Tíminn - 24.03.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.03.1982, Blaðsíða 6
Miðvikudagur 24. mars 1982 stuttar f réttir borgarfréttir ¦ Þorgeir Krisljánsson varaform. Lionsklúbbsins hefur talið rétt aðprófa bekkinn en við hliö hans stendur Stefán heilsugœslu- og héraoslæknir á Höfn. Mynd Trausti. „Stóra vandamálid ad fá ekki sjúkraþjálfara" HÖFN t HORNAFIRÐI: Lionsklúbbur Hornaíjarðar afhenti nýlega Heilsugæslu- stöðinni á Höfn að gjöf nýjan þjálfunarbekk fyrir sjúkra- þjálfun og endurhæfingu. Að sögn Tryggva Sigurjónssonar form. Lionsklúbbsins kostaði bekkurinn um 16.000 kr. (1,6 millj.gkr.) þegar hann var keypturifyrra. „Enviðbiðum dálitið eftir stólnum sem fylg- ir og gátum þvi ekki afhent þetta fyrr en nú nýlega", sagði Tryggvi. Það var Friðjón Guðröðar- son, sýslumaður sem tók við þessari rausnarlegu gjöf fyrir hönd Heilsugæslustöðvarinn- ar. „Ég var inni i þessu máli af tveim ástæðum. Bæði er að ég er formaður rekstrar- nefndar stöðvarinnar, en einn- ig er ég i khibbnum", sagði Friðjón. „Stóra vandamálið er það, að það er ekki nokkurn sjúkra- þjálfara að fá út á lands- byggðina. Stéttin er svo fá- menn að þörfinni er ekki einu sinni fullnægt á stærri stöð- unum svo sem Reykjavik og Akureyri svo við höfum litla von. Það værim.a.s. mikil bót að geta fengið sjúkraþjálfara þó ekki væri nema tima og tima sem læknar hefðu þá skipulagt verkefni fyrir þá fyrirfram. En það litur ekki einu sinni út fyrir að það muni takast. Þessi bekkur stendur þvi nánast eins og góð mubla i dag og kemur að litlum notum. Að visu er hann þó hokkuð not- aður fyrir röntgenmyndatök- ur, þvi hann er svo nákvæmur og gott að hækka hann og lækka, þó það sé ekki hans rétta hlutverk", sagði Friðjón. Auk þess hefur Lions- klúbbur Hronaf jarðar töluvert gert að þvi að styrkja elli- og hjúkrunarheimilið á staðnum. —HEI „Góður 99 SKAGAFJÖRDUR: Um sið- ustu helgi fengum við Norð- lendingar góðan gest sem var Jónas Ingimundarson pianó- leikari sem hélt ferna tónleika hér nyrðra. Fyrstu tónleikana hélt Jónas á Hvammstanga föstu- daginn 12. mars, siðan næstu daga á Blönduósi og Varma- hlið, en siðustu tónleikar hans voru á Hofsósi mánudaginn 15. mars. A efnisskrá hans voru tvær pólonesur og sex etýður eftir Chopin auk ballööu i G- moll opus 23. Annar hluli efnisskrárinnar voru myndir á sýningu eftir Mussorgsky, hljómlist sem hreif bæði börn og fullorðna sem á hlýddu. —H.J. í Stóru- tjarnarskóla S-ÞINGEYJARSÝSLA: Arleg listavaka Lionsklúbbs- ins Sigurðar Lúters i Suður- Þingeyjarsýslu verður haldin i Stórutjarnarskóla föstudags- kvöldið 26. mars kl. 21.00. Að sögn séra Jóns A. Bald- vinssonar á Staðarfelli fer þar fram fjölbreytt dagskrá. Fyrst má nefna að þeir séra Bolli Gústafsson i Laufási og Hjörtur Pálsson dagskrár- stjóri lesa úr verkum sinum. Þá munu kennarar og nem- endur Tónlistarskólans á Akureyri flytja fjölbreytta tónlist, m.a. mun Róbert Besdek, bassi, syngja tékk- nesk og rússnesk lög. Málverk eftir Kees Visser og Úlf Ragnarsson verða til sýnis. Séra Jón sagði aðgang að listavökunni ókeypis að venju. En veitingar verða seldar. —HEI GROHE- skákmót ¦ Hið árlega GROHE-skák- mót verður haldið i Borgar-. nesi 28. mars 1982 og hefst mótiðkl. 