Tíminn - 23.03.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.03.1982, Blaðsíða 6
6 Þriöjudagur 23. mars 1982. stuttar fréttir borgarfréttir % m i§ ■ Rökkurkórinn ásamt undirleikara sinum Sigriði Jiillusdóttur og söngstjóranum Sveini Árnasyni ásamt Einari Schwaiger skólastjóra Tónlistarskóla Skagafjarðar. „Tökum sönginn og félagsskapinn fram yfir sjónvarpiö” ■ Sauðárkrókur: ,,Við gerum þetta nú kannski ekki sist fyrir okkur sjálf, tökum þetta söng- starf og þann félagsskap sem þvi fylgir fram yfir aö sitja framan við sjónvarpið öll kvöld, þó aö sjálfsögöu meö ákveöiö takmark aö keppa aö á hverju ári”, sagði Sigfús Pétursson i Álftageröi, form. Rökkurkórsins i Skagafiröi viö fréttaritara Timans á dög- unum. Rökkurkórinn er blandaöur kór og eru söngfélagarnir 40- 45 talsins, dreiföir I fimm hreppum i sveitum Skaga- fjaröar. Söngstjóri er Sveinn Arnason, Viðimel. Kórinn hef- ur æft af miklum áhuga og kappi i vetur. Eftir áramótin kom Sigurveig Hjaltested söngkona og kenndi raddæf- ingar meö kórnum i nokkra daga, alls 50-60 kennslustund- ir. Ahugi söngfélaganna var slikur að mæting var jafnan allt að 100% þótt sumir þeirra þurfi að aka um 50 km leið á æfingar. Nú hefur Rökkurkórinn haldiö3konserta við mikla aö- sókn og góöar undirtektir áheyrenda sem alls voru um 600. Söngskráin fjölbreytt og skemmtileg, dúett með kórn- um sungu Jóna Hjaltadóttirog PéturStefánsson. Einnig bæði karla- og kvenna kvartett. Karlakvartettinn sungu þessir fjórir ungu menn: Sigfús Pétursson, Pétur Stefánsson, Sveinn Árnason (söngstjór- inn) og Siguröur Halldórsson, en kvennakvartettinn: Ingi- björg Jóhannesdóttir, Þor- björg Gisladóttir, Bára Jóns- dóttir og Maria Helgadóttir. Undirleikarar kórsins voru: Einar Schwaiger skólastjóri Tónlistarskóla Skagafjarðar, Sigriöur Júliusdóttir og Heiö- mar Jónsson sem bæöi eru nemendur i Tónlistarskól- anum. Þá skemmtu nokkrir kórfélagar meö grín og gamanmálum á milli söng- þátta sem vakti léttan hlátur og sem rúsina i pylsuendann. Þaö er gott aö vita, að fólkið i dreifðum byggöum skuli enn, þrátt fyrir annriki og fólksfæð á heimilunum vinna svo heils- hugar að félagslegum og menningarlegum hugðarefn- um sinum sem hinir fjölmörgu áheyrendur Rökkurkórsins hafa oröið vitni að á söng- skemmtunum hjá kórnum. —G.Ó. 310 dollara eda engin grásleppu- hrogn Raufarhöfn: Smábátaeig- endur og grásleppuveiðimenn á Raufarhöfn hafa samþykkt áskorun til stjórnar Samtaka grásleppuhrognaframleiö- enda aö hún beini þvi til fé- lagsmanna sinna og annarra grásleppuveiöimanna um land allt aö þeir hefji ekki veiöar á komandi vertiö, fyrr en skil- yröum sé fullnægt vegna framleiöslu hrogna 1982, sam- kvæmt frétt frá aðalfundi Fé- lags smábátaeigenda og grá- sleppuveiöimanna á Raufar- höfn er haldinn var 5. þ.m. Skilyröin fyrir aö veiðar hefjist eru sögö eftirfarandi: Aö verö grásleppuhrogna til útflutaings miöist viö Banda- rikjadoliar, og aö veröiö veröi ekki undir 310 dollurum. Aö ekki veröi veittur greiöslu- frestur á útfluttum hrognum., Aö ekki veröi veitt meira en sala er trygg á samkvæmt fyrirframsamningum