Tíminn - 24.03.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 24.03.1982, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 24. mars 1982 23 og leikhús - Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornid I Lynda Dummar (Mary Steenburgen) nýtur þess að dansa nektardans i „Melvin og Howard". Draumurinn hand- an við hornið MELVIN OG HOWARD (Melvin og Howard). Sýningarstaöur: Laugarásbió. Leikstjóri: Jonathan Demme. Aðalhlutverk: Paul Le Mat (Melvin Dummar), Jason Robards (Howards Hughes), Marý Steenburgen (Lynda Dummar). Handrit: Bo Goldman. Myndataka: Tak Fujimoto. Framleiöendur: Art Linson og Don Philips fyrir Universal, 1980. Söguþráður: — Melvin Dummar, ungur, blankur iönverka- maöur, erá leiöheim tilsin aönæturlagi. Hannekur um Nevada- eyöimörkina og hittir þá gamlan mann, sem hefur lent I slysi á vélhjóli. Hann tekur manninn upp I og ekur meö hann til Las Vegas. Maðurinn kynnir sig sem Howard Hughes, en Melvin trú- ir honum ekki. Hughes fæst til að syngja jólasveinalag, sem Melvin hefur samiö. Rétt eftir að Melvin kemur heim til sin fer konan hans, Lynda, að heiman með dóttur þeirra hjóna. Melvin eltir hana nokkru siðar til Renó, þar sem hún dansar nektardans á skemmtistað. Þeim sinnast alvarlega og Melvin fær skilnað og yfirráð yfir dóttur þeirra. Mörgum mánuðum sfðar hringir Lynda, sem þá er i Kaliforniu hjá móður sinni, og segir Melvin að hún sé ófrisk. Þau ákveða að gifta sig aftur og Melvin fær starf sem mjólkurbilstjóri I Glendale, Kaliforniu. Hann vinnur samkeppni fyrirtækisins um „mjólkurmann mánaðarins". Lynda tekur þátt I sjónvarpsþætti, þar sem þátttak- endurgeta unnið verulegar fjárhæðir ef þeir eru heppnir, og það er hún svo sannarlega. Peningana, sem hún vann, nota þau iijón- in seni afborgun i nýju húsi, en Melvin ræður ekki við sjálfan sig frekar en fyrri daginn og kaupir llka bll og bát, sem þau hafa enginráðá. Lynda yfirgefurhann þvi á nýjan leik og tekur börn- in með sér. Melvin heldur áfram starfi sinu sem mjólkurbllstjóri og giftist svo Bonnie, sem starfar við sama fyrirtæki. Þau halda til Utah og hefja þar rekstur bensinstöðvar. Sá rekstur gengur hins vegar brösótt. Þá fréttir Melvin I sjónvarpinu að Howard Hughes sélátinn. Skömmuslðar kemur maður á benslnstöðina og skilur eftir umslag með að þvi er virðist erfðaskrá Howard Hughes. Melvin fer með umslagið til Mormónakirkjunnar i Salt Lake City. Þar kemur I ljós að samkvæmt þessari erfðaskrá á Melvin að erfa umtalsverðan hluta af eignum Hughes. Málið fer fyrir dómstólana og Melvin verður frægur um sinn, en gerir sér grein fyrirþvi, aðlitil vonsétilþess aðhann fáipeningana. ¦Þessi söguþráöur erað hluta til byggður á raunverulegum atburðum. Melvin Drummer er raunveruleg persóna (i lok myndarinnar segir frá þvi að hann aki nú bjórflutningabil i Utah, en pilturinn leikur reyndar aukahlutverk i þess- ari niynd sem afgreiðslu- maður á bensinstöð), og erfðaskráin, sem dómstólar hafa úrskurðað ógilda, er einnig til staöar. En þessar staðreyndir nota handritshöf- undurinn, Bo Goldman, og leikstjórinn, Jonathan Demme, aðeins sem ramma ulan um bráðskemmtilega frásögn af leit rótlausra Bandarikjamanna að banda- riska draumnum um skjót- fenginn gróða — draumnum, sem hvað ofsafengnast er alið á i ótrúlegum verðlaunaþátt- um bandarisku sjónvarps- stöðvanna. Melvin og fyrri kona hans, Lynda, eru dæmi- gerð fyrir rótleysi g hreyfan- leika margra eignalitilla bandariskra borgara, sem; vona að stóri vinningurinn sé handan við næsta horn, en verða yfirleitt fyrir vonbrigð- um. Myndatakan er i fullu sararæmi við rótleysi fólks- ins: myndavélin sifellt á hreyfingu. Mary Steenburgen fékk Oscarsverðlaun fyrir leik sinn i þessari mynd, og skal engan undra það: hún er hreinlega frábær og gerir Lyndu Dummer að eftirminnilegri persónu. Jason Robards sýnir okkur Howard Hughes eins og allt bendir til að hann hafi verið á þessu timabili: hann 'lltur út eins og róni en veit samt sem áður sinu viti enn. —ESJ. 'Elias Snæland 'Jónsson skrifar * * * Melvin og Howard * Superlögga 0 Loforðið * * * Montenegro * * Timaskekkja -¥¦ •¥¦ Aðeins fyrir þin augu "¥¦¥¦¦¥ Fram i sviðsljósið Stjörnugjöf Tímans - '• mjög göd ¦ * • góð ¦ • sæmileg • O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.