Tíminn - 18.03.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 18.03.1982, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 18. mars 1982. 13 Iþróttir óli Ben. United tapaði ■ Tveir leikir íóru fram i gærkvöldi i 1. deildinni ensku og þar urðu heldur betur ó- vænt úrslit. Manchester United tapaði á Old Trafford fyrir Coventry 0-1. Þá léku einnig Nottingham Forest og Ipswich á heimavelli Forest og lauk þeim leik með jafntefli röp-. Óli Ben gerði 30. markið fyrir Þrótt þegar Þróttur malaði lélega Valsmenn 30:18 í gærkvöldi mjög móralskur sigur fyrir Þróttara fyrir leikina gegn Tacca um helgina ■ ..Það stendur skýrum stöfum i reglum að klára skuli hvert kast. t þessu tilfelli dæmdum viö auka- kast og það varð að sjálfsögðu að klára,” sagði Karl Jóhannsson handknattleiksdómari eftir leik Þróttar og Vals i Laugardalshöll- inni i gærkvöldi. Þróttur sigraði i leiknum með miklum vfirburðum 30:18 eftir að staðan i leikhléi haföi verið 15:7 Þrótti i vil. Miklar umræður uröu um síöasta mark Þróttar i gærkvöldi. Þegar ein sekúnda var eftir af leiknum var dæmt aukakast á Valsmenn við vitateig Þróttar. Ólafur Benediktsson markvöröur var fljótur að átta sig og sendi knöttinn yfir allan völlinn og i mark Vals. Valsmenn mótmæltu ákaft en dómararnir dæmdu markið gilt. Lokatölur urðu þvi 30:18 Þrótti i vil. Leikurinn fór rólega af stað. Jafnt var á öllum tölum upp að 5 en þá tóku Þróttarar mikinn kipp og skoruðu þeir fimm mörk i röð á aðeins þremur minútum og staðan breyttist i 9:4, enn siöar i 12:7 og i leikhléi var staöan 15:7 eins og áður sagöi. Sami munur hélst allt fram i miðjan siðari hálfleik eöa þar til staðan varð 21:11 Þrótti i vil aö Valsmenn skoruöu fimm mörk i röð og breyttu stöðunni i 21:16. Þá voru um 9 minútur til leiksloka. A þessum siðustu 9 minútum skor- uðu Valsmenn aðeins tvö mörk en Þróttarar niu og lokatölur urðu þvi 30:18. Leikur Þróttara var á köflum mjög góður. Markvarsla ólafs Benediktssonar var mjög góö þegar á heildina er litiö og punkt- inn setti hann yfir i-ið þegar hann skoraði siðasta mark leiksins. I vörninni var Ólafur H. Jónsson að venju góöur og þaö sama er raunar hægt aö segja um flesta aðra leikmenn liðsins. t sókninni voru þeir félagar Páll Ólafsson og Sigurður Sveinsson friskir, skor- uðu saman 18 af 30 mörkum liös- ins. Sigurður skoraði 10 mörk en Páll 8. Sigurður skoraöi tvö af sinum mörkum úr vitum og eitt beint úr aukakasti. Aörir leik- menn Þróttara sem komu vel frá leiknum voru þeir Lárus Lárus- son, Jens Jensson og Gunnar Gunnarsson en i heild átti liðiö góðan leik og eitt er vist aö þessi leikur er mjög móralskur sigur fyrir leikina gegn Itölunum i ??Hafa sýnt áhuga” ■ ,,Þeir hafa sýnt mikinn áhuga á að gera við mig samning en það hnfur ekkert verið ákveðið ennþá i þeim efnum. Reinke sem hefur séð um mál okkar Lárusar er nú að ganga frá samningum fyrir hann og Reinke sagöi við mig aö hann myndi koma hingað fljót- lega og þá ætti þetta að skýrast”, sagði Sævar