Tíminn - 20.03.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.03.1982, Blaðsíða 7
Laugardagur 20. mars 1982 ■ Birgir ■ Friörik tsleifur Sophusson Gunnarsson ■ Magnús H. Magnússon. ■ Guðmundur Bjarnason ■ Matthias A. Matthiesen. komu ullariðnaðar. Samkv. mati Þjóðhagsstofnunar reyndist tap ullar-, prjóna- og fataiðnaðar nema rúmlega 12% af tekjum i byrjun þessa árs. Gengis- breytingin 14. janúar hefur að nokkru bætt þessa stöðu en ljóst er að frekari aðgerða er þörf eigi atvinna þeirra u.þ.b. 1000 manna sem i ullariðnaði starfa, að vera tryggð til frambúðar. «6. Islenskur skipaiðnaður á nú i vök að verjast vegna þess að al- mennt er álitið að fiskiskipastóll- inn sé orðinn of stór. Hins vegar er staðreynd að mikil endur- nýjunarþörf er til staðar og mun hún fara vaxandi á komandi ár- um. 1 stað þess að draga þessa endurnýjun úr hófi fram og biða eftir að hún gerist með inn- flutningsholskeflu eins og reyndin hefur oftast orðið ætti að stefna að hægfara endurnýjun og nýta þá miklu möguleika sem eru til upp- byggingar islensks skipaiðnaðar. Athuganir hafa sýnt að kostnaður við nýsmiðar,breytingar og við- haldsverkefni sem framkvæmd eru af innlendum skipasmiða- stöðvum, er sambærilegur viö það sem almennt gerist erlendis. Að svo miklu leyti sem um mis- mun á endanlegu verði hefur veriðað ræða liggur hann einkum i miklum fjármagnskostnaði á smiðatima hjá islensku stöðvun- um. Til þess að skipaiðnaðurinn geti boðið útvegsmönnum sem ódýrust skip þyrfti að tryggja honum sambærilega rekstrar- lánafyrirgreiðslu og sjávarútveg- ur og framleiðsluiðnaðurinn búa nú við. 7. A undanförnum árum hefur innlendur húsgagnaiðnaður farið halloka fyrir innflutningi hús- gagna. Samkv. athugunum Landssambands iðnaðarmanna lækkaði markaðshlutdeild inn- lendra húsgagnaframleiðenda úr 90% árið 1975 i 70% árið 1977 og var kominn niður i um 50% árið 1979. Innflutningur húsgagna og innréttinga jókst gifurlega á ár- unum 1980 og 1981 og benda fyrir- liggjandi tölur til þess að hlutur innlendra framleiðenda hús- gagna sé nú kominn niður i 30- 35%. Starfsmönnum við hús- gagnasmiði fækkaði um 30% frá árinu 1974 til 1979 eða um 200 manns. Einsýnt er að enn frekari fækkun verður i þessari iðngrein ef ekkert verður aðhafst. 8. Mikilvægt er að reynt verði i rikari mæli en hingað til að færa inn i landiö framleiðslustarfsemi sem nú er unnin erlendis fyrir fs- lendinga. Sem dæmi má nefna umbúðaiðnaðinn. Um árabil hefur mikill hluti allra mjólkur- umbúða verið framleiddur er- lendis, þótt hér innanlands sé til staðar þekking og framleiðslu- geta til að annast þetta verkefni. Um langt árabil hefur rikissjóður greitt niður verð mjólkur i land- inu og varið til þess miklum f jár- hæðum. Með hliðsjón af þvi er ekki óeðlilegt að rikisvaldið beiti sér fyrir þvi sérstaklega að inn- lend iðnaðarstarfsemi veröi efld á þessu sviði. 9. Prentiðnaðurinn er annað dæmi um grein sem átt hefur i vök að verjast i samkeppni við er- lenda aðila. A seinni árum hefur töluverð prentun sem áður var unnin innanlands verið send i vinnslu erlendis. Innanlands er til staðar framleiðslugeta og þekk- ing sem i flestum tilvikum gerir vinnslu erlendis ónauðsynlega. Vinna þarf markvisst að þvi að færa alla slika prentun til lands- ins á nýjan leik. Sú þróun, sem hér hefur verið lýst, gerir það brýnt að gripið verði nú þegar til virkra aðgerða. Flutningsmenn þessarar þings- ályktunartillögu telja að nauðsynlegt sé að setja iðnaðar- stefnu til langs tima.hins