Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 04.12.2008, Blaðsíða 64
44 4. desember 2008 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Ævintýramyndin Twilight verður frumsýnd hérlendis í kvöld. Myndin, sem fór beint á toppinn í Bandaríkj- unum, fjallar um ástar- samband unglingsstúlku og vampíru og er byggð á met- sölubók Stephanie Meyer. Bella Swan hefur alltaf verið dálít- ið öðruvísi en aðrir og hefur aldrei haft áhuga á að passa inn í stúlkna- hópinn í menntaskólanum sínum. Þegar móðir hennar giftist í annað sinn og sendir hana í vist til föður síns í smábænum Forks í Wash- ington býst hún ekki við því að margt muni breytast í sínu lífi. Þá hittir hún hinn dularfulla Edward Cullen sem er ólíkur öllum öðrum strákum sem hún hefur hitt. Hann er vampíra en fjölskylda hans er óvenjuleg á þann hátt að hún kýs að drekka ekki mannablóð. Enginn vildi Twilight Twilight, eða Ljósaskipti, kom mjög á óvart þegar hún var frum- sýnd í Bandaríkjunum. Hún kost- aði aðeins 37 milljónir dollara en þénaði strax á frumsýningarhelgi sinni rúmar 70 milljónir. Hið merkilega er að ekkert af stóru kvikmyndaverunum framleiddi myndina heldur var það hið smáa Summit Entertainment, en aðeins rúmt ár er síðan það hóf sjálft að dreifa myndum í Bandaríkjun- um. Fjórar metsölubækur Þegar hefur verið ákveðið að kvikmynda framhald Twilight og stefnir því allt í að nýr fram- haldsmyndabálkur sé að verða að veruleika, enda eru bækur Stephanie Meyer þegar orðnar fjórar talsins. Hafa þær allar selst gríðarlega vel í Bandaríkj- unum og víðar um heiminn, eða í 25 milljónum eintaka. Jafnframt hafa þær verið þýddar yfir á 37 tungumál, þar á meðal á íslensku undir nafninu Ljósaskipti. Margir vilja meina að Twilight- bækurnar séu að vissu leyti arf- taki Harrys Potter-bókanna því enginn af stóru bókaútgefendun- um tók Harry Potter upp á sína arma og það sama virðist hafa gerst með Twilight, ekkert af stóru kvikmyndaverunum áttaði sig á möguleikum Twilight. Naga þau sig eflaust í handarbökin þessa dagana. freyr@frettabladid.is Óvæntar vinsældir Twilight TWILIGHT Ástar- og ævintýramyndin Twilight fjallar um óvenjulegt ástarsamband unglingsstúlku og vampíru. Vince Vaughn og Reese Wither- spoon fara með aðalhlutverkin í jólamyndinni Four Christmases sem verður frumsýnd um helgina. Þau leika parið Kate og Brad sem ákveður að heimsækja fjölskyldur sínar yfir hátíðarnar eftir að flug- inu þeirra í jólafríið er aflýst. Sá böggull fylgir skammrifi að foreldrar þeirra beggja eru skilin og hafa öll gift sig á nýjan leik. Kate og Brad rembast því við að heimsækja fjóra staði á jóladag og fagna jólunum með fjórum foreldr- um og fjölskyldum þeirra. Um ekta jólamynd er að ræða þar sem fjölskyldugríni og jólunum er blandað saman á hressilegan hátt. Leikstjóri er Seth Gordon sem síðast sendi frá sér heimildarmynd- ina The King of Kong sem fjallaði um kostulegt einvígi tveggja Bandaríkjamanna um heimsmetið í tölvuleiknum Donkey Kong. Annar þeirra, Steve Wiebe, leikur einmitt lítið hlutverk í Four Christmases. Myndin fær 5,7 af 10 mögulegum í einkunn á síðunni Imdb.com. Ferföld jólahátíð FOUR CHRISTMASES Vince Vaughn og Reese Witherspoon leika aðalhlutverkin í gamanmyndinni Four Christmases. > SÆKIR VÍGSLUATHÖFN Leikarinn Tom Hanks verður við- staddur vígsluathöfn Baracks Obama sem forseti Bandaríkj- anna í janúar. „Ég verð ein- hvers staðar baka til,“ sagði Hanks, sem er mikill stuðn- ingsmaður Obama. „Svona lagað hefur aldrei gerst áður. Loksins vann náungi sem ég kaus. Það hefur varla gerst í mínu lífi.