Tíminn - 19.03.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.03.1982, Blaðsíða 9
Föstudagur 19. mars 1982 ' Guðjónsson, kennara i mennta- skóla (Þjóðv. 16. febr. ’82) þar sem hann kemst svo að orði: Það er eitthvað alvarlegt sem gerist i skólakerfi okkar i efstu bekkjum grunnskólans. Krakkarnir byrja yfirleitt full áhuga og bjartsýni i grunnskólanum, en þegar þau út- skrifast má segja að þau skyrpi á skólann sinn og þegar þau koma til okkar er raunverulegur áhugi á námi vart merkjanlegur. Ég er þeirrar skoðunar, að samræmdu prófin eigi stóran þátt i að drepa niður námsáhugann.” Hvað er að? Þetta segja þeir sem taka við nemendum úr grunnskólanum, sem hefur það yfirlýsta markmið ,,að haga störfum sinum i sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins: „Hér er eitthvað að. Hér er mikið að. En hvað er að? Éger alveg sammála Hafþóri i að samræmdu grunnskólaprófin eiga sinn þátt og þau móta starf grunnskólans alltof mikið og þvi meira sem ofar dregur. Það ætti hreinlega að leggja þau niður, eins og landsprófin forðum. Þau virðast torvelda mjög að mark- miðum námsuppeldis sé náð, þ.e. að fá börnin til að hugsa. Galli okkar skóla, vesturlandabúa, er að börnum er kennt að hlýða og meðtaka gagnrýnislaust, en hugsa sem minnst sjálfstætt. Þetta er ákaflega leiðigjarnt til lengdar, sbr. námsleiði og stór- varasamt. (?) 1 skólastarfi náum við ekki árangri nema við reyn- um að nýta það sem hver ein- staklingur býr yfir og hvetja nemendur til að hugsa og skapa. Viðurkenna barnið með sinn styrk og vanmátt og takast á við nútiðina, þvi aðeins með þvi tök- um við á einhverju sem hefur raunverulegt gildi fyrir barnið. „Kennarinn á fyrst og fremst að vera næmur mannþekkjari, góður verkstjóri og skipuleggjari, sem sé fær um að til- reiða námsefnið fyrir hæfileika og getu hvers og eins. Auk þess þarf hann að vera bæði fús og fær um að meta nám og hafa eftirlit með námi hvers og eins. Þessi atriði sýna best, hvort kennslan er vönd- uð eða ekki.” En hvað er maðurinn að fara kann einhver að spyrja. Á að sleppa þessu aðhaldi sem sam- ræmdu grunnskólaprófin veita? Ef við hugsum okkur að skólinn starfi i þeim anda sem hér hefur verið boðaður, þarf raunverulega engin sérstök próf. Próf og eink- unnir hafa nefnilega verið mis- notuð sem hvatning til „páfa- gaukavinnu” og til að sveigja nemendur til hlýðni og þagnar. Andi grunnskólalaganna gerir ráð fyrir starfslega vel menntuð- um kennurum og kennarahópum, sem geta skynjaðog metið þroska og þarfir hvers nemanda og þeir geti innan rúmrar námsskrár lagað námsefni, þyngdarkröfu þess og aðferðir að áhuga- og getustigi hvers einstaklings og i samvinnu við nemandann og heimili hans, fundið honum sess og starf i þjóðfélaginu sem honum hæfir og áhugi hans geti beinst að. Einkunnakapphlaup getur að minumati veriðháskalegt og haft skaðleg áhrif á geðheilsu nem- enda. Frummerking orðsins: skóli — er næði Ýmsir m.a. sumir kennarar halda þvi fram að þessi aðferð, að sleppa samræmdu grunnskóla- prófunum bjóði hættunni heim að þvi leyti, að kröfur til nemenda verði of