Tíminn - 24.03.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.03.1982, Blaðsíða 10
10 Miövikudagur 24. mars 1982 heimilistfminn msjón A.K.B. Nú orðið getur fólk valiö úr mörgum tegundum af heilhveiti- og kornbrauoum I góoum brauðsölubúð- ¦ Enn eykst innflutningur á kökum en á flestar umbúoirnar vantar bæöi framleiðsludag og siöasta söludag. Hvaö skyldu þessar innfluttu kökur vera orðnar gamlar? (Timamyndir Röbert) Aukin braudneysla — með tilkomu nýrra kornbrauða ¦ Nú er orðin mikil fjölbreytni i brauðaúr- vali i bakarium. Neyt- endur geta valið um margar tegundir heilsu- brauða og kornbrauða og oft sérhæfa bakara- meistarar sig í einhverri sérstakri brauðagerð sem er þá eftir þeirra eigin uppskrift. Nýlega var haldinn aðalfundur Landssambands bakarameist- ara.ogþar kom fram m.a.aðenn er stóraukinn innflutningur af kökum hingað til lands. Fráfar- andi formaður sambandsins Jó- hannes Björnsson, skýrði frá þvi að gengið hefði verið á fund Svav- ars Gestssonar heilbrigðisráð- herra og farið fram á, að reglu- gerð nr. 250 frá 1976 verði fram- fylgt. t henni stendur, að matvæli i luktum neytendaumbúðum skuli merkt með framleiðsludegi og siðasta söludegi. Bakarameistarar telja að þessu sé ekki framfylgt i sambandi við innfluttar kökur og fróðlegt væri fyrir viðskiptavini að vita, hve margra vikna, mánaða eða jafn- vel ára gamlar hinar innfluttu kökur eru. Brauðið sjálft inniheldur litla feiti en neytandinn sjálfur ákveð- ur fitumagnið I „smurðu brauði" með smjörmagni og álegginu sem notað er á brauðið. Norræn brauðavikan A fundinum var rætt um nor- rænu brauðavikuna sem haldin var s.l. haust. Bakarar voru sam- mála um að hún hefði verið ár- angursrik brauðneysla lands- manna hefur aukist og þeim fari stöðugt fjölgandi sem borða 6-8 brauðsneiðar á dag af góðum og hollum brauðum. LABAK (Landssamband bak- arameistara) tilkynnti á aðal- fundinum að stjórnin hefði ákveð- ið að veita tveim bakarameistur- um „Gullkringlu Landssambands bakarameistara". Það eru þeir Kristinn Albertsson, bakara- meistari i Brauð h/f Reykjavik og Ragnar Eðvaldsson, bakara- meistari i Ragnarsbakarii i Keflavik sem hljóta gullkringl- una. Jóhannes Björnsson formaður landssambandsins gaf ekki kost á sér til endurkjörs en i hans stað var Jón Albert Kristinsson bak- arameistari i Alfheimabakarii kosinn formaður. Ný tegund af blómapottum: ,, Kornakúnst'' — ný framleiðsla f rá Glit hf. ¦ Nú fer að koma vor- hugur i margan blóma- ræktandann, og þá er rokið til og afleggjarar settir i nýja potta og skipt um mold i þeim gömlu, svo blómin hressist við og blómstri með hækkandi sól. Um leið og skipt er um mold er tilvalið að hressa upp á blóma- gluggana með þvi að fá sér nýja og fallega blómapotta. Nýlega hefur fyrirtækið GLIT hf. sett á markað nýja tegund af blómapottum og blómavösum, sem hefur hlotið nafniö Korna- kúnst. Þessir pottar og vasar eru unnir I steinleir, sem blandaður er muldu vikurhrauni af Reykja- nesi, sem hefur svipaö brennslu- stig og leirinn, og samlagast honum því mjög vel. Vikurinn bráðnar og veröur að glerungi, og við það myndast skemmtileg kornótt áferð, og þar af er dregið nafnið Kornakúnst. Hægt er að fá blómapotta af öllum stærðum, veggpotta, hengi- potta, blómavasa og skálar með „kornakúnstar-áferð". Höfundar Kornakúnstar eru þau Þór Sveinsson leirkera- smiður og Eydis Lúðviksdóttir myndlistakona. ¦ Blómin fara vel I kornakúnst- ar-pottunum, en svo eru skálarn- ar og blómavasarnir lika til skrauts, þótt tómir séu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.