Tíminn - 18.03.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.03.1982, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 18. mars 1982. OG VARAHLUTIR Hagstætt verð é DÍESELVÉLAR Perkins fréttir Hvernig notar fólk lífeyrissjóðslánin? YFIR 70% VEGNA ÚT- VEGUNAR A HdSNÆÐI samkvæmt könnun Lífeyrissjóðs verslunarmanna ■ Lán þau er fólk tekur hjá lif- eyrissjóðunum virðast að lang- samlega mestu leyti tekin vegna húsnæðiskostnaðar í einu eða öðru formi samkvæmt könnun — nafnlausri krossakönnun — er Lifeyrissjóður verslunarmanna hefur gert meðal lántakenda sinna að undanförnu. Samkvæmt svörum þeirra tók helmingur lántaka lánin vegna kaupa á eldra húsnæði, 21% vegna nýbygginga, 13% til viðhalds eldri fasteigna, 7% til skuldbreytinga, 6% til annars, þó mestu tengt húsnæði og 4% vegna bilakaupa. Af lántakendum kváðust 79% taka lánin til eigin nota, 10% fyrir börn sin og önnur 11% svöruöu ekki þessari spurn- ingu. Af lántakendum voru 40% á aldrinum 18-29 ára, 29% voru 30- 39 ára, 14% voru 40-49 ára og að- eins 11% yfir 50 ára. 6% svöruðu ekki. Meirihluti lánanna eða 57% voru undir 100.000 krónum, 31% á bilinu 100-150.000 og 9% yfir 150.000 krónur. Spurðir hvort lán- takendur sjálfir eða maki þeirra fengju jafnframt önnur lán gáfu 71% ekki svar, en 20% kváðust fá lán frá Húsnæðisstofnun, 3% frá öðrum lífeyrissjóðum og önnur 3% bankalán. Að sögn Péturs Blöndal fram- kvæmdastj. L.V. hefur eítirspurn eftir lánum verið gifurleg að und- anförnu. Frá þvi i ágúst á siðasta hausti kvað hann um tvöfalt til þrefalt fleiri lánsumsóknir hafa borist en á sama tima ári áður. Nú sé svo komið að biðtimi eftir lánum sé orðinn um 10 mánuðir. Hér áður hafi oftast verið hægt að afgreiða lánin með mjög stuttum fyrirvara, mánuði eða svo. Þetta hafi jafnframt valdið þvi að ekki hafi verið unnt að hækka lánsupp- hæðina frá miðju siðasta ári þannig að i raun hafi þær farið lækkandi. —HEI Suðurlandsbraut 32 - Sími 86500 Reykjavík SUNN- LENDINGAR Fjölbreytt úrval Ýsa — Ýsuflök — Lúða — Gellur — Kinnar_ Hrogn og lifur ofi. ofl. Tökum fisk í reyk Fiskbúð Glettings Gagnheiöi 5, Selfossi i|f ÚTBOÐ Tilboð óskast i að selja hráefni til framleiðslu á muldum ofaniburði fyrir Grjótmulningsstöð Reykjavikurborgar. Tilboöin verða afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3, Reykjavik. Tilboðin verða opnuð á sama stað mánudaginn 29. mars n.k. kl. 14 e.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Ford D 800 árg. 1966 til sölu ýmsir varahlutir úr Ford D 800 árg. 1966 s.s. mótor girkassi, drif, dregari, stýrishús og fleira. Upplýsingar gefur Hallgrimur Gislason Þórshamri Akureyri. Simi 96-2270 . ÁRS ABYKGÐ Myndsegulbönd Sjónvörp - Loftnet \ i«\t*«*rftir nvla^nir Kainnlillin^ uppsittning l*u hrin^ir N rlia'fir íagim*nn v«*ila ám ábyrgft á alla vinnu 1 .ilHjAnvarf»«)>jonu«lan - Sími Z4474 - 404A7 - |4-2Z) ■ Það er mikið um að vera i Flensborgarskóla þessa dagana, en þar er nú haldin menningarvika i til- efni 100 ára afmælis skólans. Ekki ber á öðru en nemendur skemmtisér hiðbesta. Tímamynd: Róbert Snjókapp- reiðar Fáks Baráttan gegn fíkniefnavandamálinu: Norrænt samstarf eflt ■ „Helstu umræöuefnin á fundinum voru ástand fikniefna- mála á Norðurlöndum, eftirlit með dreifingu þeirra, viðhorf til kannabisefna og meðferð fikni- efnasjúklinga”, sagði Hjalti Sóphóniasson, deildarstjóri i dómsmálaráðuneytinu en hann vareinn þeirra sem sat sameigin- legan fund dómsmála- og félags- málaráðherra á Noröurlöndum um fikniefnavandamálið. Fundurinn var haldinn 19. febrú- ar s.l. i Stokkhólmi. ,,A fundinum var ákveðiö að efla enn samstarf Norðurlanda i baráttunni gegn fikniefnavanda- málinu og stefna að þvi aö gera Norðurlönd aö fikniefnalausu svæöi. Það var ákveðið að gerður yrði tölfræðilegur samanburður á flkniefnavandamálinu i hinum einstöku löndum, til þess aö unnt verði að gera samanburö á þróun flkniefnaneyslu og afbrotastarf- semi sem henni tengist. Þá eri undirbúningi að lögregla og tollyfirvöld kanni eftir hvaða leiðum fikniefni berast til Noröurlanda og hvernig er aö dreifingu þeirra staðið. Að auki var ákveðið að stofna til nám- skeiðs fyrir lögreglu og tollverði til þess að efla samvinnuna enn frekar. Ráðherrarnir sem sátu fundinn létu i ljós áhyggjur yfir þeirri fölsku mynd sem reynt er aö læða inn hjá almenningi að kannabis sé hættulaust. Þvi þvert á móti hafa rannsóknir sýnt aö kannabis er mjög skaðlegt”, sagði Hjalti. Emfremur sagöi hann að nokk- uð hefði verið deilt á Dani fyrir að herða ekki tökin varöandi Kristanfu i Danmörku og héldu Norömenn og Sviar þvi fram að hún væri dreifingarmiðstöö fikni- efna á Noröurlöndum. —Sjó ■ Fákur efndi til snjókappreiða á vellinum i Viðidal sl. sunnudag. Urðu úrslit þessi: í fyrsta sæti i töltinu varð Sigurður Mariusson á Sóta, annar varð Sveinn Hjörleifsson á Funa og þriðji Sigurbjörn Bárðarson á Bjarma i fjórða sæti Sesselja Clausen á Dofra og i fimmta sæti Erling Sigurðsson á Hannibal. 1 150 metra skeiði á sjö vetra hestum og yngri urðu úrslit þessi: t fyrsta sæti varð Sigurbjörn Bárðarson á Berki 15.4, i öðru sæti varð Gunnar Amarson á Freistingu á 16.4 i þriðja sæti Sigurbjörn Bárðarson á Bjarka á 16.7 Úrslit i 150 metra skeiði hjá 8 vetra hestum og eldri uröu: í fyrsta sæti varð Trausti Þór Guðmundsson á Gammi á 15.8, i öðru sæti varð Erling Sigurðsson á Vafa á 16.00 og I þriðja sæti Kristbjörg Eyvindsdóttir á Hrannari á 16.3.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.