Tíminn - 24.03.1982, Page 11

Tíminn - 24.03.1982, Page 11
Miðvikudagur 24. mars 1982 10 heimilisttminn Umsjón A.K.B. ■ Nú orðið getur fólk valiö úr mörgum tegundum af heilhveiti- og kornbrauðum I góðum brauðsölubúð- um. ■ Enn eykst innflutningur á kökum en á flestar umbúðirnar vantar bæði framleiösludag og siðasta söludag. Hvað skyldu þessar innfluttu kökur vera orðnar gamlar? (Timamyndir Róbert) Aukin brauðneysla — með tilkomu nýrra kornbrauða ■ Nú er orðin mikil fjölbreytni i brauðaúr- vali i bakarium. Neyt- endur geta valið um margar tegundir heilsu- brauða og kornbrauða og oft sérhæfa bakara- meistarar sig i einhverri sérstakri brauðagerð sem er þá eftir þeirra eigin uppskrift. Nýlega var haldinn aðalfundur Landssambands bakarameist- ara, og þar kom fram m.a. að enn er stóraukinn innflutningur af kökum hingað til lands. Fráfar- andi formaður sambandsins Jó- hannes Björnsson, skýrói frá þvi að gengið hefði veriö á fund Svav- ars Gestssonar heilbrigðisráð- herra og farið fram á, að reglu- gerð nr. 250 frá 1976 verði fram- fylgt. 1 henni stendur, að matvæli i luktum neytendaumbúðum skuli merkt með íramleiðsludegi og siðasta söludegi. Bakarameistarar telja að þessu sé ekki framfylgt i sambandi við innfluttar kökur og fróðlegt væri fyrir viðskiptavini að vita, hve margra vikna, mánaða eða jafn- vel ára gamlar hinar innfluttu kökur eru. Brauðið sjálft inniheldur litla feiti en ncytandinn sjálfur ákveð- ur fitumagniö i „smurðu brauði” með smjörmagni og álegginu sem notaö er á brauðið. Norræn brauðavikan Á fundinum var rætt um nor- rænu brauðavikuna sem haldin var s.l. haust. Bakarar voru sam- mála um að hún hefði verið ár- angursrik brauðneysla lands- manna hefur aukist og þeim fari stöðugt fjölgandi sem borða 6-8 brauðsneiðar á dag af góðum og hollum brauðum. LABAK (Landssamband bak- arameistara) tilkynnti á aðal- fundinum að stjórnin hefði ákveð- ið að veita tveim bakarameistur- um „Gullkringlu Landssambands bakarameistara”. Það eru þeir Kristinn Albertsson, bakara- meistari í Brauð h/f Reykjavik og Ragnar Eðvaldsson, bakara- meistari i Ragnarsbakarii i Keflavik sem hljóta gullkringl- una. Jóhannes Björnsson formaður landssambandsins gaf ekki kost á sér til endurkjörs en i hans stað var Jón Albert Kristinsson bak- arameistari i Alfheimabakarii kosinn formaður. Ný tegund af blómapottum: ,, Kornakú nst ’9 — ný framleiðsla frá Glit hf. ■ Nú fer að koma vor- hugur i margan blóma- ræktandann, og þá er rokið til og afleggjarar settir i nýja potta og skipt um mold i þeim gömlu, svo blómin hressist við og blómstri með hækkandi sól. Um leið og skipt er um mold er tilvalið aö hressa upp á blóma- gluggana með þvi aö fá sér nýja og fallega blómapotta. Nýlega hefur fyrirtækiö GLIT hf. sett á markað nýja tegund af blómapottum og blómavösum, sem hefur hlotið nafnið Korna- kúnst. Þessir pottar og vasar eru unnir i steinleir, sem blandaður er muldu vikurhrauni af Reykja- nesi, sem hefur svipaö brennslu- stig og leirinn, og samlagast honum því mjög vel. Vikurinn bráönar og verður að glerungi, og viö það myndast skemmtileg kornótt áferö, og þar af er dregiö nafnið Kornakúnst. Hægt er aö fá blómapotta af öllum stæröum, veggpotta, hengi- potta, blómavasa og skálar með „kornakúnstar-áferð”. Höfundar Kornakúnstar eru þau Þór Sveinsson leirkera- smiöur og Eydis Lúðviksdóttir myndlistakona. ■ Blómin fara vei I kornakúnst- ar-pottunum, en svo eru skálarn- ar og blómavasarnir lika til skrauts, þótt tómir séu Miðvikudagur 24. mars 1982 ÞEIR SPÁ.... 3 Askell Magnús Þorsteinn Bjarni Grétar Páll Sigurdór Jón O. Jón H. Gylfi ómar Sigurður Úrslitakeppnin: TTLeidinlegt ad spá Aston Villa tapi # segir Áskell Þórisson sem spáir þeim tapi gegn Arsenal Áskell