litlar, agi lélegur og vinnufriður litill. Vissulega geta vinnubrögð orðið með þessum hætti, en þau þurfa alls ekki að verða það. Hér ræður starfshæfni kennarans úrslitum. Agi og að- hald eru alltaf nauðsynlegir þætt- ir i námi og kennslu, en þeim má ná betur með ýmsu öðru en próf- um. Kennarinn á fyrst og fremst að vera næmur mannþekkjari, góð- ur verkstjóri og skipuleggjari, sem sé fær um að tilreiða náms- efnið fyrir hæfileika og getu hvers og eins. Auk þess þarf hann að vera bæði fús og fær um að meta nám og hafa eftirlit með námi hvers og eins. Þessi atriði sýna best hvort kennslan er vönduð eða ekki. Þegar á allt er litið, sést vei hve kennarinn er mikilvægur i skólastarfinu og ábyrgð hans verulega mikil. Þess vegna verður að bæta starfskjör hans, þ.m.t. að hann hafi tækifæri til siðmenntunar fækka skyldu kennslustundum og hækka laun hans. Gera starfskjör hans á all- an hátt eítirsóknarverð. Hann þarf að hafa gott næði til að sinna sinum vandasömu og viðkvæmu störfum. Enda er naumast tilvilj- un að frummerking orðsins skóli sem komin er úr grisku er næði. Utanaðbókarlærdómur, þurr einhliða þekking um tiltekin efni, oft fengin úr einni kennslubók. Kennsla miðuð við alla einstakl- inga fædda sama ár. Þeir sem falla utan rammans stimplaðir „afbrigðilegir”. Stuðlar ekki að menntun i anda grunnskólalaga. Þess i stað skal taka mið af nemandanum sjálfum, þroska hans og getu, fást við verkefni dagsins en ekki það sem hann kynni að hafa gagn af i framtið- inni. Kenna nemandanum að lifa. Vernda hann f'yrir þeim áhrifum sem hindrað gætu vöxt hans og þroska, andlegan og likamlegan. Aðminumati hefur engum tek- ist betur i fáum orðum að orða kjarna heillavænlegrar mennta- stefnu, en Stephani G. Stephans- syni i þessari visu sinni: Þitt er menntað afl og önd eigirðu fram að bjóða, hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða. Maður búinn þessum hæfileik- um ætti að vera lokatakmark hverrarskólagöngu og ef það tak- mark næðist þyrfti enginn að kviða framtiðinni. Bergsveinn Auðunsson skólastjóri. þvi á sama tima og fólk er hálf verkefnalaust útá landsbyggðinni á stofunum þar, þá auglýsir Ala- foss dag eftir dag eftir saumakon- um á saumastofuhjá sér, þeir eru semsagt i harðri samkeppni við sina skjólstæðinga og bæta gráu ofaná svart þegar þeir selja úr landi f hundraða tonna tali litt unniðhráefni sem er lopi og band, svo Danir o.fl. geti framleitt samskonar vörur og við til að undirbjóða islenska framleiðslu, það er ljótt að þetta skuli vera staðreynd. Ég leyfi mér að taka hér upp tölur frá Útflutningsmiðstöð Iðnaðarins, þar stendur orðrétt. Otflutningur iðnaðarvara janúar- desember 1980-81. Verðmæti i þús. nýkr. magn i tonnum,ár 1980 ullarlopi og band 666 tn kr. 32.774,- ár 1981 890 tn. kr. 61.382,- Á þessu sést að hér er um veru- lega aukningu á útflutningi að ræða. Það er tilgangslaust að snúa út úr þessu dæmi,þetta er staðreynd. Maður hefur heyrt að mikið af þessum lopa fari i hand- prjón, það er engin afsökun. Svona erum við tslendingar ófor- sjálir á fleiri sviðum, flytjum út úrvals hráefni litt