og til niöurlagningar innanlands á árinu 1980. Og aö síðustu aö Samtök grásleppuhrogna- framleiöenda og Sjávarút- vegsráöuneytið sjái um tak- mörkun veiðanna samkvæmt þvi sem fyrr er getiö. —HEI Framboðslist- inn ákveðinn á Hellissandi Hellissandur: Framsóknar- menn og óháöir á Hellissandi hafa nú samþykkt framboös- lista sinn fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar i vor. Efstu sæti listans eru þannig skipuð: 1. Ómar Lúðvlksson húsasmiöameistari, 2. Aðal- steinn Jónsson bifreiöastjóri, 3. Jóhanna Gunnarsdóttir hús- móöir, 4. Rúnar Reynisson sjómaður og 5. Arsæll Jónsson afgreiöslumaöur. Vertíð heldur vel á Hellissandi Hellissandur: Vertiö á Hellis- sandi hefur gengiö heldur vel til þessa og afli veriö sæmileg- ur, að sögn Aöalsteins Jósson- ar sem Tlminn spurði al- mennra tiöinda af staðnum nú nýlega. Agætis afli var á linuna fyrri part vetrar. Hæsti linubátur- inn haföi fengið um 260 tonn um sfðustu mánaöamót, sem þótti gott þar sem hann byrj- aöi ekki fyrr en 19. janúar. Nú hafa bátarnir skipt yfir á net og kvöldiö áöur en viö ræddum viö Aöalstein höfðu þeir land- aö þetta frá 9-11 tonnum. Aöalsteinn kvaö þvi næga vinnu hafa veriö i frystihús- inu. Spuröur hvort þeir Sand- arar fengju ennþá blómarósir frá Astrallu til starfa sagöi hann einar átta stúlkur þaöan á Hellissandi i vetur. Þrjár þeirra hafa veriö hér áöur og sumar nokkrum sinnum, svo varla kunna þær illa viö sig á Hellissandi. —HEI Stórbylting fyrirhuguð á leiða- kerfi Strætisvagna Reykjavíkur: Stór skipti- stöd fyrirhug- uð í Mjóddinni — Fimm hraðleiðir og fimm hægfaraleiðir úr Breiðholti og Arbæ ■ Um þessar mundir er verið að leggja siöustu hönd á tillögur sem hafa i för meö sér stórbreytingar á leiðakerfi Strætisvagna Reykjavikur. Ef allt gengur vel er hugsanlegt að þær komi til framkvæmda á næsta hausti. Er gert ráð fyrir samkvæmt þeim, að byggð verði stór skiptistöð i Mjóddinni iBreiöholti. Bein teng- ing komi milli Árbæjar- og Breið- holtshverfa og jafnvel Kópavogs. Ennfremur er gert ráð fyrir fimm hraöleiðum og fimm hægfara- leiðum úr Breiðholti og Árbæ. „Það sem er verið að reyna með þessum tillögum er að gera þjónustuna i Breiðholti og Arbæ álika góöa og ibúar á öðrum stöð- um I Reykjavik njóta. Markmið þeirra er einnig að bæta þjónustu SVR alls staöar i borginni jafn- framt þvi sem rekstur SVR geti batnað”, sagði Guðrún Agústs- dóttir, stjórnarformaður SVR i samtali við Timann i gær. Þessi kerfisbreyting ef af verður kemur til með að hafa um 20% f jölgun á strætisvögnum i för með sér eða um átta vagna. Sam- fara þessu er gert ráð fyrir að beinn rekstrarkostnaður aukist á bilinu 12-15%. „Maður vonar að með þessu mjög bætta leiðakerfi muni farþegum fjölga til að vega upp á móti þessum aukna rekstrarkostnaði”, sagði Guðrún Agústsdóttir. En endurbæturnar snúa ekki einvörðungu að nýju hverfunum. Breytingar eru lika fyrirhugaðar i gömlu hverfunum. „Þar verður lögð áhersla á að mannmargir vinnustaöir og staðir þar sem fólk þarf mikið að sækja þúi við öruggari og tiðari tengingar en nú gerist”, sagði Guðrún. Nefndi