Tíminn - 24.03.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.03.1982, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 24. mars 1982 erlent yf irlit erlendar fréttir :"¦'.'-¦'¦ ¦::;- ¦¦ '¦ Bel, "m m'?íS*Ur ,síá/''ðna» v'«tó '^ítf. «*#. n/ át<jk un- Klofnar í tvö ríki? Efnahagsleg og félagsleg vandamál ógna framtíd ríkisins ia ¦ EFNAHAGSLEG.félagslegog pólitlsk kreppa er nú komin upp á yfirborðiö I Belglu, en margþætt vandamál hafa ólgað undir niðri þótt allt virtist slétt og fellt á yfir- boröinu. 1 vikunni sem leiö kom til harðra átaka I höfuðborginni milli lögreglu og verkamanna þar sem hundru6 manna slösu&ust. Þeir atburöir hafa fært mönnum heim sanninn um aö átökin I land- inu eru aö komast á nýtt stig. Belgar hafa búiö vi6 alls kyns vandamál. Pólitiskur ágreiningur er mjög djúpstæ6ur og stjórnar- kreppur tiöar. En fram til þessa hafa menn látiö sér nægja a6 deila án valdbeitingar. Þaö er kreppan I stáli&na6num, þar sem horfur eru á a6 þúsundir manna veröi atvinnulausir, sem er dropinn sem fyllti mælinn. Stáli6na6armenn hafa veri6 i verkfalli I yfir þrjár vikur og haft I frammi miklar mótmælaaö- ger6ir. En I slðustu viku fóru 10 þusund verkamenn frá stáliðju- verunum I Liege og Charleroi til Briissel til að mótmæla atvinnu- leysi og slæmum framtiöarhorf- um I atvinnugreininni. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að draga mjög úr stuöningi við stál- iönaðinn og Efnahagsbandalagið leggst á móti aðgeröum til styrkt- ar þessum mikilvæga atvinnu- vegi. En rætur óánægjunnar liggja dýpra. Efnahagur Belglu er á heljarþröm og I landinu er meira atvinnuleysi en I nokkru öðru rlki Efnahagsbandalagsins, eöa um 13%. Erlendar skuldir eru gifurlegar, viðskiptajöfnuður með fádæmum óhagstæður og halli á fjárlögum. Eftir kosningar i nóv. s.l. var mynduð ríkisstjórn hægrisinn- aðra flokka, sem virkar eins og olia á eld,því stefnan er aö draga verulega úr félagslegri samhjálp og stemma stigu við sjálfvirkri dýrtiöarskrúfu. Stáliðjuverin eru i suðurhluta landsins, Vallandi, þar sem íbú- arnir eru frönskumælandi. Þar hafa verið miklar mótmælaað- gerðir undanfarnar vikur, en það var ekki fyrr en verkamennirnir flykktust til Brussel 1 200 rútubil- um og hófu kröfugöngur á breið- strætum borgarinnar, að steininn tók Ur. 1500 sérþjálfaöir lögreglu- menn voru kvaddir út og allt fór tiltölulega friðsamlega fram, þar til nokkrir grímuklæddir menn úr röðum verkamannanna gerðu að- súg að lögreglunni a& allt fór I bál og brand. Lögreglan svaraði meö táragasi, vatnssprautum og kylf- um. 200 lögreglumenn særöust svo og fjöldi þeirra sem tóku þátt i kröfugöngunum. Skemmdir á húsum og öðrum mannvirkjum voru miklar. A fyrra ári samþykkti rikis- stjörn Belgiu að veita miklu fé til styrktar stáliðnaðinum, en Efna- hagsbandalagið hefur skorið þá fjárveitingu niöur, þar sem svo mikill rfkisstyrkur brýtur i bága viö reglugerðir bandalagsins. Þrátt fyrir rikisstyrkinn átti að minnka stálframleiðsluna veru- lega. Þá hefur Efnahagsbanda- lagiö bannaö stjórn Belgiu a& styöja stálframleiösluna nema fram til ársins 1985. Eftir þa& á staliðnaöurinn a& standa á eigin fótum. Ta liö er fráleitt a& þaö geti tekist, svo aö útlitiö er ekki gott. Samheldni Belga riöar vegna efnahagsvandræöanna. Deilur milli Vallóna og Flæmingja eru jafngamlar rlkinu, e6a hafa stað- ið 1150 ár. En nu eru þær komnar á nýtt stig. Frönskumælandi Vall- ónar hafa löngum fleytt rjómann ofan af landsins gæðum. Þeir hafa veriðnokkurs konar yfirstétt I efnahagslegu tilliti og valda- miklir eftir þvi. Nú er dæminu sniíið við. Völd og áhrif hafa færst yfir til Flæmingja og efnahagur I þeim hluta landsins er þeir byggja.er mun betri en meðal Vallóna. Staðið hefur styr um málahópa, en tvö tungumál eru töluð I Belglu og nokkurrar þjóö- erniskenndar hópanna veröur ávallt vart, en til alvarlegra átaka milli þeirra hefur ekki korniö. Aruni saman var Belgia eitt af fyrirmyndarrlkjum Evrópu. Þar var þróuð velferð, efnahagslífiðl jafnvægi og Belgar bjuggu við lýðræöislegt og frið- samt samfélag. Það er efnahagsvandinn sem hefur