Jónsson landsliðs- maður I knattspyrnu sem leikur með CS Brugge i Belgiu i samtali við Timann. Sævar sagði að CS Brugge væri nú i fjórða neðsta sæti i belgisku 1. deildinni og væri þvi óvist hvort liðið félli niður i 2. deild en sjálfur sagðist hann ekki hafa trú á þvi þar sem liðið væri betra en nokk- ur sem væru rétt fyrir ofan þau i deildinni. Sævar hefur undanfarið verið fastamaður i liðinu en hann mun ekki leika með þeim næsta leik þar sem hann verður i eins leiks banni — hefur þrivegis fengið að lita svörtu bók dómarans. Evrópumótin í knattspyrnu: Liverpool er úr leik — Töpuðu 2:0 eftir framlengdan leik fyrir CSKA Sofia - Real Madrid fékk skell og þrír reknir af velli rop- ■ Evrópumeistarar Liverpool voru I gærkvöldi slegnir út úr Evrópu keppni meistaraliða af búlgarska félaginu CSKA Sofia. Búlgarska félagið sigraði 2—0 eftir framlengdan leik. En þrátt fyrir það að Liverpool er fallið úr keppninni eiga Englendingar enn möguleika á að halda bikarnum i sinu heimalandi, þvi Aston Villa gerði sér litið fyrir og sigraði Dvnamo Kiev 2—0, og eru þeir komnir i undanúrslit. Pétur Pétursson kom inn á i seinni hálfleik i leik Anderiecht og Red Star lrá Júgóslaviu. Anderlecht sigraði i leiknum 2—1 þrátt fyrir að þeir létu júgóslav- neska markvörðinn gripa frá sér vitaspyrnu. Pétur Pétursson var ekki á meðal markaskorara i leiknum. Þá gerðu Bayern Munchen og Craiova jafntefli 1—1 og kemst Bayern áfram. Þrátt fyrir að Tottenham hafi tapað i gærkvöldi 2—1 íyrir Ein- tracht Frankfurt þá er Totten- ham komið i úndanúrslit þvi þaö - vann fyrri leikinn 2—0. Barcelona tapaði einnig i Evrópukeppni bkarhafa i gaérkvöldi 1—2 iyri Lokomotiv Leipzic, en kemst samt áfram unnu 3—0 i Þýska- landi. En aðal leikurinn var samt i UEFA keppninni en þar gerði Kaiserslautern sér litið lyrir og sigraði Iieal Madrid 5—0 og er spánska liðið þar með úr leik. Kaiserslautern var heppiö með að leikurinn skyldi lara fram i Þýskalandi þvi hvorki fleirum né færrum en þremur leikmönnum Madrid var visað al leikvelli, þar á meðal blökkumanninum Laurie Cunningham. Gautaborg sigraöi spánska félagið Valencia 2—0 i Gautaborg i gærkvöldi i sömu keppni og komst Gautaborg áfram þvi íyrri leiknum á Spáni lauk með jafntefli. Algjör metað- sókn var I Gautaborg. 50 þúsund áhorfendur sáu leikinn og ekki þarf að taka það fram aö það er metaðsókn i Sviþjóð. röp-. Evrópukeppninni um næstu helg- ina. Greinilegt var á leik liðsins i gær að allt er að smella saman aftur eftir nokkra lægö leik- manna. Alveg er þaö stórfurðulegt að liö eins og Valur með allan þann mannskap sem þeir hafa skuli ekki geta gert betur en raun ber vitni. Liöið var hvorki fugl né fiskur i gærkvöldi og ekki einn einasti leikmaöur sem lék af viti. Helst aö þeir Geir Sveinsson og Theódór Guðfinnsson sýndu sitt rétta andlit. Aðrir leikmenn sem byrjendur. Þaö er eitthvaö meira en litið aö hjá Hliöarendaliöinu og varla hægt aö segja að leikur liös- ins hafi batnaö eftir að Sovét- maðurinn