Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 6
6 4. desember 2008 FIMMTUDAGUR EFNAHAGSMÁL Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstri grænna, telur að 12 liða áætlun ríkisstjórn- arinnar til björgunar fyrirtækjun- um sé ágæt en margt valdi von- brigðum þegar hún sé skoðuð betur. Ríkisstjórnin ætli öðrum að koma þessum atriðum til framkvæmda og þá jafnvel þeim sem ekki hafi tök á að leggja mikið af mörkum. „Það er gott og vel að ætla nýju viðskiptabönkunum að setja sér reglur um að styðja atvinnulífið en stóra spurningin er hvort þeir hafi eitthvert bolmagn til þess. Þeir standa á brauðfótum eins og er,“ segir Steingrímur. „Ég hélt að rík- isstjórnin væri komin lengra með aðgerðir sem bit væri í. Ekki er minnst orði á vaxtastigið sem er örlagaríkast fyrir heimili og skuld- sett atvinnulíf.“ Valgerður Sverrisdóttir, formað- ur Framsóknarflokksins, lýsir yfir stuðningi við lið- ina tólf og segir að þetta geti skipt máli ef vel sé haldið á málum, ekki sé þó ljóst enn hvað komi út úr þessu. Þetta séu „falleg orð á blaði“. Grétar Mar Jónsson, þing- maður Frjálslynda flokksins, segir að sér lítist „passlega vel á þetta“. Grétari sýnist að almennt eigi að gera miklu meira fyrir fyrirtækin en almenning í landinu. - ghs STJÓRNSÝSLA Forsætisráðherra telur níu af tólf áhyggjuefnum sem umboðsmaður Alþingis lýsti af stjórnsýslu við framkvæmd neyð- arlaganna óþörf. Þrjú atriði eru til skoðunar eða ábendingum hefur verið komið á framfæri við viðeig- andi stofnanir eða ráðuneyti. Umboðsmaður greindi frá áhyggjum sínum, svörum ráðherra og samskiptum við stjórnvöld vegna málsins á heimasíðu sinni í gær. Á fundi í októberlok kom umboðs- maður áhyggjum sínum á fram- færi við fulltrúa forsætisráðuneyt- isins, viðskiptaráðuneytisins og forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Fór hann yfir og afhenti minnisblað í tólf liðum. Var vísað til fimm efnis- atriða og reglna af vettvangi stjórn- sýsluréttarins sem væru samnefn- ari áhyggna hans. Þetta voru reglan um málefnalega og forsvaranlega stjórnsýslu, hæfisreglur, jafnræð- isreglur, rannsóknarreglan og regl- ur um skaðabótaskyldu ríkisins. Tæpum mánuði síðar sendi umboðsmaður forsætisráðherra bréf til að grennslast fyrir um hvort og þá hvernig brugðist hefði verið við. Óskaði hann skriflegra svara sem bárust í fyrradag. Í stuttu máli má segja að stjórn- völd álíta sig hafa allt á hreinu. Allar ákvarðanir sem teknar hafi verið í kjölfar hruns bankanna eigi sér stoðir í lögum eða reglum. Þó er tekið tillit til þriggja athuga- semda og þeim komið í réttan far- veg. Umboðsmaður hefur ekki tekið efnislega afstöðu til svaranna né ákvörðun um hvort hann skoði málið frekar. bjorn@frettabladid.is Upplestur úr jólabókum á Háskólatorgi í dag 4. des. kl. 16 Forlagið Skaparinn Guðrún Eva Mínervudóttir Vonarstræti Ármann Jakobsson Ú á fasismann, Maíkonungurinn Eiríkur Örn Norðdahl Vetrarsól Auður Jónsdóttir Ofsi Einar Kárason Saga af forseta Guðjón Friðriksson Háskólatorgi Sími 570 0777 boksala@boksala.is www.boksala.is - Frábært tilboð á jólabókum - Háma með kaffi og meðlæti - Vefverslun opin allan sólarhringinn www.boksala.is Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Siemens ryksugur á jólaverði. Sjáið jólatilboðin á www.sminor.isRyksuga - rauð VS 01E1800, 3 l poki, 1800 W. Jólaverð: 15.900 kr. stgr. Ryksuga - blá VS 06G1802, 4 l poki, 1800 W. Jólaverð: 19.900 kr. stgr. A T A R N A Stjórnvöld álíta sig hafa allt á hreinu Áhyggjur umboðsmanns Alþingis af stjórnsýslu við framkvæmd neyðarlaganna eru óþarfar, að mati forsætisráðherra. Allar gjörðir eigi sér lagastoðir. Umboðs- maður ætlar ekki að taka efnislega afstöðu til álits forsætisráðherra að sinni. ÁHYGGJUR OG SVÖR - Í STUTTU MÁLI 1. Spurt um FME og stjórnsýslulög og óskráðar grund- vallarreglur stjórnsýsluréttarins - FME hefur gætt þess í hvívetna að fylgja lögum og reglum. 