Tíminn - 26.03.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.03.1982, Blaðsíða 9
Föstudagur 26. mars 1982 9 á vetfvangi dagsins „Með tilkomu skautahallar mun öll að- staða til iðkunar skautaiþrótta gerbreyt- ast, en það sem aðallega hefur háð skautamönnum er hin óstöðuga veðrátta. Þá opnast sú leið að nota skautahöllina undir vörusýningar að sumri til við hlið Laugardalshallar, en með þvi móti batn- ar til mikilla muna sýningaaðstaðan i Laugardal.” Sundlaugarnar í Laugardal hefur verið afar frumstæð. Fyrri vald- hafar höfðu dregið það árum saman að hefjast handa um bygg- ingu framtiðar baða- og búnings- herbergja. Borgaryfirvöld hafa nú loks eftir að nýr borgarstjórn- armeirihluti tók við, hrist af sér slenið og byrjað — og það mynd- arlega. I fyrra var varið 3,1 millj. kr. til þessa mannvirkis og i ár er áætlað er gera bygginguna fok- helda, en það mun kosta 8,35 millj. kr. Með tilkomu þessara baða- og búningsherbergja ger- breytist aðstaða baðgesta enda verður unnt að koma fyrir alhliða likamsrækt ásamt gufuböðum og ljósböðum þar sem böð og bún- ingsherbergi eru nú. Uppbyggingunni i Bláfjöllum hefur veriö fram haldið af fullum 1 svonefndri Suður-Mjódd i Breiðholti hefur öðru stærsta i- þrótta- og útivistarsvæði borgar- innar á eftir Laugardalnum verið valinn staður. Nú stendur yfir hugmyndasamkeppni um skipu- lag þessa svæðis og munu niður- stöður samkeppninnar verða kynntar innan skamms. Nokkurn tima tekur að fullmóta skipulag á þessu svæði áöur en framkvæmd- ir geta hafist en ekki er ráð nema i tima sé tekið eins og dæmin sanna. Þá liggur ljóst fyrir að Mela- völlurinn gamli verður að vikja innan fárra ára enda er hart sótt að honum úr öllum áttum. Mörg- um verður eflaust eftirsjá i Mela- vellinum enda eru margar minn- ingar honum tengdar. En það verður ekki aöeins sjónarsviptir Fleira hefur Iþróttaráð gert til þess að styðja við bakið á iþrótta- félögunum i borginni. Má þar nefna breyttar reglur um auglýs- ingar félaganna i iþróttamann- virkjum borgarinnar sem fært hafa félögunum stórauknar tekj- ur. Samhliða var settur á stofn Styrktarsjóður tþróttaráðs sem á hverju ári úthlutar styrkjum og viðurkenningum fyrir unnin i- þróttaafrek og þátttöku i iþrótta- starfi. 1 upphafi þessa árs var þannig úthlutað 160 þús. kr. úr sjóði þessum sem án efa hefur komiðmörgu iþróttafélaginu og I- þróttamanninum til góöa. Lokaorð A yfirstandandi kjörtimabili hafa framlög Revkiavikurborgar ■ Sundhöll Reykjavikur hefur tekið miklum breytingum til hins betra. krafti i tið núverandi borgar- stjórnarmeirihluta. Eins og kunnugt er hefur Reykjavikur- borg samvinnu við nágranna- sveitarfélögin um þessar fram- kvæmdir en langmest mæðir á okkur Reykvikingum enda greið- um við u.þ.b. 2/3 af kostnaði I Bláfjöllum. 1 fyrra nam kostnaður við framkvæmdir i Bláfjöllum rúm- um 6 millj. kr., en þar af var hlut- ur Reykjavikur rúmar 4 millj. kr. Nú á næstunni verður tekin i notk- un þjónustumiðstöð i þessu vin- sæla skiða- og útivistarlandi og að þvi loknu er ætlunin að reisa aðra stólalyftu i Bláfjöllum til viðbótar þeirri sem fyrir er. Framlög til þessara framkvæmda nema 5,25 millj. kr. I ár þar af er hlutur Reykvikinga áætlaður 3,8 millj. kr. Horft til framtíðarinnar Núverandi Iþróttaráð beitti sér fyrir þvi að fyrirliggjandi teikn- ingar af yfirbyggðu skautasvelli i Laugardal yrði endurskoðaðar. Gisli Halldórsson arkitekt og samstarfsmenn hans hafa nú gengið frá teikningum af stór- glæsilegri skautahöll sem risa á austan