Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 4. desember 2008 3 Á tískuvikunni í október var fjörutíu ára hönnunarafmælis Soniu Rykiel minnst. Af sama tilefni opnaði á dögunum sýning sem fer yfir árin fjörutíu í nytjalistasafninu, Musée des Arts décoratifs sem er rétt við Louvre-safnið. Sonia Rykiel sem er af fínum gyðingaættum og átti að verða „literer” dama, giftast og eiga börn, villtist fyrir tilviljun inn í tískuheiminn. Í heimsókn á vinnustað manns síns sem var í fataframleiðslu spurði hún hvort hægt væri að útbúa peysu eins og hún vildi fyrir sig. Soniu eins og svo mörgum öðrum konum fannst margt í þessum heimi ekki henta sér sérstaklega vel. Þess vegna fór hún að hanna fyrst fyrir aðra og opnaði svo sína fyrstu búð í maí 1968, í miðjum ólátunum í París. Hún skapaði sér strax nafn með prjónaefnum og seinna með öðrum efnum en nær alltaf mjúkum eins og jersey til dæmis sem varð ómissandi í fínum jogginggöllum á tíunda áratugn- um. Þægilegur klæðnaður sem hentaði vel konum af ýmsum stærðum og gerðum, „sport- chic” útlitið varð til. Rykiel aflaði prjónaefninu hvort sem er í peysum, pilsum eða kjólum viðurkenningar í tískuheiminum og í dag er ekkert tískuhús sem ekki blandar prjónaefnum saman við aðra tísku. Breiðar og litríkar rendur eru sömuleiðis einkennandi fyrir hönnun Rykiel og hafa fylgt henni áratugum saman. Rend- urnar voru og eru hennar vörumerki, eins auðþekkjanlegar og hjá Paul Smith. Þegar Sonia gekk með sitt fyrsta barn tók hún upp á því að hanna fyrir ófrískar konur, enn og aftur vegna þess að fatnaður- inn sem fyrir var á markaðnum hentaði að hennar mati ekki ófrískum konum. Þetta er lykilatriði hjá Rykiel, hún hefur alla tíð hannað fyrir konur það sem hún telur henta þeim og hefur oftar en ekki hitt naglann á höfuðið í stað þess að hanna það sem tískuheimurinn telur konum trú um að þær eigi að nota. Nokkuð sem fylgir tískuheimi sem aðallega er stjórnað af körlum sem framleiða föt meira eða minna hönnuð af körlum. Sonia Rykiel hefur alla tíð umgengist listamenn, rithöfunda og sálfræðinga sem oft hafa spurt hvað það eigi að þýða að hanna föt með götum eða að snúa saumunum út. Hún var reyndar langt á undan sinni samtíð með þessum tilraunum. Sumir segja reyndar að þannig nálgist Sonia Rykiel fagurbókmenntirnar sem henni voru ætlaðar ungri, hönnunin er hennar skrift. Eins og Svava Jakobsdóttir skrifaði í frægri grein þar sem hún talar um nauðsyn þess að velta við steinunum og skoða undir þá. Sonia Rykiel snýr við flíkunum og sýnir það sem er á hinni hliðinni, röngunni, þorir að kíkja undir steinana. bergb75@free.fr Landnámskona drottning prjónaefnisins ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Súkkulaði getur tekið á sig ólíklegustu myndir og kom það bersýnilega í ljós á nýafstaðinni „Salon du Chocolat “-sýningu í Moskvu. Súkkulaði-korselett og -sjóræn- ingjahattur voru á meðal þess sem virða mátti fyrir sér á „Salon Du Chocolat“ tískusýningunni sem haldin var í Moskvu í lok október. Um er að ræða þriðju „Salon du Chocolat“ sýninguna þar í borg en á henni sýna súkkulaðiframleið- endur, í samstarfi við fatahönnuði, vörur sínar í nýju og óvenjulegu ljósi. Samnefndar sýningar fara árlega fram í París, New York, Tokyo og Peking en fyrsta sýning- in fór fram í París fyrir fjórtán árum. Á sýningunum hefur í ár meðal annars gefið að líta súkk- u laðikjóla-stígvél og -hatta svo dæmi séu tekin. - ve Gómsætar flíkur Korselett sem má borða eru ekki á hverju strái. NORDICPHOTOS/AFP Laugaveg 54, sími: 552 5201 KRINGLAN SMÁRALIND LAUGAVEGUR FIMMTUDAGS TILBOÐ 46943 00101 Lir: Svart Stærðir: 36 - 42 Catch Costa Rica 26.995 19.995 44344 54980 Lir: Svart Stærðir: 41 - 47 Downtown 14.995 11.995 11933 51707 Lir: Svart, hví Stærðir: 36 - 42 Winter Z. 20.990 15.995 Gærufóðraðir 68044 50347 Lir: Svart Stærðir: 41 - 47 Xpedition 26.990 19.995 Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.