Þórisson blaða- maður: • „Þaö er leiðinlegt að þurfa að spá Aston Villa tapi gegn Arse- nal því þeir eru eitt af mlnum uppáhaldsliðum. En þó verð ég að spá Arsenal sigri i þessum leik. Staðan í hálfleik verður 1-1 en Arsenal skorar sigurmarkið i seinni hálfleik”. Magnús V. Pétursson knattspy rnudómari: „Ég ætla að spá Brighton sigri ég tel að þeir eigi að vinna þennan leik gegn Birmingham þó að þeir leiki á útivelli”. Þorsteinn Bjarnason bankamaður: „Þessi leikur gæti orðið erfið- ur, annars eru Olfarnir nú ekki sleipir á útivelli. En þeir verða að taka sig til i andlitinu og fara að vinna og ég spái þeim sigri gegn Coventry”. Bjarni Óskarsson verslunarmaður: „Liverpool er að komast i ham eftir aö þeir sigruðu Tottenham í deildarbikarnum og ég hef trú á þvi að þeir fari létt með að vinna Everton þó að þeir leiki á útivelli”. Grétar Norðfjörð knattspy rnudómari: „Þetta er engin spurning, Man. United fer létt með að vinna Sunderland, þetta er léttur leikur”. Páll Pálmason knatt- spyrnumaður: „Middlesboro er svo neðar- lega f 1. deildinni að ég held ég geti ekki annað en spáð Man City sigri gegn þeim, þó aö þeir leiki á útivelli”. Sigurdór Sigurdórsson blaðamaður: „Ég segi að Notts County vinni leikinn, ég hef ekki trú á þvi að Leeds vinni á útivelli. Þetta er nokkuö erfiður leikur, það eru ekki alltaf jólin”. Jón Oddsson knatt- spyrnumaður: „Southampton veröur að vinna þennan leik gegn Stoke ef þeir ætla sér að vera áfram i baráttunni á toppnum. Ég spái þeim þvi sigri, hef ekki trú á þvi að Stoke geri einhverjar rósir á heimavelli Southampton”. Jón Hermannsson prentari: „Ég ætla að spá Ipswich sigri i leiknum gegn Swansea, þó að þeir leiki á erfiðum velli eins og Vetch Field er, nánast eitt drullusvaö fyrir nokkrum dög- um. Ég tel Ipswich vera með mun sterkara lið”. Gylfi Kristjánsson blaðamaður: „Þetta eru tvö mjög góð lið og allt geturgerst og þvi ætla ég aö setja jafntefli á þennan leik W.B.A. og Tottenham. Ég hallast nú frekar að heimasigri, en ætli ég láti ekki jafntefliö standa”. Ómar Ragnarsson fréttamaður: „Heimavöllurinn hefur mikið að segja og þvi spái ég West Ham sigri gegn Nottingham Forest. Þetta eru jafnsterk lið og heimavöllurinn ræður þvi miklu. West Ham verða vel studdir af áhorfendum og ég spái góöri stemmningu á vell- inum”. Sigurður Ingólfsson hljóðmeistari: „Ég ætla að taka sjensinn á þvi að láta Oldham vinna þennan leik gegn Barnsley. Ég hugsa að heimavöllurinn sé nokkuð drjúgur hjá Oldham”. röp-. voru með rétt ■ Fyrsta vikan I úrslita- keppninni var um siöustu helgi og af þeim tólf sem eru i úrslitum reyndust aðeins sex hafa rétt fyrir sér. Þeir sem voru meö rétt voru, Sigurdór, Jón Hermannsson, Gylfi, Ómar, Grétar og Jón Oddsson. Þaö er þvi óhætt aö segja aö þeir hafi tekið smá forskot á hina sex sem lofa að gera beturi þessari viku. Enda ekki seinna vænna þvi aðeins átta vikur eru eftir af úrslita- keppninni. röp-. Nafn 29 leikvika Leíkir Spá 1. Askell Þórisson blaðamaður (0) Arsenal — Aston Villa i 2. Magnús V. Pétursson knattspyrnud. (0) Birmingham — Brighton 2 3. Þorsteinn Bjarnason bankamaður (0) Coventry,—Wolves 2 4. Bjarni Óskarsson verslunarm.: (0) Everton —Liverpool 2 5. Grétar Norðfjörð knattspyrnud.: (1) Man. United — Sunderland i 6. Páll Pálmason knattspyrnum.: (0) Middlesboro — Man. City 2 7. Sigurdór Sigurdórsson blaðamaður (1) Notts County — Leeds 1 8. Jón Oddsson knattspymum.: (1) Southa m pton — Stoke 1 9. Jón Hermannsson prentari (1) Swansea — Ipswich 2 10. Gylfi Kristjánsson biaðamaður: (1) W.B.A. — Tottenham X 11. ómar Ragnarsson fréttamaöur (1) West Ham —4íottingham Forest I 12. Sigurður Ingólfsson hljóðm.: (0) Oldham—Barnsely 1

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.