Tíminn - 19.03.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.03.1982, Blaðsíða 3
Föstudagur 19. mars 1982 3 fréttir Staðsetning steinullarverksmiðjunnar: HJÖRLEIFUR LEGGIIR TIL SAUUARKRÖK „Kannski betra fyrir hann að halda áfram að sofa”, segir Eggert Haukdal ■ „Tillagan felur í sér aö rikis- stjórnin er reiöubúin aö taka þátt i byggingu steinullarverksmiðju, meö Steinullarfélaginu á Sauöár- króki á grundvelli gildandi laga,” sagði Hjörleifur Guttormsson, iönaðarráðherra, i samtali viö Timann i gær. En hann lagði til á rikisstjórnarfundi i gærmorgun aösteinullarverksmiöja yröi reist á Sauöárkróki. — NU eru þingmenn af Suöur- landi búnir aö flytja þingsálykt- unartillögu um aö steinullarverk- smiöja veröi byggö i Þorláks- höfn? „Ég stýri þvi ekki hvaö þing- menn flytja. Þeir geta flutt hvaö sem er inná Alþingi,” sagöi iön- aöarráöherra. „En lögin um steinullarverksmiðju heimila rik- isstjórninni að taka þátt i hlutafé lagi um steinullarframleiðslu og þaö er á grundvelli þeirra laga sem rikisstjórnin fjallar um mál- iö. En á rikisstjórnarfundinum i morgun var ekki gengið endan- lega frá þessu máli og ég býst við aö þaö veröi enn tekiö upp á næsta fundi,” sagöi Hjörleifur. — Attu von á aö rikisstjórnin sé einhuga i þessu máli? „Það hefur nú ekki reynt á þaö, en ég á von á góðum stuöningi,” sagöi hann. „Hjörleifur hefur nú veriö að nudda i þessu lengi,” sagöi Egg- ert Haukdal, alþingismaöur þeg- ar hann frétti af tillögu Hjörleifs varöandi steinullarverksmiöj- una. „Annars hefur Hjörleifur nóg aö slástum þessa dagana þótt hann geymi nú þetta aðeins i bili,” hélt Eggert áfram. — Hættir þú stuðningi viö rikis- stjórnina ef tillaga Hjörleifs nær fram að ganga? „Sko, þaö er komin fram tillaga i þinginu frá öllum sunnlenskum þingmönnum um að steinullar- verksmiðjan risi i Þorlákshöfn. Sú tillaga veröur náttúrlega rædd von bráöar og fer siöan til nefnd- ar og þaö er undarlegt ef rikis- stjörnin ætlar á meöan aö af- greiöa þetta mal. Þetta mál er allt hiö einkennilegasta, þvi þaö hefur lengi legiö fyrir að það er mikiö hagkvæmara aö hafa verk- smiðjuna hér fyrir sunnan og eftir þvi á nú aö fara. Þaö er a.m.k. min skoöun. Annars er þaö utaf fyrir sig merkilegt að Hjörleifur mannar sig upp i ákvaröanatöku. En verst er aö þegar ákvörðunin kemur loks þá er hún kolvitlaus. Þaö væri kannski betra fyrir hann að halda áfram aö sofa,” sagöi Egg- ert. — Stuðningur þinn viö rikis- stjórnina? „Viö skoðum þaö bara þegar þetta mál veröur til lykta leitt,” sagði Eggert. „Framsóknarflokkurinn er bú- inn að taka afstööu i þessu máli og hann mælir meö þvi aö stein- ullarverksmiöjan veröi byggö á Sauöárkróki,” sagöi Steingrimur Hermannsson sjávarútvegsráð- herra, i samtali viö Timann. — Er ekki eining um þetta mál i flokknum? „Nei, þaö er ekki eining um þaö, en þaö er mikill meirihluti hans sem mælir meö þvi aö verk- smiöjan risi fyrir norðan,” sagöi Steingrfmur. „Ég er ánægður með þessa ákvöröun Hjörleifs,” sagði