hætti aö þjálfa liðið. En Valsmenn geta gert mun betur og eiga örugglea eftir aö gera þaö áöur en yfir lýkur. Mörk Þróttar: Siguröur Sveinsson 10, Páll ólafsson 8, Lárus Lárusson 4, Jens Jensson 3, Gunnar Gunnarsson 3, ólafur H. Jónsson og ólafur Benediktsson eitt mark hver. Mörk Vals: Theódór Guðfinns- son 5, Þorbjörn Guömundsson 3, Brynjar Haröarson 3 (2v), Gunnar Lúðviksson 4, Þorbjörn Jensson 2 og Jón Pétur Jónsson eitt mark. Leikinn dæmdu þeir Björn Kristjánsson og Karl Jóhannsson og dæmdu þeir ágætlega. SK/RÖP. Staöan á islandsmótinu 1. dcild karla er nú þannig: Vikingur ... 13 11 0 2 299 FH.........13 10 I Þróttur....14 10 0 KR.........13 8 1 Valur .....14 IIK........13 Frarn .....13 KA.........13 2 323 4 315 4 281 8 281 2 1 10 236 2 1 10 258 2 0 11 242 6 0 ■224 22 •295 21 280 20 271 17 284 12 266 5 313 5 302 4 „Veltur allt á varnarleiknum ’ ’ — segir Þorsteinn Bjarnason ÍBK en þeir leika vid Fram í undanúrslitum bikarkeppni KKÍ í kvöld ■ ,,Við ætlum að gera okkar besta I leiknum og ef okkur tekst aö ná upp jafn góöum leik og þegar viö slógum Val úr keppn- inni þá er ég viss um að viö vinn- um Framarana” sagði Þorsteinn Bjarnason leikmaður með Kefla- vík I körfuknattleik. Keflavik og Fram leika i kvöld i undanúrslitum Bikarkeppni KKl og verður leikurinn i iþróttahús- inu í Keflavik og hefst kl. 20. Mikil eftirvænting rikir á þeim vig- stöðvum eftir leiknum enda ekki á hverjum degi sem Keflvikingar eiga möguleika á að komast i úr- slit keppninnar. Það lélag sem sigrar i leiknum i kvöld mætir siðan KR-ingum i úrslitaleiknum. „Ég tel að þaö lið sem nær betri varnarleik í kvöld, vinni leikinn. Það veltur allt á varnar- leiknum og fráköstunum. Við höfum leikið þrjá æfinga- leikiviðFram og unnið þá alla, en það er nú samt ekki alveg mæii- kvarði á muninn á liðunum. Þá hefur heimavöllurinn mikið aö segjaog viö njótum að þessu sinni góðs af þvi. Ég get alveg lofað þvi að það verður tekið á Frömurun- um og við munum hafa góðar gætur á þeim ölium sérstaklega Brazy ogSimoni, við ætlum okkur ekkert annað en sigur”. röp-. 1X21X21X2 27. leikvika — leikir 13. mars 1982 Vinningsröö: 111—lXX—2X1 —112 1. VINNINGUR: 12 réttir —kr. 81.925.- 1495(1/11) 42813(6/11) 2. VINNINGUR: 11 réttir — kr. 1.847.- 3840 801715755 36347 66680 79722 (26. vika) 4298 8931 16681 36374 70286 82296+ 42246 6560+ 9030 19381+ 39114+ 75243+ 85713+ 7048 13042 19779 40622 75973 87043 7143 13372 20013 40716 77222 88272 Kæruírestur er til 5. april kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöö fást hjá umboðsmönnum og á aðalskrifstofunni i Reykjavik. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhaíar nafnlausra seðla (+) verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang lil Getrauna íyrir lok kærufrests. GETRAUNIR — íþróttamiöstöðinni — REYKJAVtK Úrval af Úrum Magnús Ásmundsson Úra- og skartgripaverslun Ingólfsstræti 3 Úraviðgerðir. — Póstsendum Simi 17884.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.