vegar sé jafnframt þörf sérstakra skjótra aðgeröa vegna mjög erfiðrar stöðu iðnaðarins um þessar mundir. Telja flutningsmenn að stjórnvöld geti nú þegar gripið til ýmissa aðgerða sem geta létt róöurinn þannig að unnt verði að snúa þróuninni við og auka inn- lenda framleiðslustarfsemi á nýj- an leik. 1 þessu sambandi telja flutningsmenn að kanna þurfi nú þegar möguleika á: a) Niðurfellingu ýmissa opin- berra gjalda til lækkunar á kostnaöi. b) Endurskoðun á orkuverði innlendri framleiðslu i hag. c) Sérstakt átak verði gert til að nýta opinber innkaup til eflingar innlendrar framleiðslu. d) Að breyta lögum og reglum um gjaldeyrisviðskipti á þann hátt, að þau örvi útflutning og lækki tilkostnað við hann. e) Að fella niður aðflutnings- gjöld á öllum vélum og tækjum og þá sérstaklega að þvi er varðar framleiðniaukandi tækisvo sem á tölvum. f) Sérstök athugun verði á þvi gerð hvaða áhrif styrktar- og stuðningsaðgerðir við iðnað i helstu viðskiptalöndum okkar hafa á samkeppnisstööu inn- lendra fyrirtækja og á hvern hátt eigi að mæta þeim vanda. g) Gert verði átak i þvi að hvetja til að hafin verði fram- leiösla innanlands á vörum, sem eru eingöngu innfluttar. Flutningsmenn telja aö með skjótum viðbrögðum stjórnvalda á ofantöldum sviðum megi rétta verulega stööu islensks iðnaðar og tryggja þar með atvinnuöryggi ilandinu.Til að tryggja sem best framkvæmd þessara tillagna væri eðlilegt að stjórnvöld hefðu um það samvinnu við samtök iðnaðarins i landinu. Þarna er göð bók þýdd á göða islensku og hefur aukinheldur að geyma ágæta íslandslýsingu frá stríðsárunumeða Islandi séö með barnsaugum er sjá betur en augu gamals manns, eða sjá að minnsta kosti öðruvisi heim, er gengur fyrir öðrum staðreyndum og draumum en i virkum dögum að baki viglínunnar hjá þeim full- orðnu, sem eru i þann veginn aö leggja sinn heim i rúst — sprengja hann i frumefni sin. Það er eins með þessa bók Hildremyr og svo margar minningarbækur, að maður veit i rauninni ekki hvort bókin er samin af vissri kunnáttu, eða að- eins af einlægni. Þegar frá liður, veröa sum atriöi minnisstæðari en önnur. Ahrifamikil mynd er það, þegar Disko kemur i Seyðis- fjörð og breskur liðsforingi með skammbyssu og prik kemur um borð. Hið fullkomna kerfi and- stæðan viö flóttaskipiö. Oryggið hefur tal af bvissunni. En allt fer vel ogsmám saman áræöa börnin að snerta andlitið á nýju landi. Það er athyglisvert, að Hildre- myr notar skipsnafnið fremur lit- ið. Disko. Það gæti verið uppi- staða í margvisiega þjáningu og þótt sagan gerist oft þar um borð, þá verður skipiö aldrei nein sér- stök veröld, ekki fremur en híisið á Svalbarðseyri, htisiö á Akur- eyri, Herkastalinn i Reykjavik eða ibúðin i Miðttini. Og við sjáum á mörgu, að höf- undur hefur ekki leitað heimilda eða upplýsinga. Hann nefnir t.d. ekki nafn prestsins, er þjónaði á Svalbarðseyri um þessar mundir, sem aö visu kann að vera háttvisi. Og hannundrastenn, að Bretarn- ir hittu ekki skotmarkið sem Diskodró, en þeir skutu að þvi af fallbyssum. Þeir sem betur eru aðsfervita.aðþað er yfirleittekki meiningin að hitta skotmörk — það er dýrt — og auövelt, heldur eru hermennimir aö æfa sig i að skjöta sig inn á skotmarkið, án þessað hitta það. Við slika æfingu er það taliö öhapp að hitta skot- flekann en rétt við hann er annað mál. En þetta sýnir okkur einnig, að þeir á Disko voru ekki hermenn, heldur aðeins sjómenn. En það eru einmittþessi atriði, þessi barnslega einlægni eöa ein- feldni ef svo má orða þaö sem gjörir bökina svo áhugaverða. Það vekur einnig nokkra at- hygli við lestur bókarinnar, að hvergi er farið mjög náiö i per- sónulýsingar. Bókin, eða sagan gerist I undirstraumi'. Einfaldar setningar, eins og þessi, láta ekki mikið yfir sér, en segja þö margt, en þá er fjallað um veruna á Sval- barði viö Eyjafjörð og norsku fjölskyldurnar eru að flytjast til Akureyrar: „...