við Laugardalshöllina. Með tilkomu skautahallar mun öll aðstaða til iðkunar skautaíþrótta gerbreytast en það sem aöallega hefur háð skautamönnum er hin óstöðuga veörátta. Þá opnast sú leiö að nota skautahöllina undir vörusýningar að sumri til við hlið Laugardalshallar en með þvi móti batnar til mikilla muna sýn- ingaaðstaðan i Laugardal. I ár er varið 0,8 millj. kr. til þess að ljúka hönnun skautahall- arinnar og öörum undirbúningi þannig að unnt verður aö hefjast handa af fullum krafti við sjálfa bygginguna á næsta ári. að þessum gamla og rótgróna velli heldur þarf Reykjavikur- borg á að halda Iþróttavelli þar sem iðka má knattspyrnu og aðr- ar iþróttagreinar helst allan árs- ins hring. Sú hugmynd hefur skotið upp kollinum að Reykjavikurborg og Háskólinn taki höndum saman og reisi iþróttavöll með gervigrasi á háskólasvæðinu. Aö minum dómi myndi sllkur völlur þjóna hags- munum beggja aðila, ekki slst Háskólans þar sem gervigrasvöll má nota jafnt vetur sem sumar. Mál þetta er enn til athugunar en vissulega væri það mikil lyfti- stöng fyrir iþróttahreyfinguna I borginni, ekki sist knattspyrnu- hreyfinguna ef hugmynd þessi yrði að veruleika. Aukinn stuðningur við í- þróttafélögin Á yfirstandandi kjörtímabili hefur stuðningur Reykjavikur- borgar við hin frjálsu iþróttafélög I borginni aukist verulega. Á árinu 1978 nam fjárveiting borgarinnar til íþróttabandalags Reykjavikur 0,8 millj. kr. A árinu 1982 nemur fjárveiting þessi 4,2 millj. kr. þannig að hún hefur rúmlega fimmfaldast á þessum fjórum árum. Svipaða sögu er að segja um framlög af hálfu borg- arinnar samkvæmt svonefndri „80% reglu”, en borgarsjóður hefur greitt félögunum 40% fram- lag sitt og að auki 40% framlag rikissjóðs jafn óöum þegar um hefur verið að ræða byggingu I- þróttavalla og vallarmannvirkja. Framlög til annarra fram- kvæmda félaganna eru hins veg- ar greidd eftir á óverðtryggð. Framlög samkvæmt „80% reglu” námu þannig 0,4 millj. kr. árið 1978 en nema á árinu 1982 1,8 millj. kr. til framkvæmda á sviði lista, i- þrótta og útiveru aukist hlutfalls- lega. Arið 1978 var hlutfall þess- ara framkvæmda af heildarfram- kvæmdum á vegum borgarinnar I, 86%, áriö 1979 2,18%, árið 1980 3,48%, áriö 1981 5,34%, og á árinu 1982 er áætlað aö hlutfalliö verði 5,70%. Arið 1981 námu framlög Reykjavikurborgar til fram- kvæmda við Iþróttamannvirki II, 1 millj. kr. Ef frá eru dregnar endurgreiöslur rikissjóös og ann- arra sveitarfélaga vegna Blá- fjalla námu bein framlög borgar- innar 8,7 millj. kr. Arið 1982 er á- ætlaö að framlög borgarinnar nemi 14,8 millj. kr„ en þar af veröi bein framlög 10,4 millj. kr. Séu tölur þessar bornar saman við sambærilegar tölur frá fyrri árum má fullyröa aö fram- kvæmdir við Iþróttamannvirki á vegum borgarinnar hafa liklega aldrei verið meiri en á þessum tveimur árum. Núverandi Iþróttaráð hefur þveröfugt við fyrra Iþróttaráö kappkostað aö búa I haginn fyrir viðtakandi Iþróttaráð. Verk- samningur liggur fyrir um á- framhaldandi byggingu baða og búningsherbergja við Sundlaug- arnar I Laugardal áætlun hefur veriö gerð um áframhaldandi uppbyggingu I Bláfjöllum og unnt verður að bjóða út fyrsta áfanga skautahallar um næstu áramót. Núverandi Iþróttaráð hefur ekki aðeins horft til næstu ára, heldur einnig fram I timann eins og lýst hefur veriö hér að framan. Upp- bygging íþróttamannvirkja i Reykjavik og nágrenni er verk- efni sem sifellt veröur að vinna að — aldrei má slaka á eins og þvi miður varð raunin eftir viðskiln- að Sveins