Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 34
JÓLAGARDÍNURNAR er ágætt að fara að taka fram ef þær eru ekki enn komnar upp. Gard- ínurnar þarf líklega að þvo og strauja og þar sem styttist í jólin er ekki gott að draga það of lengi. Eldvarnarvikan er nýafstaðin en meðan á henni stóð fræddu slökkvi- liðsmenn grunnskólabörn víðs vegar um land um eldvarnir. Í tengslum við átakið var könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Bruna- málastofnun kynnt en hún gefur til kynna að eldvörnum sé áfátt á mörgum íslenskum heimilum. Á um fimm prósent heimila eru til að mynda engir reykskynjarar og á um 30 prósentum heimila einungis einn, að því er fram kemur á heima- síðu Eldvarnarmiðstöðvarinnar. Fyrir jól og áramót er yfirleitt reynt að minna á eldvarnir þar sem meira er um kerta- og eldn- otkun en ella og segir Reynir Ein- arsson, sölumaður hjá Eldvarnar- miðstöðinni, áminninguna alltaf eiga jafn mikið erindi. Hann tók að sér fara yfir helstu atriðin sem hafa þarf í huga. „Mikilvægast er að sjá til þess að reykskynjarar séu sem víðast og skipta um batterí í þeim einu sinni á ári. Góð regla er að gera það alltaf fyrir jól. Þá þarf að láta yfirfara slökkvitæki með þriggja ára millibili en algengustu slökkvi- tækin til heimilisnota eru duft- og léttvatnstæki. Dufttækin eru öfl- ugri en sumir setja fyrir sig þann ókost að fíngert duftið úr þeim smýgur inn mjög víða. Í léttvatns- tækjunum er vatn með viðbótar- efni sem myndar filmu yfir eld og glóð og lokar súrefnisflæðinu að eldinum. Það sóðar ekki eins mikið út og er því hnitmiðaðra ef svo má á orði komast.“ Reynir leggur til að fólk noti tækifærið og prófi slökkvitækin, og þá sérstaklega léttvatnstækin, þegar kominn er tími til að yfir- fara þau til að fá tilfinningu fyrir því hvernig þau virka. Hann mælir þó ekki með því að fólk kveiki eld heldur prófi til dæmis að sprauta í fötu eða á opnu útisvæði. Eldvarn- armiðstöðin býður svo bæði upp á áfyllingu og eftirlit með duft- og léttvatnstækjum. Fyrir utan reykskynjara og slökkvitæki segir Reynir gott að eiga eldvarnarteppi sem auðvelt er að grípa til. Hann hvetur svo fólk til að hafa sérstaka gát á kertaskreytingum og að sjá til þess að börn séu ekki í námunda við logandi eld án eftirlits. Hann segir einnig mikilvægt að passa upp á jólaseríur og að ekki borgi sig að nota þær í mörg ár í röð. „Perurnar eru ekki gerðar til að loga allt árið um kring og þarf að passa að þær séu ekki í námunda við eldfim efni.“ vera@frettabladid.is Nú þarf að hafa varann á Hátíð ljóssins, með tilheyrandi eldnotkun, fer nú í hönd en þá er mikilvægt að sjá til þess að eldvarnir séu með besta mögulega móti. Misbrestur virðist þó vera á því á þó nokkrum heimilum. Reykskynjari þarf að vera sem víðast á heimilum og vinnustöðum og er einn á hvert heimili hvergi nærri nóg. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Swopper vinnustóllinn www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Heildsalar, verslunarmenn, framleiðendur og aðrir íslendingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.