Tíminn - 24.03.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.03.1982, Blaðsíða 5
■ ólafur Þorsteinsson var kosinn formaöur Verktakasambands ts lands á aöalfundiþess nýlega, þar sem þessi mynd var tekin. Aðalfundur Verktakasambandsins: F ramk væmdir ríkisins eru helmingi dýrari en þörf er á ■ „Rikisvaldið okkar, með þing- mennina i stafni, leggur vegi og reisir hafnir þriðjungi til helm- ingi dýrara heldur en við verk- takar treystum okkur til og hefur takmarkaðan áhuga á að breyta”, sagði fráfarandi for- maður Verktakasambands Is- lands, Ármann örn Ármannsson, m.a. i setningarræðu sinni á aðal- fundi félagsins er haldinn var fyrir nokkru. Gestir fundarins voru m.a. fimm þingmenn. ,,bað er lika talað um af hinum opinberu embættismönnum að þeir gætu misst vinnuna, ef verk- efni þeirra væru minnkuð þó ekki sé nú talað um öll mikilvægu „timavinnuatkvæðin” heima i héraði. Við verktakar erum þeirrar skoðunar að starfsmenn rikisins, sem vinna að verktaka- iðnaði, væru almennt til þess lik- legir að skila enn betri afköstum, ef þeir væru starfandi i frjálsum verktakaiðnaöi”, sagði Armann. Hann sagði um tvo þriöju hluta fjárfestinga þjóðarinnar fara til verklegra framkvæmda. „Og ef grannt er skoðað, fer allur þessi skuldabaggi, sem þið þingmenn eruð að setja á okkur venjulegt fólk, i gegnum hendur okkar verktaka. Skiptir þvi ekki nokkru hvort við getum af lifsþrótti og þekkingu gert verkin einum þriðja ódýrari en ykkar sérfræð- ingar áætla og e.t.v. allt að helm- ingi ódýrari en ýmis fyrirtæki „okkar allra” gera þau i raun?” Þá sagði Armann verktaka hafa beint þvi til þingmanna að eðlilegt væri, eftir að hafa starfað eftir lögum um skipan opinberra framkvæmda i 10 ár, að gerð yrði úttekt á opinberum framkvæmd- um með þátttöku hins frjálsa verktakaiönaðar, en „ekki eins og oft vill brenna við, að opinberir • starfsmenn skoðuðu sin eigin störf sjálfir”. —HEI Mikið kapphlaup milli ráðunautanna Þorkels Bjarnasonar og Gunnars Bjarnasonar um útgáfu ættbókar hrossa: „FINNST ÞETTfl OF LANGT GENGIÐ - GUNNAR HAFEH TEYGT SIG NÓG INN Á MITT SVT ■ „Þaö kom mér mjög á óvart, að Gunnar skyldi gera þetta,mér finnst þetta of langt gengiö^nóg liafði hann teygt sig inn á mitt svið meö þeim bókum, sem hann erbúinn aö gefa út áöur. Mér datt ekkert annað i hug en aö hann væri hættur”. A þessa leiö fórust Þorkeli Bjarnasyni hrossa- ræktarráðunaut orð i viðtali viö Timann um fjórðu bók Gunnars Bjarnasonar fyrrverandi hrossa- ræktarráðunauts, i flokknum „Ættbók og saga islenska hests- ins á tuttugustu öid”. Nú virðist vera komið upp mik- ið kapphlaup milli Gunnars Bjarnasonar og Bókaútgáfu POB annars vegar og Þorkels Bjarna- sonar og Búnaðarfélags íslands hins vegar um útgáfu ættbókar stóðhesta. Báðir aðilar undirbúa nú útgáfuna af kappi og báðir hugsa sér að bókin komi út fyrir Landsmót hestamanna i sumar. Gunnar stendur heldur betur, eins og sakir standa nú, hann hefur skilað sinu handriti i prent- smiðju, en Þorkell hefur fengið aðstoðarmann til að flýta fyrir vinnslu sinnar bókar. Báöar bækurnarfjalla um sömu hestana en þó tekur bók Þorkels heldur lengra aftur i timann byrjar þar sem hann tók við skráningu i ætt- bókina, nálægt nr. 560. Gunnar byrjar aftur á móti á hesti nr. 665, en öllum hestum með lægra ætt- bókarnúmer hafði hann gert skil i fyrstu bók sinni i ættbókarflokkn- ■ Gunnar Bjarnason um, sem kom út árið 1968. Forsaga þessa máls er i stuttu máli sú, að Gunnar hóf útgáfu þessarar bóka eins og fyrr segir, árið 1968 með skrá yfir alla stóð- hesta, sem skráðir hafa verið i ættbók allt frá upphafi til og með nr. 664. Það var um eitt hundrað hestum meira en skráð hafði verið i hans tið sem hrossa- ræktarráðunautur. Þorkeli þótti þá gengið inn á sitt svið, en lét kyrrt liggja. Arið 1980 kom frá Gunnari fyrri hluti ættbókar hryssa og á siðasta ári kom fram- hald af henni. Hátt i áratug er nú liðið siðan raddir fóru að heyrast um nauðsyn þess að B1 gæfi út i hentugri útgáfu helst var talað um lausblaðabók, ættbókina sem handhæga uppsláttarbók