Tíminn - 20.03.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 20.03.1982, Blaðsíða 20
VARA HLUTIR Mikið úrval Sendum um land allt. Kaupum n ýlega Opiö virka daga bíla til niðurrifs ® 19 , *raugar Sími (Hl) 7 - 75-51, (91) 7-80-30. daga 10 16 Skemmuvegi 20 Kupavogi HEDD HF, HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel HÖGGDEYFAR Qjvarahlutir Armiila 24 Sími 36510 ■ Grimudans- leikir voru vin- sæl skemmtun hjá hiröfólki og heldra fólki er- lendis á átjándu og nitjándu öld og þegar kom fram á siöustu öld fóru þeir aö tiökast nokkuö hérlendis i bæj- um, einkum auðvitaö á Akureyri og i Reykjavik. Þaö var kallað aö „fara á grimu”. N ú e r u grimudans- leikirnir miklu sjaldgæfari og helst er það að aflokaöir hópar efni til slikra skemmtana og . heyrir almenn-f ingur minnst af þeim. Samt eru þeir nógu al- gengir til þess að i Reykjavik eru starfræktar amk. tvær grimubúninga- leigur og aðra þeirra rekur Helga Halldórs- dóttir. Viö for- vitnuðumst um þaö hjá henni hverjir það væru sem enn hafa mætur á þessari gömlu skemmtun, sem alltaf býr yfir talsverðu seiö- magni og dálít- illi rómantik. Laugardagur 20. mars 1982 ■ t einu vetfangi geta menn oröiö prinsar sunnan úr Arabiu ef þeim leiöist hiö hversdagsiega hlutskipti sitt. Hver mundi ekki þiggja slikt kostaboö — þótt svo dýröin standi bara eitt kvöld! (Tlmamynd Ella). SUPERMAN BYÐURINDIANA- MEYNNI UPP í DANS „Það eru einkum dansskólarn- ir, sem efna til grimudansleikja og svo stöku félög, stundum nem- endafélög i skólum. Dansskólarn- ir eru venjulega meö þetta I byrj- un april og þaö má segja aö það sé smávertiö á grimudansleikjum um 2ja til 3ja mánaöa skeiö á vetri, i febrúar, mars og april. llvernig fékkst þú áhuga á þessu? „Satt aö segja fékk ég hugmynd- ina þegar ég sá „fyrirtækið” aug- lýst i dagblaöi þvi fyrri eigandi var aö flytja út á land . Ég sló til, þvi þaö gat veriö gaman aö hafa þetta sem aukastarf viö aö endur- nýja gömlu búningana og auka úrvaliö smátt og smátt meö nýj- um og þetta hefur gengiö vel og ég hef haft bestu skemmtun af þessu. Þegar unga fólkiö kemur hingað aö máta búninga er oft kátt á hjalla og gaman að vera viöstaddur. Ég leigöi um tima út búninga fyrir fulloröna lika en þaö er mikiö erfiöara þvi ungling- arnir og börnin fara mikið betur meö þaö sem þau fá lánaö og eru samviskusamari meö skilin. Þvi held ég mig mest viö þá yngri”. Hvaöa búningar eru vinsæl- astir? „Stelpurnar vilja helst vera prinsessur, indiánameyjar, hjúkrunarkonur og þvi um likt. Strákarnir eru veikir fyrir þeim félögum Superman og Batman og svo auövitaö kúrekabúningum. Sumir hafa lika mjög gaman af aö klæöa sig upp eins og dans- meyjar, sýningarstúlkur. Þaö gerir mikla lukku um fimmtán ára aldurinn”. Hvaöan færöu hugmyndir aö búningunum? „Þegar ég keypti þetta fékk ég meö talsvert af blööum meö ýms- um hugmyndum og hef saumaö mikiö upp úr þeim og nokkuö hef ég reynt að finna upp sjálf. Nei, merkilegt nokk þá hef ég ekki farið á grimubali sjálf frá þvi ég var skáti i gamla daga”. Þetta er þá talsvert mikil vinna? „Já, stundum, þaö er aö segja meðan þessi „vertiö” stendur Nú stendur vertíd” grímudans- leikjanna yfir yfir. En ég hef lika ágæta aðstoð hér heima, þar sem börnin eru mjög dugleg aö hjálpa mér við þetta og það hefur mikiö aö segja. Þetta er nefnilega stundum tals- vert annasamt þannig að siminn þagnar varla. Já, þá verö ég lika aö biöja fólk aö skila búningunum fljótt, hels't daginn eftir, þvi ann- ars er engin leiö aö anna eftir- spurn”. —AM síðustu fréttir Baaaslys ■ Tuttugu og niu ára gamall maður, Jón Gunnlaugur Sigurðs- son, beið bana er bill hans fór út af veginum utarlega i Fáskrúðs- firöi siðdegis I fyrra- dag. Jón Gunnlaugur var einn i bilnum þegar slysið átti sér stað. Jón Gunnlaugur var sveitarstjóri á Fáskrúösfirði og hann lagði af stað þaðan laust eftir klukkan 17 i fyrradag og ætlaði til Egilsstaða þar sem hann ætlaði að taka flugvél til Reykja- vikur. Þegar kom i miðjar Staðarskriður missti Jón heitinn stjórn á bil sinum með þeim afleiðingum að bfllinn fór fram af veginum, niður skrið- urnar og hafnaöi i fjörunni um 150 metr- um neðar. Talið er að hann hafi látist sam- stundis. —Sjó. Innbrot ■ Milli tuttugu og þrjátiu vindlinga- lengjum var stolið i innbroti sem framið var i Birkiturninum við Birkimel i fyrri- nótt. Þá var brotist inn i verslunina Músik og sport við Reykja- vikurveg i Haínarfirði og stolið skiðabúnaði og einhverju fleiru. Engar skemmdir voru unnar i þessum inn- brotum. —Sjó. dropar Skotið þversum ■ Sjálfstæöismenn I borgarstjórn vildu óðir og uppvægir fresta á- kvörðunum um skipulag- ið I Sogamýrinni, og báru við mótmælum Ibúa viö Gnoðarvog. Illar tungur segja hins vegar aö á- stæöan fyrir stefnu ihaldsins i málinu sé sú, að nái þeir meirihiutan- um I kosningunum I vor vilji þeir hafa frjálsar hendur meö aö úthluta lóöum á þessu cftirsótta svæöi samkvæmt „gamla laginu”, en ekki sam- kvæmt cinhverju helv... punktakerfi. íhaldið og skipulagid ■ Af iþróttafréttasiöu Moggans I gær: Ruglingurinn fólst I þvl, aö ólafur Benediktsson, markvöröur Þróttar, skoraöi þritugasta mark- iö á siðustu sekúndunni meö þvl aö kasta knettin- um yfir þveran völlinn”. Þegar menn eru farnir að geta skorað mörk i handknattleik meö þvi aö kasta þvert yfir völlinn þá vænkast til muna hagur islcnska landsliösins, aö minnsta kosti meöan and- stæöingunum er ekki sagt frá nýja fyrirkomulag- inu! Sjöfn og Callas ■ Það vakti athygli manna á fundi borgar- stjórnar i fyrrakvöld, aö Sjöfn Sigurbjörnsdóttir tók á engan hátt þátt I fundarstörfum, — talaöi ekki i neinu ntáli og virt- ist ekki hafa nokkurn á- huga á þvi sent fram fór. Viö nánari skoðun kom i Ijós að Sjöfn var niður- sokkin i bóklestur og heimildarmaöur Dropa 'lét ekki rannsóknina niöur falla fyrr en hann haföi komist aöþvi hvaöa bókmenntaverk það var sem hélt huga Sjafnar föngnum, nefnilega ævi- saga söngkonunnar frægu Mariu Callas. Þess má geta að Sjöfn var langt kontin meö bókina um stallsystur sina I prima- donnuhlutverkinu. Krummi ... heyrir sagtað helsti kost- urinn viö Hjörleif sé hversu langan tíma hann gefur sér til þess aö taka rangar ákvaröanir...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.