Björnssonar og félaga fyrir fjórum árum. ■ „Fjölgun þingmanna ieysir engan vanda. Til dæmis virðist heil heimsálfa — Ástralla — komast vel af með aðeins 64 þing- menn”. Félagar í öllum stjórnmála- flokkum í V-Hónavafnssýslu Samhljoða áskorun um kjör- dæmamálið ■ „Hér i V-Húnavatnssýslu hefur náðst merkileg sam- staða áhugamanna úr öllum stjórnmálaflokkum. Vegna stjórnarskrármálsins höfum við skrifað bréf til formanna allra stjórnmálafélaga á land- inu svo og allra þingmanna þjóðarinnar. Bréfin eru sum farin og önnur munu fara i póst til formannanna I þessari viku, en verða afhent þing- mönnum n.k. fimmtudag i Al- þingi”, sagði einn þessara áhugamanna, Orn Bjarnason. Timinn hafði haft spurnir af samningu þessa bréfs, sem er svohljóðandi: „Við undirritaðir áhuga- menn i Vestur-Húnavatns- sýslu um stjórnarskrármálið viljum vekja athygli á að is- lenskir stjórnmálaflokkar hafa sett sér það markmið aö fjölga þingmönnum i Reykja- vik og Reykjanessvæðinu á kostnað landsbyggðarinnar. Undirbúningur þeirra aðgerða hefur verið k'ullum gangi og telja má fullvist að stjórnar- skránni verði breytt i þá veru við fyrsta tækifæri ef ekkert er aðhafst af hálfu lands- byggðarinnar. Þar sem hér er ekki aðeins um hag hinna dreiföu byggða að ræöa heldur og allrar þjóðarinnar, þegar til lengri tima er litið, teljum við nauð- syn á að ibúar landsbyggðar- innar standi saman og hrindi fyrrnefndum áformum af höndum sér þannig að slikt komi ekki til framkvæmda. Staðreynd er að megináhrif búsetubreytinga landsmanna á siðustu áratugum eru fólgn- ar I afgerandi forystuhlut- verki höfuðborgarsvæðisins á flestum sviðum. Þar eru aðal- stöðvar embættiskerfisins, hagsmunasamtaka, stjórn- málaflokka, fjölmiðla og fjár- málavalds. Með tilliti til f| framangreinds verður aö || álita að þrátt fyrir minna at- kvæðavægi, eru áhrif ibúa Q Stór-Reykjavikursvæðisins til f stjórnunar þjóðmála mun meiri en ibúa landsbyggðar- innar. Aðal framieiðsla þjóðarinnar á sér stað út um hinar dreifðu byggðir en fjár- munirnir renna til Reykjavik- ur og eru siðan skammtaðir þaðan úr hnefa. Þeirri skoðun okkar viljum viðkoma á framfæri, að fjölg- un þingmanna leysi engan vanda. T.d. virðist heil heims- álfa — Ástralia — komast vel af með aðeins 64 þingmenn. Allmiklar umræður hafa verið hér innan sýslunnar um þetta mál, bæði á pólitiskum og al- mennum vettvangi. Einstakar fundarsamþykktir leggja rika áherslu á, að komi til breyt- inga á stjórnarskránni verði fjöldi þingmanna i Reykjavik og Reykjaneskjördæmi, eins og þeim er nú skipaö, aldrei meiri en 2/5 hlutar af heildar- tölu alþingismanna þjóðarinn- ar. Ef þú og þitt samstarfsfólk telur að kalla þurfi fram and- stöðu gegn fyrirhugaðri kjör- dæmabreytingu og þið eruð reiðubúin að starfa að þvi málefni.ættum við að leggjast á eitt og ráða ráðum okkar um hvernig bregðast skuli við til varnar. Þannig að ibúar landsbyggðarinnar geti búið við mannsæmandi kjör og haldið áfram að starfa að verðmætasköpun til þjóðar- búsins.” Undir þetta bréf skrifa, meö bestu kveöju og von um sam- starf: Fyrir hönd áhugamanna úr Framsóknarfélagi V-Húna- vatnssýslu: Aðalbjörn Bene- diktsson og örn Bjarnason. Fyrir hönd áhugamanna úr Sjálfstæðisfélagi V-Hún.: Karl Sigurgeirsson og Egill Gunnarsson. Fyrir hönd áhugamanna I Alþýðuflokki I V-Hún.: Baldur Ingvarsson og Vilhelm G. Guðbjartsson. Fyrir hönd áhugamanna i Alþýðubandalagi I V-Hún.: Björn Sigvaldason og Matthias Halldórsson. — HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.