Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 40
 4. DESEMBER 2008 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Meistarafélag kjötiðnaðar- manna í samstarfi við helstu kjötvinnslufyrirtæki á landinu standa í fyrsta sinn að sýn- ingunni Íslenskur jólamatur í Smáralindinni um helgina. „Almenningi gefst þarna tækifæri til að kynna sér það helsta sem í boði er í íslenskum jólamat. Búast má við ýmsum nýjungum þar sem stöðug vöruþróun er í gangi. Ég ætla þó ekki að ljóstra neinu upp. Þetta verður bara að koma í ljós,“ segir Kristján Guðmundur Kristj- ánsson kjötiðnaðarmeistari um sýninguna Íslenskur jólamatur sem haldin verður í Vetrargarðinum í Smáralindinni nú um helgina. Meistarafélag kjötiðnaðar- manna og nokkur af helstu kjötvinnslufyrirtækjum landsins standa að sýn- ingunni, sem hefur síð- ustu ár verið hluti af sýningunni Matur sem hefur verið haldin annað hvert ár. „Nú varð breyt- ing þar á þar sem matvælaiðn- aðurinn datt út og sýningin féll í kjölfarið niður,“ útskýrir Kristján. „Okkur fannst nauðsynlegt að gera eitthvað í staðinn og þá kom upp sú hugmynd að halda þessa sýningu.“ Að hans sögn verða kjöt- vinnslufyrirtæki eins og Esja kjöt- vinnsla, Fjallalamb, Ísfugl, Kaupfé- lag Skagfirðinga, Sláturfélag Suð- urlands og Ferskar kjötvörur með bása þar sem helstu afurðir verða til sýnis, svo sem hamborg- arahryggur, hangikjöt hátíð- arkjúklingur, kalkúnn og létt- reykt lambakjöt. Þá verður Ömmubakstur með það helsta sem tengist jólunum, laufa- brauð og fleira. „Við það má síðan bæta að að sýni- kennsla í úrbeinun hangi- kjöts verður á staðnum, en þeir kjötframleiðendur sem við höfum fengið til samstarfs við okkur gefa allt hráefni til þeirrar kynningar.“ Félagið og fyrirtækin ætla síðan að afhenda Mæðrastyrksnefnd úr- Góðverk og gæði í fyr í Vetrargarðinum um Kristján til vinstri ásamt þeim Kjartani Bragasyni, varaformanni Meistarafélags kjöt- iðnaðarmanna, og Halldóri Ragnarssyni, gjaldkera félagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Meistarafélag kjötiðnaðarmanna í samstarfi við nokkur af helstu kjötvinnslufyrirtækjum landsins sýna afurðir sínar á sýningunni Íslenskur jólamatur í Smáralindinni um helgina. Vínarterta þótti eitt fínasta bakkelsið sem borið var á veisluborð íslensku þjóðarinn- ar um aldamótin 1900 og skipar enn fastan sess hjá íslenskum húsmæðrum þegar baka á þjóð- legt góðgæti. Meðal Vestur-Ís- lendinga í Kanada er hún talin eitt þjóðlegasta kaffibrauð- ið þegar hugsað er til gamla heimsins, en tertan er gerð úr nokkrum lögum með sveskju- fyllingu milli laga. Vínarterta er einföld í gerð og skemmti- legur bakstur, sem hreyfir við þjóðarstolti á kaffiborðinu heima, þegar valið er íslenskt bakkelsi með kaffinu. Vínarterta 1 kg hveiti 500 g sykur 3 tsk. ger 500 g smjör 6 egg Blandið þurrefnum saman, myljið smjöri út í og vætið með eggjum og mjólk, ef með þarf. Hnoðið deigið vel og leyfið því að standa og jafna sig áður en því er skipt í fjóra hluta, sem hver og einn er flattur í stóra, ferkant- aða köku sem lögð er ofan á bökunar- pappír á plötu. Bakið þar til kökurnar eru ljósar og setjið sultuna á þær heit- ar. Athugið að hvolfa fyrstu kökunni áður en sultan er sett á hana. - þlg Hreyfir við þjóðarstolti Gómsæt vínarterta hefur um aldir verið meðal eftirlætisbakkelsis íslensku þjóðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ● SMÁKÖKURNAR SMAKKAST EINS OG HJÁ ÖMMU Kexsmiðjan á Akureyri léttir undir við jólabaksturinn á heimilunum en verksmiðjan framleiðir smákökur eins og mamma og amma bökuðu þær. „Okkar aðalsmerki hefur verið að baka smákök- urnar eins og þær séu gerðar heima,“ segir Ingólfur H. Gíslason, framleiðslustjóri Kexsmiðjunnar á Akureyri. „Við notum engin rotvarnarefni í baksturinn og allt hráefni sem við notum er hægt að finna í eldhússkápnum heima. Við viljum gera þetta eins heimilislegt og hægt er og að jólaframleiðslan okkar sé eitthvað sem flestir geta tengt við minningar úr æsku. Við bökum til dæmis kökur sem heita Dísudraumur með smjörkremi á milli, svo erum við einnig með blúndukökur og hálfmána.“ Kexsmiðjan hefur starfað á Akureyri í tólf ár og bætt jafnt og þétt við framleiðsluna og bakar nú alls tólf smákökutegundir fyrir jólin. „Við komum reglulega fram með nýj- ungar og okkar markmið er að létta húsmæðrunum streðið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.