Stefán Guömundsson, alþingismaöur og stjornarmaöur I Steinullarfélag- inu á Sauöárkróki. — Attu von á þvi aö þingsálykt- unartillag sunnanmanna breyti einhverju um staöarvalið? „Nei. Ég á ekki von á þvi,” sagöi Stefán t tillögu iönaöarráðherra sem lögö var fyrir rikisstjórnina i gærmorgun er lagt til aö Jarð- efnaiönaöi h/f veröi endurgreidd- ur allur sannanlega útlagður kostnaöur vegna undirbúnings að stofnun steinullarverksmiðju i Þorlákshöfn, allt aö 600 þús. krón- ur, enda veröi það fé notaö til aö koma sem fyrst á fót nýju iön - fyrirtæki á vegum félagsins. — Sjó. Mótmæli þingmanna Suðurlands ■ Þingmenn Suðurlands mót- mæla eindregið tillögu um stein- ullarverksmiðju sem Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarra’ðherra, lagði fyrir rikisstjórnina i gær- morgun. Þingmennirnir segja að I tillögunni sé „sannleikanum augljóslega hagrætt” og benda i þvi sambandi á skýrslu nefndar- innar sem um þetta fjallaði. ,,... nefndin álitur að rétt sé að velja minni verksmiðju (þ.e.a.s. með 8 þús. tonna hámarksafköstum) en hagnýta útflutningsmöguleika eftir föngum...” „Ennfremur segir i tillögum nefndarinnar,” segja þingmenn- irnir, „að hreint hagkvæmnimat gæti bent til staðsetningar á Reykjavikursvæðinu, þar næst Þorlákshöfn, en sist Sauðárkróks. Munurinn er þó óverulegur, sér- staklega ef miðað er við inn- lendan markað einvörðungu. Flutningaöryggi og hagræöi við afgreiðslur, sérstaklega út- flutning gæti þó bent á sömu röð.” Þá segja þingmennirnir: „Að fá það út, að flutningskostnaðar- munur viö dreifingu steinullar á innlendan markað sé óverulegur hlýtur að flokkast undir reikningsleg kraftaverk, þegar umfang þessara flutninga er haft i huga og 70% innanlandsmark- aðarins er á Stór-Reykjavikur- svæöinu. Þrátt fyrir niðurboð Rikisskips veröur flutnings- kostnaður frá Þorlákshöfn rúm- lega 20% lægri en frá verksmiðju á Sauðárkróki. Samt sem áður viröist ekki tekið tillit til þessa mismunar og staðirnir lagðir að jöfnu. Það er þvi staðreynd að arösemi verksmiðju á Sauðár- króki byggist nær eingöngu á niðurboði Rikisskips I flutninga, tilboði sem þeir þó hafa allan fyrirvara um, svo sem að þeir fái þrjúný skip, bætta hafnaraðstööu o.s.frv., eða eins og segir orðrétt i bréfi Rikisskips frá 18/1 ’82, ,,að á þessu stigi getur útgerðin þó ekki skuldbundið sig að þessu leyti vegna óvissu um aðra flutninga og vegna þess að stjórnvöld hafa ekki mótað stefnu útgerðarinnar svo langt fram i timann.” —Sjó. ■ Sjómannsstarfið er oft kuldalegt, en ekki má gleyma þvi að þeir menn sem vinna aö járnsmiöum, breytingum og viögeröum um borö frá hinum ýmsu vélsmiöjum i landi, veröa oft aö vinna verk i nist- ingsgaddi viö erfiöar aöstæöur. (Timamynd Ella). Tekur þingið fram fyrir hendur á ríkisstjórninni? ■ Þingmenn Suðurlandskjör- dæmis hafa lagt lram á Alþingi þingsályktunartillögu um stein- ullarverksmiðju i Þorlákshöfn, sem er þannigí „Alþingi ályktar að fela rikisstjórninni að ganga nú þegar til samninga við Jarð- efnaiðnað hf um byggingu stein- ullarverksmiðju i Þorlákshöfn á grundvelli laga nr. 61. 