Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 18
18 4. desember 2008 FIMMTUDAGUR Þrátt fyrir hrun banka- kerfisins má reikna með að efnahagskreppa Íslendinga verði ekki eins kröpp og sú sem Færeyingar lentu í. Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi efnahagsráð- gjafi forsætisráðherra, seg- ir að svartnættið sé langt í frá algert og þjóðarbúið geti jafnvel komið út í plús. „Allar tölur benda til þess að kreppan verði ekki jafn slæm og álitsgjafar og fjölmiðlar gefa til kynna,“ segir Tryggvi Þór Her- bertsson, hagfræðingur og fyrr- verandi efnahagsráðgjafi forsæt- isráðherra. 120 milljarðar? Hann hefur tekið saman nokkur dæmi, byggð á mismunandi for- sendum, þar sem hann metur áhrif bankahrunsins á þjóðarbú- ið. „Það þarf að taka það með í reikninginn að fjármögnunar- þörfin nú er ekki endilega það sem við þurfum að greiða þegar upp er staðið,“ segir Tryggvi. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að lánsfjárþörf ríkisins vegna innstæðna Icesave, fjár- þörf seðlabankans, eigið fé nýju bankanna og fleira, nemi ríflega landsframleiðslu. Hún var yfir 1.200 milljarðar króna í fyrra. Miðmat Tryggva gerir ráð fyrir því að kostnaðurinn verði innan við tíu prósent af lands- framleiðslu. Miklar eignir í bönkunum Tryggvi bendir á að töluverð verð- mæti séu fólgin í hinu hrunda bankakerfi. „Ef það tekst svo að vinna vel úr eignunum,“ segir Tryggvi. Hann bætir því við að hann geri ráð fyrir að eignir yrðu ekki seldar fyrr en eftir þrjú til fjögur ár. Lánardrottnar eignist hlut Tryggvi segist fylgjandi því að lánardrottnar eignist hluti í bönk- unum. „Þá er virði þeirra aukið til muna fyrir framtíðina. Þeir kom- ast fyrr inn á erlendan fjármagns- markað og komast þá fyrr í erlenda fjármögnun,“ segir Tryggvi og bætir því við að þetta sé að sínu mati heldur raunhæft. Lánunum ekki eytt „Mér hefur fundist sá misskiln- ingur útbreiddur að lánin sem við fáum frá gjaldeyrissjóðnum, Norðurlöndum og fleirum, fari í að borga kreppuna. En það er ekki svo. Það versta sem getur komið fyrir það er að hluta lán- anna verði breytt úr erlendri mynt í krónur. Þær verða áfram inni í Seðlabankanum. Þegar gengið jafnar sig, þá er þessu skipt aftur í erlenda mynt og lánin endurgreidd. Lánið tapast því ekki.“ Tryggvi segir einnig að áhætta vegna jöklabréfa sé ekki eins mikil og margir óttist. „Ef öll höft yrðu afnumin, þá tel ég að þetta yrðu tvö til þrjú hundruð milljarðar sem streymdu út og ekki nærri allt vegna þeirra. Ég tel að við ættum að taka þetta högg á okkur strax og nota hluta af gjaldeyrisforðanum í það. Þá lagast gengið fyrr en ella.“ Tryggvi segir að því blasi lang- tímaskuldsetning ekki við. Ný Seðlabankastjórn „Stjórnvöld verða að endurvinna trúna á peningmálastefnuna. Það gerum við með því að endur- vinna traust á Seðlabankanum og eftirlitsstofnunum. Þetta má að hluta gera með því að sameina bankann og Fjármálaeftirlitið. Það er um leið algerlega ljóst að þeir sem nú stýra í Seðlabankan- um njóta ekki trausts hjá þjóð- inni. Þaðan af síður erlendis. Til breytinga þarf að finna rétta tím- ann.