eða óunnið. Á sama tíma og við erum að tala um að stórauka iðnaðinn i land- inu. Þetta hlýtur að vera meira en litið brenglaður hugsunarháttur, sem ber að laga. Með þessu óheillaflani er verið að kippa fót- unum undan islenskum stofnun- um sem eru að reyna af veikum mætti að styrkja sina tilveru. Stofnanir sem útvega miklum fjölda fólks ágætis atvinnu fyrir utan önnur gjöld og greiðslur sem inntar eru af hendi beint og óbeint. Vissulega eru slik fyrir- tæki máttarstoðir hvers byggðar- lags, reyndar þjóðinni allri horn- steinn i uppbyggingunni. Það væri hægt að ætlast til þess af fyrirtækjum sem hlotið hafa styrk frá rikinu sem erum við öll, fyrirtæki sem hafa þar að auki fengið drottnunarvald i hendur, sæi sóma sinn i þvi að standa vörð um framgang sinna viöskiptavina sem eiga ekki i mörg hús að vernda, verða þvi að treysta á þá sem völdin hafa. Þarna þarf að koma til meiri ráðdeild og fyrir- hyggja. Eigin hyggja á ekki alltaf rétt á sér nema að vissu marki, litli bróðir á lika nokkurn tilveru- rétt. Ég er allvel kunnugur i fyrir- tæki á Akranesi sem Akraprjón heitir. Fimm áhugasamir Akur- nesingar sýndu það framtak og manndóm að byggja myndarlega yfir þetta fyrirtæki sitt sem prjónar úr Álafossbandi, ýfir voðir, sniður og saumar i full- komnum nýtisku vélum af vönu kunnáttufólki, sumt hefur unnið þarna i þau nærri 12 ár sem fyrir- tækið hefur starfað. Þarna hefur starfsfólk komist yfir 70 manns, að visu allmargar hálfsdagskon- ur. Á þessum vinnustað rikir góður samstarfsandi, ég er hræddur um að einhver saknaði þess ef þessi starfræksla stöðvaðist. En þessi stcía á sitt lif undir öðrum, Álafoss er stóri viðskiptaaðilinn þvi fer mikið undir þvi hvernig þau viðskipti verða á komandi timum, reyndar fleiri söluaðiljum, Hildu h.f. o.fl. Hver maður hlýtur að sjá þörf á nægu verkefni á slikum stað þarna er búið að fjárfesta i dýr- mætum eignum. Það er meira en tjón þeirra sem eiga og þeirra sem þarna vinna, það er tjón þjóðarinnar allrar að láta áhuga- verðar atvinnustofnanir búa við erfiðleika. Hér riöur á að þeir sem valdið hafa láti sitt ekki eftir liggja. Ég vil ekki trúa þvi að Ála- foss geri ekki sitt besta til að koma betri skipan mála hér á varðandi útflutning litt unninna hráefna ættu þeir einnig að taka til endurskoðunar stjórnmála- mennirnir, sem völdin hafa. Á Akranesi býr fólk sem vill vinna, byggja upp og standa vörð á framfarabraut, það skal virt. Alafoss h.f. er að þessu sinni inni dæminu, vissulega þurfa önnur slik fyrirtæki að athuga sin mál einnig varðandi útflutning o.fl. Gefjun er þar stór. Ég er ekki alveg ókunnugur Alafossviðskiptum, sem bóndi i nærri þrjá áratugi, svolitla viðskiptasögu á ég i hugskoti minu frá ýmsum timum, hún biður frásagnar að sinni. Akranesi 12. mars 1982 Valgarður L. Jónsson frá Eystra-Miðfelli 9 erlendar bækur Böll, Burck- hardt og Gydingar Die Juden als Minderheit in der Geschichte. Herausgege- ben von Bernd Martin und Emst Schulin. Deutscher Taschenbuch Ver- lag 1981. 