Ég ráfaði um og fannst ég vera Utskíifaður, þvi allir hinir fenguaðflytjaíbæinn (Akureyri) til ævintýranna... Við höfðum verið eins og Gyðingasamfélag, með múrveggi allt i kringum (*k- ur og einangruð innan þeirra”. Guðmundur Danielsson gripur þessa bók föstu taki. Hann skilur bókina, hraöann i stilnum og ein- faldleikan. Maður hefur það eiginlega á tilfinningunni að þetta sé íslensk bók, þó viðmiðun sé oft eða hliðstæöan heima i Noregi. Þa er bökin lika merkileg heimild um striðsárin, en ein- hvern veginn virðast bókmenntir okkar aldrei hafa náð neinni handfestu á þeirri tiö. Greint er frá uppbyggingu TUnanna og Höfðaborgarinnar og sagt frá ýmsum strákum, sem viö þekkj- um nU sem fulltiða menn. NUkann svo að vera, aö margir hafi full not af bók Asbjck’n Hyldremyr á norsku. En ekki vildi ég nU skipta og veröa af glímu Guðmundar Danielssonar viö þessa norsk islensku flótta- mannasögu. J önas G uðmund sson orðaleppar Skraut- stfll ■ „Úr augum vegfarenda skein margbreytileiki til- finninganna" segir Tím- inn. (Gleymdi að skrifa dagsetninguna). Sumir segja að bilið milli ritmáls og talmáls eigi ekki rétt á sér. Ekki fellst ég á það. Það er f jarstæða að fá bókum og blöðum til varðveizlu um alla fram- tíð, það sem við látum út úr okkur litt hugsað. Jaf n fáránlegt er það, að gera ritað mál að slíku hrófatildri, að enginn geti borið sér það í munn. Venjulegur sjónarvottur mundi segja að vegfarand- ur hafi staðnæmzt steini lostnir — ekki trúað sínum eigin augum — í uppnámi — undrandi — áf jáðir — ó- þreyjufullir —— En „margbreytileiki til- finninganna" í augnaráði mannf jöldans er i senn til- þrifalaus lýsing og alltof langsótt athugun. Kvennaþing nokkurt var sagt hafa þann tilgang að „auka hlutdeild kvenna í á- kvarðanatöku". Stofnana- málið er auðugt af þessari „ákvarðanatöku". Og „á- kva rða natöku vettvang ur- inn" lengir stundum ræður stjórnmálamanna. Kvennaþingið vildi efla ráð kvenna í þjóðfélaginu. Það var allt og sumt, og engan nýyrðasmið þurfti til að gera okkur það skilj- anlegt. útvarpið sagði einu sinni frá vöruskorti. Og fólkið í umræddu landi „fékk ekki útrás fyrir neyzluþörf sína". Með öðrum orðum: Nauðsynjavörur skorti. Sjónvarpsmaður talaði um „þátttöku í ákvarðana- töku". Þetta er eins og að éta smjör við smjöri. Uppeldisfræðingur tal- aði um börn, sem „mynda tilfinningasamband við kennarann". Þetta er hrófatildur. Þau þýðast kennarann eða eru hænd að honum. útvarpsfréttamaður talaði um „aksturs- skilyrði". Við segjum: ak- færi, göngufæri, sleðafæri, skíðafæri, hestfæri — og bílfæri, Því í ósköpunum sagði maðurinn ekki bara bílfæri? „Alhliða notkunarmögu- leikar" var það kallað í sjónvarpsauglýsingu sem skárra væri að nefna margskonar notagildi. Hluturinn getur líka verið fjölhæfur, fjölnýtur, margnútur eða þarfaþing og nothæfur til margs. Við segjum, að nýju saumavél- arnar séu fjölvirkar og plastið til margra hluta nytsamlegt. Ýmislegt er hægt að segja um góðan grip, frekar en eigna hon- um þessa „alhliða notkun- armöguleika". ;Oddný Guð- !mundsdóttir skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.