“ Til framtíðar segir Tryggvi að treysta verði krónuna til muna. Að öðrum kosti verði að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Erlendu lánin lækki En hvað með almenning? „Mynt- körfulánin hafa hækkað gríðar- lega mikið og húsnæðisverð lækkað og á líklega eftir að lækka meira. Þá stendur fólk frammi fyrir því að hafa tapað öllu eigin fé sem það átti í hús- næðinu. En allar þessar aðgerðir, til að mynda með Alþjóðagjald- eyrissjóðnum, miða að því að koma genginu í lag. Gengið verð- ur ekki eins og það var á gósen- tímanum. Það verður á hins vegar mun hagstæðara en það er nú. Lánin eiga eftir að lækka og eigið fé kemur aftur. Fólk er mjög svartsýnt núna. Það heldur að þessi staða eigi eftir að standa á lánunum til framtíðar. Það er ekki rétt, því þetta mun jafna sig.“ Hann trúi því að sú geti orðið raunin eftir hálft ár og ef til vill dugi að frysta lán í þann tíma. Hvað með verðtryggðu lánin? Tryggvi Þór er þá spurður um verðtryggðu lánin. „Aðgerðirnar miða að því að koma hagkerfinu í lag og þegar svo verður, mun kaupmátturinn aukast á ný. Hann er að falla núna, en hann mun auk- ast, hvort sem það verður eftir eitt ár eða tvö. Þá vinnum við væntan- lega aftur upp það sem við nú töpum í verðbótum,“ segir Tryggvi og vísar meðal annars vegar til þess að Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn spái hagvexti eftir tvö ár. Þá sé því spáð að verðbólgan verði undir fimm prósentum eftir ár. Vextir lækki samhliða. „Ef fólk getur, þá er rétt að bíta á jaxlinn og sjá hvort það komist ekki í gegnum þetta. En ég tel ekki að fólk eigi að reyna að selja eignir á brunaút- sölu. Verði slíkt algengt þá gæti það eitt og sér dýpkað kreppuna.“ Hver treystir spánum? Spár um minni verðbólgu og vaxtalækkun hafa ekki gengið eftir. Af hverju ætti fólk að treysta því að þær gangi eftir nú? „Nú þurfum við að hafa í huga að ástæður verðbólgunnar og þenslunnar voru útlánaaukning, verðhækkun húsnæðis, mikil neysla og eftirspurn. Við sjáum ekki fram á svona útlán. Hús- næðisverð lækkar svo verð- bólgan hjaðnar. Þegar gengið styrkist þá lækkar innflutnings- verð sem hefur líka áhrif til að minnka verðbólgu. Laun eru líka að lækka svo eftirspurnarþrýst- ingur hverfur.“ Tryggvi bendir einnig á að vöruskiptahallinn sé nú orðinn jákvæður og viðskipta- hallinn hafi minnkað. „Ástæðan fyrir því að spárnar gengu ekki eftir var sú að það var alltaf sett meiri olía á bálið. Núna er ekki verið að því. Fólk mun á næstu tveimur, þremur fjórum árum, eignast aftur hlutinn sinn í hús- næðinu. Því er ekki ástæða til að örvænta.“ Stendur atvinnulaus í skilum? En ef fólk missir vinnuna og getur ekki staðið í skilum. Getur það búist við því að þegar þar að kemur verði til eitthvert afsal með sínu nafni, sem það geti gert ráð fyrir að verði aftur eign? „Forsvarsmenn ríkisstjórnar- innar hafa talað skýrt um að heim- ilin fái hjálp. Ríkið getur ekki sagt sem svo að fólk fari á hausinn og verði gert upp. Þá sitja bankarnir og Íbúðalánasjóður uppi með hundruð eða þúsundir íbúða og það gengur bara ekki upp.“ Tryggvi segir að háar tölur um atvinnuleysi, allt upp í fimmtán prósent, standist ekki. Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn spái upp undir sex prósenta atvinnuleysi en það sé nú þegar komið upp í fjögur prósent. Tryggvi segir að erlendi hluti vinnuaflsins hverfi væntan- lega úr landi. „Þetta fólk fer bara heim. Síðan eru margir sem hverfa af vinnumarkaði og í nám,“ segir Tryggvi. Eigi að bæta við tíu prósenta atvinnuleysi við þetta, verði 50 þúsund manns án vinnu. „Það stenst ekki og hér verður ekki þetta ótrúlega atvinnuleysi sem sumir óttast.“ Fjárfestar tapa Tryggvi segir að þeir sem tapi mestu séu fyrst og fremst fjár- festar. Félög eins og Stoðir, Exista og Milestone. „Það er hlutabréfatapið.“ Lífeyrissjóðir tapi nokkuð en það nemi þegar upp er staðið raunávöxtun und- anfarin tvö til þrjú ár. Tryggvi nefnir einnig skulda- bréfatap og Seðlabankans. Tekjur ríkisins minnki. Aðgerð- ir kosti á sama tíma mikið. Þá þurfi ríkið að taka þátt í að snúa hjólunum í gang. Ríkissjóður verði því í slæmri stöðu næstu tvö til þrjú ár. „Ef við gefum okkur að skuldabagginn verði svona 40 prósent nettó, þá er sú staða ekki alslæm sé miðað við flest ríki Evrópu.“ Minni en í Færeyjum Gert er ráð fyrir því að lands- framleiðslan minnki um tíu pró- sent á næsta ári. „Ef við berum þetta saman við kreppuna sem varð í Færeyjum. Þar féll lands- framleiðslan um þriðjung. Þri- svar sinnum meira en hér. Atvinnuleysi var tuttugu prósent og fimmtungur þjóðarinnar flutti úr landi. Þannig að sú kreppa var miklum mun dýpri en sú sem við stöndum frammi fyrir.“ ingimar@markadurinn.is FRÉTTAVIÐTAL: Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi efnahagsráðgjafi forsætisráðherra FRÉTTAVIÐTAL INGMAR KARL HELGASON ikh@markadurinn.is MAT TRYGGVA ÞÓRS Í allra versta falli fáist 60 prósent upp í Icesave reikninginn en ekki nema rúm- lega eitt og hálft eigið fé erlenda hluta bankanna. Slíkt mat skilar útgjöldum um hátt í helmingi landsframleiðslu. Í allra besta falli greiða eignir Landsbank- ans Icesave reikninginn að fullu og töluvert meira fæst fyrir eignir bankanna. FJÁRMÖGNUNARÞÖRF SAMKVÆMT MATI AGS: milljarðar hlufall* Endurfjármögnun banka 385 26% Endurfjármögnun Seðlabanka Íslands 150 10% Bætur til erlendra innstæðueigenda 705 47% Vaxtakostnaður vegna bóta til innstæðueigenda 90 6% Samtals: 1330 89% MIÐMAT TRYGGVA Eignir milljarðar hlutfall* Endursala banka 770 51% Eignir upp í bætur til innstæðueigenda (60% endurheimtur) 423 28% Samtals: 1193 80% FORSENDUR 1. Lágt mat: Beinn kostnaður við hrun banka nettó (60% innheimtur, 1,5 x eigið fé): 715 48% 2. Miðmat: Beinn kostnaður við hrun banka nettó (60% innheimtur, 2 x eigið fé): 137 9% 3. Hátt mat: Beinn kostnaður við hrun banka nettó (100% innheimtur, 2,5 x eigið fé): -826 -55% *af vergri landsframleiðslu Ekki ástæða til algerrar svartsýni EFNAHAGSRÁÐGJAFINN FYRRVERANDI Tryggvi Þór Herbertsson segir að kreppan verði ekki jafn slæm og hún varð vinum okkar í Færeyjum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Framtíðin - með eða án krónu Opinn fundur á vegum BSRB í dag kl. 16:00 – 17:30 í BSRB – húsinu Grettisgötu 89 Á fundinum verður fjallað um framtíðarþróun efnahagsmála á Íslandi. Hvert stefnir og hversu löng verður kreppan? Framsögu hafa Gylfi Zoëga prófessor við Háskóla Íslands Jón Þór Sturluson aðstoðarmaður viðskiptaráðherra Fundarstjóri Helga Jónsdóttir framkvæmdastjóri BSRB Að loknum framsöguerindum verður opnað fyrir fyrirspurnir úr sal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.