373 bls. ■ Gyðingar, saga þeirra og örlög, hafa lengi verið vinsælt umræðuefni. Sérstaða gyðinga i trúarlegum efnum, sérstakur menningararftur osamheldni hafa orðið til þess að þeir hafa öldum saman hai't mikla sér- stöðu I Evrópu, hafa orðið að þola ofsóknir meiri en aðrar þjóðir, en jafnframt náð að skara framúr öðrum á mörg- um sviðum. 1 þessari bók eru birtir fimmtán fyrirlestrar, sem haldnir voru við hringborðs- umræður i háskólanum i Frei- burg im Breisgau fyrir tæpum tveim árum siðan. Fyrirlestr- amir voru opnir fólki úr öllum deildum háskólans og fyrirles- ararnirsem allir eru sérfróðir um sögu gyðinga fjölluðu um stöðu þeirra allt frá elstu tið og fram á dag Þriðja rikis- ins. Fyrirlestrar þessir eru allir fróðlegir aflestrar og opna mönnum sýn inn i lif gyðinga i Evrópu á ýmsum timum. Hér er fjallað um stöðu gyðinga á rómverskri fornöld, um stöðu þeirra gagnvart fornkirkjunni á krossferðatímunum, á Iberfuskaga i upphafi nýaldar, i Mið-Evrópu á 17., 18. og 19. öldog loks f Þýskalandi allt til loka Þriðja rikisins. Það sem einkennir alla fyrirlestrana er sérstaða gyð- inga allt frá elstu tið, öfund fólks í garö þeirra, hræösla við þá og ofsóknir á hendur þeim. Kom þá oft fyrir litið þótt voldugir kóngar og keisarar hétu gyðingum vernd sinni. Gyðingar voru sérstök þjóð innan þeirra rikja sem þeir byggðu, minnihluti, sem oftar en ekki var látinn gjalda slæmrar samvisku samborg- aranna og mistaka stjórn- valda. Þetta er bók, sem allir hefðu gott af að lesa. Jakob Burckhardt: Weltges- chichtliche Betrachtungen. Deutscher Taschenbuch Ver- lag 1978. 223 bls. Jakob Burckhardt er einn frægasti sagnfræðingur hins þýskumælandi heims. Hann var Svisslendingur og kenndi lengi við háskólann i Basel þar sem hann ávann sér mikla frægð bæði sem rithöfundur og fyrirlesari. Arið 1870 flutti hann fyrirlestraröð, þar sem hann ræddi um söguna al- Die Juden als Minderheit in der Geschichte Hemusgcseben von Bemd Mertin und Ernét Schulitt mennt og gerði grein fyrir hugmyndum sinum um áhrif rikis, trúarbragða og menn- ingar I sögunni. Jafnframt fjallaði hann um áhrif ýmissa afla á menninguna og gang sögunnar. Þessir fyrirlestrar höfðu mikil áhrif á sinum tima og eru hér endurútgefnir i einkar aðgengilegu formi. Þótt langt sé liðið síðan Burckhardt setti fram skoðanir sinar i þessum efnum höfða fyrirlestrar hans enn til margra, enda maður- inn frjór og hugmyndarikur meö afbrigðum og málslyngur umfram flesta aðra. Ileinrich BöII: Du fahrst zu oft nach Ileidelberg und andere Erzahlungan. Deutscher Taschenbuch Ver- lag 1981. 99 bls. Þessi bók hefur að geyma allmargar smásögur þýska Nóbelskáldsins Heinrich Böll og hafa þær allar birst áður á prenti. Sögurnar eru frá ýms- um timum og voru valdar þannig aö þær sýndu sem best þá þróun sem orðiö hefur á frásagnarmáta og stil Bölls á rithöfundarferli hans. Margar sagnanna I bókinni eru bráðskemmtilegar af- lestrar og allar bera þær glöggt vitni þvi, sem öðru fremur einkennir Böll sem rit- höfund: samúð hans með þeim, sem minna mega sin og órétti eru beittir. Jón Þ. Þór. Jón Þ. Þór skrifar um erlendar bækur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.