Tíminn - 24.03.1982, Síða 3

Tíminn - 24.03.1982, Síða 3
Miövikudagur 24. mars 1982 3 fréttir Mál vegna svika í bílaviðskiptum hrannast upp hjá saksóknara: „HEFUR ALVEG KEYRT UM ÞVERBAK Afi UNDANFÖRNU” ■ „Hingað hafa alltaf skolast einstaka svokölluð bilasvikamál en nú undanfarið ár hefur alveg keyrt um þverbak og hér á borðinu hjá mér hef ég alveg voðalegan fjölda slikra sem verið er að vinna i núna”, sagði Jónat- an Sveinsson, saksóknari i samtli við Timann i gær. „Að undanförnu höfum við farið með kærur á hendur einum manni sem virðist hafa keypt marga tugi bila og greitt þá með vixlum sem siðan hafa revnst tryggingarlausir. Þvi oft á tiðum hefur fólk ekki vit á að tryggja vixla sem það tekur sem greiðslu. Annaðhvort hefur tiltekinn maður samþykkt vixlana sjálfur, eða þá að hann hefur fengið álika trausta menn til að samþykkja þá fyrir sig”, sagði Jónatan. — Verður þessi maður ekki sóttur til saka? „Þótt margir eigi um sárt að binda eftir svona viðskipti er ekki þar meðsagt að hægt sé að höndla þessi mál i formi sakamáls. Undirrótin að þessum svikum eru vixlar sem fólk oft álitur merki- lega hluti og lætur fyrir þá verð- mæti án þess að athuga nokkuð með tryggingu. 1 þessum bila- svikamálum eru mennirnir oftast búnir að selja bilana þriðja aðila þegar krafa er gerð á hendur þeim. Nú þriðji aðilinn hefur keypt bilinn á fullkomlega lögleg- an hátt og þvi er ekki hægt að taka hann af honum. Þótt öllum sé ljóst að hér sé um svikastarf- semi að ræða er ekki þar með sagt að við höfum lagaheimildir til að höfða sakamál á hendur Vegaáætlun: Tíu milljónir í viðbót til að auka öryggi ■ Að tilhlutan samgöngu- ráðherra hefur verið lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að i ár skuli aflað 10 millj. kr. við- bótarfjár til vegaáætlunar sem verja á til framkvæmda til að auka öryggi vegfarenda á svo- kölluðum „óvegum”. Gert er ráð fyrir að fénu verði skipt þannig að til vegarins um Ólafsvikurenni verði varið 6.9 millj. kr., i veginn um Óshlið, sem er milli fsafjarðar og Bolungar- vikur, 3 millj. kr., og i veginn fyrir Ólafsfjarðarmúla 100 þús. kr. Framkvæmdirnar verða sér- stakur verkefnaflokkur innan stofnbrauta og frekari fjárveit- ingar skulu ákveðnar við næstu endurskoðun vegaáætlunar. Hér er um aðkallandi fram- kvæmdir að ræða en stórátak er áætlað til að endurbyggja þessa vegi og gera þá greiðfærari og umfram allt öruggari. Á athuga- semdum með tillögunni er tekið fram: Við afgreiðfclu vegaáætlunar s.l. vor ritaði samgönguráðherra fjárveitinganefnd Alþingis svo- hljóðandi bréf: „Að gefnu tilefni skal tekið fram að ráðuneytið hefur óskað eftir þvi við Vegagerð rikisins að hún láti gera áætlun um fram- kvæmdir til þess að draga sem mest úr hættu fyrir vegfarendur af snjóflóðum, skriðuföllum og grjóthruni á vegum um Ólafs- fjarðarmúla, Ólafsvikurenni og Óshlið þar sem hætta fyrir um- ferð er talin mest á þjóðvegum landsins. Samgönguráðherra mun leggja til við rikisstjórnina að lögð verði fram á næsta Alþingi viðaukatil- laga við vegaáætlun, þannig að þessum framkvæmdum verði sinnt samkvæmt áætlun Vega- gerðar rikisins