Tíminn - 19.03.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 19.03.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurnfs Sími (91)7- 75-51, (»1)7-80-50. WÍTTYn HF Skemmuvegi 20 ntuiJ nr. KOpavogi Mikiö úrval ' Opið virka daga 9 19 • Laugar daga 10-16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel HÖGGDEYFAR GJvarahlutir Armiila 24 Sími 36510 í ALSMEER UFA NÆR ALUR A BLÓMARÆKT Föstudagur 19. mars 1982 Rætt við frú BERTE MUR, sem setur upp sýningu á þurrkuðum blómum í Blómavali ■ Óvenjuleg blómasýning hefst i Blómavali við Sigtún i dag, en þá veröur opnuö sýning á þurrkuð- um blómum, sem ung hollensk kona, frú Berti Mur hefur séð um að setja upp. Við litum við i Blómavali i gær, þegar hún var i óðaönn að koma skreytingum sin- um upp og lét hvergi raska ró sinni, þótt verið væri að mála og smiða allt i kring um hana, en undirbúningi átti að ljúka nú i nótt. „Þetta mun vera i fyrsta sinn sem slikar þurrblómaskreytingar eru sýndar á íslandi”, segir hún, ,,en í Hollandi er þetta gömul list- grein sem gefur ótæmandi mögu- leika, þvi þessi blóm geta staðið árum saman án þess að á þeim sjáistog vegna þess að þau þurfa ekkert vatn og eru óbundin árs- tíðum, geta þau öll „blómstrað” i einu.” Berti Mur er frá Aalsmeer I Hollandi, en hún er komin af garðyrkjubændum og blóma- ræktendum i ættir aftur, eins og raunar allir i Aalsmeer, en þar eru þeir teljandi, sem ekki hafa framfæri sitt af blómarækt á einn eða annan hátt. Blóm frá Brasiliu og S.- Afriku „Það eru samt einkum fersk blóm, sem menn fást við i Aalsmeer,” segir frú Mur. „Við hjónin rekum saman stærsta fyrirtækið i borginni meö þurrkuð blóm og reyndar er það hið stærsta i Hollandi. Við seljum ekki beint til útlanda, heldur fer þetta i gegn um blómasölumark- aöinn i Aalsmeer, sem er gifur- lega stór. Þaðan eru send blóm til fjölda landa.” Blómin sem frú Mur notar við hinar fögru skreytingar koma viöa að úr heiminum, þar á meðal frá Indlandi, Brasiliu, Suður- Afriku, og Astraliu. Fjölbreytni ■ Blómin eru komin frá Brasiliu, Indlandi og S-Afrfku og fjölbreytni þeirra er ótrúleg. Þau standa ár- um saman og skreytingar Berte Mur eru sannkallað augnayndi. (Tfmamynd Róbert). þeirra er lika óviðjafnanleg og hugkvæmni skreytingamannsins er mikil. Hún setur sjálf upp skreytingarnar meðan hún dvelst hér og mun bæði sýna garðyrkju- mönnum handbragöið og þeim sem koma i Blómaval i Sigtúni i dag og um helgina, en á mánudag fer hún heim til Hollands. Berti Mur læröi til blóma- skreytinga i skóla fyrir skreytingafólk i Aalsmeer, en eins og fyrr segir er blómaræktin aðalatvinnuvegur ibúanna. Það voru þó einkum skreytingar ferskra blóma sem þar voru kenndar, segir hún, en þurrkuðu blómin hafa átt vaxandi vinsæld- um að fagna og skreyting þeirra er nú sérstök grein i skólanum Fyrirtæki hennar hefur áður selt i litlum mæli skreytingar á þurrk- uðum blómum hingað, og þær hafa vakið mikla hrifningu. Er lika i ráöi að hún komi hingað að nýju i sumar og fái þá kannske tækifæri til þess að lita dálitið i kring um sig, en annirnar vegna sýningarinnar leyfa það ekki núna. Sýningin mun standa alla næstu viku og er ekki að efa að margir verða til að heimsækja hana og þá ekki siður að hagnýta sér sýni- kennsluna nú um helgina. —AM