Tíminn - 19.03.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.03.1982, Blaðsíða 1
og dagskrá ríkisf jölmiðlanna 20/3 til 26/3 ’82 Ur skemmtanalífinu Meiriháttar skemmtikvöld fyrir fólk á öllum aldri ■ „Þtírskabarett hefur gengið i rúm tvö ár. Jú, það má segja að þetta hafi verið sami höpurinn frá byrjun, að þvi undanskildu ■ „Við bjóðum ykkur velkomin á Þórskabarett”, segir Pétur Hjálmsson kynnir og hljóm- sveitarstjóri. aö Haraldur Sigurðsson — helmingurinn af gömlu „Haila og Ladda” — hefur hætt en i hans stað bættis Július Brjáns- son i hópinn”, svaraði Pétur Hjálmarsson kynnir i Þórs- kabarett og hljómsveitarstjóri Galdrakarla sem er stór þátt- takandi í kabarettinum. Auk þeirra JUliusar og Galdrakarl- anna eru i kabarettinum þau Þórhallur Sigurðsson, Jörundur Guðmundsson, tviburasysturn- ar Ingibjörg og Guðrún Páls- dætur og Birgitte Heide. Nú auk þess tekur allt starfs- fólk Þórscafe óbeinan þátt i kabarettk völdunum með skemmtilegri móttöku gestanna við borðin, þar sem fremstan i flokki má nefna Kristin Guö- mundsson veislustjóra. — Og Reykvikingar kunna að meta svona skemmtun? — Já, það má segja að Þórskabarett hafi verið mjög vel sóttur. En auðvitað er þó pláss fyrir enn fleiri gesti. — Verðið þið svo ekki stöðugt að endurnýja skemmtiefniö og brandarana? Og hvert sækið þið þá hugmyndirnar? — Við endurnýjum „programmið” jafnt og þétt og þá aðallega út frá þvi sem er að gerast i þjóðmálunum hverju sinni. Það er reynt að fiska úr það skoplegasta á hverjum tima. Innheimtuauglýsing Sjón- varpsins „dillibossarnir” var gott efni og má segja að hún sé i fullu gildi enn i dag. Einnig eru stjórnmálamennirnir okkur ævinlega góö uppspretta. — NU hefur D og V nýlega kannað vinsældir þeirra, fóru þau úrslit saman viö vinsældir þeirra i Þórskabarett? Steingrímur, Gunnarog Geir litiikastir — Steingrimur, Gunnar og Geir eru litrikustu persónurnar sem við höfum, sem efnivið i Þórskabarett. Þá eru dansmeyjarnar okkar líka sifellt aö bæta við nýjum dönsum. Can-can dansinn er þó lang vinsælastur. Við slepptum honum um tima en höfum nú tekið hann inn aftur, enda má segja að það sé hinn eini og sanni kabarett dans. Hljóm- sveitin Galdrakarlar er lika alltaf með sitt atriöi i kabarett- inum, auk þess aö spila stef milli atriða og upphafs og loka- númer. SU breyting er nú einnig orðin á dagskrá sunnudagskvöldanna að bæst haf a við ferðakynningar og Bingó. Þetta eru þvi orðin meiriháttar skemmtikvöld fyrir fólk á öllum aldri. — Og siðan spila Galdra- karlar fyrir dansi? — Já, Galdrakarlar hafa starfað i Þórskaffi allt frá árinu 1976 að staðurinn opnaöi að nýju eftir breytingarnar að undan- skildu einu ári sem hljómsveitin var i SigtUni. Ég vil gjarnan að þaö komi fram, að Þórskaffi hefur eiginlega verið uppalandi fyrir danshljómsveitir allt frá árinu 1946 og mætti i þvi sam- bandi nefna mörg stór nöfn i tónlistarsögu FIH. Diskóin á undanhaldi — Hljómsveitum hefur farið fækkandi á skemmtistöðum. Þýðir þaö að „diskóin” njóti stööugt sömu vinsælda? — Nei, „diskó” er á hröðu undanhaldi Utii heimi og þeirra áhrifa er greinilega farið að gæta hér einnig. Fólki þótti þetta spennandi i byrjun en nú þegar allir eiga orðið „græjur” þykir mörgum þetta oröið svip- að og aö bregða plötu á fóninn. Hljómsveit býður lika upp á meiri fjölbreytni. — Hvaða músik leikiö þiö Galdrakarlar fyrir dansi? — Við leikum t.d. alla gömlu dansar.a sem á ný njóta sivax- andi vinsælda meðal unga fólks- ins. Við flytjum músik frá hinu létta glaða Charleston-timabili. Þá virðist fólk kunna vel að meta popp með greinilegum jass og blús áhrifum. Og siðan gætum viö þess að gleyma ekki syrpum frá gamla góöa rokk- timabilinuog bitlasyrpum i sem nákvæmastri útsetningu. Og siöan eru þaö lögin sem vinsæl- ust eru hverju sinni þar sem við reynum að fylgja vinsældalist- unum sem mest. — Og þið haldiðáfram á fullu? — Já á Galdrakörlum er siður en svo nein þreytumerki aö finna. Hljómsveitin hefur aldrei verið sterkari út á viö en einmitt nú. —HEI \ Þeir sem hafa hug á að koma upplýsingum á framfæri F „Helgar- pakkanum” þurfa að hafa samband við blaðið fyrri hluta viku og alls ekki síðar en á miðvikudegi - Grfsa- veisla á Útsýnar- kvöldi ■ Ferðaskrifstofan Crtsýn stendur fyrir „grisaveislu” á Broadway á sunnudagskvöldið. Af þvi tilefni verða sett upp langborö eins og tiökast I dæmi- gerðum spönskum grisaveisl- um. HUsiðveröur opnaðkl.19 og verður gestum þá boðið uppá fordrykk. A þessu kvöldi verða Spánarferöir Otsýnar sérstak- lega kynntar en sem kunnugt er býður útsýn uppá ferðir til Mallorca og tveggja staða á Costa Del Sol, Torremolinos og Marbella. Framreiddur veröur sérstakur grisaveisluréttur aö hætti Spánverja. A dagskrá veröa fjölmörg skemmtiatriöi, m.a. gefst öllum gestum kostur á aö taka þátt i bingói, happdrætti og getraun. Vinningar verða sex sólar- landaferðir sem dregið veröur úr um kvöldiö. örvar Kristjánsson veröur meðnýja hljómsveitá Otsýnar- kvöldinu. ■ A Otsýnarkvöldinu I Broadway á sunnudagskvöldið verður reynt að skapa „grlsaveislustemmningu”. ÞÚ býrð vel og ódýrt hjá okkur »H0fÍlL* EjBjp O n

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.