Tíminn - 24.03.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.03.1982, Blaðsíða 8
8 Miovikudagur 24. mars 1982 mfsifli Utgefandi: Framsóknarflokkurinn Fratnkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreioslustjóri: Sigurður Brynjólfs- son. Ritstjbrar: Þorarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarf ulltrúi: Oddur V. olafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tim- ans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Ðjarghild ur Stcfansdóttir, Egill Hclgason, Frtðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (iþrotlir), Sigurjon Valdimarsson, Skafti Jónsson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellcrtsdottir. Myndasaln: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritsljorn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Slmi: 86300. Aug- lýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 7.00, en 9.00 um hclgar. Askriftargjald á mánuði: kr. 110.00. — Prentun: Blaðaprent hf. á vettvangi dagsins Brésnjef verður að bjóda betur ¦ Nokkrar umræður hafa orðið um tilboð, sem Brésnjef, forseti Sovétrikjanna, gerði á þingi rússnesku verkalýðsfélaganna þess efnis, að Sovétrikin væru reiðubúin til að hætta að stað- setja fleiri meðaldrægar eldflaugar vestan úral- fjalla. Gegn þessu vilja Sovétrikin fá tryggingu fyrir þvi, að Natórikin falli frá áætluninni, sem gerð var 1979 um að koma upp nýju kerfi meðaldrægra eldflauga og stýriflauga i Vestur-Evrópu. Svör vestrænna stjórnmálamanna hafa yfir- leitt verið á þá leið, að þetta sé ekki raunhæft til- boð, þar sem Rússar haf i þegar um 300 eldflaugar af gerðinni SS-20 i Evrópu vestan úralf jalla, og hafi þvi algera yfirburði á sviði meðaldrægra eld- flauga, sem staðsettar eru á landi. Brésnjef þarf þvi vissulega að bjóða betur áður en tilboðum hans verður tekið i fullri alvöru. Sama gildir einnig um Reagan forseta, sem býð- ur upp á að falla frá áætluninni frá 1979 gegn þvi að Rússar eyðileggi allar SS-20 eldflaugar sinar. Það málefni, sem hér er um að ræða, þ.e. tak- mörkun meðaldrægra eldflauga, sem staðsettar eru á landi, er annars ekki nema örlitið brot af vandanum, sem við er glimt, það er takmörkun kjarnavopnavigbúnaðarins yfirleitt. 1 raun eru viðræður um þetta sprottnar af þrýstingi friðar- hreyfinga, sem berjast gegn staðsetningu kjarnavopna i löndum sinum. Viðræðurnar bein- ast hins vegar ekki að þvi að stöðva ög takmarka kjarnavopnabúnaðinn yfirleitt. Ef samkomulag næst um takmörkun meðal- drægra eldflauga, staðsettar á landi, getur það vel leitt til aukins kjarnavopnavigbúnaðar á öðr- v um sviðum, t.d. á sjó og i lofti. Þá gæti árangur- inn orðið raunverulega minni en enginn. Það er af þessum ástæðum, sem mikil ástæða er til að f agna þvi, að 17 þingmenn i öldungadeild Bandarikjaþings, og 122 þingmenn i fulltrúa- deildinni, hafa lagt fram tillögu þess efnis, að risaveldin komi sér saman um að stöðva hvers konar framleiðslu á kjarnavopnum og hefji siðan viðræður um takmörkun þeirra. Þetta væri sú byrjun, sem væri raunhæf og likleg til árangurs. Weinberger varnarmálaráðherra Bandarikj- anna tilkynnti i siðustu viku, að ráðuneyti hans yrði reiðubúið á komandi sumri til að hefja við- ræður um takmörkun langdrægra kjarnavopna, en þær viðræður hafa legið niðri um alllangt skeið. Þetta eru góð tiðindi. Brésnjef þarf vissulega að bjóða betur en hann gerði á fundi verkalýðssamtakanna á dögunum. Svipað gildir um Reagan. Þessi mál eru of alvar- leg til þess, að leiðtogar risaveldanna séu að leika augljós áróðursbrögð. Hitt væri ánægjulegast, ef þessir öldnu þjóðarleiðtogar settust að samningaborði og tryggðu sér þau eftirmæli, að hafa stöðvað kjarnavopnakapphlaupið. Þvi er þetta sagt, að haft er eftir formanni utanrikis- nefndar öldungadeildar Bandarikjaþings, að hann geri sér fastlega vonir um, að Brésnjef og Reagan muni hittast á þessu ári. Þ.