með öll- ■ Þorkell Bjarnason um helstu staðreyndum, sem þekktar eru um hvert ættbókarfrt kynbótahross. Þrátt fyrir áskor- anir Landssambands hesta- manna um að flýta þvi verki hefur ekki orðið úr framkvæmd- um fyrren nú. Það þykir mörgum hestamönnum athygliverð tilvilj- un að nú þegar loks verður af út- gáfunni, skuli vera stefnt að þvi að bókin komi á sama tima og sé um sömu hesta og bók Gunnars. Bæði Þorkell og Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri fullyrtu þó við Timann að þessu réði tilviljun einber. Gunnar Bjarnason sagði um þetta: „Seljist min bók ver, tapa ég og útgefandinn, en seljist hún betur tapar almenningur, þvi Búnaðarfélagið er rekið fyrir al- mannafé”. —SV Vinnuveitendur vilja svör „Hver yrðu áhrif þess á verð- lagsþróun og atvinnustig ef allar almennar kröfur og sérkröfur ASl og landssambanda þess yrðu samþykktar, annars vegar i þvi tilviki að gengi krónunnar yrðu Kiippt r Kópavogi ■ Allir bilar úr Kópavogi eiga að vera skoðaðir fyrir annan april nk. og er lögreglan i Kópavogi þegar farin að klippa númerin af þeim bilum sem ekki hafa verið færðir til skoðunar á tilsettum tima. Númer voru klippt af mörg- um bilum i gær og sagðist lög- reglan ætla að herða eftirlitið enn á næstu dögum og bað hún Tim- ann aö hvetja menn til að færa bila sina til skoðunar. lækkaö til samræmis við kostn- aðarhækkanir vegna kjarasamn- inganna og hins vegar ef genginu yrði ekki breytt vegna áhrifa kjarasamninga? ” Svara við þessum spurningum hefur samningaráð Vinnuveit- endasambandsins óskað eftir að rikissáttasemjari afli frá Þjóð- hagsstofnun og leggi niðurstöður fyrir samningsaðila, þ.e. ASl og VSl, en beiðnin var lögð fram á fyrsta sáttafundi þessara aðila i fyrradag. Jafnframt er óskað álits Þjóð- hagsstofnunar á þróun þjóðar- tekna á mann á þessu ári og horf- um i þvi efni á árið 1983. Svo og hver kostnaðarþróun verði i inn- lendri framleiðslustarfsemi á þessu ári samanborið viö kostnaðarþróun erlendra sam- keppnisaöila. HEI Þingmenn Alþýðuflokksins: Biðja um mat á eignum Iscargo hf. ■ Þingmenn Alþýðuflokksins hafa lagt fram á Alþingi beiðni um skýrslu frá fjármálaráðherra um mat á eignum Iscargo hf. sem Arnarflug hf. hefur fest kaup á. I greinargerð segir m.a. að is- lenska rikið eigi beinna hags- muna að gæta vegna þessara kaupa, þar sem rikið á 20% i Flugleiðum og siðan eiga Flug- leiðir 40% i Arnarflugi sem er kaupandi eignanna. Þá segir að ástæða sé til að ætla að kaupverð eignanna sé hærra en eiginlegt verðmæti þeirra og að nauðsyn- legtséaðfram farimat óvilhallra manna. Þá er óskað eftir þvi að i skýrslu fjármálaráðherra komi greiðsluþol Arnarflugs fram. OÓ ■ Baldvin Tryggvason sparisjóösstjóri ásamt stjórn sjóösins: Sigursteinn Arnason, Agúst Bjarnason, Jón G. Tómasson, formaöur, Sigurjón Pétursson og HjaltiGeir Kristjánsson. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis: Innlánsaukningin 81% á síðasta ári ■ A aðalfundi Sparisjóðs Reykjavikur og nágrennis kom fram að innistæður jukust meira á siðasta ári en nokkru sinni fyrr i sögu sjóðsins. Innlánsaukningin nam 65,5 millj. kr. eða 81%. Heildarinnlán námu i árslok um 146 millj. kr. og hafa þannig rúm- lega tifaldast á s.l. 5 árum. A þessu árabili hefur fjöldi við- skiptavina sparisjóðsins marg- faldast og jókst á liðnu ári i svip- uðu hlutfalli og nam innlánsaukn- ingunni i sjóðnum, að þvi er segir i frétt frá aðalfundi. Heildarútlán sparisjóðsins juk- ust um 39 millj. kr. á árinu eða um 70% og voru i árslok rúmlega 95 millj. kr. Þar af voru lán til einstaklinga 71 millj. kr. eða um 75% af heildarútlánum sjóðsins. Hinn 28. april verða 50 ár siöan sjóðurinn hóf starfsemi sina i húsinu að Hverfisgötu 21, sem nú er I eigu FBM, og hefur verið ákveöið aö miiinast þeirra tima- móta þann dag. 1 tilefni af afmælinu samþykkti aðalfundurinn að veita þrem aðil- um i Reykjavik 40.000 kr. styrk hverjum, þ.e. Flugbjörgunar- sveitinni, Hjálparsveit skáta og Björgunarsveit Slysavarna- deildarinnar Ingólfs. —HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.