntar einfaldar en árang- ursríkar leiðir til að auka jafnrétti í launamálum. Með vegvísinum fylgir listi yfir tæplega fimmtíu fyrirtæki sem lýsa sig reiðubúin til að fara strax að vinna sam- kvæmt honum. - hhs Starfshópur um framkvæmd jafnlaunastefnu birtir niðurstöður sínar: Þrjár leiðir að auknu jafnrétti FRÁ KVENNAFRÍDEGINUM Óútskýrður launamunur kynja á almennum vinnu- markaði er fimmtán prósent, konum í óhag. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA STJÓRNSÝSLA Enginn hátíðarkvöld- verður fyrir alþingismenn var á Bessastöðum 1. desember eins og venja hefur verið. Í staðinn fyrir að halda venjubundna veislu til heiðurs Alþingi á fullveldisdaginn bauð Ólafur Ragnar Grímsson forseti þingmönnum í síðdegis- móttöku ásamt rektorum, deildarforsetum og forystumönn- um stúdenta í háskólum landsins. Móttaka fyrir skólafólkið hefur einatt verið haldin á þessum tíma ár hvert og var þingmönnunum bætt í þann hóp. Þessir tveir viðburðir voru sameinaðir í sparnaðarskyni enda hefur forsetaembættinu verið gert að draga saman seglin eins og öðrum hjá ríkinu vegna efnahagskrepp- unnar. - gar Forsetaembættið sparar: Ekki matarboð fyrir þingmenn ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Forset- inn sló saman tveimur móttökum í kreppunni. GYLFI ARN- BJÖRNSSON Forseti ASÍ. KRÖFUGANGA 1. MAÍ Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar telja að rétt sé að lækka laun forystusveitarinnar. VIÐSKIPTI Vöruskipti í nýliðnum nóvembermánuði voru hagstæð um 2,4 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands fyrir nóvember. Í fyrri mánuði nam útflutningur 43,2 milljörðum króna og innflutn- ingur 40,8 milljörðum. Hagstofan gerir þó fyrirvara á þessum tölum. Vegna mikilla hreyfinga á gengi krónunnar sé samanburður á breytingum milli mánaða erfiður. Þá segir á vef Hagstofunnar að vísbendingar séu um minna verðmæti útfluttra sjávarafurða og áls en aukið verðmæti inn- fluttra hrá- og rekstrarvara miðað við október. - ovd Sjávarafurðir og ál lækka: Vöruskipti við útlönd hagstæð BRUSSEL, AP Herskipafloti mun hefja eftirlit á vegum Evrópu- sambandsins undan ströndum Sómalíu í næstu viku. Þetta tilkynnti Javier Solana, utanríkis- málastjóri ESB, í Brussel í gær. Í flotanum verða sex herskip og þrjár eftirlits- flugvélar, en hann mun leysa af hólmi minni flota sem NATO hefur haft á vettvangi síðan í lok október til að veita kaupskipum sem leið eiga um hafsvæðið vernd fyrir sómölskum sjóræningjum. Þeir hafa rænt fjölda skipa á síðustu misserum og kúgað stórfé í lausnargjald út úr útgerðunum. Þetta er fyrsta flotaaðgerð sem efnt er til í nafni sameigin- legrar öryggismálastefnu ESB. - aa Viðbrögð við sjóránum: ESB sendir flota til Sómalíu JAVIER SOLANA STJÓRNSÝSLA Elías Jónatansson, bæjarstjóri Bolungarvíkur og bæjarfulltrúi, mun ekki þiggja laun fyrir störf sín sem bæjar- fulltrúi eftir 1. janúar næstkom- andi. Þá munu laun annarra bæjarfulltrúa lækka um 20 prósent. Aðgerðirnar spara bæjarfélag- inu um 1,2 til eina og hálfa milljón á ári. „Baldur Smári Einarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, á tillöguna en ég lagði það til að mín bæjarfulltrúalaun féllu út,“ segir Elías. „Með þessu viljum við sýna gott fordæmi.“ - jse Bæjarstjóri Bolungarvíkur: Missir bæjar- fulltrúalaunin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.