Tíminn - 24.03.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 24.03.1982, Blaðsíða 20
VABAHL.UTHI Séiidúm um land allt. Kaupum nýlega bila til niðurrifs Slmi (»1)7-75-51. (-41)7-80-30. UCinn XJ"C Skemmuvegi 20 XlJliJLIJ.1 IXr . Kópavofti Mikiöúrval Opið virka daga 9 19 • Laugar- daga 10-16 HEDD HF, Gagnkvæmt ^ tryggingaféJag HÖGGDEYFAR <övarah,utir ¦!£*££ MÁ SETIA KÍKINN FYRIR BUNDA AUGAÐ ÞEGAR GÓD MALEFNI EIGA í HLUF —¦ rabbað vid Friðjón Gudrödarson, sýslumann á Höf n w Miövikudagur 24. mars 1982 ¦ „Ef hin mörgu áhugamanna- samtök væru ekki stööugt að vinna a6 málefnum heilsugæsl- unnar þá sætum viö allt eins uppi meö tiltölulega vel búin hUs en heldur Htiö I þeim. Fjárveiting- arnar vilja nefnilega veröa ótrU- legar tregar um leiö og tekist hef- ur að komast í þessi hús meö tengurnar, nokkra hnifa og plástra og kannski gamalt af- dankað röntgenmyndatæki. „Þarna er komin heilsugæslu- stöB" segir þá fjárveitingavaldið fagnandi", sagBi FriBjón GuBröB- arson, sýslumaBur á Höfn þegar Timinn ræddi nýlega viB hann vegna stórgjafa Lionsklúbbs HornafjarBar til heilsugæslu- stöBvarinnar á Höfn. ÞaB nýjasta er ákvörBun um að gefa stöðinni röntgenmyndatæki sem kostar um 220.000 kr. „Meðan þessir lionsklúbbar sjá um tækjaöflun fyrir heilsugæsl- una eiga þeir gúðan rétt á sér. Sumir vilja að vlsu flokka allt sem nefnt eru klUbbar undir einn hátt og tala þá jafnvel um lions- klubbana við hliðina á þvi „auma snobberii, frimúrinu". En ég likí þvi ekki saman hvort menn eru að vinna að liknarmálum fyrir sitt samfélag, eöa hítt að þeir klæðist I kjól og hvitt og gæli við bragð- laukana I sjálfum sér. Að sjálfsögöu vil ég ekki gleyma framlagi slysavarnarfé- laganna eða kvenfélagskonunum, sem eru mjög drjúgar, né Rauða- krossfélögunum sem ví&a gera gagnmerka hluti. Hér hefur Rauði-krossinn t.d. rekið sjUkra- flutningabfl i ein 6 ár. I fyrra keypti hann svo mjög fullkominn Volvo-bfl sem er svo vel búinn að það er hægt að gera ýmislegt til að halda mönnum gangandi og veita þeim fyrstu hjálp." — Kunna þeir sem með bílinn fara þá að nota tækin? „Já, uppistaðan I liðinu eru menn úr Björgunarfélagi Horna- fjarðar sem er deild I Slysavarn- arfélaginu og Rauöa-krossdeild- inni. Þeir hafa myndað þrjú tveggjamanna gengi sem eru á bakvóktum til skiptis og taka þar með á sig mikla ábyrgð og vinnu fyrir lágar greiðslur. Rauði-- krossinn sér þannig samfélaginu hér fyrir þjónustu sem ella væri töluverður rekstrarliður á sveit- arfélaginu. Með þetta erum við mjög ánægð." — Nii hefur þeirra höfuð fjár- öflunarleið — spilakassarnir — veríð nokkuð gagnrýnd af ýms- um? „Ég get vel viðurkennt að sem lögreglustjóri leit ég á þá með gagnrýni I byrjun og fannst þetta upphaflega heldur ógeðfelld fjár- öflunarleið. Það á nú svo að heita að fjárhættuspil sé bannað með lögum hér á landi og- vist sýnist þetta angi af þvi. En það má vel setja kikinn fyrir blinda augaö þegar góð málefni eiga I hlut og það hefur yfirstjórn dómsmála i landinu gert." — En hvað um krakkana sem standa við kassana? „Krakkar hafa ekki þolinmæði I þetta. Þau fara kannski meB 2-3 peninga en hætta svo þegar þeim, ásamt þvi'sem kassinn hefur skil- aB hefur veriB eytt. Menn verða aB fá „fóbiuna". Hjá þeim sem hafa hana sér ma&ur glampa I augum þegar þeir ganga aB köss- unum þar sem þeir sIBan standa jafnvel I klukkutíma. En slikir menn eru nU ekki margir