Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 22
22 4. desember 2008 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is ■ Séra Svavar Stefánsson, sóknarprest- ur í Fella- og Hólakirkju, kann hagnýtt húsráð sem auðveldar þrif. „Ég legg smjörpappír eða bökunarpappír ofan á efri skápana í eldhúsinu því þar sest oft mikil fita. Pappírinn er mjög þunnur og með- færilegur og leggst vel. Svo setur maður krukkur eða eitthvað fyrir augað ofan á pappírinn til að halda honum niðri. Þegar þörf er á skipti ég um pappírinn. Þetta sparar fólki hellings þrif því það er oft svo erfitt að ná fitu úr viðnum í innréttingunni. Ég lærði þetta af fullorðnum manni austur í Neskaupstað,“ segir séra Svavar. GÓÐ HÚSRÁÐ PAPPÍR OFAN Á SKÁPANA Útgjöldin > Kók í dós 1/2 lítri HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS. K R Ó N U TÖ LU R ER U FYR IR N Ó VEM B ER H VER S Á R S. ´96 ´97 ´98 ´99 ´00 ´01 ´02 ´03 ´04 ´05 ´06 ´07 ´08 63 64 87 83 90 96 117 99 150 Í framhaldi af grein á föstudaginn um veitingastaði sem hafa ekki hækkað verðið hjá sér hafa mér borist ábendingar um fleiri staði sem standa með neytendum í ólgusjó verðhækkana. Grænmetisstaðurinn Á grænni grein, sem er staðsettur í Bláu húsunum við Faxafen, hefur meira að segja lækkað verðið hjá sér. Þar kostar réttur dagsins nú 1.000 krónur, kostaði 1.200 kr. áður. Subway er stærsta veitingahúsakeðja á Íslandi með átján veitingastaði. Þar kostar „bátur mánaðarins“ enn 329 kr. eins og fyrir tveimur árum. Allt verð á matseðlinum er óbreytt síðan í vor og verð á aukaáleggi og aukaosti hefur lækkað. „Við erum að þrjóskast við að halda verðinu óbreyttu og erum í hverju horni að skera niður kostnað til að geta það eins lengi og mögulegt er,“ segir Skúli Gunnar Sigfússon, eigandi Subway á Íslandi. „Enginn veitingastaður á Íslandi þjónar fleirum en við. Við erum með um 1,6 milljónir afgreiðslna á ári. Við fáum mikið hrós frá viðskiptavinum okkar sem furða sig á því að við séum eina keðjan sem ekki hefur hækkað verðið. Margir skilja ekkert í þessu. Við viljum bara fá viðskipta- vinina áfram til okkar og tekst það vonandi með þessu.“ Neytendur: Fleiri veitingastaðir standa með neytendum Stærsta keðjan hækkar ekki ÞRJÓSKAST VIÐ AÐ HALDA VERÐINU ÓBREYTTU Bátur mánaðarins er ennþá á 329 kr. á Subway. „Ég kaupi reyndar ógurlega lítið og er eiginlega lítið fyrir að eiga einhver ósköp. Einu sinni keyptum við amerískan beinskiptan Ford Fairmont, hann kostaði 50.000 krónur og við fórum á honum hring- inn og upp á Snæfellsjökul, fram úr nokkrum jeppum. Hann bilaði aldrei, en ryðg- aði í sundur, því miður, og eftir að hafa stagað í hann nokkrum sinnum komst hann ekki lengur í gegnum skoðun. Hann var gjarnan kallaður Rock‘ n rolið, af vinum og vandamönnum fjölskyldunnar.“ Lísa hefur gert garðinn frægan með ýmsum hljómsveitum og verstu kaup hennar eru ein- mitt tengd einni slíkri. „Þó ég vilji Færeyingum allt það besta, nú á þessum síðustu og verstu, fór hljómsveitin Sigg í mánaðar reisu til Færeyja milli jóla og nýárs 1986. Við tókum frí úr vinnu og ætluðum að græða fúlgur fjár. Það er skemmst frá því að segja að þetta varð bæði dýrt og vont, eða eins og að fara til tannlæknis eins og vinur minn Jón Benjamín sagði um ferð til Noregs, um hans verstu kaup. Við komum nefnilega alveg auralaus til baka í febrúar, en frelsinu fegin.“ NEYTANDINN: LÍSA PÁLSDÓTTIR ÚTVARPSMAÐUR Á Rock ń roli upp á Snæfellsjökul Efnalaugin Kjóll og hvítt hefur tilkynnt að hún muni ekki framfylgja áliti Kvörtunarnefndar Neytendasamtakanna og Félags efnalaugaeigenda, en nefndin komst að því að efna- lauginni beri að greiða 18.000 krónur í bætur fyrir kjól sem skemmdist í hreinsun, þar sem kjóllinn hefði ekki fengið rétta meðhöndlun hjá efnalauginni. Þetta kemur fram á heimasíðu Neytendasamtakanna, ns.is Forsaga málsins er sú að kona fór með rauðan módel- kjól, sem hún hafði keypt í Bretlandi í maí 2007, í hreinsun hjá Kjól og hvítt á Seltjarnarnesi. Eftir hreinsun kom í ljós að rauður litur kjólsins hafði dofnað og hann hafði jafn- framt hlaupið. Konan ákvað að senda málið fyrir Kvörtun- arnefnd Neytendasamtakanna og Félags efnalaugaeigenda. Samkvæmt mati kjólameistara myndi það kosta 57.000 krón- ur að sauma sambærilegan kjól. Fyrir