hún Borgarspitalann sem dæmi. Með þessum tillögum sem starfsmenn Borgarskipulags Reykjavikur og danskir sér- fræðingará þessu sviði vinna, er i fyrsta sinn reiknað með inni i myndinni ný hverfi sem risa eiga á næstu árum”, enda mikilvægt að strax sé komin góð þjónusta SVR i ný hverfi”, sagði Guðrún. —Kás Árásir á starfsmerm borgarinnar vegna bifreiðastæða í IVIjódd: . f Embættismenn ekki brotið fyrirmæli 99 — segir Kristján Benediktsson, ■ „Frá þvi að ég tók sæti i fram- kvæmdaráði og við formennsku i þvi á s.l. vori hafa samskipti min við embættismenn borgarinnar verið hin bestu sem reyndar jafnan áður. Ég kannast þvi ekki við að þeir hafi brotið þau fyrir- mæli sem þeim hafa verið sett eða neitað að framkvæma þau verkefni sem þeim hafa verið fal- in né heldur að þeir hafi tekið sér ákvörðunarvald umfram það sem þeim ber og eðlilegt getur talist.” Þetta lét Kristján Benedikts- son, formaður framkvæmdaráðs borgarinnar, bóka á siðasta fundi þess, vegna ummæla sem höfð hafa verið eftir Helga G. Samúelssyni, verkfræðingi, full- trúa Alþýðubandalagsins i nefnd- inni, i Þjóðviljanum nýverið. Þar segir Helgi að tilteknir embættis- menn borgarinnar lúti illa að stjórn, jafnframt þvi sem þeir hafi „itrekaðbrotið þau fyrirmæli sem þeim hafi verið sett”. 1 bókun Kristjáns segir enn- fremur: „Varðandi tvær þeirra framkvæmda sem vikið er að i viðtalinu I Þjóðviljanum skal þess getið að framkvæmdaráð ber ekki ábyrgð á skipulagi i Mjódd. Það var samþykkt löngu áður en framkvæmdaráð varð til. Bila- stæði i Mjódd eru samkv. skipu- laginu sameiginleg fyrir lóðar- hafa á svæðinu og þvi rangt að tala um að bilastæði hafi verið gerð fyrir einn aðila öðrum frem- ur. Á framkvæmdaáætlun þessa árs er gert ráð fyrir miklum framkvæmdum i þessu hverfi við undirbyggingu og malbikun bila- stæða og malbikun stiga. Er sér- staklega gert ráð fyrir i þeirri áætlun að bæta aðkomu að húsinu Þangbakka 8-10 og ganga frá bil- astæðum I nágrenni þess.” Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokks tóku undir um- mæli formanns framkvæmdaráðs i bókunum sinum. —Kás Skipulagi Mjóddarinnar breytt vegna Broadway ogBíóhallarinnar: „Bílastæðaþörf krefst sérstakrar úrlausnar” ■ Borgarstjórn hefur samþykkt að fela Borgarskipulagi að endur- skipuleggja skipulag Mjóddar- innar i Breiðholti vegna breyttra skipulagsforsendna. Er þar átt við starfsemi sem þar hefur ný- verið farið I gang, þ.e. skemmti- staðurinn Broadway og Bióhöllin. „I upphaflegu og samþykktu skipulagi var ekki gert ráð fyrir svona umfangsmiklum rekstri, sem myndar umferðartopp á sama tima sólarhringsins, þannig að aðkoma aö svæöinu og bila- stæðaþörf krefst sérstakrar úr- lausnar. Skipulagið þarf að endurskoða i sambandi við þau opnu svæði sem fyrirhuguð voru og ef til vill samdrátt á fyrir- huguöum byggingarframkvæmd- um hvað snertir heilsugæslustöð, félagsmiðstöð, og bókasafn. Enn- fremur vegna hugsanlegrar breytingar á aðkomu og bilastæð- um fyrir fjölbýlishúsið Þang- bakka 8-10”, segir Ingi O. Magnússon, gatnamálastjóri. Framkvæmdaráð samþykkti á siðasta fundi