Tíminn - 24.03.1982, Qupperneq 9

Tíminn - 24.03.1982, Qupperneq 9
„Steinull er mjög fyrirferðarmikil og flutningur hennar á markað kostnaðarsamur. Lang stærsti markaðurinn er i Reykjavikog nágrenni. Elf við litum á landabréfið getum við séð, að flutningur frá Sauðárkróki hlýtur að vera margfalt dýrari en frá Þorlákshöfn til Reykjavflcur. Þeir sem fá aðrar niðurstöður hljóta að reikna með almannafé sem styrkjum til flutninganna.” una til sin. Nefnd þessi var mjög lengi að fjalla um málið. Niður- staða hennar var að hagkvæmara væri að reka steinullarverk- smiðju í Þorlákshöfn en á Sauðár- króki. Ráðherra þæfði málið áfram og fékk tvo menn til þess að skoða það betur. Þeir fundu þá að þær vélar sem Steinullarfélagið ætlaði að nota hentuðu ekki. Það hafði staðarvalsnefndinni sést yfir. Málinu var haldið föstu, meðan að Steinullarfélagið komst i sam- band við sömu aðila og Jarðefna- iðnaður og fékk frá þeim tilboð i vélar og tæki í verksmiðju. Jarð- efnaiðnaður var búinn að kanna tæknihliðina mjög vel svo Stein- ullarfélagið gat skoðað málið á auðveldan og fljótlegan hátt. Þegar tæknimenn ráðherra skiluðu svo af sér, var niöurstaða þeirra sú að steinullarverksmiðja væri lakast sett á Sauðárkróki af þeim stöðum sem nefndir voru. Steinull er mjög fyrirferðar- mikil og flutningur hennar á markað kostnaðarsan»ur. Lang stærsti markaðurinn er i Reykja- vik og nágrenni. Ef við litum á landabréfið getum við séð að flutningur frá Sauðarkróki hlýtur að vera margfalt dýrari en frá Þorlákshöfn til Reykjavikur. Þeir sem fá aðrar niðurstöður hljóta að reikna með almanna fé, sem styrkjum til flutninganna. Talað er um að norðlendingar þurfi að fá iðnaðaruppbyggingu i kjölfar Blönduvirkjunar svo ekki þurfi að flytja rafmagnið til annarra landshluta. Hvernig horfir þetta við á Suð- urlandi? Er ekki kominn timi til aö nota meira af sunnlenskri raf- orku heima i héraði i stað þess að flytja yfir 90% af henni til ann- arra landshluta? Iðnaðarráðherra segir að sunn- lendingar geti gert eitthvað ann- að en að framleiða steinull. Getur þetta ekki endurtekið sig ef farið verður að þróa annað á- hugavert verkefni? Meðan steinullarmálinu hefur verið haldið föstu hafa önnur mál gengið betur. Nú er áformað að reisa kisilmálmsmiðju i Reyðar- firði. Undirbúningi að þvi hefur verið hraðað, svo sem hægt hefur verið. Markaður fyrir kisilmálm er þó i lægð eins og er. Einnig er verið að skoða möguleika á að reisa nýtt álver. Þar er lika unnið af miklum hraða. Þó er alþekkt að illa gengur að selja ál. Hráefni i það er flutt hingað yfir hálfan hnöttinn, en hráefni i steinull verður tekið við verksmiðjuvegg- inn ef hún verður reist i Þorláks- höfn. Jarðefnaiðnaður er i sambandi við nokkra erlenda aðila, sem hafa áhuga á að kaupa steinull frá Þorlákshöfn og bjóða verð sem er mjög áhugavert. Ráðherra vill nýta erlenda markaði fyrir kisilmálm og ál, þótt þeir séu sist hagstæðari en fyrir steinull. Kjördæmapot rikisstjórnarinn- ar kemur þarna glöggt i ljós. Útflutningur á steinull frá Sauðárkróki er mjög óhagstæður vegna langra flutninga. Þá er reynt að réttlæta verksmiðju þar með þvi að segja að útflutningur sé óarðbær. Sunnlendingar! Við hljótum að gera þær kröfur til fulltrúa okkar á Alþingi, að þeir stöðvi svona vinnubrögð. Guðbergur Guðnason. Átta strengir ® A fjórtándu og næst-siðustu Háskólatónleikum vetrarins 19. mars fluttu Guðný Guðmunds- dóttir (fiðla) og Mark Reedman (lágfiðla) þrjú tvileiksverk fyrir þessi hljóðfæri, eftir Karl Stamitz (\746-1801), Mozart (1756-1791) og Handel i útsetningu Norömanns- ins Johan Halvorsen (1864-1935). Siðustu Háskólatónleikarnir verða I Norræna húsinu I hádeg- inu (kl.12:30) föstudaginn 2. april, og þá leika þeir Gunnar Bjöms- son (knéfiðla) og Jónas Ingi- mundarson (pianó). Dúett Stamitz nr.2 óp. 12 er æði fjölbreytilegt verk, þótt i einum kafla sé með mörgum stefjum og smá-úrvinnsluköflum og heldur fjörlegt, Stamitz var samtima- maður Mozarts afkastamikið tón- skáld frá Bæheimi, og sitthvað spilað eftir hann þótt ekki hafi hann fengið náðargáfu Mózarts fremur en aðrir. Eftir hann eru t.d. á plötum konsertar fyrir fag- ott, klarinett, viólu, planó, kné- fiðlu, og tvöfaldur konsert fyrir fiðlu og lágfiðlu. Mesta verkið á tónleikunum varDuo Mozarts K 424, sem skrá- in segir þetta um: Vinur Mozarts, Michael Haydn (bróðir Jósefs) hafði legið veikur alllanga hrið og ekki getað lokið við verk sem erkibiskupnum i Salzburg hafði verið lofað. Mozart samdi þá tvo dúetta, K. 423 og 424, og bjargaði þannig fjárhag vinar sins. Dúett- inn K 424 er ekki sérlega auðtek- inn — þetta er engin skemmtitón- Ust, heldur öllu fremur smækkuð útgáfa af kvartett ef svo mætti að orði komast. Lang-áheyrilegasta verkið og raunar bezt útsett fyrir hljóðfærin tvö, fannst mér vera Passacaglia Handels i úts. Halvorsens. Og mjög vel flutt hjá þeim Guðnýju og Reedman sem bæði eru yfir- burðafiðlarar. 21.3. Sigurður Steinþórsson skrifar um tónlist Fram- færi og venjur — eftir Halldór Kristjánsson ■ Svo er nú að heyra að flestir séu sammála um það, að vlsitölu- reikningur sá sem notaður er við framfærsluvisitölu sé úreltur og gallaður á ýmsa vegu. Hitt er ekki þar með sagt að mönnum komi saman um nokkuð I staðinn. Það er margskonar fróðleikur i sambandi við visitölureikning og eðlilegt að menn vilji mæla fram- færslukostnað frá einum tima til annars. Þar með er þó ekki sagt að eðlilegt sé aö gera kaupsamn- inga almennt þannig að laun hækki í hlutfalli við framfærslu- kostnað. Það mál verður ekki rætt hér, heldur hvað sé eðlileg framfærsluvisitala. Raddir heyrast nú um það að visitalan eigi að ná yfir almenna neyslu hverslags sem hún er. Það eigi að gera ráð fyrir f jölskyldubil og sólarlandaferðum t.d. Vanda- laust er að færa rök að þvi að slikt sé svo algengt að það falli undir hið almenna. Nú erþað næsta misjafnt i hvað menn eyöa. Sumir eyða i tóbak og aðrir i ferðalög. Sumir eyða I áfengi og aðrir i bækur eða mál- verk. Þar með er ekki sagt að réttast sé að blanda þessu öllu inn i framfærsluvisitölu. Visitala framfærslukostnaðar á að miðast við nauðsynjar, — al- mennar, sameiginlegar nauð- synjar. Þegar Lúther fór að gera grein fyrir hvað væri daglegt brauð nefndi hann fæði og klæði, hús og heimili. Þetta eru sameiginlegar frum- þarfirallra manna. Þetta verður að taka með I reikninginn þegar framfærsiukostnaöur er metinn. Nú getum við hugsað okkur að verulegur hluti af tekjum manna séafgangs frá þessum frumþörf- um. Þá er spurningin hvort verið séað mælalifsvenjurnar og kalla þær framfærslukostnað. Afengi, tóbak og sólarlandaferðir og listaverk er ekki framfærslu- kostnaður. Þvi mæla sterk rök gegn þvi að þeir liðir komi fram- færsluvisitölunni nokkuð við. Fæði, fatnaður, húsnæði og nauðsynlegur búnaður þess eru raunverulegirframfærsluliðir. Sé um framfærsluvisitölu að ræða verða þessir liöir þvi að ráða