Tíminn - 26.03.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.03.1982, Blaðsíða 4
Föstudagur 26. mars 1982 TOMMA-RALLY • 27.-28. MARS 82 FYRSTA RALLKEPPNl ÁRSINS • FYLGIST MEÐ SPENNANDI KEPPNI • FÁIÐ ÓKEYPIS £ Áhorfenda leiðarbók meðan á keppni stendur i Fáks- • heimilinu og Tommaborg- 0 urum Grensásveg Til sölu Traktor B 4141 með ámoksturstækjum Einnig mykjusnigill og áburðardreifarar. Á sama stað er til sölu Volvo 144 DL árg. 1974 ekinn 116 þús. km. Upplýsingar i sima 99-5564 i hádegi og eft- ir kl.18 á kvöldin. Iðngarðar í Vestmannaeyjum Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur sam- þykkt að kanna möguleika á byggingu iðn- garða. Aðilar sem áhuga hafa á að setja á stofn iðnfyrirtæki (nýiðnað) eru hvattir til að kynna sér þessa möguleika. Nánari upplýsingar gefur formaður und- irbúningsnefndar, Sigurður Jónsson, simi 98-1871 eða 98-1593. Undirbúningsnefnd iðngarða. VÉLSKÓLI ÍSLANDS REYKJAVÍK Sumarnámskeið vélstjóra 1982 Eftirtalin námskeið verða haldin i júni ef næg þátttaka fæst: 1. Kælitækni, 2. Stillitækni, 3. Rafmagns- fræði (4 námskeið), 4. Tölvufræði (2 nám- skeið), 5. Svartoliubrennsla, 6. Fyrir- byggjandi viðhald. Umsóknir berist skólanum ásamt þátttökugjaldi fyrir 19. april nk. öll námskeiðin eru miðuð við að viðkomandi hafi lokið 4. stigs vélstjóra- prófi fyrir 1977. Umsóknareyðublöð verða send þeim sem óska. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa skólans i sima 19755. Vélskóli íslands Sjómannaskólanum Reykjavik. BAGGATÍNUR örfáum tínum óráðstafað úr 1. sendingu sérlega hagstæðu verði. á 3 pjl ÞÓRf ÁRMÚLA11 fréttiri ■ Frá aOalfundinum: Páll Sigurjónsson I ræöustól, en hann var endurkjörinn formaöur Vinnuveitenda- sambandsins á aöalfundi þess i fyrradag. Tfmamynd G.E. Vinnuveitendur móta stefnu sína: KRðFUGERÐ ALÞÝÐU- SAMBANDSfNS HAFNAD ■ „Með hliðsjón af þeirri stað- reynd að hlutfall launa af þjóðar- tekjum er 75-80%, er vöxtur þjóðartekna eina forsenda kaup- máttaraukningar”, segir istefnu- yfirlýsingu aðalfundar Vinnuveit- endasambandsins fyrir samn- ingaviðræðurnar sem nú eru ný- hafnar. Horfur séu á að þjóðar- tekjur á mann muni minnka á þessu ári, sem útiloki þvi raun- verulegar launahækkanir. Meö hliðsjón af þessu grund- vallaratriði ásamt öðrum, sam- þykkti VSt að hafna kaupkröfu- gerð ASI og landssambanda þess, enda sé hún með öllu óraunhæf við núverandi efnahagsaðstæður, sem farið hafi versnandi frá þvi siðustu kjarasamningar voru —undirritaðir. Leggur VSI til aö kjarasamningarnir verði endur- nýjaðir til tveggja ára án al- mennra grunnkaupshækkana, en þó þannig að launaliðir verði endurskoöaðir 1. ágúst 1982 innan þeirra marka sem breyting þjóðartekna á mann segi til um. Jafnframt samþykkti VSI að viðræðum við stjórnvöld um svo- nefnt nýtt viðmiðunarkerfi verði haldið áfram og megináhersla þá lögö á eftirfarandi atriði: Að samiö verði um nýjan grundvöll framfærsluvísitölu i fullu sam- ræmi við breytta neyslusamsetn- ingu. Að hamlað verði gegn vixl- hækkunum verðlags og launa með þvi að launaþáttur verð- breytinga innlendrar vöru og þjónustu hafi ekki áhrif á verð- bætur, svo sem gilt hefur um bú- vöruhækkanir. Að óbeinir skattar og niðurgreiðslur falli út úr