sinum gerð malar- stæða fyrir bifreiðar til bráða- birgða á helmingi fyrirhugaðrar lóðar undir heilsugæslustöö austan Þangbakka 8-10, og á opnu svæði vestan lóðar fyrir félags- miðstöð og bókasafn. Þá leggur framkvæmdaráð áherslu á að endurskoðun sú sem borgar- skipulagi hefur verið falin á skipulagi svæðisins verði hraðaö og þar með fundin varanleg lausn á bilastæðamálum hverfisins —Kás Öryggisfyrir- tækið Securitas: Fær ekki að nota varð- hunda ■ Borgaryfirvöld hafa hafnað erindi frá öryggis- firmanu Securitas hér i borg um undanþágu frá banni við hundahaldi i þá veru að öryggisvöröum frá fyrirtæk- inu veröi heimilað að nota hunda við gæslustörí. Var farið fram á ieyfi fyrir tvo hunda sem eingöngu yrðu notaðir á athafnasvæði Haf- skips i Norðurmýri og við höfnina i þvi skyni að koma „ivegfyrir að öryggisvöröur rati i aðstæöur sem geta reynst hættulegar”, eins og það er orðað. Tekið er fram, aö hundarnir verði ávallt i taumi og slysahætta af þeim ætti að vera i algjöru iág- marki. 1 bréfi lögreglustjóra vegna máls þessa segir m.a. að af hálfu embættisins þyki ekki ástæða til að gera sér- stakar athugasemdir við erindið. Þá segir að verði leyfið veitt sé rétt að binda þaö þeim skilyrðum að hundurinn verði eingöngu notaður utan almannafæris, innanhúss eða á lokuðum svæðum utanhúss og ávallt i taumi. Sömuleiðis að flutningar hundsins milli staða fari eingöngu fram i lokaðri bifreið. Loks er þess getið að hafa beri I huga að fleiri umsókn- ir, byggðar á svipuðum for- sendum, kunni að koma ef umbeðið leyfi verði veitt. Ljóst er, að eftirlit lögreglu meö banni við hundahaldi i Reykjavik hafi ekki verið sem skyldi og megi þar m.a. um kenna takmörkuðum réttarfarsúrræðum til þess að halda banninu uppi. Þannig hefur lögreglu verið synjað um úrskurð um hús- leit i þvi skyni aö fjarlægja hund sem reynst hafði hættu- legur. Sektarákvæði vegna brota á reglum um hunda- hald eru svo væg að þeim verður tæpast beitt meö árangri en hámarkssekt er nú kr. 10. Þá hafa veriö erfiðleikar við geymslu hunda sem lögreglan hefur tekið i sina vörslu. Ekki er ástæða tii að ætla að eftirlit aö hálfu lögreglu veröi skeleggara með þeim hund- um, sem hér um ræðir jafn- vel þótt settar verði sérstak- ar reglur um það, hvernig þeim skuli beitt við öryggis- vörslu eöa flutning milli staða. I umsögn Gunnars Eydals skrifstofustjóra borgar- stjórnar um þetta segir: Þá er á það að lita aö fleiri aðil- ar hafa leitaö hófanna hjá lögreglu i sama tilgangi og vaknar þvi sú spurning, hvar draga eigi markalinuna. Ekki er að efa aö fjölmargir aðilar mundusækja um leyfi til hundahalds vegna öryggisgæslu verði opnað frekar fyrir slikar undan- þágur. Loks má benda á, aö ef- laust eru um það mjög skiptar skoðaniu. hversu geðfellt það er að öryggis- verðir noti hunda við gæslu- störf. Af framangreindum ástæðum, leggur undir- ritaður. til við borgarráð að erindi Securitas verði hafnaö* Borgarráð og borgarstjórn samþykktu umsögnina. Securitas fær þvi ekki und- anþágu frá banni við hunda- haldi. —Kós

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.