Þ. Staðarval Steinullar- verksmiðju eftir Guðberg Guðnason Myndin er af steinullarverksmiðju erlendis. * ¦ Iönaöarráöherra hefur lagt til i rikisstjórninni að steinullar- verksmiöja verði reist á Sauðár- króki. í mai 1974 var félagið Jarðefna- iðnaður h.f. stofnað. Þá voru menn búnir að þróa hugmyndir um steinullarverksmiðju og ann- an jarðefnaiðnað á Suðurlandi frá árinu 1968. A stofnfundinum var ákveðið að kanna möguleika á að reisa og reka steinullarverksmiðju á Suð- urlandi. í febrúar 1980 var undirbúning- ur kominn það langt, að ákveðið var að hefja hlutafjársöfnun og ljiika öðrum undirbúningi að steinuliarverksmiðju i Þorláks- höfn. Þá var komiö i ljós að hægt var að nota rafmagn sem orku- gjafa við bræðsluna. Aætlanir um byggingu og rekstur lágu fyrir og lofuðu mjög góðu. 1 mars sama ár stöðvaði iðnað- arráðherra málið og skipaði nefnd til þess að velja verksmiðj- unni stað, en Steinullarfélagið á Sauðárkróki vildi fá verksmiðj- menningarmál Afvopnun og þjódsagnasöfnun itrpj'ii<x!t/f fbr-akttátierttist/Ttigs&beti fíxi^'»ÖDDAtVDkEASS£N Mstl fatuúa/ ElWiRGERHARÐSEN tmms/S^amiST Nedrustning. Bakgrunnsstoff for aktivt nedrustningsarbeid. Redi- gert af Odd Andreassen. Med for- ord af Einar Gerhardsen. Universitetsforlaget 1982. 263 bls. ¦ Afvopnunarmál hafa verið mikið til umræðu að undanförnu. Oviöa mun umræða um þennan þátt heimsmálanna hafa orðið meiri en á Norðurlöndum og hafa þar komið fram hin margvlsleg- ustu sjónarmið svo sem vænta mátti. 1 þessari bók eru Utgefin erindi og ritgeröir ýmissa þeirra, sem með einum eða öðrum hætti hafa tengs- umræðunni um afvopnunar mál að undanförnu og má nefna á meðal höfunda Alexander Haig utanrlkisráðherra Bandarikj- anna, Andreij Gromyko, utan- rlkisráöherra Sovétrikjanna, Knut Frydenlund, fyrrverandi utanrlkisráðherra Noregs og Nóbelsverölaunahafann ölvu Myrdal. Tveir þeir fyrstnefndu hafa aldrei þótt neinir sérstakir afvopnunarsinnar, en Alva Myr- dal stendur I fararbroddi þeirra, sem lengst vilja ganga I þeim málum á Norðurlöndum og svip- að gildirum flesta höfunda, sem eiga greinar i þessari bók. í bókinni eru afvopnunarmálin rædd á breiðum grundvelli og frá mörgum hliðum. Mikinn og traustan fróðleik er hér að finna um vopnahald stórveldanna, vopnahlutföllin á milli þeirra og þáhættu, sem mannkyninu stafar af vopnaburum, sem hvenær sem er geta komist I hendur vitfirring- um, og hafa kannski gert það nú þegar. Þarf þá vart aö geta þess, að hér eru mörg og gild rök færð fyrir þvl, að fátt væri mannkyn- inu hollara en algjör afvopnun, og það fyrr en siðar. Þessi bók á tvimælalaust mikið erindi til íslendinga, og þá ekki sistþeirra semum þessi mál hafa fjallað á opinberum vettvangi. Hér geta þeir fundið ýmislegan staðgóðan fróðleik, og hér geta þeir séð, hvernig f jalla má um af- vopnunarmál af þekkingu og skynsamlegu viti. örnulf Hodne: Jörgen Moe. Folkeminnesamler — dikter — prest. Universitetsforlaget 1982. 162 bls. ¦ Jörgen Moe var uppi á 19. öld, prestur og skáld, en lét sér eink- um annt um aö safna fornum minnum: þjóðsögum, þjóökvæð- um og dönsum, ævintýrum og hverskyns upplýsingum um gamla þjóöhætti. 1 þessari bók er ævi Moes rakin og fjallað sérstaklega um störf hans að varðveislu fornra menn- ingarverðmæta. Þetta er skemmtilega skrifuð bók og mun án efa vekja áhuga og forvitni allra þeirra, sem áhuga hafa á þjtíöháttafræöi og varðveislu heimilda um lff og Hfshætti fyrri alda fólks. Jón Þ. Þór skrifar um er- lendar bækur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.