Tíminn - 26.03.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.03.1982, Blaðsíða 1
Bækur á leiksviði - Jónas um Don Kíkóta — bls. 19 TRAUSTOG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐI Föstudagur 26. mars 1982 69. tölublaö — 66. árg. Síöumúla 15- Pósthólf 370 Reykiavík-Ritstiórn86300-Auglýsingar 18300 - Afgreiðslaogáskrift86300-Kvöldsímar86387og86392 SUÐURLANDIÐ FORST NORÐUR AF FÆREYJUM — tíu skipverjum var bjargað en eins er saknað ¦ Suðurlandið fórst norður af Færeyjum laust eftir hádegið I gær. Tiuaf ellefu skipverjum var bjargað en eins er saknað. Suðurlandið sem er eitt af skipum Nesskips fór frá Þórshöfn snemma i gærmorgun, áleiðis til Islands. Það flutti saltfarm til landsins. Um hádegisbilið kom slagsiða á skipið en þá var suð- vestan stormur og mjög slæmur sjór á þessum slóðum. Skipverjar fóru igúmmibjörgunarbát og var bjargað fyrst tveimur urh borð i litla þyrlu frá varðskipinu Hvita- birninum, og siðan átta i aðra M/s Suöurland. stærri þyrlu sem kom frá Skot- landi. Mikil leit var strax hafin að manninum, sem er saknað og tóku bæði skip og batar þátt i leit- inni. Hún hafði ekki borið árangur, þegar flugvélar urðu að hætta vegna myrkurs, en skipin héldu áfram að leita. Hvitabjörninn tilkynnti að Suðurlandið hefði horfið af radarnum um klukkan hálí' fimm og er talið að skipið hafi þá sokk- ið. SV Sjá nánar á bls. 3 ¦ Eftir hádegið i gær fór sólin að skina i höfuoborginni um stund og þaö var næstum sumarbiær i loftinu. Og þá var ekki aö sökum ao spyrja, brosin fæddust á andliti barnanna og lif færðist i hverja taug...(Tfmamynd Róbert. Orkustofnun og Almenna verkfrædistofan: GAMLI SAMNINGURINN TEKUR GILDI AFTUR! ¦ ,,Já, það er rétt, gamli samn- ingurinn var settur i gildi aftúr. Orkustofnun skrifaði okkur bréf i gær, þar sem hún sagðist reiðu- búin til að standa við gerðan samning", sagði Svavar Jóna- tansson, forstjóri Almennu verk- fræðistofunnar i samtali við Tim- ann i gær. „Og okkar samnings- aðili vestur i Bandarikjunum samþykkti með leyfi sjóhersins einhvern tima snemma i dag", hélt Svavar áfram. Svavar sagðist vonast til að hægt yrði að hefjast handa við framkvæmdir í Helguvik i dag með undirbúningsvinnu. 1 bréfi Orkustofnunar til Al- mennu verkfræðistofunnar segir m.a. „Orkustofnun er reiðubúin til að hefja störf samkvæmt samningnum frá 10. mars að þvi tilskildu að Almenna verkfræði- stofan fallist á eftirfarandi: Að samningsupphæðin reiknist yiir i islenskar krónur og að fyrir verk- iö verði greitt i islenskum krón- um. Og að Almenna verkfræöi- stofan afli heimilda landeigenda til að fara um landið og að hún geri bandariska verktakanum grein fyrir greinargerð Orku- stofnunar frá 18. mars." „Ja, viö getum hafist handa strax þess vegna", sagði Jakob Björnsson, orkumáíastjóri i sam- tali við Timann. „En að svo stöddu get ég ekki sagt hvenær byrjað verður. Jarðboranir byrja á þvi að leggja slóðir og þess hátt- ar einhvern tima á næstunni". — Verða fyrirvararnir virtir? „Já, það er alveg ljóst. Við hlýðuih okkar yfirmönnum, en þess er að geta að fyrirvararnir cru bara innanlandsmál. M.a. snúast þeir um það hver skiptir dollurunum og það er náttúrulega bara mál milli okkar og Almennu verkfræöistofunnar", sagði Jakob. —Sjó Heimilis- Tfminn: -..«11 ¦¦!,..,.¦—¦¦¦¦,„ ,!¦., Dagur ílífi — bls. 10 •<P" „Helgar- pakkinn" — bls. 11-18 'j*"" Reagan og Mið- Ameríka — bls. 7 Heppnir strákar — bls. 2 ___________:_______________I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.