13ogþvilýkur um kl. 21. Tefldar verða 11 umferðir eftir Monrad-kerfi. Umhugs- unartimi fyrir hvern kepp- enda verður 15 min. á skák. Þátttaka er öllum heimil og þátttakendafjöldi ótakmark- aður. Aðalverðlaun þessa móts er veglegur farandbikar sem Þýsk-islenska verslunar- félagið h/f gefur. Sigri sami maður 3svar i röð eða 5 sinn- um alls vinnur hann bikarinn til eignar. Þrir fyrstu menn fá verðlaunapening, einnig fá þeir þrir unglingar, fæddir '65 og siðar, sem bestum árangri ná, verðlaunapeninga. Auk þess verða sérstök vennaverð- laun. Væntanlegir þátttak- endur eru vinsamlega beðnir að mæta með töfl og klukkur. Kristján Benediktsson, borgarf ulltrúi: „ÞJÓNUSTA SVR A VISSUM LEIÐUM OF MIKIL ¦ „Ég tel að þjónusta Strætis- vagna Reykjavikur á vissum leið- um sé of mikil", sagði Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi, á siðasta fundi borgarstjórnar, þegar rætt var um rekstur SVR. Sagði Kristján að farþegum SVR hefði fækkað frá árinu 1970, þegar siðasta stóra breytingin hefði verið gerð á leiðakerfinu, allt fram á allra siðustu ár, og virtist sér að bætt leiðakerfi þyrfti ekki endilega að leiða til fleiri farþega. Nefndihann sem dæmi að hann ferðaðist svo til daglega með leið tvö hjá SVR. Væri sá vagn sjaldan fullur, og hreinar undan- tekningar ef allir farþegar fengu ekki sæti. ,,Ég fullyrði að þó tiðni þessarar leiðar yrði minnkuð nið- ur i 15 minútna frest, þá muni það ekki skipta neinum sköpum". Hins vegar benti hann á að með þessu mætti fækka um einn vagn á þessari leið SVR. „Aftur á móti er sjálfsagt að bæta þjónustu SVR i nýju hverf- unum, þvi þar er oft örtröð. Ég held að strætisvagnakosturinn sé nógur. Hins vegar nýtist hann ekki á réttum stað á réttum tima. Þess vegna ógna mér hugmyndir um að uka þjónustu SVR um 20%, Skipulag Sogamýrar samþykkt f andstödu við íbúa Gnoðarvogar: „Þetta ffólk hefur ekki þá heildaryf ir- sýn sem þarf til" — sagdi Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi ¦ Borgarstjórn samþykkti sl. fimmtudag skipulag að Sogamýri og koma lóöir af þvi svæði til út- hlutunar i vor. Sjálfstæðismenn lögðu fram tillögu . um að ákvörðun yrði frestað fram yfir kosningar en hlaut hún ekki stuðning. Töldu þeir að jafnan hefði verið hörð andstaða frá hendi minnihlutans i þessu máli og nú bættust við mótmæli ibúa i Gnoðarvogi. Þvi væri rétt að fresta ákvörðun. Þeir minntust þess hins vegar ekki að Albert hefði greitt atkvæði með skipu- laginu oftar en einu sinni i borgarráði og fulltrúi frá þeim hefði átt þátt i þvi aö velja þá til- lögu sem nú var til samþykktar. Mikið var vitnað til umsagnar borgarlögmanns um erindi ibúa Gnoðarvogar i umræðunni en þar hota þeir að höfða skaðabótamál á hendur borginni vegna hins nýja skipulags. Þar telur borgar- lögmaður að höfuðröksemdir ibú- anna hafi ekki við lagarök að styðjast og bendir jafnframt á að skaðabótaábyrgð samkvæmt skipulagslögum sé mjög tak- mörkuð. Kristján Benediktsson borgar- fulltrúi sagði að þarna væri um gott skipulag að ræða sem félli vel að umhverfi sinu. Sagðist hann vera sammála Gisla Sigurðssyni ritstjóra Lesbókar Morgunblaðs- ins um að stefna ætti að þvi að berjast gegn „bersvæðapólitik" Sjálfstæðisflokksins i skipulags- málum höfuðborgarinnar. Gengi hún fyrst og fremst út á það að einangra fólk meö byggð á holt- um með stórum, auöum, óbyggðum svæðum þess á milli. Vegna mótmæla ibúanna sagði Kristján, að þetta fólk hefði ekki þá heildaryfirsýn sem þyrfti, til að geta tekið ákvörðun sem heild- inni væri fyrir bestu. Hin nýja byggö yrði tvimælalaust til hags- bóta fyrir Reykjavikurborg i heild. —Kás Áform um að koma upp 60 km. f járheldri girðingu ¦ Samtök sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu hafa uppi áform um að koma upp tæplega sextiu kflómetra fjárheldri girðingu sem umlykja mun allt höfuðborgar- svæðið. Er þá verið að tala um þann hluta þess svæðis sem vænta má að hægt sé sakir veðráttu og hæðar yfir sjó að stunda skógrækt og aðra „æðri ræktun" með ein- hverjum árangri. Fyrirhuguð girðing fellur saman við þær girðingar sem þegar hafa verið gerðar umhverfis Hafnarfjörð og Heiðmörk þannig að af u.