langsamlega mestu. Lifsvenju- visitala getur verið allt annað en fra mfærsluvisitala. Halldór Kristjánsson skrifar vfsnaþáttur löqun*tvó'í'Öl(í „Breytist allt til batnaðar við bflskúrs- iðnað Jónasar” ■I Enn eru að berast botnar frá lesendum við upphafs- parta „Svavars”: „Verðbólga og vísitala virðast samantvinnað par”. Þingmenn allir um það mala, en enginn bandið sundur skar. A.G. Hvr. „Magnast nú á Moggans sið- um móðuharðindin”. Þvi Gunnars stjórn I stormi og hriðum stendur enn um sinn. Aðalsteinn Sigurðsson. Satt ætlar það að reynast, að storm og hriðar mun stjórnin hijóta, en mjög má Gunnar gerast hagur að sverfa odd af oflæti hirðmanna sinna, ef hún á að renna út sitt afmælda æviskeið. Aðalsteinn rifjar upp visu eftir Pál Ardal skáld og tildrög hennar. Honum segist svo frá: Ég er fæddur og uppaiinn I afdal, Sölvadal i Eyjafirði. A heimili okkar gisti alltaf hópur gangnamanna á hverju hausti, oft fleiri en unnt var að hýsa i baðstofu og varö þá að visa sumum i heyhlöðu. Eitt haust var Páll Ardal meðal þeirra, er hlöðuna gistu. Svo illa vildi til, að hiti var I heyinu og varð mönnum ekki svefn- samt. Um miðja nótt vöknuðu þeir, sem i baöstofunni sváfu við það, að einhver reið húsum og var siðan kveðið niður um strompinn: Karlmennskunnar þrek og þrótt þraut I myrkrasölum. Ilélst ég ei við hálfa nótt Helvitis i kvölum. Valgeröur Guðmundsdóttir, Hellnatúni, vill koma á fram- færi leiðréttingu við visu Her- manns Jónassonar, sem hér birtist nýlega: Ævi min er eintóm leit eftir villtum svani. En ég er eins og alþjóð veit aöeins kollubani. Tilefni visunnar var þaö, að á skrifstofu Alþingis unnu samtimis tvær stúlkur, er báðar hétu Svanhildur. Val- gerður kveðst hafa lært stöku þessa fyrir löngu og fylgdi þá skýring þessi með. Lárus Guðmundsson, Hafnarfirði, á þessar þorra- visur, er til urðu i fyrra á þorrablóti nokkurra gamalla nemenda Flensborgarskóla: Á þorrans kvöldi þykkjan köld þykir höldum slcði, þvi vinafjöldi veisluhöld vill með öldum gleði. Gerum oss þvi glaðan dag, gerjum hnoss i maga. Iökum „hoss” i eigin hag eins og hross i haga! Enn sendir Lárus þessi eftirmæli um hjartfólginn fé- laga, sem endaði ævi sina I öskutunninni: Margan fórstu meterinn misjafnlega breiðan. Býfur minar harst um sinn, besti strigaskórinn minn. Hér i þættinum hafa birst nokkrar visur eftir Margréti i Dalsmynni. Af þvi tilefni rifj- ar E.G. i Reykjavik upp nokkrar visur eftir hana. Fjalla þær um þá nýju gullöld, sem upp rennur eftir endan- legur sigur Jónasismans i landi hér: Ef enginn rær á islands mið, og uppflosnað er bændalið, Landsstjórnin fær loksins frið, laus við fjandans dreifbýlið. Ekkert verður eins og fyr, útlent kjöt og smjör og skýr, engir styrkir eða styr, alltaf nógur gjaldeyrir. Þá verður auðlegð alls staðar, alveg frábært stjórnarfar. Breytist allt til batnaöar við bilskúrsiðnað Jónasar. Konur i sveit einni fyrir norðan veittu kaffi I réttunum i stóru tjaldi, eins og oft hefur tiðkast og gerist enn. Þá kvað Egill Bjarnason: Aður var ég gáskagjarn i glaumi réttadagsins. Nú er ég orðinn besta barn á brjóstum kvenfélagsins. Þessu svaraöi Haraldur Sófaniasson á þennan veg: Þarna muntu þroska ná, og þekkingar meiri afla. Kannske seinna kemstu á kvenfélagsins nafla. En stinga vil ég þvi að þér, þó að liki miður, út um þúfur friður fer, farirðu lengra niður. Ólafur Hannibalsson. bóndi, Selárdal

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.