Tíminn - 23.03.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 23.03.1982, Blaðsíða 14
Þriöjudagur 23. mars 1982. ■ Fyrir 15-20 árum fengu fermingarbörnin yfirleitt fyrsta úrið sitt i fermingargjöf frá for- eldrum sinum. Nú fá mörg börn úr 7-8 ára gömul, svo að eitthvað hefur þetta breyst. En hvað skyldu fermingar- börnin i ár fá i ferm- ingargjöf? Ég hringdi i nokkrar verslanir til að forvitnast um, hvort fermingargjafasala væri komin af stað: Yfirleitt bar fólki saman um að enn sem komið er væri fólk að skoða og spyrja um verð á ýms- um gjöfum, en ekki mikið farið að kaupa. Fyrstu fermingar eru á sunnudag og þvi er lik- legt að eitthvað aukist saian i þessari viku. Hjá Frank Michelsen var mér sagt, að nú væri það að byrja aftur aðkrakkar fengju úr i ferm- ingargjöf, en sá siður hefði á timabili mikið lagst niður. En nú væru það oft afi og amma, sem gæfu fermingarbörnunum úr, en pabbi og mamma þá fremur ein- hver hljómtæki. Mest er keypt af tölvuúrum fyrir stráka, en kvartsúrum fyrir stelpur. Báðar þessar tegundir eru raunar kvartsúr, en tölvuúrin eru með tölum, sem sýna timann, en kvartsúrin svokölluðu eru með vfsum. Skartgripir eru lika alltaf mikiö teknir til fermingargjafa, en þaö eru þá aðallega hringir. Einnig eru vekjaraklukkur vin- sælar til gjafa. tlrin kosta frá 1200 kr. Ingibjörg Sigurðardóttir hjá verslun Magnúsar Asmunds- sonar, i Ingólfsstræti, sagði að fólk væri þó nokkuð byrjað aö kaupa fermingargjafir, enda fyrsta ferming á sunnudag. Ingi- björg sagði, að úr væru alltaf si- gild fermingargjöf og væru mikið keypt til fermingargjafa, en það væru þá foreldrar eða afar og ömmur, sem gæfu fermingar- börnunum úr. Kvartsúrin væru aðallega keypt og væru þau frá kr. 785, en frá 1 þús. kr., ef þau eru með dagatali. Ingibjörg sagði, að mikið væri keypt af alls konar smágeröum og finlegum skartgripum, t.d. silfureyrna- lokkum, sem fást frá kr. 40 og silfurkeðjum og armböndum fyrir stúlkurnar, en fyrir drengi væru teknir silfurkrossar og silf- urplötur, sem hægt er að grafa á stafi eöa nöfn og plöturnar siöan hafðar i keðju um hálsinn. 1 Fálkanum var mér sagt að mikið væri farið að spyrja um bæði reiöhjól og skiði og skiöa- búnað. Nokkuð væri um að 3-10 gíra hjól væru keypt til ferm- ingargjafa, bæði fyrir stúlkur og drengi. Girahjólin kosta frá kr. 2700, en giralaus hjól fást frá kr. 1500.00. Töluvert er selt af skið- um, skiöaskóm og skiöabinding- um, einnig pokum utan um skiði og skiöaskó, einnig skiðagöllum. Skiði kosta frá kr. 600 og bind- ingar frá kr. 100, skiöaskór frá kr. 300.00 Hjá Hans Petersen sagði af- ereiðslustúlka mér að fólk væri mikiö byrjað að skoða og átta sig á verði. Myndavélar eru alltaf vinsælar til fermingargjafa og einnig smásjár og sjónaukar. Vasamyndavélar fást á verði frá kr. 269 en 35 mm vélar fást ódýr- astar á kr. 910 og eru með inn- byggðu leiftri. Vélar sem fram- kalla myndirnar sjálfar fást frá kr. 510. Hjá Nesco fengust þær upplýs- ingar að fólk væri að byrja að kaupa til fermingargjafa. Al- gengastværiað fólk keypti stereo feröasett bæði fyrir rafmagn og rafhlöður, en það er stereo útvarp og stereo kassettutæki og fæst frá kr. 2 þús. Eitthvaðer lika um það að fólk kaupi fullkomin hljómtæki, sem kosta meira en 15 þús. kr. en ekki Er vandi að velja fermingar gjöfina? ■ Biblian og Passiusálmarnir eru sigildar fermingargjafir. er það algengt. Fólk kaupir þá kennske aöaleiningar i slikum tækjum, t.d. magnara, hátalara og plötuspilara, sem kostar þá frá 8-9þús., en siðan getur unglingur- inn bætt viö sjálfur, þegar hann fer að vinna sér inn peninga, t.d. kassettutæki og útvarpi i hljóm- tækin. Hjá Radióbúðinni er mest selt af stereoferðatækjum sem kosta frá kr. 3.069 og einnig er vasa- diskó vinsælt, en það er litið kassettutæki með heyrnartækjum og kostar frá 1600 