“ Framleiðslufyrirtæki Johnnys Depp, Infinitum Nihil, hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn á skáldsögu Nicks Tosches, In the Hands of Dante. Depp mun líklega fara með aðalhlutverkið. Bókin gerist á tveimur mismun- andi tímum. Annars vegar á fimmtándu öld þegar Ítalinn Dante reynir að ljúka við meistaraverk sitt Hinn guðdómlega helgileik og hins vegar í nútímanum þegar höf- undurinn Tosches er beðinn um að rannsaka handrit sem er hugsan- lega upprunalegt handrit Dante. Depp, sem myndi leika Toches, er annars upptekinn þessa dagana við tökur á Lísu í Undralandi í leikstjórn Tims Burton. Depp í Dante-mynd JOHNNY DEPP Leikarinn snjalli mun líklega fara með aðalhlutverkið í In the Hands of Dante. Leikstjórinn Roman Polanski, maðurinn á bak við Rosemary´s Baby, Chinatown og The Pianist, hefur óskað eftir því að 31 árs gömul ákæra á hendur honum um kynferðislega misnotkun verði felld niður. Polanski gekk í gegnum mik- inn harmleik árið 1969 þegar eig- inkona hans Sharon Tate var myrt af Manson-genginu í Bandaríkj- unum. Leikstjórinn flutti þá til Frakklands en sneri aftur 1974 til að taka upp Chinatown. Eftir hana virtust honum allir vegir færir í Hollywood en Adam var ekki lengi í Paradís því árið 1977 var Polanski ákærður fyrir að hafa átt samneyti við þrettán ára stúlku á heimili Jacks Nicholson. Í miðjum réttarhöldum flúði leik- stjórinn til Frakklands og hefur ekki stigið niður fæti í Banda- ríkjunum síðan. Stúlkan sem hann svaf hjá hefur ítrekað óskað eftir því að málið verði fellt niður en án árangurs. Núna hefur hinn 75 ára Pol- anski óskað eftir því að málið verði tekið upp aftur vegna nýrra sönnunargagna. Fundust gögnin við gerð nýrrar heimildarmynd- ar sem nefnist Roman Polanski: Wanted and Desired. Ellefu ár eru liðin síðan Polanski reyndi síðast að hreinsa nafn sitt í Bandaríkjunum. Þá var kröfu hans vísað frá. Bandarískir dóm- stólar taka málið til athugunar í janúar á næsta ári. Polanski vill hreinsa nafn sitt ROMAN POLANSKI Polanski við réttar- höldin árið 1977. Honum er mikið í mun að hreinsa nafn sitt í Bandaríkjunum. Hver er þín eftirlætis kvikmynd? Groundhog Day er sennilega sú sem ég hef séð oftast um ævina. Það er í eðli myndarinnar af hverju maður getur horft á hana aftur og aftur. Mér finnst hún takast skemmtilega á við mjög alvarlegt efni undir niðri. Hvort finnst þér betra að fara í bíó eða að horfa heima? Heima, af því að þá get ég fengið mér sígó og ýtt á pásu þegar ég vil. Þá stjórna ég bíóinu. Hver er þinn eftirlætis kvikmynda- leikstjóri? Ég hugsa að það sé David Fincher. Reyndar finnst mér Paul Thomas Anderson fínn líka. Hver er ofmetnasta kvikmynd allra tíma? Good Will Hunting. Allt sem viðkemur Ben Affleck finnst mér mjög lélegt. Þetta er einhver lífstíðargremja sennilega sem ég verð að berjast við. Það er viss skítastimpill yfir öllu sem hann tekur þátt í. En hver er vanmetnasta kvik- myndin? Mér fannst Four Rooms fá litla athygli. Það er mynd eftir fjóra leikstjóra sem leikstýra allir sínu herbergi á hóteli. Robert Rodriguez og Quentin Tarantino eru þar á meðal. Hvaða kvikmynd myndirðu vilja endurgera og hvernig myndirðu breyta henni? Ég væri til í búa til íslenska útgáfu af Ground- hog Day. Hún myndi fjalla um týnda borgarmanninn sem fer út á land. Ætli það verði ekki Fiskidagurinn á Dalvík. Páll Magnússon fer til Dalvíkur og finnur sig. Fengirðu fjármagn og frjálsar hendur til að gera hvaða kvikmynd sem er, hvað myndirðu gera? Mig hefur alltaf langað að sjá heimildarmynd um æviskeið kveikjara og sjá hvert hann ferðast alveg frá framleiðslu. Ég hef aldrei klárað kveikjara og þekki fáa sem hafa klárað kveikj- ara. Ég væri til í að gera heimildarmynd um einn kveikjara og fá að sjá hvað hann sér og hlustar á. KVIKMYNDANJÖRÐURINN DAVÍÐ GUÐBRANDSSON LEIKARI Vill gera heimildarmynd um kveikjara SENDU SMS ESL DND Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! VINNINGAR ERU DARK NIGHT Á DVD ÁSAMT BÍÓMIÐA, TÖLVULEIKIR, AÐRAR DVD MYNDIR, PEPSI OG MARGT FLEIRA Vi nn in ga r v er ða af he nd ir hj á E LK O Lin du m – Sk óg ar lin d 2. M eð þ ví að ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S k lú bb . 1 49 kr /sk ey tið . 9. HVERVINNUR! Með hverjum disk fylgir bíómiði á ævintýramyndina City of Ember! Dreifing S T Æ R S T A M Y N D Á R S I N S L O K S I N S Á D V D ! V E F V E R S L U N E L K O . i s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.