2. Yfirlýsingar stjórnvalda verða að vera efnislega réttar og styðjast við lagaheimildir. Sérstaklega bent á yfirlýsingar varðandi Icesave – Athygli viðeigandi ráðuneytis og stofnana á ábendingunni hefur verið vakin. 3. Spurt um lagalega stöðu skilanefnda, starfsreglur þeirra og stöðu skilanefndamanna – Allra lagalegra skilyrða var gætt. Í samræmi við athugasemdir er unnið að starfsréttarlegri stöðu skilanefndarmanna. 4. Spurt um rekstrarform og stefnumótun nýju bankanna – Hlutafélagaformið er í samræmi við lög. Unnið er að stefnumótun. 5. Sput um jafnræðisreglur stjórnsýsluréttar vegna bankanna, mismunun kröfuhafa og ráðstöfun eigna - Skilanefndir taka ekki ákvarðanir á grundvelli stjórnsýslulaga. Eigum á ekki að ráðstafa nema brýn nauðsyn krefji. 6. Spurt um eignarréttaryfirfærslu gagnvart hluthöfum bankanna. Var hlutafé tekið af þeim? – FME hefur tekið yfir stjórnunarvald bankanna en ekki hlutafé hluthafa. 7. Hver er heimild FME til að skipa „viðurkenndan mats- aðila“ til að meta virði eigna og skulda bankanna? – Heimildin er í neyðarlögunum. 8. Hver er lagalegur grundvöllur yfirlýsingar um trygg- ingu bankainnstæðna? – Lagastoðin er í neyðarlög- unum. 9. Hvaða reglur gilda um stjórnsýslu Íbúðalánasjóðs vegna íbúðalána bankanna? – Unnið er samkvæmt nýrri reglugerð og gildandi lögum. 10. Ríkið þarf að afla sjálfstæðs lögfræðilegs mats á áhættu og hugsanlegum bótakröfum – Í kjölfar ábendingarinnar fól forsætisráðherra ríkislögmanni að veita viðeigandi ráðgjöf. 11. Spurt um ákvarðanir Seðlabankans um takmarkanir á gjaldeyriskaupum – Allar ákvarðanir áttu sér stoðir í lögum. 12. Gæta þarf að hæfi þeirra sem koma að hugsanlegri rannsókn og meðferð mála – Ábendingunni hefur verið komið á framfæri við hlutaðeigandi ráðuneyti. SPJALLAÐ Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra ræða saman í þinginu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Auglýsingasími – Mest lesið Forystumenn stjórnarandstöðunnar um björgunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar: Vonbrigði og falleg orð á blaði STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR GRÉTAR MAR JÓNSSON Eru „skrílslæti“ réttnefni yfir aðgerðir mótmælenda að und- anförnu? Já 39,9% Nei 60,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú tekið að þér sjálfboða- liðastarf á þessu ári? Segðu þína skoðun á visir.is DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og ólög- mæta nauðung gagnvart fyrrum eiginkonu sinni. Manninum er gefið að sök að hafa í febrúar í baðherbergi í íbúð þeirra slegið konuna margsinnis með krepptum hnefa og flötum lófa í andlitið. Jafn- framt tekið hana hálstaki og þrengt að hálsi hennar þannig að hún náði ekki andanum. Hann hafi jafnframt tekið í hár hennar og skellt höfði hennar fjórum sinnum í vegg baðher- bergisins. Konan hlaut talsverða áverka. - jss Karlmaður ákærður: Réðist á fyrrum eiginkonu sína KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.