1981.” Flutningsmenn eru Jón Helga- son, Steinþór Gestsson, Böðvar Bragason, Garðar Sigurðsson, Magnús H. Magnússon, Siggeir Björnsson, og Guðmundur Karls- son. Itarleg greinargerð fylgir til- lögunni um hagkvæmni þess að reisa verksmiðjuna i Þorláks- höfn, sem byggir bæði á erlendum og innlendum markaði. Iðnaðar- ráðuneytið skipaði nefnd til að kanna forsendu staðarvals fyrir steinullarverksmiðju á Islandi og átti að bera saman hagkvæmni verksmiðju á Sauðárkróki, sem reist yrði i samvinnu við Stein- ullarfélagið hf., og verksmiðju i Þorlákshöfn sem reistyrði i sam- vinnu við Jarðefnaiðnað hf. 1 greinargerðinni segir að nefndin hafi komist að þeirri niðurstööu að hagkvæmast sé að reisa verksmiðju sem byggir bæði á innlendum og erlendum markaði. „Eftir að lögin höfðu verið samþykkt óskaði iðnaðarráðu- neytið eftir þvi við áhugaaðila, að þeir gerðu frekari grein fyrir áætlunum sinum i sambandi við framkvæmdir, og fól þeim Herði Jónssyni og Vilhjálmi Lúðviks- syni, sem verið höfðu i staðar- valsnefndinni aö athuga málið. Þeir skiluðu lokaniðurstöðum sinum til iðnaðarráðherra með greinargerð, dagsettri 17. des. s.l. Þar komast þeir að þeirri niður- stöðu, að eina framleiðslutæknin, sem til greina kemur, sé sú sem Jarðefnaiðnaður hf. hafði byggt á I samstarfi við fyrirtækin Jungers og Elkem. Steinullarfélagið hf. hafði hins vegar verið i samstarfi viö franska fyrirtækið St. Gobain, en igreinargerðinni 17. des. fullyrða þeir Hörður og Vilhjálmur að framleiðslutækni St. Gobain, sem Steinullarfélagið hf. byggði tillög- ur sinar á um framleiðslu fyrir innlendan markað, virðist nú ekki lengur raunhæf við hérlendar að- stæður. Steinullarfélagið hf. mun áður hafa haft samband við Elkem og Jungers, en þá komist að þeirri niðurstöðu, að þeim virt- ist það ekki álitlegt, þvK að i skýrslu, sem félagið sendi frá sér á s.l. sumri, segja þeir, að sú tækni sé lélegri og dýrari og þvi vandséö ástæða að taka hana upp.” O.ó. Vörubílar til sölu Úrval notaðra vörubíla og tækja á söluskrá: Man 15240 árg. '78 meö fram- drifi og bdkka. Chevrolet Subrubon '76 11 manna með 6 cfl. Bedford dieselvél. Benz 1513 '73 Benz 1519 '70 Framdr. og krani. Benz 1413 '70 Scania 111 '77 Scania 110 '75 Scania 110 Super '74, framb. Scania 85 S '71 Volvo F89 '72 Volvo N725 '77 Volvo N-10 '77 5tonna sturtuvagn á traktor. Vantar eldri traktora á sölu- skrá. Gröfur, loftpressur, bilkrana o.fl. Upplýsingar í sima: 13039. k Bilasala*Bila leiga. L3630 19514. FERMINGARGJAFIR n IL- ■ k / Æ BIBLÍAN OG Sálmabókin Fást í bókaverslunum og hjá kristilegu félögunum. HIÐ ÍSL.BIBLÍUFÉLAG <£uðbrnnttésitofu Hallgrímskirkja Reykjavík simi 17805 opið 3-5 e.h. Ráðskona óskast i sveit á Suðurlandi. Upplýsingar i sima 91-32235 eftir kl. 16 næstu daga. BEINN I BAKI - BELTIÐ SPENNT ||UMFERÐAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.