þ.b. 58 kilómetra löngu girðingarstæði eru um 20 kilómetrar þegar girt- ir. Hér i Reykjavikurborg hefur umhverfismálaráði verið fengið málið til umsagnar. Borgarverk- fræöingur hefur þegar lýst yfir áhuga sinum á þessari girðingu. „Ég er sammála þvi að þessi girðing muni vera mikilvægur áfangi i þeirri viðleitni að friða skógræktarsvæði á höfuðborgar- svæðinu fyrir ágangi búpenings", segir Þórður Þorbjarnarson borgarverkfræðingur. Segir hann jafnframt að ástand afrétta i landnámi Ingólfs öllu sé ekki nógu gott, þótt ýmislegt hafi verið gert á undanförnum árum sem er þar til bóta. „Til þess að koma afréttinum sjálfum i viðun- andi horf þarf i fyrsta lagi að girða hann af frá þéttbýlis- svæðum og þvi markmiði nær umrædd girðing vel. 1 framhaldi af þvi þyrftu sveitarfélög að beita sér fyrir þvi að ástand afréttarins sé lagfært með skynsamlegri nýt- ingu hans svo sem takmörkun á beitartima og meö beitingu itölu", segir borgarverkfræðing- ur. —Kás eins og nú eru uppi áform um, sem hefði i för með sér að halla- reksturfyrirtækisinsykist um 15- 20%, Ég tel að þetta kerfi þurfi uppstokk-unar við", sagði Kristján. _Kás Nýi versl- unartíminn í Reykjavík: Endanlega samþykktur íborgarstjóm ¦ Borgarstjórn samþykkti á siðasta fundi sinum nýjar reglur um opnunartima verslana I Reykjavik við aðra umræöu málsins. Verður verslunum hér eftir heimilt að hafa opið á laugardögum fyrir hádegi allan ársins hring, en eins og kunnugter var mikið deilt sl. sumar vegna nýrra reglna sem bönnuðu alfarið laugar- dagsverslun að sumarlagi. Með þessari breytingu er opnunartíminn kominn 1 mjög svipað horf og hann var fyrir breytinguna i janúar á sl. ári. Það er þvi von áð menn spyrji til hvers sú breyting hafi verið. —Kás Fyrsta hæð B-álmu Borg- arspítalans opnuð ílok þessa árs ¦ „Fjármögnun B-álmu Borgarspitalans hefur aldrei verið tryggari en einmitt nú", sagði Adda Bára Sigfúsdóttir, borgaríulltrúi, á siðasta borgarstjórnarfundi, vegna framkominnar fyrirspurnar frá Páli Gislasyni, þar að lút- andi. Bendir allt til þess að hægt verði að taka fyrstu hæð- ina, af sjö, i notkun fyrir lok þessa árs. B-álma Borgarspitalans er hugsuð til að mæta hjukrunar- þörf eldra fóiks. HUn er fjár- mögnuð af rikinu að 85%, en 15% af Reykjavikurborg. Með tilkomu Framkvæmdasjóðs aldraðra hefur fjórmögnun byggingarframkvæmda sem þéssarar gjörbreyst. A þessu þg næstu tveimur árum er ráðgert að sjóðurinn veiti um 18 millj. kr. til byggingu B- almunnar, samkvæmt tillögu sjóðsstjórnarinnar, sem eftir á að hljóta staöfestingu ráð- herra. Nú er verið að ljúka við steypuvinnu viö B-álmuna. Er gert ráð fyrir að hún veröi til- buin undir tréverk l. júni n.k. Er _þvi hugsanlegt að fyrsta hæðin verði tekin i notkun i október á þessu ári. Eina fyrirsjáanlega vanda- málið er hvort takist að fá nægilega marga hjúkrunar- fræðinga til starfa. A næstu vikum er Reykjavikurborg að opna hjúkrunardeildir fyrir aldraða i hinu nýja vistheimili við Snorrabraut og á Hvita- bandinu, en mjög erfiðlega hefur gengið að fá hjúkrunar- fræðinga til starfa. —Kás

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.