og sem sérstöku verkefni innan stofnbrauta og verði fjármagns til þeirra aflaö sérstaklega. Hefur um það verið rætt við fjármálaráðherra. Er þess vænst að framkvæmdir geti hafist sumarið 1982”. Isamræmi við bréf þetta er til- laga þessi flutt. Vegagerð rikisins hefur unnið að áætlanagerð um ofangreindar framkvæmdir. Er sú vinna mis- jafnlega langt komin fyrir ein- staka vegi en i heild er hún komin það langt að byggja má á henni tillögu þessa. I meðfylgjandi greinargerð Vegagerðarinnar eru raktir þeir valkostir sem til álita hafa komið oggerðgreinfyrir þeim lausnum, sem Vegagerðin mælir með til að ná þeim markmiðum, sem að var stefnt, þ.e. að draga sem mest úr hættu fyrir vegfarendur á um- ræddum vegarköflum. 1. ólafsvikurenni: Nýr vegur i fjöru undir Enni, áætlaður kostnaður 46 m. kr. 2. Óshlið: Endurbygging núver- andi vegar þar með taldar að- gerðir til að tryggja umferð gegn ofanhruni m.a. með bygg- ingu vegþekja. Áætlaður kostnaður er 60 m. kr. 3. Ólafsfjarðarmúli: Jarðgöng undir Múlann um 2,5 km. að lengd, ásamt endurbótum á vegi beggja megin ganga. Aætlaður kostnaður er 80 m. kr. Kostnaðartölur eru á verðlagi i ágúst 1981. Hér er um dýrar framkvæmdir aðræða.Tvær þeirra, Ólafsvikur- enni og Ólafsfjarðarmúli eru meö þeim hætti að þær gagnast um- ferð ekki fyrr en þeim er lokið. 1 Óshlið komast minni áfangar að visu strax i notkun en þar munu framkvæmdir hins vegar trufla mjög samgöngur um veginn og liklega loka honum um lengri tima. Þessar staðreyndir kalla á stórar fjárveitingar. Hér er lagt til að 10 m. kr. verði veitt til þess- ara verkefna 1981. A-næstu árum þyrfti sú upphæð að aukast veru- lega. Ekki þykir rétt að flytja til- lögur um ákveðnar fjárhæðir á þessu stigi enda kæmi máliö til ákvörðunar við næstu endur- skoðun vegaáætlunar veturinn 1982-1983. Við skiptingu fjárins er tekiö tillit til þess að mikil rannsókna- og hönnunarvinna þarf að fara fram i ólafsfjarðarmúla áður en framkvæmdir geta hafist þar. Er þvi einungis veitt fé til þeirra starfa en á hinum stöðunum báðum yrði hafist handa um framkvæmdir á þessu ári. Oó þeim”, sagði Jónatan. Jónatan sagði ennfremur að svona viðskipti færu oftast fram gegnum smáauglýsingar dag- blaða og sagði hann fulla ástæðu til að vara fólk sérstaklega við að eiga bilaviðskipti heimavið við menn sem bjóða gull og græna skóga i formi verðlausra pappira. Þá sagði Jónatan að sá sem virðist einna drýgstur i þessum óheiðarlegu viðskiptum sé sá sami og var plataður i svokölluðu Djúpuvikurmáli. En þá lét hann sig ekki muna um að samþykkja vixla fyrir á annað hundrað milljónir. „Þá var hann fórnar- dýrið en nú virðist hann hafa skipt um hlutverk”, sagði Jónatan. —Sjó NVTT UBLAÐ KOMIÐ ÚT Vemd Fangahjálpin relagasamtökin Vernd „H vað er svona djöfull gott við þennan dag?" Fangahjálp eða fangahjálp? „Sukkið var plenty djobb" Fyrrum fangi nú í fangahjálp Ljóð úr einangrunarvist Skólahald á Hrauninu Við biðjum hvorki um vorkunn né samúð, aðeins skilninq Fæst í lausasölu á öllum helstu blaðsölustöðum Askriftarsími: 21458 Verd kr. 20.-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.