það mat greiddi konan 4.000 krónur. Samkvæmt áliti Kvörtunarnefndarinnar bar efna- lauginni að greiða um það bil 80 prósent af upphaflegu kaupverði kjólsins, en efnalaugin hefur nú tilkynnt að hún muni ekki framfylgja þessu áliti nefndarinnar. Fram kemur að afar fátítt sé að efnalaugar fari ekki að mati nefndarinnar. ■ Neytendur Skemmdur kjóll fæst ekki bættur Íslenskar getraunir hafa hækkað verð á hverri getraunaröð úr tólf krónum í sautján. Ástæðan er sú að vinningsupphæðir eru reikn- aðar út í sænskum krónum og sænska krónan hefur hækkað úr tæplega tíu krónum í rúmar sautján frá áramótum. „Íslenskar getraunir óska eftir skilningi og stuðningi við þessar aðgerðir sem einvörðungu eru gerðar til að mæta erfiðri geng- isstöðu,“ segir fyrirtækið sem kveðst hafa orðið fyrir verulegu gengistapi á síðustu vikum. „Við munum fylgjast vel með þróun gengismála á næstunni og lækka verð eins fljótt og kostur er.“ ■ Íslenskar getraunir Röðin hækkar úr tólf krónum í sautján föstudagur fylgir Fréttablaðinu á morgun föstudagur Jólatrén verða eitthvað dýrari í ár og gert er ráð fyrir að eitthvað færri tré verði keypt. Blómaval segir hækkun milli ára nema um 20-30 prósentum. „Þau hafa hækkað töluvert, en samt erum við ekki að tala um nema 20-30 prósent,“ segir Bjarni Ásgeirsson, deildarstjóri jólatrjáa hjá Blómavali. Bjarni segir eitt- hvað minna flutt inn nú af dönsk- um trjám en venjulega vegna aðstæðna. Bæði Bjarni og Stein- unn Reynisdóttir, deildarstjóri hjá Garðheimum, telja að töluvert meira af íslenskum trjám seljist fyrir þessi jólin. Í heildina muni þó færri tré seljast en undanfarin ár. Meðal normannsþinur, sem er í stærðarflokknum 150 til 200 senti- metrar kostar í ár 5.490 krónur í Blómavali. Í fyrra segir Bjarni að tré í þessum stærðarflokki hafi kostað rúmlega 4.000 krónur. Stærðarflokkarnir eru aðeins öðruvísi hjá Garðheimum, þar sem verðflokkarnir breytast á hverj- um 25 sentimetrum í stað 50. 126- 150 sentrimetra normannsþinur hjá þeim kostar 4.990, en stærðar- flokkurinn þar fyrir ofan, 151-176 sentimetrar kostar 5.750. Tveggja metra tré kosta 6.990 krónur. „Ég á frekar von á því að verðið hækki en ekki,“ segir Steinunn. „Íslensku trén eru á sambæri- legu verði og þau erlendu,“ segir Bjarni, „Þau eru kannski ívið dýr- ari í hærri stærðum.“ Steinunn tekur undir það og segir íslensku jólatrén yfirleitt dýrari en þau innfluttu. Danski normannsþinurinn hefur verið vinsælasta jólatréð á Íslandi og verður það líklega áfram. Stein- unn segir það meðal annars koma til vegna þess hve barrheldinn hann er. „En stafafura og blágreni eru líka barrheldin,“ segir hún. Bæði í Garðheimum og Blóma- vali er fundið fyrir því að jólatrén eru keypt fyrr en áður. „Mér finnst vera meiri aukning í því að kaupa þau snemma en oft áður,“ segir Steinunn og segir skýringuna meðal annars þá að umræða hafi verið um að verslanir verði uppi skroppa með tré. Bjarni tekur undir það og segir fólk smeykt um að það verði lítið til þegar nálgast jólin. „Ég er hræddur um að það verði rýrt úrvalið síðustu vikuna fyrir jól.“ Þau segja bæði að það sé ekkert mál að geyma trén fram að jólum þannig að þau haldist falleg. „Það er ekkert vandamál. Það er bara að geyma þau úti í kuldanum og þá haldast þau fersk og fín,“ segir Bjarni. svanborg@frettabladid.is Jólatrén eru dýrari í ár FLESTIR VILJA JÓLATRÉ FYRIR JÓLIN Deildarstjórar hjá Garðheimum og í Blómavali telja báðir ólíklegt að keypt verði fleiri en eitt tré á heimili nú, líkt og var ekki óalgengt fyrir síðustu jól. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Reykvíkingar borga minnst fyrir rafmagn til heimilisnota samanborið við aðrar höfuðborgir Norðurlandanna. Dæmigert heimili í Reykjavík greiðir um 45 þúsund krónur á ári fyrir raforku. Dýrast er rafmagnið í Kaupmannahöfn þar sem dæmigert heimili greiðir um 216 þúsund krónur á ári fyrir rafmagns- notkun sína. Íbúar í Helsinki í Finnlandi koma næstir Reykvíkingum með 51 þúsund króna rafmagnsreikning á ársgrundvelli en sé miðað við gengi fyrir bankakreppu var raforkan ódýrust í Helsinki. Þá borgaði meðalheimilið í höfuðborg Finnlands 37 þúsund krónur fyrir rafmagnið. ■ Verð á rafmagni heimilanna: Rafmagn ódýrast á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.