verð- bótavisitölu. Og að tekið verði til- lit til versnandi viðskiptakjara. Þá samþykkti VSl að engar við- ræður fari fram um þau atriði er lúta að auknum launakostnaði fyrr en Þjóðhagsstofnun hefur lagt fram niðurstöður þeirra út- reikninga er samningaráð VSt hefur þegar óskað eftir. —HEI Aðalfundur vinnuveitenda: Launþegar hafa endurgreitt 99% af öllum launahækkunum — segir Páll Sigurjónsson ■ ,,Eg held að við brúum best gjána milli atvinnulifsins og stjórnmálanna með þátttöku fleiri manna úr atvinnulifinu i stjórnmálum og þar af leiðandi þátttöku fleiri stjórnmálamanna i atvinnulifinu”, sagði Páll Sigur- jónsson, form. Vinnuveitenda- sambandsins m.a. á aöalfundi þess i gær. En þar ræddi hann m.a. stjórnmálin og vinnu- markaðinn. Skoraði Páll á at- vinnurekendur að taka virkari þátt i stjórnmálunum, þvi þekk- ing og reynsla atvinnulifsins yrðu aðeins flutt yfir á vettvang stjórn- málasviösins meö beinni hlut- deild atvinnurekenda i stjórn- málalegri ákvarðanatöku. „Ég held aö það sé knýjandi nauðsyn að svo verði”, sagði Páll. Varðandi kjaramálin sagði Páll m.a. aö undanfarin ár hafi laun- þegar endurgreitt 99% af öllum launahækkunum með stöðugri lækkun á gengi krónunnar og al- mennum verðhækkunum. Fyrir- tækin gætu þvi svo sem samþykkt hvaða launakröfur sem vera skuli, ef launþegar endurgreiði sifellt launahækkanirnar með þessum hætti. Samningar laun- þega og vinnuveitenda snúist þvi fyrst og fremst um veröbólgu. Páll sagði hins vegar ljóst, að raunlaun verði ekki hækkuð eða útgjöld aukin til félagslegra verk- efna, fyrr en ný sókn til eflingar islensku atvinnulifi hafi skilaö árangri. „Það hefur engan til- gang að skipta á pappirum þeim peningum, sem ekki eru til”. I þessu sambandi benti hann á að viö horfum nú fram á 5-6% sam- drátt i heildarsjávarafla, jafn- framt þvi sem stefnt sé að 7% samdrætti i fjárfestingu atvinnu- veganna. Verkefnið framundan ■ Rannsókn á orsök hreyfil- bilunar i Fokker flugvélinni TF- FLM á tsafirði s.l. laugardag heldur áfram. I gær og i fyrradag hafa tveir sérfræðingar frá Rolls Royce verksmiöjunum og fjórir frá Fokker verksmiðjunum i Amsterdam ásamt manni frá breska loftferðaeftirlitinu og is- lenskum sérfræðingum unnið að rannsókn málsins. En nú er full- vist að forþjappa i hreyflinum bilaði og orsakaði frekari skemmdir. Sá hlutur hennar sem var eftir i hreyflinum verður nú sendur utan til rannsóknar og ■ Páll Sigurjónsson, formaður VSl. sé þvi ekki að hækka launin heldur aö auka á ný svigrúm at- vinnulifsins til nýsköpunar. „Við fáum ekki uppskeru áf akrinum, ef við sáum ekki”, sagði Páll. —HEI fullyrða Mr. Dow og Mr. Gilchrist frá Rolls Royce að orsökin muni finnast. Forþjappa sú sem hér um ræðir hefur verið framleidd eins i s.l. 15 ár en örlitlar breytingar gerðar á umbúnaði forþjöppunnar á sjálf- um öxlinum. Sú breyting var fyrst gerð fyrir fimm árum, og siðan hafa allir Rolls Royce Dart hreyflar sem komið hafa til verk- smiðjanna i endurbyggingu sem og nýir hreyflar hlotið þá meö- ferö. Rolls Royce hreyflar eru nú notaðir i tiú gerðum flugvéla og alls munu 4.300 hreyflar vera i gangi um þessar mundir. Forþjappan var orsök óhappsins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.