fréttir „Vinstri menn hafi frumkvæði um myndun meirihluta” ■ Fundur i Félagi umbótasinnaöra stúdenta við Háskóla íslands sem haldinn var i gærkvöldi gerði eftirfarandi ályktun. I ljósi þeirrar stöðu sem nýafstaðnar kosningar til stúdentaráðs hafa leitt af sér, þ.e.a.s. að Verðandi félag vinstri manna er stærsti aðil- inn að stúdentaráði með 13 fulltrúa að baki sér og Vaka meö 10 fulltrúa og umbóta- sinnar með 7 fulltrúa, og að formælendur vinstri-manna hafa hvað eftir annað lýst sig sigurvegara kosn- inganna á opinberum vettvangi, viljum við umbótasinnar vekja athygli á að við litum svo á að það sé skylda hinna þriggja póli- tisku fylkinga við Há- skóla Islands gagn- vart stúdentum að reyna svo sem mögu- legt er að mynda starfhæfan meirihluta innan stúdentaráös. Að umbótasinnar gengu til kosninga með óbundnar hendur um samstarf að þeim loknum. Þvi sé eðli- legt að meirihlutaviö- ræður byrji frá grunni. Einnig er okkar álit að það sé óvé- fengjanleg skylda vinstri manna að hafa frumkvæöi og taka þátt i viðræðum um myndun nýs meiri- hluta innan stúdenta- ráös. Þar sem félagiö geti á engan hátt skor- ast undan þessari skyldu enda er félagiö stærsta fylkingin innan ráðsins. dropar Til Berg- en f bíó ■ Og úr þvi veriö er að tala um Akureyri látum við þessa fljóta með, og seljum ekki dýrari en viö keyptum. Þar i bæ búa bræður nokkrir Agústssynir og eru sagðir rikari en aörir menn þar um slóöir, — meöal annars eiga þeir hiö stönduga fyrirtæki Bilaleigu Akureyrar. Til aö vera fljótir i förum jafnt i viðskipta- sem skemmtiferöum halda þeir sig svo meö glæsi- lega flugvél. Einhverju sinni munu þeir hafa brugðiö sér til Bergen og á heimildar- manni Dropa var þaö helst aö skilja að tilgang- ur fararinnar heföi veriö sá aö bregöa sér f bió. Þegar sýningin hófst kom i Ijós aö bræðurnir höföu séö myndina áöur. Þeir fóru þvi út i hléinu og flugu heim aftur. Bara átta ára ■ Og svo var þaö litla stelpan sem kom I klipp- ingu til Villa Þórs. Aöur en hún settist i stólinn tróö stórri karainellu og tuggði af svo miklum ákafa á meðan Villi klippti, aö hún missti kar- melluna á gólfiö. Stelpan teygöi sig eftir karamell- unni og ætlaöi aö stinga henni aftur upp i sig. „Þetta skaltu ekki gera”, sagöi Villi, „Eru ekki hár á henni?” Sú litla svaraði aö bragði: „Ertu vitlaus maður, ég er bara átta ára!” Eins dauði er...... ■ Bruni „Sjallans” á Akureyri virðist ætla aö liafa viötækari áhrif en nokkurn gat óraö fyrir, — og eins og gengur þá er eins dauöi annars brauö. Bruninn hefur til dæmis þýtt betri tið og blóm i haga fyrir Flugleiöir, þvi öll stærri fyrirtæki og stofnanir á Akureyri ku nú halda sinar árshátiöir i Reykjavik. Ekki er nóg með aö Flugleiöir flytji fólk suöur yfir heiöar, heldur er algengt að hóparnir kaupi svokallaö- ar helgarrcisur félagsins upp á kost og lógi á Ilótel Loftleiöum eða Esju. Einnig heyrum viö sagt aö önnur áhrif brunans séu þau aö samdráttur sé hlaupinn i skiöaferöir fólks til Akureyrar og má þaö vera til sönnunar þvi, sem marga hefur reyndar grunaö, aö fólk fór fyrst og fremst til Akureyrar „Sjallans” vegna, hvert svo sem yfirvarpiö var! Krummi... hcyrir að nú geti menn fengiö skjaldbökusúpu i öll mál...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.