skerpt allar andstæður milli þjóðarbrotanna og vandamálin eru afmörkuö og au6sæ. Þaö er Valland sem þarf á mikilli efna- hagsaðstoö að halda. Stærsti stjdrnmálaflokkur þar er Sóslal- istaflokkurinn, sem er höfuðand- stæöingur rikisstjórnarinnar og býöur henni nú byrginn með að- stoö verkalýðshreyfingarinnar. Nú er talaö um I fullri alvöru aö sósialistarnir séu komnir út á göturnar til aö fella rlkisstjórn- ina. En þessar sameinuöu aögerðir sósíalista.verkalýöshreyfingar og Vallöna ættu ekki aö koma nein- um á óvart. Þetta er nákvæmlega það sem spáö var fyrir nokkrum mánuðum er rikisstjórn hægri flokkanna var mynduð. Hún virk- aði sem herhvöt og magnaði þjóð- erniskennd og pólitiska samstöðu Vallóna. Bouduin Belglukonungur varaði mjög við þessu rlkisstjórnar- mynstri þegar til stjórnarsam- vinnunnar var stofnað fyrir nokkrum mánuðum. Gekk kóngur svo langt að hann var ásakaður um að hafa haft ósæmileg afskipti af stjórnmálum — en með þvi var hann að reyna að koma I veg fyrir aö rlki hans klofnaði — eins og hætta er nú á. Oddur Ólafsson skrifar Hitavarna- plötur losna af Columbiu ¦ Samkvæmt fréttum frá Geimferðastofnun Bandaríkj- anna mun nú komið i ljós að nokkrar hitavarnaplötur hafa losnað af geimskutlunni Columbiu, en þó ekki á hættu- legum stöðum. Geimfararnir um borð I Columbiu áttu samkvæmt verkefnaskrá sinni i dag að reyna sjónvarpsmyndavélar sinar og útbúnað sem I geim- skutlunni er til þess að taka gervihnetti um borð og setja nýja á braut i fri&samlegum tilgangi. ornar- bylting í Guatemala? ¦ Tilraun til stjórnarbylting- ar hefur veriö gerö til valda- ráns herforingja I Guatemala. Söfnuöust skriðdrekar saman við forsetahöllina i gær og orrustuvélar flugu yfir höfuö- borgina og aöalflugvellinum var lokað og starfsmönnum skipað að hafa sig burtu. Við kosningar i landinu á dög- unum, var Hannibal Guevara lýstur sigurvegari kosning- anna, en enginn fjögurra frambjóðenda hlaut þó fullan meirihluta sem forseti. Er tal- ið aö herforingjarnir hafi ekki viljað una þeirri tilhugsun a& Guevara taki viö embættinu. Skæruliðaf lokkar berjast ¦ Þær fregnir berast frá Pakistan aö sjö hundruö af- ganskir skæruliðar hafi fallið I innbyrðis átökum milli skæru- liðaflokka sanntrúaöra múhame&strúarmanna og annars skæruliöaflokks fyrr i mánu&inum og munu átökin hafa staðið vestan viö næst stærstu borg Afganistan, Iandahar. Oljóst er hvaö þvi olli aö upp úr sauö, en sovésk- ar heimildir segja Rússa hafa handsamaö tvö hundruö skæruliða á þessu svæði. Franskir bændur mótmæla ¦ 1 gær var farin mikil mót- mælaökuferð franskra bænda um stræti Parisar og voru bændurnir aö krefjast hærra verös fyrir afuröir slnar. Óku bændurnir um göturnar á dráttarvélum og flutninga- vögnum og höföu margir meö sér börn sin og húsdýr, svo sem svin. Kváðust þeir vilja þrýsta á stjórnir Evrópulanda til þess að heimila umsvifa- laust 16% hækkun á land- búnaðai-afurðum. Walesa boðið að flytjast ¦ Þegar bandarlska frétta- stofan Associated Press náði sambandi við konu Lech Wal- esa i gær, skýröi hún frá þvl aö pólsk yfirvöld heföu gert þeim hjónum tilboð I þá veru að þau mættu yfirgefa landið, ef þeim sýndist. „Vitanlega neituöum við", kveöur hún þau hafa svarað. Pólsk yfirvöld hafa látið I það sklna fyrr I þessum mánuöi aö þeir sem ekki sættu sig viö herlögin I landinu mættu sækja um leyfi til þess aö fara úr landi, en talsmenn pólska innanrikisráðuneytis- ins neituöu þvl alfarið i gær að neitt sérstakt boð þess efnis hefði verið gert Walesa og konu hans. Zambía sendir f lóttaf ólk heimleidis ¦ Frá Zambiu berast þær fréttir að yfirvöld landsins hafi I hyggju að senda nlu þús- und flóttamenn frá Angóla til heimalands sins að nýju, en þetta fólk flýði frá Angóla, til þess að forða llfi sinu að eigin .sögn. Mun ákvöröun Zambiu- stjórnar byggjast á samráöi við fulltrúa S.Þ. og heit stjórn- ar Angóla þess efnis að fólkinu ver6i ekki mein gert. Sagt er þó að I hópnum séu margir skæruliðar úr Unita samtök- unum, sem megi vænta fangelsunar eða Hfláts er heim kemur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.