og þetta er þá þeirra „brennivin". ÞaB þýBir ekki aB ætla sér aB loka fyrir gott málefni þótt einn eBa tveir fái snert af „spilasýki". — ÞU teldir kannski I lagi aB leyfa einkaaðilum að reka kassa? „1 þvi er ekkert vit. Við færum ekki aö leyfa Ragnari I álinu eða Jóni I Járnblendinu að setja upp spilakassa til að „redda" tapinu. Það gengi ekki", sagði Friðjón. — HEI fréttir Borgin setur Hjörleifi úrslita- kosti ' ¦ BorgarraB sam- þykkti samhljóBa á fundi sinum i gær að setja Hjörleifi Guttormssyni orku- málaráöherra Urslita- kosti um að annað hvort staðfesti hann hækkanir á gjald- skrám Hitaveitu Reykjavikur og Raf- magnsveitu Reykja- vikur fyrir næstu mánaðamót, en elleg- ar yrði rikið krafiB bóta vegna tapreksturs þessara fyrirtækja, sem hækkunarbei&nunum nemur. Eins og kunnugt er þá telja borgaryfir- völd, aB fenginni um- sögn borgarlögmanns, aö frá sl. áramótum séu ekki i gildi sérstök „veröstöövunar- ákvæði" er taka til verðlagningar á orku og hafa þvi einhliða ákveðið 22% hækkun á gjaldskráRRogl3.5% hækkun á gjaldskrá HR. Gjaldskrárnar verða hins vegar aB hljóta sta&festingu orkumálará&herra. Telur borgarráB aB orkumálaráBherra sé ekki lagalega stætt á þvi a& hunsa lóglega ákvöröun borgaryfir- valda I þessu efni og geti hann bakað rikinu bótaskyldu ef dráttur verður á staðfestingu eða henni hafnað. Voru honum settir Ur- slitakostir, sem fyrr segir, sem miðast við næstu mánaðamót. —Kás i ¦ „ÞaB má vel setja kikinn fyrir blinda augað þegar góB málefni eiga I hlut", segir Friðjón Guðröðarson, sýslumaBur. Mynd M.Ó. jóarar! Eruö þiö í nýja og endurbætta gallanum frá HECfOR Þelr eru þægllegri og sterkari. saö er staöreynd! Farisear, Samverjar og annað fólk ¦ Þessa auglýsingu sá- um við i Degi: „Ilvað gerði fariseinn fyrir manninn I nauð? Hvað gerði svo Samverj- inn? Hvaö gerir þú sem átt lausa ibúð eða her- bergi i þeirri húsnæðis- neyð sem nú er á Akur- eyri. Jú, þii hringir i sima 25881 og lætur vita af þér strax." Við erum illa sviknir ef ekki hefur ræst snarlega úr hiisnæðisvandræöum auglýsandans. Mælingar á greindar- vísítölu ¦ Úr iþróttafrétt I 1)V á mánudag: „Mikil spenna á föstu- dag hve mörk Alfreðs Gislasonar yrðu mörg. Raunverulega allir spenntari en Alfreð þvi þessi hlédragi, greindi piltur var á köflum bók- staflega feiminn við hvað athyglin beindist að hon- uni. En hann skoraði og skoraði." Undarleg þessi árátta til stöðugra greindarmæl- inga I iþróttafréttum. Sofiðá fundi ¦ Þessum stáluin við úr Ægi: „Maður nokkur sofnaði á fundi. Ræðumaðurinn bað ungan mann, sem sat við hliðina á svefnpurkunni að vekja hann. „Vektu hann sjálfur", sagði ungi maöurinn, „það varst þú sem svæfð- ir hann"." Fram- kvæmda- - stjóri óskast ¦ Hér I blaðinu hefur áður verið sagt frá þvl að „Frjáls fjölmiðlun", út- gáfufyrirtæki hins tvieina siðdegisblaðs, festi kaup á þvl margumtalaða fyrirtæki Videósón. Við heyrum að „Frjáls fjöl- ««r ..-^^m miðlun" leiti nú dyrum óg dyngjum að heppilegum framkvæmdastjóra fyrir forretninguna. Meðal þeirra, sem boðinn hefur verið starfinn, munu vera þau Haukur Ingibergsson og Sigrún Stefánsdóttir. Bæði munu hins vegar hafa hafnað boðinu af ein- hverjum ástæðum. Krummi ... ¦ les i kvennaframboðs- blaðinu að það nýjasta i sambandi við getnaðar- varnir sé „lykkja fyrir karlmenn". Kæmi hnútur ekki að betri notum?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.