kr. Sambyggð hljómtæki eru nokkuð keypt, sér- staklega þau ódýrustu, sem kosta um 6.500. Eitthvað er um að fólk kaupi hljómtæki af dýrustu gerð eða um 20 þús. en það er sjald- gæft. Hjá Karnabæ ræddi ég við önnu Karen Sverrisdóttur og hún sagði að siðustu vikur hefði mikið verið keypt til fermingargjafa. „Það eru alveg heilu hljómtækjasam- stæðurnar sem fólk kaupir”, sagði Anna Karen ,,og mjög mikið er keypt af samstæðum á um 14 þús. kr. Margir kaupa lika hluta af samstæðu, t.d. plötuspil- ara, magnara og tvo hátalara fyrir kr. 7.050,00 og ætlast svo til aö krakkarnir bæti við sjálf seinna, þegar þau eru búin að safna fyrir þvi. Við eigum lika samstæður frá kr. 5.950.00, en það erekkieins mikil sala i þeim. Þær seldust mikið i fyrra, en núna er eins og krakkarnir ráði þessu meira og vilji þá frekar fá bara hluta af dýrari tækjum og bæta sjálf við seinna. Einnig seljast mikið ferðatæki. Þau fást frá kr. 3.300, en mesta salan er i tækjum, sem kosta 5-6 þús. kr. Hjá Bókaverzlun Snæbjarnar fékk ég þær upplýsingar að sala i bókum til fermingargjafa væri litið byrjuð enn, aðallega væri fólk að spyrja og skoða. Mikið er spurt um orðabækur, sérstaklega ensk-islenska og dansk-islenska, en þær hafa verið ófáanlegar undanfarin ár. Biblian er alltaf þó nokkuð mikið keypt fyrir ferm- ingar og kostar hún nú frá kr. 296,40 en myndskreytta biblian kostar kr. 248,20. Passiusálmarn- ir eru lika alltaf keyptir nokkuð til fermingargjafa. Þeir fást á kr. 345,80 i stóru broti, myndskreyttir af Barböru Árnason. 1 deildinni með ensku bækurnar er mikið keypt af Atlas-bókum (landa- bréfabókum), listaverkabókum og bókum um ýmis sérefni t.d. flugvélar, skip o.s.frv. Það er að byrja að koma hreyf- ing á söluna til fermingargjafa, sagði afgreiðslumaðurinn i Sport- vali. „Fólk er svona að byrja að þreifa fyrir sér. Hjá okkur eru það helst skiðavörur og viðlegu- útbúnaður, sem selst til ferm- ingargjafa. Skiðaútbúnaður, skiði, bindingar og skór fást frá kr. 1500.00 svefnpokar og bakpok- ar eru lika alltaf vinsælar ferm- ingargjafir og ýmsar iþróttavör- ur t.d. iþróttatöskur. Hjá Skátabúðinni var svipaða sögu að segja. Þar er það helst skiði, skiðaskór og bindingar, sem seljast til fermingargjafa, einnig svefnpokarog bakpokar og tjöld. Skiði fást þar fyrir unglinga frá kr. 760 kr. en afgreiðslustúlk- an sagði þó að flestir keyptu dýr- ari tegundir af skiðum. Bindingar kosta frá 600 kr. og skór frá 440 kr. Þar fást einnig áttavitar, sem kosta 98 kr. í Versluninni Ástund eru bæði seldar bækur og eins vörur fyrir hestafólk. Þar er helsta salan i orðabók- um, Bibliunni og Gesta- og skeytabókinni til fermingargjafa. Fyrir krakka, sem eiga hesta er keypt til fermingargjafa t.d. öryggishjálmar, sem kosta frá kr. 295.00, stigvél 395 kr„ hnakk- ar og beisli og reiðbuxur. Það mun ekki óalgengt að krakkar fáihesta i fermingargjöf og hefur áhugi á þvi aukist mikið á undanförnum árum. Það er draumur margra barna allt frá þvi að þau eru litil að eignast hest sem þau geta hugsað um sjálf. Sá draumur rætist oft á fermingar- daginn. Hjá 3K húsgögnum og innrétt- ingum.Suðurlandsbraut 18, ræddi ég við Guðmund Halldórsson. Hann sagði að salan i húsgögnum til fermingjargjafa væri þegar byrjuð og væri mest salan i skrif- borðum, stólum og unglingahús- gögnum, sem hægt er að raða saman á ýmsa vegu. Einnig er mikið selt af alls konar hillum og skápum undir hljómtæki. Þeir kosta frá kr. 550.00 . Skrifborðin eru á verði frá 980 krónum og skrifborðsstólar eru frá 900 krón- um. Einnig eru til pinnastólar frá 250 krónum. Að sjálfsögðu eru ótal margar gjafir, sem ekki hefur verið minnst á i ofangreindri upptaln- ingu, og má þar nefna, alls konar pennasett, myndaalbúm, hár- burstasett, lampa, skartgripa- skrin, hnetti o.fl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.